Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 32
- 32 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Afnám tekju- skatta á fyrirtæki Fórnarkostnaður ríkissjóðs við að afnema tekjuskatta fyrirtækja á Islandi er óverulegur, segir Björgvin Sighvatsson, miðað við EINS OG allir vita hefur atvinnuleysi ver- ið vaxandi vandamál hér á landi. Frá árinu 1988 hefur skráð at- vinnuleysi aukist úr tæpu 1% í um 5% á þessu ári. Gripið hefur verið til ýmissa að- gerða til að hamla á móti vaxandi atvinnu- leysi. Skattar á fyrir- tæki hafa verið lækk- aðir, en tekjuskatts- hlutfall fyrirtækja hef- ur verið lækkað úr 45% í 33% á síðustu tveimur árum. Tilgangur skattalækkana hefur fyrst og fremst verið að auka fram- leiðslu og eftirspurn í hagkerfinu og þar með draga úr atvinnuleys- inu. I löndunum í kringum okkur hefur skattalækkunarleiðin einnig verið farin til þess að örva hagvöxt- inn. Með EES samningnum sem tók gildi 1. janúar sl. er kveðið á um almennt frelsi ríkisborgara í aðild- arríkjum EES til þess að fjárfesta hérlendis. Erlendum aðilum er þó ekki heimilt að fjárfesta í veiðum og frumvinnslu. Samfara fjár- magnsfrelsinu og vaxandi atvinnu- leysi hefur áhugi innlendra aðila á erlendu áhættuíjár- magni aukist. Til þess að laða að útlendinga með erlent ijármagn eru raktir kostir Islands sem ijár- festingarlands. Ko- stirnir sem yfirleitt eru taldir upp eru hátt -menntunarstig þjóðar- innar, ódýr orka, stöð- ugleiki í efnahagsmál- um og að lega lands sé miðsvæðis miðað við meginland Evrópu og Bandaríkin. Því fleiri kostir sem landið hefur upp á bjóða þeim mun meiri líkur eru á því að erlendir aðilar fjárfestí innan- lands. Allir vita að lönd sem skapa sér sérstöðu eru þau sem ná árangri. Vandamálið er aftur á móti að Ísland hefur enga sérstaka sérstöðu umfram önnur lönd. Hátt menntun- arstig og stöðugleiki í efnahagsmál- um fyrirfinnst í flestum vestrænum ríkjum. Fleiri ríki en ísland geta boðið upp á ódýra orku. Umhugsun- arvert er hvort að lega landsins gagnvart öðrum ríkjum virki frá- hrindandi á erlenda fjárfesta. Áhyggjur manna samfara fijálsu íjármagnstreymi virðist frekar vera Björgvin Sighvatsson á þann veg að óttast að fjármagn leiti út úr hagkerfinu fremur en inn. En hvernig förum við þá að því að reyna að vinna bug á atvinnu- leysinu? Hér er ein hugmynd og hún er sú að afnema_ tekjuskatta á ís- lensk fyrirtæki. Á árinu 1993 voru heildartekjur ríkissjóðs um 103,2 milljarðar króna. Tekjuskattar lög- aðila skiluðu á sama tíma ekki nema um 3,2 milljörðum króna eða um 3% af tekjum ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlögum 1994 eru tekjuskattar fyrirtækja ekki áætlaðir nema um 2,6 milljarða króna sem skýrist m.a. af því að tekjuskattshlutfallið lækkaði niður í 33% á árinu. Fórnar- kostnaður ríkissjóðs við að afnema tekjuskatta á fyrirtæki er því óveru- legur sérstaklega þegar litið er til hugsanlegs ávinnings sem af að- gerðinni getur hlotist. Kostir við afnám tekjuskatta á fyrirtæki eru m.a. eftirfarandi. Af- nám tekjuskatta dregur úr líkum á óarðbærum fjárfestingum og óþarfa eyðslu þar sem hvöt fyrir- tækja að sýna sem minnstan skatt- lagðan hagnað hverfur. Til viðbótar kyndir skattfrelsið undir hag- vaxtarstigið því að með auknum hagnaði fyrirtækjanna eykst fjár- festingarvilji þeirra, sem hefur síð- an áhrif á allt efnahagslífið og þar með atvinnustigið. þann ábata sem unnt er að ná í öðru lagi sköpum við okkur sérstöðu gagnvart öðrum vestræn- um ríkjum þar sem öll nágrannaríki okkar og næstum öll önnur vestræn ríki leggja tekjuskatta á fyrirtæki heima fyrir. Með afnámi tekju- skatta á fyrirtæki ásamt ódýrri orku, háu menntunarstigi, stöðug- leika í efnahagsmálum og frelsi í fjármagnsflutningum aukast mögu- leikar okkar í samkeppni’ um erlent fjármagn. En hefur ríkissjóður efni á að tapa um 2,6 milljörðum króna við afnám tekjuskatta fyrirtækja þegar ríkissjóðshallinn stefnir í að verða árlega á bilinu 10-20 milljarðar á næstu árum. Svarið er að sjálfsögðu nei nema að ríkissjóður dragi úr útgjöldum um sem nemur tekjutap- inu. Samkvæmt íjárlögum 1994 verða heildargreiðslur ríkissjóðs vegna mjólkurframleiðslu í landinu um 2,6 milljarðar. Greiðslur ríkis- sjóðs vegna sauðíjárframleiðslu verða einnig um 2,6 milljarðar á árinu. Með öðrum orðum ef ríkis- sjóður hættir að styrkja annað hvort sauðfjárframleiðslu eða mjólkur- framleiðslu í landinu er hægt að afnema alveg tekjuskatta á íslensk fyrirtæki. Einnig ber þess að geta að fram- angreind kerfisbreyting er mun eðlilegri en óbreytt ástand þar sem ósanngjarnt er að mismuna einstök- um atvinnugreinum og jafnvel ein- stökum fyrirtækjum á kostnað ann- arra. Með afnámi tekjuskatta á fyr- irtæki og afnámi framleiðslustyrkja til einstakra atvinnugreina eru hagsmunir heildarinnar teknir fram yfir hagsmuni einstakra hópa. Ekki má heldur gleyma að slík kerfisbreyting hefur ekki einungis jákvæð áhrif á fyrirtæki heldur einnig ríkissjóð sem og allt efna- hagslífið. Eins og áður sagði eykur skattalækkun ijárfestingarvilja fyrirtækja og dregur úr sóun. í framhaldi eykst eftirspurn eftir vinnuafli og þar með dregur úr at- vinnuleysinu. Minnkandi atvinnu- leysi skapar ríkinu auknar tekjur af skattlagningu launa og veltu. Til viðbótar þarf ekki nema nokkra fjársterka erlenda aðila til þess að Ijárfesta hérlendis svo að gangráð- ur hagkerfisins sé farinn af stað á ný- Fórnarkostnaður ríkissjóðs við að afnema tekjuskatta á íslandi virðist vera óverulegur miðað við þann ábata sem unnt er að ná. Þegar ríkissjóður greiðir orðið tvö- falt meira til tveggja greina í land- búnaði en heildartekjur hans eru af tekjuskatti fyrirtækja verður spurningin þessi. Er ekki tími til kominn að hagsmunir heildarinnar séu teknir fram yfir hagsmuni ein- stakra hópa, sérstaklega þegar svo mikið er í húfi sem raun ber vitni? Höfuudur er hagfræðingur. Sly savarnafélagið, báta- fólkið og straumvatnsslysin UNDANFARNA daga hefur ver- ið uppi umræða vegna siglinga Bátafólksins og óhappa á jökulám og hafa raddir innan Slysavarnar- félagsins ómað hátt um nauðsyn þess að setja á reglugerð þar að lútandi. Láta þeir SVFI-menn eins og þeir hafi aldrei heyrt af þessari starfsemi fyrr og að brýn nauðsyn sé að girða fyrir vandann strax. Einhvern veginn finnst mér að þarna sé verið að fara offörum og að þekking þeirra SVFÍ-manna, sem fjallað hafa um málið í fjölmiðl- um, sé lítil eða engin. Svör þeirra og viðhorf minna mig örlítið á taugatitring stjórnmálamanna, sem þurfa að koma sér á fram- færi, til að minna þjóðina á að þeir séu enn í fullu fjöri. Þar sem málið er mér aðeins skylt, þá rennur mér bióðið til skyldunnar að upplýsa nokkur at- Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 riði, sem ég vil að komi fram og gætu orðið slysavamarmönnum og öðrum til góðs. í árslok 1983 komu til íslands nokkrir bre- eskir ævintýramenn, sem voru að kanna aðstæður til að kvik- mynda siglingu á ka- jökum og gúmbátum niður Jökulsá á Fjöll- um. Eitt þeirra fyrsta verk var að gera vart við sig hjá Slysa- varnarfélagi Islands til að kynna sig og áform sín. Frá byijun var mjög gott samband þessara aðila við Hannes Hafstein fyrrverandi framkvæmdastjóra SVFÍ og aðra innan þeirra raða. Einnig nutu þeir svo aðstoðar frá reyndum SyFÍ-mönnum frá Höfn í ferðinni. Árangur þeirrar ferðar var einhver stórkostlegasta land- kynningarmynd sem gerð hefur verið um ísland. Þar sem tekist var á við duttlungafulla og óblíða nátt- úru þessa lands. Þeir sem sáu umrædda mynd, sém sýnd var í sjónvarpinu á sínum tíma, muna eflaust eftir atviki, þar sem einn leiðangursmanna lenti í ánni og bjargaðist giftusamlega. Tveimur árum síðar komu svo sömu aðilar aftur til að gera aðra kvikmynd, þar sem fatlað fólk hugðist fara álíka ferð, nema að leið þeirra var valin við hæfi. Aftur var Slysa- varnarfélagið látið vita af ferðaáætlunum, og hópurinn naut aðstoð- ar reyndra björgunar- sveitarmanna, sem hófu síðar að kanna jökulár og finna heppi- legar leiðir til að sigla með ferðamenn, sem þeir töldu vera ágæta viðbót við ferðaþjón- ustu í landinu. Kjarni þessara fyrr- verandi björgunar- sveitarmanna eru enn að sigla með ferða- menn og kallar sig bátafólkið. Undirritaður kynntist þessari starfsemi frá byijun og tók þátt í því að móta þá stefnu, sem enn er í heiðri höfð hjá þeim aðilum, sem enn standa að henni. Alla tíð hefur verið ljóst að þetta er hættuleg íþrótt. Þess vegna hefur verið kapp- kostað að gera hana ekki hættu- legri en hún þarf að vera. Öryggis- þátturinn hefur alla tíð verið aðal- atriði. í byijun starfseminnar var haft sambarid við Siglingamálstofnun Islands, varðandi útbúnað á bátun- um. Engar reglur varðandi sigling- ar á straumvatnsám eru til. Þar af leiðandi voru mótaöar eigin ör- yggisreglur, sniðnar eftir því sem gengur í nágrannaríkjum okkar. Erlingur B. Thoroddsen Hvergi innan öryggis- geirans starfa jafnhæfir einstaklingar á sviði- björgunar- og öryggis- mála, segir Erlingur B. Thoroddsen, og hjá þeim, sem standa að bátaferðunum. Einnig voru fengnir kunnáttumenn erlendis frá til að þjálfa áhafnir og gefa ráð. Bátastjórnendur voru valdir úr röðum björgunarsveita. Kröfur til þeirra voru miklar. Ein- ungis mjög hæfir einstaklingar voru valdir til starfa. 5einstaklingar, sem björgunar- sveitir væru stciltar af að hafa í sínum röðum. Ég vil fullyrða, að hvergi innan einkageirans starfa jafn hæfir einstaklingar á sviði björgunar- og öryggismála og hjá þeim aðilum, sem standa að báta- ferðunum. Þau níu ár, sem þeir hafa staðið að þessum ferðum eru óhöpp á ánum fá. Engin svo alvar- leg að taki að nefna þau að undan- skildu því atviki, sem átti sér stað í Hvítá um sl. helgi. Hvers vegna hafa svo fá óhöpp átt sér stað við svo erfiðar og hættulegar aðstæð- ur, sem raun ber vitni? Ég skal svara því. Einfaldlega vegna þess að öryggisþættirnir eru í hávegum hafðir. Ef heiðra ætti einhveija aðila fyrir að sinna öryggismálum, þá eru það aðstandendur bátafólks- ins. Það er staðreynd, að starfsemi bátafólksins hefur heillað aðra.sem vilja reyna fyrir sér í þessari íþrótt, og má búast við að innan fárra ára verði fjölgun á ánum. Ef eitthvað land í Evrópu er tilvalið til _að stunda þessa íþrótt þá er það ís- land. Til að sporna við slysum þarf auðvitað reglur. Þess vegna vil ég beina því til þeirra aðila, sem hafa úttalað sig í fjölmiðlum um þessi slys og telja sér málið skylt, og telja nauðsyn að setja á reglur varðandi þessar siglingar, að leita til bátafólksins eftir ráðum og upp- lýsingum. Það hefur ávallt kapp- kostað að sinna öryggismálunum og hefur saknað þess að engar reglugerðir hafa verið til til að fara eftir. Þó svo að stífar reglur séu um þessi mál í nágrannalöndum okkar, þá eru aðstæður hér á íslandi margar á annan hátt en t.d. í Nor- egi. Því er þekking og kunnátta bátafólksins ómetanleg til að sporna við frekari slysum. Svo ég víki nú að öðru máli, einn- ig alvarlegu, sem ekki hefur verið talað hátt um í fjölmiðlum af for- svarsmönnum björgunarmála í landinu, en þyrfti snöggra við- bragða við. En það eru slys á þeirra eigin mönnum við æfingar og þær regl- ur, sem gilda þar. Getur verið að tíðni slysa björgunarsveitarmanna við æfingar sé óeðlilega há, og að þær reglur, sem þeim eru settar séu ekki nógu skýrar? Mér þætti vænt um að þeir aðilar úr röðum SVFÍ, sem hafa komið fram í fjöl- miðlum varðandi straumvatnsslys- in, bregðist jafn hratt við og úttali sig þar um, því þar eru þeir á heimavelli. Höfundur er áhugamaður um fcrðamál og slysavarnir. 1 _!• feoegos Island áffi^Éþaðliim!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.