Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Öryggisbúnaður í bílum
— fyrir börn o g fullorðna
Neytendur gera kröfur um
betri öryggisbúnað í bílum
Fyrr í sumar var haldið málþing
í Reykjavík á vegum Vátrygginga-
félags Islands, VÍS, um öryggi barna
í umferðinni undir kjörorðinu „Börn
í umferð - okkar ábyrgð“. í umfjöll-
un fjölmiðla af þinginu vorum við
rækilega minnt á mikilvægi forvarn-
arstarfs og nauðsyn kynningar til
almennings. Sænskur sérfræðingur
í umferðaröryggi, Claes
Tingvall, benti á þá ein-
földu staðreynd að
neytendur geta gert
kröfur til framleiðenda
öryggisbúnaðar og það
eru neytendur sem eiga
síðasta orðið á mark-
aðnum!
Lög og reglur eru að
mati margra aðeins
lágmarks viðmiðun en
kröfur neytenda eiga
að vera miklu strangari
og markvissari. Það eru
neytendur sem greiða
kostnaðinn og neytend-
ur geta gert kröfurnar.
Neytendur þurfa ekki
að taka tillit til annarra
sjónarmiða en eigin hagsmuna. I
umferðinni eru hagsmunir neytenda
fyrst og fremst aukið öryggi.
Slys á börnum
Samkvæmt skráningu lögreglu á
slysum á börnum í umferð frá 1964
til 1993 eykst fjöldi slasaðra bama
árlega. Hins vegar hefur dauðaslys-
um barna af völdum umferðarslysa
fækkað. Síðustu þijú ár hefur eitt
(eða ekkert) barn dáið árlega þannig
að fækkunin hin allra síðustu ár er
meiri en meðfylgjandi tafla sýnir.
Umferðarráð hefur reiknað út tíðni
slysa miðað við bílaeign landsmanna
á hvetjum tíma og þá kemur í ljós
að slysatíðni lækkar sem merkir
ekki annað en það, að bílunum hefur
ijölgað meira en slysum á börnum.
Túlkun á tíðni slysa miðað við bíla-
eign eða annað er vandasöm og
hæpið að draga of víðtækar ályktan-
ir út frá þeim tölum. Staðreyndin
er eftir sem áður sú að of mörg
börn hafa slasast og látist í umferð-
arslysum. Einskis má láta ófreistað
til þess að reyna að koma í veg fyr-
ir umferðarslys og takmarka skað-
semi þeirra í framtíðinni. Það er
mögulegt og okkur ber skylda til
þess.
Umferðarslys á börnum 0-14
ára samkvæmt skráningu
lögreglu (ársmeðaltöl).
Árabil Fjöldi slasaðra Fjöldi dáinna
árlega árlega
1975-1984 129 4
1985-1993 140 3
Forvarnir gegn
umferðarslysum
Forvarnarstarf undangenginna
ára hefur í flestum tilvikum beinst
að því að hafa áhrif á hegðun fólks
í umferðinni, einkum ökumanna.
Mat á árangri við fækkun slysa hef-
ur hins vegar sýnt að mestur árang-
ur hefur náðst með tilkomu öryggis-
búnaðar og lögbundinnar notkunar
búnaðarins. Dæmi má nefna hér á
landi um áhrif lögleiðslu öryggis-
belta á slys (gögn frá Borgarspítala
og Umferðarráði) og sömuleiðis
notkun hjálma á bifhjólum. Mörg
dæmi hafa fjölmiðlar einnig sýnt
fram á þar sem reiðhjólahjálmar
hafa bjargað börnum frá stórslysum
þótt notkun þeirra sé ekki lögbund-
in. Með upplýsingum og áróðri hefur
þó notkun reiðhjóla-
hjálma breiðst mjög út,
einkum í yngstu aldurs-
flokkunum.
Jafnframt því sem
sérfræðingar 1 um-
ferðaröryggismálum
hafa komist að því að
hegðun fólks í umferð-
inni, vel að merkja þess
hóps fólks sem lendir í
slysum, er erfitt eða
ómögulegt að breyta,
hafa rannsóknir á slys-
um og varnarbúnaði
aukist stórlega. For-
vamarstarfið hefur því
breyst í samræmi við
aukinn skilning og
þekkingu á orsök slysa
og mögulegum varnarbúnaði frá því
að vera áróður um hegðun okkar í
umferðinni í það að vera áróður til
stjórnvalda og almennings um að
krefjast öruggari bíla frá framleið-
endum.
Þróunin á íslandi
Á íslandi fara árlega 5 miljarðar
króna í kostnað vegna umferðar-
slysa. Þetta kom fram í erindi Brynj-
ólfs Mogensens, yfirlæknis á slysa-
deild Borgarspítala, á málþingi VÍS.
Umferðarslysin verða i flestum til-
vikum vegna mannlegra mistaka.
Það sama gildir um önnur slys. En
hvað er gert til þess að koma í veg
fyrir slysin fyrir utan það að biðja
nú ökumenn að aka varlega og virða
umferðarreglurnar?
Umferðarreglur eru mikilvægt
öryggistæki og ekki við þær að sak-
ast. Það er erfitt að breyta mannlegu
eðli og við komum ekki í veg fyrir
mannleg mistök í umferðinni.
Svar neytenda er krafa um:
Oruggari bíla, strangari öryggis-
staðla!
Öruggari varnarbúnað fyrir far-
þega í bílum!
Ekki er vitað hve miklu fé er var-
ið til forvarna að umferðaröryggis-
málum en víst er að það er fremur
lítið miðað við þann mikla kostnað
sem umferðarslysunum fylgir.
Hér á landi gilda sömu kröfur til
öryggis bíla og settar eru fram í til-
skipunum ESB. Stjórnvöld hér á
landi skattleggja ökutæki óháð því
hvort þau geta talist örugg í umferð-
inni eða ekki. í máli Claes Tingvall
sem vitnað var í hér að framan kom
fram að ástæða væri fyrir yfirvöld
ríkisfjármála að athuga hvort ekki
megi lækka opinber útgjöld vegna
umferðarslysa með því að skatt-
leggja bíla með tilliti til öryggis.
Yátryggingafélög geta einnig haft
áhrif á val neytenda með tilliti til
öryggis.
Þau atríði sem hafa
áhrif á öryggi barna í
bílum, segir Sigríður
A. Asgrímsdóttir, eru
fyrst og fremst notkun
bílbelta og bamastóla.
Rannsókn á umferðarslysum er á
ábyrgð lögreglu og er upplýsingum
safnað saman hjá Umferðarráði.
Ástæða er til þess að taka undir
með fulltrúa VÍS, Ragnheiði Davíðs-
dóttur, sem sagði í blaðagrein fyrir
skemmstu að efla þurfí rannsóknir
á umferðarslysum.
Kannanir á notkun öryggisbún-
aðar í umferðinni hafa verið gerðar
en könnun á því hvort barnabílstólar
séu notaðir rétt og rétt festir í bíl-
inn, hafa ekki verið framkvæmdar
hér á landi. Ekki er heldur gerð sú
krafa til seljenda barnabílstóla að
leiðbeiningar sem þeim fylgja skuli
vera á íslensku. í markaðskönnun
Neytendablaðsins síðastliðið vor
kom í ljós að nokkrir seljendur hafa
látið þýða leiðbeiningar á islensku
og er það vel, en dæmi er um að
einu skriflegu leiðbeiningarnar um
rétta notkun séu á ítölsku!
Leiðbeiningar til neytenda
Rétt uppsetning og meðferð ör-
yggisbúnaðar er mikilvæg því ann-
ars er hann gagnslaus. Neytendur
þurfa einnig nauðsynlega á hlut-
lausri ráðgjöf að halda við val á
barnabílstólum og öðrum öryggis-
búnaði sem er á markaðnum. Þetta
ráðgjafar- og upplýsingastarf þarf
að efla til muna hér á landi.
Þau atriði sem hafa áhrif á ör-
yggi barna í bílnum eru fyrst og
fremst notkun bílbelta og barnabíl-
stóla. Öryggi bílanna sjálfra kemur
börnum til góða jafnt sem öðrum
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sumarbrids í Reykjavík
Á sunnudaginn voru 2 riðlar, þrátt
fyrir úrslitaleikinn í knattspyrnu á
HM. Úrslit um daginn urðu:
ErlendurJónsson-ÓlafurLárusson 135
UnaÁmadóttir-KristjánJónasson 117
HalldórMagnússon-JóhannesEiriksson 115
Úrslit um kvöldið urðu:
Sigurleifur Guðjónss. - Siguijón Harðarson 123
Sveinn Sigurgeirsson - Ólafur Lárusson 114
Bjöm Bjömsson - Nicolai Þorsteinsson 112
Og sem fyrr leiðir Lárus Hermanns-
son í sumarbrids, en t næstu sætum
eru Erlendur Jónsson og Guðlaugur
Sveinsson.
Búast má við aukinni aðsókn næstu
daga í sumarbrids og miklu fjöri.
Spilað er alla daga kl. 19 (nema
laugardaga) og að auki á sunnudögum
kl. 14 og fimmtudögum kl. 17 (náist
þátttaka).
farþegum þegar óhöpp verða. Betri
umferðarmenning hvort sem hún
stafar af löggæslu, viðurlögum eða
kennslu ökumanna skal heldur ekki
vanmetin.
En þungi forvarnarstarfsins þarf
að beinast að því að framleiðendur
þrói betri öryggisbúnað til notkunar
í bílum. ísland á aðild að alþjóðlegum
staðlastofnunum og getur haft mikil
áhrif á þróun mála ef við beitum
okkur rétt. Við verðum að vinna
með öðrum þjóðum þar eð fram-
Ieiðsla öryggisbúnaðar og bíla fer
fram erlendis en ekki hér á landi.
Við þurfum að fylgjast vel með
þróun slysarannsókna í Evrópu og
ráðleggja bíleigendum um val á ör-
yggisbúnaði í bílum. Birta verður
niðurstöður rannsókna á öryggi bíla
og skýra frá mismunandi eiginleik-
um varðandi öryggi og hvers vegna
bílar eru mismunandi varðandi ör-
yggi. Sama gildir um góðan og léleg-
an öryggisbúnað í bílunum. Ráðgjaf-
ar neytenda verða að hafa aðgang
að nýjustu upplýsingum um þróun
mála hér á landi en ekki síður erlend-
is og upplýsa neytendur um öryggis-
mál. Ráðgjafar þurfa að eiga kost á
að taka þátt í rannsóknum, ráðstefn-
um og fundum þar sem nýjustu
slysarannsóknir eru kynntar. Ef ráð-
gjafar neytenda hafa ekki sjálfir
aðgang að ráðgjöf og upplýsingum
geta þeir ekki ráðlagt öðrum.
Staðlar eru mikilvægir og tryggja
lágmarksviðmiðun. Neytendur eru
ekki bundnir af því að miða við lág-
marksstaðla. Neytendur geta og
eiga, vegna eigin heilbrigðis, að gera
strangari kröfur en löggjafinn. Til
þess að neytendur geti fengið sem
áreiðanlegastar upplýsingar verður
að efla slysarannsóknir, opna að-
gang að niðurstöðum rannsókna og
taka þátt í alþjóðlegum verkefnum
um forvarnir og neytendavernd.
Höfundur cr verkfræðingur
Neytendasam takanna.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGI
Sigríður Á.
Ásgrímsdóttir
FIMMTU DAGUR 21. JÚLÍ 1994 33
>//fy
íiöÖtSv
LIGHTNING
Verð nú: 4.990 (áður 7,
Stærð 39-47.
Góðir körfuboltaskór
íhælogúrNubuck
-x
\
■ V
iH
_
VENUS
Verð nú: 3.990 (áður 5.490)
Mjúkir leðurskór m/dempara I sóla
gilegirskór.
ZONE
Verð nú: 2.490 (áður 3.750)
Stærð 30-38.
Sterkir leðurskór.
! SYNERGY
Verðnú: 4.990 (áður 7.840)
Stærð 35-46.
Góðir hiaupa- og s
m/dempara í hæl.
Sendum í póstkröfu.
SPORTBÚÐIN
Armúta 40 Síntí 813555 og 813655 f
I rúmunum eru hinar vönduðu amerísku SQríngv^ll
dýnur sem kírópraktorar mæla með. Þær eru byggðar
upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan
stuðning og beinan hrygg í svefni. n
DESIGNSI
HÚSGAGNAVERSLUNIN UNAN • SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 3 6 0 II