Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 34

Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir okkar, HELGA GUÐVARÐARDÓTTIR lést 19. júlí í Landspítalanum. Sigríður Guðvarðardóttir, Sverrir Guðvarðsson, Gunnar Eyjólfsson. t Ástkær móðir okkar, LIUA EYJÓLFSDÓTTIR frá Brúsastöðum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 20. júlí. Erla B. Bessadóttir, Sjöfn B. Bessadóttir, Ægir B. Bessason, Guðný Arnbergsdóttir, Elsa B. Bessadóttir, Þórir Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðursystir okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, áður Ásvegi 15, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 14. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Gerður E. Tómasdóttir, Rósa Tómasdóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, B0RGEPETERSEN kennari við Kennaraskóiann í Þórshöfn, Færeyjum, Ægishædd 4, Þórshöfn, Færeyjum, lést af slysförum föstudaginn 15. júlí 1994. Margretha Petersen og synir. + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURMAR GÍSLASON, sjómaður, Hrafnistu.Reykjavik, áður Bræðraborgarstig 13, er látinn. Jarðarförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðrún Jensen, CarlJensen, Alda Sigurmarsdóttir, Jón Ingi Jósafatsson, Kristín Sigurmarsdóttir, Sigurður Sigursveinsson, Gunnar Arnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn og faðir okkar, séra MARINÓ KRISTINSSON fyrrverandi prófastur, Sauðanesi, lést í Landspítalanum 20. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Þórhalla Gísladóttir og börn. + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR frá Broddadalsá, fyrrverandi húsmóður á Melum, Árneshreppi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Elisabet G. Guðmundsdóttir, Erlendur J. Björgvinsson, Guðmundur H. Erlendsson, , Sólveig Erlendsdóttir. INGIBJORG PETREA GÍSLADÓTTIR + Hún andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 11. júní síðastliðinn. Ingibjörg Petrea Gísladóttir var fædd í Litlu-Tungu í Mið- firði, í V-Húnavatns- sýslu 7. mars 1926. Foreldrar hennar voru Margrét Páls- dóttir og Gísli Arna- son. Ingibjörg ólst upp í glöðum systk- inahópi, í Litlu- Tungu, en systkini hennar voru Guð- laug, Sigríður og Arni Vernharður. Auk þess átti hún tvo uppeldisbræður, Stefán Jóhann og Hörð, sem er látinn. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Héðinn Ágústsson frá Urðar- baki, Vestur-Hópi, V-Húnavatns- sýslu. Bjuggu þau alla tíð í Reykjavík og eru börn þeirra Gylfi, Omar, Hörður, Rut Marsi- bil, Páll Vignir og Ágúst. Útför Ingibjargar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag. YNDISLEGA vinkona mín og frænka Ingibjörg Gísladóttir eða Inga eins og við kölluðum hana, lést í síðustu viku eftir stutt veikindi. Eg kynntist Ingu og Laugu systur hennar sem ungum stúlkum þegar þær réðust til Vestmannaeyja til Guðríðar Guðmundsdóttur sem þá var matráðskona á sjúkrahúsinu. Þær þóttu þar bera af öðrum fyrir dugnað og myndarskap, en þær höfðu nýlega lokið Kvennaskójanum á Blönduósi. Þegar tókust með okkur frænk- unum góð kynni sem hafa enst alla ævina. Þá var mikið til siðs að ganga á fjöllin í Vestmannaeyjum og út um Eyju og áttum við unga fólkið marg- ar glaðar stundir þar. Allar fórum við að læra á gítar hjá Sigurbirni Sveinssyni og höfðum við mikla ánægju af því. Sú ánægja entist okkur vel og lengi því við hitt- umst sjaldan svo upp frá því að ekki væri tekið í gítarinn. Seinna keypti Inga sér rafmagnsorgel og áttum við margar ánægjustundir við það. Fljótlega eftir veru sína í Vest- mannaeyjum giftist Inga eftirlifandi eiginmanni sínum, Héðni Ágústssyni og eignuðust þau sex börn. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík, nú síðast í Seiðakvísl. Mann sinn og börn ann- ERFIDRYKKJUR perlan sími 620200 Erfidrykkjur Glæsiieg kaöi- hlaðborð fcdlegir saiir og mjög goð þjónusta. Uppiýsingar í sírna 2 23 22 FLUGLEIDIR íiótlt LomEime aðist Inga af stakri fórnfýsi og piýði. Svo þegar tengdabörn og barnaböm komu til sög- unnar var þeim öllum tekið opnum örmum. Heimilið ljómaði allt af hreinlæti og myndar- skap, enda kunni Inga .vel-til verka. Utan heim- ilis stundaði hún á seinni árum ýmis störf. Nú síð- ast annaðist hún gamalt og veikt fólk í heima- húsum. Þegar við vinkonur Ingu fórum líka ein af annarri að flytja til höfuðborgarsvæðisins fórum við að hittast oftar og það varð meiri sam- gangur á milli okkar. Við Inga, Guð- ríður, Þura og Lauga hittumst oft til að syngja saman eða gera eitthvað annað skemmtilegt . Við Inga hittumst síðast fyrir mán- uði. Þá var ég að fara á fermingar- mót til Eyja og tilhlökkunin var mik- il. Við drukkum kaffi, kíktum á ferða- fötin og rifjuðum upp gamlar minn- ingar. Við sem nutum vináttu og kærleika Ingu og hennar glaða og góða við- móts, þökkum henni af öllu hjarta. Ég vil kveðja hana með þessum orð- um. Sofðu vina sætt og rótt við söngsins óma. Ástúð þín mun aldrei gleymast, innst í hjörtum vina geymast. Ljúfir englar leiði þig um Ijóssins vegi. Aldrei gleymast okkar fundir. Öll við þökkum liðnar stundir. (J.H.Sv.) Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrenpr brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið. Sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgst ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Það var sárt að frétta að hún amma væri komin á spítala og lítil von um að hún næði sér aftur. Elsku- leg amma mín dó tveimur sólarhring- um seina. Við sem þekktum ömmu finnst hún hafa kvatt of snemma, ekki nema 68 ára gömul. Við vitum það þó öll að dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Á svona stundu koma ótal minningar upp í huga manns, og margir atburðir, sem ekki virðast markverðir í fyrstu, sitja djúpt í hjarta manns. Amma var kristin kona og minnist ég þess að þegar ég var yngri og gisti hjá ömmu og afa í Ásgarðinum, kom amma inn að rúminu og bauð mér góða nótt og fórum við þá ætíð saman með bænirnan Og hjá ömmu lærði ég sálminn „Ó, Jesú bróðir besti“. Amma var óskaplega þakklát og góðviljuð og gerði alltaf gott úr öllu. Hún var stolt af sínu fólki og það var ekki síður ömmu að þakka að ég tók stúdentspróf og er nú við nám erlendis. Hún sýndi alltaf feikilegan áhuga á því sem maður tók sér fyrir hendur. Þegar ég kom heim núna í sumarfríjá auðvitað leiðin til ömmu og afa. Ég fór í kvöldkaffi og fékk eins og alltaf hlýjar móttökur, heima- bakað bakkelsi og mjólk. Hjá ömmu og afa var ýmislegt á döfinni og þó hún amma hafi alltaf verið heimakær var hún víðsýn kona og höfðu hún og afi fullan hug á að heimsækja mig til Noregs. Þar hefði hún notið sín. En í stað þess trúi ég því að hún sé nú með okkur, fylgist með okkar daglega lífi og gefi okkur öllum styrk. Elsku afi minn, börnin ykkar og barnaböm. Sagt er að tíminn græði öll sár og minningin um yndislega og góða eiginkonu, móður og ömmu mun hjálpa okkur öllum í gegnum erfiðan tíma. Amma mun vera sem ljós í hugum okkar allra. Inga Rut. STEINUNN ROSA ÍSLEIFSDÓTTIR + Steinunn Rósa ísleifsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 7. júní 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 13. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Isleif- ur Jónsson og Þór- unn Magnúsdóttir. Systkini hennar voru fimm, en eru öll látin. Þau voru upp alin í Nýjahúsi í Vest- mannaeyjum og liétu Jónína Guðrún, Magnús, Jóhann Pét- ur og Ragnar. Hálf- systir þeirra, sammæðra, Ágústa, er einnig látin. Árið 1934 giftist Steinunn Rósa Einari Illugasyni járnsmið og vélvirkja, f. 1.4. 1911, d. 28.8. 1972. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vestmanna- eyjum og eignuðust sjö börn: Marlaugu, Rögnu (látin), Harald Grétar (látinn), Laufeyju (lést 19. júlí sl.), Baldvin, Fjólu (látin) og Einar Vigni (látinn). Steinunn Rósa fluttist til Grindavíkur eftir að gos hófst í Heimaey og síðan til Hafnarfjarðar, þar sem hún bjó til dauðadags. Kveðjuathöfn um hana fór fram í Víðistaða- kirkju 19. júlí, en jarðsett verður rJ? í kirkjugarði Landa- kirkju í dag. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 r/,.T I MINNINGUNNI er elsku amma Rósa okk- ur svo kær. Hún tók á móti okkur á hverju sumri á Heiðarveginum í Vestmannaeyjum og einn vetur hélt hún okkur heimili. Frá Heiðarveginum eigum við systurnar margar okkar bestu æskuminn- ingar. Hjá ömmu var alltaf gott að vera, enda var hún einstak- lega blíðlynd og róleg kona. Fagur- kerinn hún amma kenndi okkur allt sem við kunnum í hannyrðum, enda var hún sannkallaður listamaður í þeim efnum. Eftir hana liggur margs konar saumaskapur og postulín sem hún undi við að mála í frístundum sínum. Hún kenndi okkur líka að njóta alls þess fallega í kringum okk- ur, því hún sá fegurðina í öllu og lét það aldrei ósagt ef henni þótti til ein- hvers koma. Elsku amma, við þökkum þér allt sem þú gafst okkur systrunum og færum þér ástarkveðju frá Vigni bróður okkar sem þú unnir svo heitt. Allar stundir ævi minnar ertu nálæg, hjartans lilja. Þó er næst um næðisstundu návist þín og angurblíða, ástarljós og endurminning. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur sakna ég og minnist þín. (Hulda) Elsku amma Rósa, hvíl þú í friði. Sísí og Rósa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.