Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 35

Morgunblaðið - 21.07.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 35 MINNING JON JONSSON + Jón Jónsson fæddist á Pat- reksfirði 5. apríl 1929. Hann lést a heimili sínu 11. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Ingi- björn Jónsson, tré- smíðameistari á Vatneyri, f. 16.9. 1880, d. 5.7. 1948, og Ingibjörg Rann- veig Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 6.11. 1893, d. 27.3. 1977. Systkini Jóns eru Ingibjörg Jóna, húsmóðir í Reykjavík, f. 15.7. 1919, Guð- mundur, trésmíðameistari í Reykjavík, f. 28.12. 1921, Krist- ín Þórunn, húsmóðir í Reykja- vík, f. 30.7. 1923, Guðrún, hús- móðir í Reykjavík, f. 26.10. 1925, d. 18.12. 1970, Guðmund- ur Valgeir, rafvirkjameistari á Patreksfirði, f. 5.4. 1929, d. 23.2. 1988, og Kristján Jóhann, leikstjóri í Reykjavík, f. 8.3. 1933. Eftirlifandi sambýliskona Jóns er Þorgerður Jónsdóttir frá Súðavík í Álftafirði. Jón nam húsasmíði á Patreksfirði, en flutti ungur maður til Reykjavíkur, þar sem hann vann við smíðar, lengst af hjá Guðmundi Guðmundssyni i Tré- smiðjunni Víði. Þar öðlaðist hann einnig réttindi í hús- gagnasmíði. Utför Jóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Jón og Kristján. Öll mannvænleg og yndis- leg börn. Tvö af þeim létust á undan Jóni, Guðrún og Valgeir. En Jón og Valgeir voru tvíburabræður. Við stöllurnar urðum strax miklar vinkonur. Við Nonni, eins og við vor- um vön að kalla hann, urðum fljótlega miklir vinir, og sú vinátta hélst þar til hann kvaddi þetta tilveru- stig. Það var yndislegt að koma til þeirra í litla húsið þeirra sem pabbi þeirra smíðaði, en hann var húsasmiður og hönd hans hög á hvað sem fyrir varð. Innan þeirra dyra ríkti ávallt friður og stundum var mikið hlegið og þá ekki síst þegar við stöllurnar ásamt bræðr- unum slógum á létta strengi. Nonni minn átti nóg af efni til að láta mig hlæja. Hann var frekar hlé- drægur og einrænn, en ákaflega skemmtilegur og vel gefinn maður. Það slitnaði aldrei upp úr vináttu okkar. Hann var svo hugljúfur og góður við börnin okkar og reyndist þeim sem stóri bróðir. Mér þótti afar vænt um það því maður minn var þá skipstjóri á togurum þar vestra og því mikið að heiman. Þá var gott að eiga Jón alltaf reiðubú- inn til að hjálpa. Nonni borðaði hjá okkur um tíma, en einmitt þá kom stóra höggið. Hann slasaðist mjög alvarlega og náði sér aldrei til fulls eftir það. Þá hrundu draumaborgir. Þau misstu föður sinn af slysförum. Síðar fluttust þau til Reykjavík- ur. Þar kynntist Nonni sambýlis- konu sinni sem reyndist honum tryggur og góður förunautur. Nú vil ég og fjölskylda mín þakka ógleymanlegar stundir og óska hon- um velfarnaðar á þeirri braut sem okkar allra bíður. Ég kveð þig, kæri vin, fegurð kærleiks munt þú sjá. Eilífðar ljósið skín og vísi þér veginn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hrefna Sigurðardóttir, Kjartan Th. Ingimundarson. JÓN Jónsson húsgagna- og húsa- smíðameistari frá Patreksfirði var samferðamaður minn og fjölskyldu minnar síðastliðna tvo áratugi, eða frá þeim tíma er hann hóf sambúð með móðursystur minni, Þorgerði Jónsdóttur. Reyndar veit ég furðu fátt um staðreyndir í lífí hans, því hann var með eindæmum fáorður um sjálfan sig og sína hagi. Ég veit þó, að um langt árabil hafði hann ekki gengið heill ti! skógar vegna slyss, sem hann varð fyrir á yngri árum og heilsubrests í kjölfar þess. En engan brest var að finna í stolti hans og sjálfsbjargarvilja. Hann ’var fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á mörgum mál- efnum. Hann var karlmenni í lund en jafnframt næmur á viðkvæmar hliðar lífsins. Það sannaði viðmót hans við börnin, sem urðu á vegi hans. Ógleymanlegt verður mér, hve Jóni og Þorgerði var annt um að líkna og aðstoða í erfiðum veikind- um móður minnar fyrir nokkrum árum. En sterkur vilji Jóns, tryggð og samviskusemi kom best í ljós í veik- indum Þorgerðar, sambýliskonu hans. í heilt ár hefur hún legið lang- dvölum á sjúkrahúsum. Á tímabilum fékk hún að fara heim og þá annað- ist hann hana eftir mætti. Sjálfur gekkst hann undir holskurð fyrir nokkrum vikum og var ekki fyrr staðinn upp en honum var efst í huga,'hvernig hann gæti hlúð að henni og stytt henni stundir. Hann var með sanni vinur í raun. Ég votta hér með Jóni Jónssyni virðingu mína og þakka honum góða samfylgd. Elskulegri móðursystur minni, Þorgerði, svo og systkinum Jóns, votta ég samúð mína. Hvíli hann í Guðs friði. Kristín Olafsdóttir. Vinkona mín hringdi í mig og tilkynnti mér lát bróður síns. Kom mér það ekki á óvart, ég vissi að hann var búinn að vera mikið veik- ur. Get ég því ekki látið hjá líða, að minnast hans, þessa góða vinar míns, með nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna er ég kom til Patreksfjarðar ung að árum, að kynnast þessari yndislegu fjöl- skyldu sem síðar tók mér sem ég væri ein úr hópnum. Þau áttu sjö börn og hétu þau Ingibjörg, Guð- mundur, Guðrún, Kristín, Valgeir, t Elskuleg mágkona mín, EVA ÓLAFSDÓTTIR, Óslandi, Höfnum, sem andaðist á Reykjalundi 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum föstudaginn 22. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Reykjalund. Fyrir hönd aöstandenda, Ragnheiður Jóhannesdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HENDRIKS STEINSSONAR, Akurgerði 2, Akranesi, verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 14. Jóna Vilhjálmsdóttir, Hreggviður Hendriksson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Aðalheiður Óddsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, KONRÁÐ SIGURÐSSON, Sólvöllum, Árskógsströnd, sem andaðist 15. júlí sl., verður jarð- sunginn frá Stærri-Árskógskirkju föstu- daginn 22. júlí kl. 13.30. Soffía Sigurðardóttir, Alfreð Konráðsson, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Konráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Valborg Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS GUNNAR GÍSLASON, Stað, Hrútafirði, sem andaðist í Landakotsspítala laug- ardaginn 16. júlí sl., verður jarðsunginn frá Staðarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 sama dag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélag (slands njóta þess. Bára Guðmundsdóttir, Edda Björk Karisdóttir, Vilborg Magnúsdóttir, Elfn Elísabet Magnúsdóttir, Magnea Torfhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Gfsli Jón Magnússon, Eiríkur Gíslason og barnabörn. Sigurður Reynisson, Kristinn Reynir Guðmundsson, Sigurður Rögnvaldsson, Mikael Bjarki Eggertsson, Jónína Hafdfs Kristjánsdóttir, Ottó Berg Magnússon, t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, systur og barnabarns, ÁSU SJAFNAR ÁRNADÓTTUR. Sólveig Pálsdóttir, Árni Jónsson, Díana og Ólafur Páll, Sjöfn Óskarsdóttir, Páll Ól. Pálsson, Dfana Árnadóttir, Jón Hermannsson. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför RÓSU KR. GUÐMUNDSDÓTTUR, Rauðalæk 35, Reykjavík. Hlíf Valdimarsdóttir, Guðmundur Valdimarsson, Valdimar Valdimarsson, Guðbjörg Einarsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, ÓMARS HREINS MAGNÚSSONAR, Fálkagötu 20B. Hafsteinn Magnússon, Gróa Guðjónsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Halldórs Vigfússon, Sigrfður Alexander, Frank Alexander, Jón Magnússon, Kristrún Hálfdánardóttir, Helga Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR SIGRÚNAR FINNBOGADÓTTUR, Hörgshlfð, Reykjafjarðarhreppi. Gerður Elíasdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Kristján Pétursson, Dagbjört Jónsdóttir, Jakob Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Finnbogi Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Páll Ágústsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Kristinn Njálsson, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, sonar, stjúpsonar og bóður, ÞORSTEINS EYVARS EYJÓLFSSONAR, Spóarima 1, Selfossi. Atli Rúnar Þorsteinsson, Andrea Hanna Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Arthúrsson, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÓSKARS AÐALSTEINS GUÐJÓNSSONAR rithöfundar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.