Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR21. JÚLÍ 1994 39
FRÉTTIR
Hátíðarhöld íslendingafélaga í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins
Mikil umfjöllun í
Svíþjóð og Finnlandi
ISLENDINGAFELOG í Svíþjóð
stóðu fyrir margvíslegum hátíða-
höldum vegna lýðveldisafmælisins
17. júní síðastliðinn. Einnig var af-
mælisins minnst með ýmsum hætti
í Eistlandi og Lettlandi en hátíða-
höldum í Finnlandi var slegið á frest
þar sem margir Islendingar héldu
til heimalandsins og samkvæmt upp-
lýsingum frá Sigríði Snævarr sendi-
herra íslands í Stokkhólmi vakti af-
mælið verðskuldaða athygli í Svíþjóð
og Finnlandi.
Hófst umfjöllun fjölmiðla í Svíþjóð
um afmælið þegar í byijun ársins
er tveir blaðamenn Aftonblaðsins
kynntu íslenskan mat og fengu méð-
al annars að fylgjast með sælkera-
kvöldi hjá forseta íslands. Einnig
ritaði Lars Áke Engblom fyrrverandi
forstjóri Norræna hússins greinar
um Islandstengt efni í dagblöð og
kom fram í viðræðuþætti í sænska
sjónvarpinu á afmælisdaginn. Sýndi
sjónvarpið ennfremur heimildar-
myndir um Island og vakti athygli
áhorfenda á hátíðahöldunum á Þing-
völlum og hátíð íslendingafélagsins
á Skansinum í Stokkhólmi en hvort-
tveggja var í aðalkvöldfréttum sjón-
varps.
íslendingar í Stokkhólmi gerðu
sér glaðan dag fyrir tilstilli Land-
sambands Islendingafélaganna á
Skansinum og stóð Ljótur Magnús-
son formaður menningarnefndar fé-
lagsins að dagskránni. Meðal annars
var skrúðganga frá Nordiska Museet
að Skansinum, hestasýning, leikir
fyrir börn, guðsþjónusta í Seglora
kirkju þar sem séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson þjónaði fyrir altari, söng-
hópur frá Uppsölum kom fram og
hljómsveitin Islandica lék. Einnig
fluttu ávörp sendiherra íslands og
Lars Áke Engblom fyrrverandi for-
stjóri Norræna hússins. Sagði Sig-
ríður Snævarr meðal annars í ræðu
sinni að íslendingar í Svíþjóð hefðu
hugsað hrærðum huga heim til Is-
lands. „Við geymum ísland í hjarta
okkar, hvert sem lífsleiðin liggur,“
sagði hún. Auk þess flutti Nanna
Lind Svavarsdóttir ávarp fjallkonu
og sönghópurinn Tónabræður kom
fram ásamt söngkonunni Katrínu
Sigurðardóttur.
I Jönköping áttu þeir Jakob S.
Jónsson og Matthías Mogensen for-
maður íslendingafélagsins veg og
vanda af hátíðardagskránni. Erla
Sigurðardóttir hélt málverkasýningu
í tengslum við kynningu á íslenskri
menningu. Hljómsveitin Islandica
lék og Hörður Torfason söng og
einnig sýndu íslenskir og sænskir
glímumenn og kynntu gjímu. Auk
þess tók Hannes Hlífar Stefánsson
þátt í fjöltefli við Jönköpingbúa svo
eitthvað sé nefnt.
Einnig var staðið fyrir hátíðahöld-
um í Gautaborg og Málmey. Til
dæmis söng íslenski kórinn í Gauta-
borg undir stjórn Kristins Jóhannes-
sonar og Bertil Falk aðalræðismaður
íslands í Gautaborg flutti ávarp.
Farið var í skrúðgöngu frá Korsvág-
en til Liseberg og einnig var sérstök
dagskrá fyrir börn. í Málmey var
sýnd íslensk glíma að iokinni setn-
ingarathöfn, haldin fótboltakeppni,
keppt í reipitogi og pokahlaupi.
Einnig fór fram uppboð á málverk-
um með íslensku myndefni og fjall-
konan ávarpaði gesti. Loks söng ís-
lendingakórinn.
í Lundi var farið í skrúðgöngu,
fjallkonan Ingibjörg Bragadóttir
fíutti ávarp og þjóðsöngurinn var
sunginn. Að auki var farið í leiki og
börn og fullorðnir sungu saman. I
Eistlandi var þáttur um ísland sýnd-
ur í eistneska ríkissjónvarpinu og
auk þess fór 75 manna hópur frá
kvennakórnum Dzintars í Lettlandi,
ásamt Jana Baloda ræðismanni ís-
lands í Riga, til íslands til tónleika-
halds í tilefni af afmælinu.
Jeppaferð Toyota-eigenda á laugardag
Búist við 160 bílum
EIGENDUM Toyota-jeppa gefst
kostur á því næstkomandi laugar-
dag að taka þátt í dagsferð um
afrétti Hrunamanna og Gnúpveija.
Síðasta jeppaferð á vegum Toyota-
umboðsins var farin fyrir þremur
árum og þá lögðu um 120 bílar upp
í ferðina frá Reykjavík að sögn
Lofts Ágústssonar, auglýsinga-
stjóra Toyota-umboðsins.
Lagt verður af stað snemma
morguns og býst Loftur við að milli
150 og 160 jeppar verði með í för
að þessu sinni, en alls eru 3.600
jeppaeigendur á landinu að hans
sögn. „Við gerum ráð fyrir að geta
tekið á móti um 200 bílum,“ segir
Loftur og bætir við að ekki hafi
reynst auðvelt að fá upplýsingar
um leiðina sem farin verður því um
sé að ræða línuveg sem starfsmenn
Landsvirkjunar hafi fært sér í nyt
og hún því kunnust hestamönnum.
Segir Loftur ennfremur að við síð-
ustu vettvangskönnun, sem gerð
var fyrir þremur vikum, hafi komið
í ljós gríðarlegur skafl skömmu eft-
ir þriðja vaðið yfir Stóru-Laxá.
Ekki hafi reynst unnt að moka
honum burtu með traktor og hafi
starfsmenn því húið til 3 metra
snjógöng til að auðvelda yfirferð
en lokakönnun á leiðinni verði gerð
á fimmtudaginn kemur og sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að ferðin verði
hin ævintýralegasta en henni lýkur
í Þjórsárdal með grillveislu við
harmonikkuundirieik.
Drukkin ungmenni
verði send heim
Doktor í efnafræði
ÁTAKIÐ „Stöðvum unglinga-
drykkju" hefur sent framkvæmda-
stjóra Þjóðhátíðar í Vestmannaeyj-
um eindregin tilmæli þess efnis að
farið verði að reglum sem gilda
um útisamkomur á hátíðinni. Þar
er vísað til þess að meðferð og
neysla áfengis er stranglega bönn-
uð á útihátíðum og að börnum
yngri en 16 ára er óheimill aðgang-
ur að slíkum samkomum nema í
fylgd með fullorðnum. Athygli
íþróttafélagsins Þórs í Eyjum er
vakin á því að ekki sé ástæða til
að veita þeim aðilum leyfi aftur til
að standa fyrir útihátíðum sem
ekki uppfylla skilyrði sem sett eru
fyrir þeim.
SÝNINGUNNI „Alþingi á lýð-
veldistíma" sem staðið hefur í Al-
þingishúsinu frá 18. júní lýkur
senn og er 29. júlí síðasti sýningar-
dagurinn. Aðsókn að sýningunni
hefur verið mikil og hafa um 8.000
manns heimsótt Alþingishúsið af
þessu tilefni.
Leita vitna
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir vitnum að óhappi við Fjarðar-
kaup síðdegis sl. mánudag.
Átta ára drengur var að var að
klifra á dósakúlu skáta utan við
verslunina en féll til jarðar og í
veg fyrir bíl sem ekið var hjá í
sama mund.
Taið er að hjól bílsins hafi farið
yfir framhandlegg drengsins sem
er handleggsbrotinn.
Ökumaður bílsins kom drengn-
um undir læknishendur en lögregla
óskar eftir að ná tali af hugsanleg-
um sjónarvottum að óhappinu.
í bréfi átaksins segir, að ástæða
sé til að ætla að hópar ungmenna
leiti á þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um með drykkju í huga. Miklu
varði að ungmennin fái um það
skýr skilaboð að eftir reglunum
verði farið og þeim snúið við sem
ekki hafa náð 16 ára aldri. Jafn-
framt verði auglýst áfengisbann
og að leit að áfengi muni fara
fram. Öll drukkin börn á skilyrðis-
laust að taka úr umferð og koma
þeim í hendur forráðamanna
sinna. Ef þeir eru ekki í stakk
búnir til að taka við börnum sínum
ber að líta á slík tilfelli sem barna-
verndarmál og ber að meðhöndla
sem slík.
Markmiðið með sýningunni er
að gefa fólki kost á að koma í
þinghúsið og kynnast störfum
þingsins. I þingflokksherbergjum
á fyrstu hæð hafa verið sett upp
veggspjöld og á þeim fjallað um
aðdraganda lýðveldisstofnunar-
innar og starfsemi Alþingis í máli
og myndum. Einnig er sýnt brot
úr lýðveldishátíðarkvikmynd.
Á annarri hæð hafa verið settar
upp myndir af öllum þingmönnum
á lýðveldistímanum. í sal efri
deildar eru til sýnis gjafir og
ávörp sem þinginu bárust 1930
og í ár. Á lestrarsal eru verkefni
þingsins og störf þingmanna
kynnt á veggspjöldum. Ýmiss
prentaður fróðleikur liggur og
frammi fyrir gesti.
Kaffistofa þingsins er opin á
meðan sýningin stendur og hægt
að setjast niður yfir kaffi og
pönnukökum.
Sýningin er opin alla daga nema
laugardaga frá kl. 13.30 til 16.30
til og með 20. júlí.
Baggar bundnir í túninu i
Árbæ.
Túnin
við Arbæ
slegin
TÚNIÐ við Árbæinn verður
slegið með orfi og ljá sunnudaginn
24. júlí. Einnig verður rakað, tek-
ið saman og bundið í bagga og
eru gestir safnsins hvattir til að
taka þátt í heyskapnum.
í hinum ýmsu húsum safnsins
verður fengist við skógerð, út-
skurð, lummubakstur og tóvinnu,
en gestir í veitingahúsinu Dillons-
húsi geta hlýtt á erindi um lífið í
Hansenshúsi (Pósthússtræti 15).
Erindið hefst kl. 15.00 og er flutt
af Lindu S. Guðmundsdóttur sagn-
fræðingi.
4. JÚLÍ sl. voru rétt 20 ár liðin
frá láti séra Skarphéðins Péturs-
sonar en hann þjónaði Bjarnanesi
um 18 ára skeið.
Laugardaginn 23. júlí kl. 14.00
verður í Hafnarkirkju messa til-
einkuð minningu hans og eftir
messu bjóða sóknarnefndir þeirra
þriggja sókna sem séra Skarphéð-
inn þjónaði kirkjugestum.til kaffi-
drykkju á Hótel Höfn.
ÖRN Almarsson hefur varið
doktorsritgerð í lífrænni og líf-
efnafræðilegri efnafræði við
Kaliforníuháskólann í Santa Bar-
bara .
Ritgerðin er í fjórum hlutum.
Fyrstu kaflarnir fjalla um hraða-
fræði hvarfa og tölvulíkanasmíði
faktora í ensímhvörfum og í lo-
kakaflanum er svo fjallað um en-
símið katalasa.
Niðurstöður úr rannsóknum Arn-
ar hafa birst víða í bandarískum
og breskum efnafræðitímaritum.
Hann hefureinnig hlotið ýmsar við-
urkenningar vegna rannsóknanna,
sem styrktar voru að hluta af vís-
indasjóði NATO, Styrktarsjóði
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar, Styrktarsjóði Jóns
Þórarinssonar skólameistara og
American-Scandinavian Foundati-
on.
Örn er fæddur 5. febrúar 1967
í Hafnarfirði, sonur hjónanna Önnu
FIMMTUDAGINN 21. júlí kl. 20
hefst í Odda fyrirlestur bandaríska
arkitektsins Thom Mayne, á vegum
ISARK, íslenska arkitektaskólans.
Thom Mayne er mikilsmetinn
arkitekt frá Los Angeles, Kaliforn-
íu, hvar hann rekur teiknistofu sína
undir nafninu Morphosis. Hann nam
við Háskóla Suður-Kaliforníu til
ársins 1968 og lauk síðan fræðum
sínum við Harvard-háskóla 1978.
Hann stofnaði Sci-Arc-háskólann í
Kaliforníu árið 1972 ásamt félaga
sínum Michael Rotondi, en sá skóli
Þar munu börn séra Skarphéð-
ins sem verða viðstödd athöfnina
ásamt mökum sínum og börnum
færa Bjarnanesprestakalli minn-
ingargjöf um séra Skarphéðin.
Skarphéðinn Pétursson var
fæddur 11. október 1918 í
Reykjavík, sonur Péturs Zop-
hóníassonar ættfræðings og
Guðrúnar Jónsdóttur frá Ás-
mundarstöðum á Sléttu. Hann
Bjarkar Guð-
björnsdóttur og
Almars Gríms-
sonar. Örn varð
stúdent af eðlis-
fræðibraut
Flensborgar-
skólans í Hafn-
arfirði 1985,
lauk BS-prófi í
efnafræði frá
Háskóla íslands
1988 og vann að rannsóknum á
efnafræðistofu Raunvísindastofn-
unar HÍ þar til hann fór utan til
frekara náms haustið 1989.
Eiginkona Arnar er Brynja Ein-
arsdóttir sjúkraliði. Börn þeirra eru •
Karítas, fædd 1991, og Halldór
Alex, fæddur 1994. Fjölskyldan
flyst nú til Boston, en Örn mun
starfa við rannsóknir í lífefnafræði
við efnafræðideild Massachusetts
Institute of Technology (MIT) í
Cambridge, MA.
hefur öðrum fremur rutt nýjar
brautir í kennsluaðferðum og ný-
sköpun.
Fyrirlestur Thom Maynes nefnist
„Bits and Ifs“ og vísar til sundur-
gerðar formskynjunar hans sem
sækir kraft sinn í ys og þys stór-
borgarinnar Los Angeles og er hon-
um sífelld uppspretta nýjunga. Verk
Thoms þykja liggja milli niðurrifs-
stefnu og uppbyggingar nýmódern-
isma og mun hann sýna nýjustu
verk sín eins og Vienná Expo ’95,
sem ber höfundi sínum glöggt vitni.
varð sóknarprestur á Bjarnanes-
prestakalli 1. nóvember 1959 og*
prófastur frá 1963. Eftirlif-
andi kona hans er Sigurlaug
Guðrún Guðjónsdóttir, nú búsett
í Reykjavík.
Þau hjón eignuðust sjö börn og
má búast við því að sex þeirra nái
því að vera viðstödd laugardaginn
23. júlí.
Síðustu sýningardagar
í Alþingishúsinu
Minningarmessa um séra Skarphéðin
Fyrirlestur um arkitektúr
Dr. Örn
Almarsson