Morgunblaðið - 21.07.1994, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
✓
ske
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Hreinsum loftræstikerfi í skipum, frystihúsum,
fjölbýlishúsum, einbýlishúsum og stofnunum.
Tæknileg ráðgjöf og reglubundið eftirlit
Sími: 91-651285.
Boðtæki: 984-54586,
984-54779.
rSS>
LANDVERND
pj-U*U-UUl
HREINT LAND
FAGURT LAND
KELMINGUR AF ANDVIRDI
HREINT LANP
FAGURT LAND
HELMINGUR AF ANDVIRÐI
POKANS RENNUR TIL
LANDGRÆÐSLU OG
MÁTTÚRUVERNDAR
Þetta merki tryggir framlag
til landgræöslu, skógræktar
og annarrar
umhverfisverndar.
LANDVERND
mam
m
littk tike/
Liverpool
Laugavegi 18a
Leikbær
Faxafeni 11
Smáfólk
Ármúla 42
I DAG
Farsi
bola-bræðor.
PO&lUUMseOÐ
o UJA/S6uASS/CóOfTUA/ir
ttÉQ fri/rss um oÍJ>oÁ ver&ur eJkkert i/Qrctamat
MerUst veL ö, y/ckur.. "
Hlutavelta
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða
krossi Islands og varð ágóðinn 1.200 krónur. Þau heita
Aðalsteinn, Agnes og Emilía.
SKÁK
llm.sjón Margcir
Pctursson
ÞESSI stórfurðulega staða
kom upp á móti í Rússlandi
í fyrra í viðureign I. Kús-
netsov, sem hafði hvítt og
átti leik, og Kotkov. Hvor-
ugur þessara skákmanna
er á stigalista alþjóðaskák-
sambandsins. Hvítur hefur
drottningu yfir fyrir ridd-
ara, en staða hans virðist
samt gertöpuð, því drottn-
ing hans er leppur og fellur
með skák, auk þess sem
hrókurinn á hl stendur í
uppnámi.
Hvítur bjargar sér í jafn-
tefli með ótrúlegri patt-
fléttu. 51. Hh8+! (Það er
ekki sama í hvaða röð hvít-
ur fórnar mönnunum. 51.
Kc6? - Hxd5 52. Hb8+ -
Kxb8 53. Hh8+ gekk ekki
vegna 53. — Hd8!) 51. —
Rxh8 52. Kc6!! - Hxd5
53. Hb8+! - Kxb8 Patt!
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Stutt
fyrirspurn
JYTTE Ecbet-g skrifaði
Velvakanda:
„Að heimsmeistara-
keppni í fótbolta lokinni
er mér spurn hvers vegna
ekki var hægt að sýna
fótboltann á Rás 3, Sýn.
Hugsa sér, að bjóða
manni úpp á allan þennan
fótbolta. Öllu má nú of-
gera. Og svo er von á
handboltanum. Því vona
ég að handbolti og fót-
bolti verði á Rás 3, Sýn,
í framtíðinni. Sagt er að
þetta sé fyrir helming
þjóðarinnar, en hvað á að
gera fyrir hinn heiming-
inn?
Með kveðju og þakk-
læti ef þessu væri hægt
að breyta.
Tapað/fundið
Týnd regnhlíf
SVÖRT regnhlíf var tekin
í misgripum í danska
sendiráðinu þann 3. júní
sl. Sá sem kannast við
þetta er vinsamlega beð-
inn að skila henni þangað,
þar sem svört regnhlíf,
sem er fljótt á litið mjög
svipuð þeirri týndu, bíður
þess að eigandinn gefí sig
fram.
Týnd myndavél
OLYMPU S-myndavél í
svörtu hulstri tapaðist,
líklega í Reykholti eða í
Munaðarnesi, sunnudag-
inn 10. júií sl. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 615076
eða 96-71444.
Veiðistangir
töpuðust
ÞRÍR myndlistarmenn
voru svo óheppnir að tapa
sjö veiðistöngum, þremur
venjulegum, þremur
flugustöngum og einni
barnastöng, á leiðinni frá
Búðum að Borgarnesaf-
leggjaranum sl. mánu-
dag. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband við
Guðmund í síma 650841.
Hann mun fá myndlistar-
verk í fundarlaun.
Týnd úlpa
SIGRÍÐUR Johnsen
hringdi tii að lýsa eftir
úlpu sem sonur hennar
glataði í Mjóddinni fyrir
1-2 árum. Úlpan er dönsk,
græn að lit með hettu
með skinnkanti. Ef ein-
hver kannast við þetta
vinsamlega hafið sam-
band í síma 77516.
Týnd myndavél
CANON-myndavél í
svörtu hulstri tapaðist við
Brúarlund í Landsveit sl.
sunnudag. Skilvís
finnandi vinsamlega
hringið í síma 21056.
Gæludýr
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR átta vikna kassa-
vanir kettlingar þurfa að
eignast góð heimili. Blíðir
og gæfir. Uppl. í síma
654436.
COSPER
Víkveiji skrifar...
Umræða um innheimtu aðgangs-
eyris að mótum, sem standa
nokkra daga, skýtur oft upp kollin-
um. Hefur þá vakið gremju fólks að
þurfa að greiða aðgangseyri fyrir
alla mótsdagana, þegar ætlunin er
að vera kannski bara dagsstund eða
einn dag á mótinu.
Nú síðast sá Víkverji dæmi svona
umræðu í Velvakanda. Þar kvörtuðu
útlendir gestir á landsmóti hesta-
manna yfir því að hafa þurft að
borga mótsgjald fyrir einn dag. ís-
lenzkir gestir höfðu samband við
Velvakanda. Þeir ætluðu líka að
stoppa einn dag, en þegar þeir mót-
mæitu mótsverðinu, var þeim lofað
endurgreiðslu á helmingnum, þegar
þeir færu aftur af svæðinu. Að þeirra
sögn reyndist hins vegar erfitt að
fá það loforð uppfyllt og gátu þeir
sér þess til, að útlendingana hefði
skort þolinmæði, eða tíma, til þess
að fá sinn hluta endurgreiddan.
xxx
Annar háttur var hafður á Lands-
móti ungmennafélaga, sem
haldið var á Laugarvatni um helg-
ina. Þar var aðgangseyrir auglýstur
fyrir einn dag, tvo daga og þijá
daga sérstaklega.
Víkverji hefur heldur engar
óánægjuraddir heyrt vegna að-
gangseyris að því móti.
xxx
*
landsmóti hestamanna voru
hestar og knapar í aðalhlut-
verkum, eins og vera ber. Þeir komu
líka við sögu á landsmóti ungmenna-
félaganna, en þar kepptu menn í
hestadómum, sem voru hins vegar
ekki bein keppnisgrein á landsmóti
hestamanna.
Á svona mótum skiptast á skin
og skúrir. Á landsmóti hestamanna
urðu þung áföll innan um glæsta
sigra og á landsmóti ungmennafé-
laganna voru ekki alltaf jólin eins
og eftirfarandi dæmi sanna:
Eitt hross sem keppendur áttu að
útlitsdæma var svo viðkvæmt að
hvorki máttu keppendur koma það
nærri að þeir gætu þuklað skepnuna
hvað þá heldur komið á hana mál-
bandi. Er þó hvort tveggja talið
nauðsynlegt til þess að hægt sé að
útlitsdæma hross svo gagn sé að í
svona keppni. Fór hrossið með al-
gjöran sigur af hólmi því hvorki
viðmiðunardómnefnd né keppendum
tókst að dæma útlit þess að öðru
leyti en því að flestir voru sammála
um að þetta væri hryssa en ekki
hestur.
XXX
*
Otvíræðari var þó sigur rauða
hestsins sem kom til hæfi-
leikadóms. Eftir að knapinn hafði
riðið honum nokkrar ferðir fór þeim
rauða að Ieiðast þófið. Tók hann til
sinna ráða, sýndi nokkra vel valda
hrekki og endaði með því að stökkva
í átt til keppenda og fleygja knapan-
um fyrir fætur þeirra
Keppendum, sem áttu hreint ekki
von á þessu, misfórst allt hæfileika-
mat á þeim rauða og fór svo, að
mannskepnan átti ekki annars úr-
kosti en vísa þeim rauða, ómaklega
að dómi Víkverja, frá keppni.