Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.07.1994, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRETTUM Konungur dýranna gerir það gott NÝJASTA teiknimyndin frá Disney, The Lion King, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum fyrir rúmlega þrem vikum, gerir það heldur betur gott og stefnir allt í að hún verði ein mest sótta mynd allra tíma. Síðastliðinn föstudag, þegar hún hafði verið sýnd í 20 daga, hafði myndin halað inn 150 milljónir doll- ara í aðgangseyri í Bandaríkjunum, en aðeins Jurassic Park hafði gert betur með því að ná þessari upphæð inn á 15 dögum í fyrrasumar. Hef- ur myndin þar með skotið The Flint- stones aftur fyrir sig, en fyrirfram var álitið að hún yrði mesti smellur sumarsins. Þá hefur The Lion King hlotið gífurlega aðsókn í S-Amer- íku, en þar flykktist fólk í kvik- myndahús að sjá hana þrátt fyrir beinar útsendingar frá leikjum Arg- entínu, Brasilíu, Kólombíu og Mex- íkó, og sömuleiðis hefur hún gert það gott í þeim Asíulöndum þar sem sýningar á henni eru hafnar. The Lion King er 32. teiknimynd- in frá Disney í fullri lengd og skart- ar hún lögum og söngtextum eftir Elton John og Tim Rice, sem reynd- ar hlaut Óskarsverðlaun fyrir texta sína í Aladdin. Geisladiskur með lögum úr myndinni hefur verið á toppi vinsældarlista í Bandaríkjun- um upp á síðkastið. The Lion King verður sýnd hjá Sam.bíóunum um næstu jól og er undirbúningur að talsetningu hennar á íslensku þegar hafinn. Edie Brickell aftur fram í sviðsljósið ► EDIE Brickell sló í gegn síðla á níunda áratugnum með hljómsveit- inni New Bohemians. Lög hennar þóttu afar falleg með sérstaklega vel smíðuðum textum. Síðan hvarf hún af sjónarsviðinu þegar hún gift- ist öðrum frábærum laga- ogtexta- höfundi, Paul Simon. Ekkert hefur heyrst frá söngkonunni siðan, en snemma í ágústmánuði mun koma út ný plata frá henni, „Picture Perfect Morning". Paul Simon framleiðir hana með Bric- kell, þótt það hafi ekki verið ætlunin í upphafi, að hennar sögn: „Eg vildi ekki að frambrautir okkar rynnu saman. Fólk er svo tortryggið gagnvart slíku. En þegar ég heyrði hugmyndir hans, sagði ég: „Gleymum tortryggni — verum falleg". Hvað eiga O.J. Simp- son, Mick Tyson og Axl Rose sameiginlegt? ► KÚGUN innan hjónabands hef- ur verið mikið í umræðunni í kjöl- far O.J. Simpson-málsins, sem nú er rekið fyrir bandarískum dóm- stólum. Hann er þó ekki eina stjarnan í Bandaríkjunum sem hefur verið ásakaður um að beita eiginkonu sína líkamlegu ofbeldi. Mick Tyson var ákærður af Robin Givens á sínum tíma eins og frægt er orðið og núna hefur Axl Rose, söngvari rokkhljómsveitarinnar Guns ’N Roses, verið ákærður fyr- ir barsmíðar á fyrrverandi eigin- konu sinni, Erin Everly. Axl Rose og Erin Everlyvoru gift í mánuð árið 1990 eftir að hafa verið saman í fjögur ár. Everly segist hafa orðið fyrir bar- smíðum af hálfu Rose og oft verið marin, blóðug og jafnvel meðvit- undarlaus af völdum þeirra. I síð- asta skipti sem hann hafi barið hana hefði hún verið á barmi taugaáfalls, en tekist að ganga út ákveðin í því að líta Rose aldrei aftur augum. Nú lítur út fyrir að fundum þeirra beri saman í fyrsta skipti í fjögur ár, því Everly hefur stefnt Rose fyrir að beita sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Fyrirsætan Stephanie Seymo- ur, fyrrverandi kærasta Rose, hefur líka höfðað mál gegn hon- um þar sem hún fullyrðir að hafa sætt barsmíðum af hans háifu eft- ir jólaboð sem þau héldu árið 1992. Hann hafði upphaflega farið í mál við hana fyrir að neita að skila skartgripum að verðmæti sjö milljónum ísl. króna sem hann hafði gefið henni og fyrir að „sparka í sig“. Hún heldur því hinsvegar fram að það hafi verið í sjálfsvörn, eftir að hann hefði barið hana. Merkilegt nokk, eitt höfuðvitna Seymour í réttarhöld- unum er einmitt fyrrverandi eig- inkona Rose, Erin Everly. AXL ROSE ásamt Everly þeg- ar allt Iék í lyndi. FYRIRSÆTAN Stephanie Sey- mour ber Rose ekki fallega sög- una. MICHAEL Keaton í hlutverki Batmans. Nýr leð- urblöku- maður MICHAEL Keaton mun ekki ieika í þriðju fram- haldsmyndinni um Leður- blökumanninn (Batman). Orðrómur var í gangi um að hann væri þreyttur á að leika á móti leikurum sem stælu senunni í hverri mynd- inni á fætur annarri, fyrst Jack Nichol- son, síðan Danny DeVito og núna Tommy Lee Jones. Nú hefur hinsvegar komið upp á yfirborðið að um missætti var að ræða milli hans og framleiðenda myndanna um launagreiðslur til Ke- atons. Hann fékk um 350 milljónir ísl. króna fyrir Leðurblökumanninn og 700 milljónir fyrir framhalds- myndina. Hann krafðist síðan rúm- lega milljarðs fyrir þriðju myndina , en þá fannst framleiðendunum nóg komið og þeir réðu Val Kilmer í hlut- verkið. Umboðsmaður Keatons, Harry Col- umby, segir hann í raun hafa slitið samningaviðræðunum og að peningar hefðu ekki „átt neinn þátt í því“. Hann sagði að ósætti hefði orðið milli Keatons og leikstjóra myndanna, Jo- els Schumachers: „Michael hefði viljað ráða meira um leikstjóm myndarinn- ar, hvað varðar persónutúlkun Bat- mans. Það var Ijóst að ekki myndi nást samkomulag um það atriði.“ VAL Kilmer mun taka við af Keaton sem Batman. Allra síðastl sýningardagur á Nakin eftir Mike Leigh og Lista Schindlers eftir Steven Spielberg. FOLK Stjörnurnar ráða ferðinni ►GERÐ framhaldsmynda ræðst gjarnan af því nú til dags hve miklar launakröfur aðal- leikararnir í fyrstu myndinni gera fyrir að koma fram í þeirri næstu. Þannig eru þeir hjá 20th Century Fox núna í hinum mestu vandræðum vegna þess að Speed með Keanu Reeves í aðalhlutverki, sem sýnd verður í Sambíóunum á næstunni, situr nú í einu af efstu sætunum vestra. Það er auðvitað hið besta mál út af fyrir sig, en það hafði bara láðst að semja við leikarann um hugsanlega fram- haldsmynd. Reeves fékk rúm- lega tvær milljónir dollara fyrir að leika í Speed, en vegna vel- gengni myndarinnar eru allar líkur á að hann fari fram á KEANU Reeves undir stýri i Speed. 10-12 milljónir dollara fyrir að leika í framhaldinu. Framleið- endurnir eru því í nokkurri klípu, en þeir gera sér hins vegar fyllilega grein fyrir að Keanu Reeves er andlit mynd- arinnar og því nauðsynlegt að hann verði áfram í hlutverkinu. Fleira um kvikmyndina Speed. Söguþráður myndarinnar er mikið breyttur frá upphaflega- handritinu. Joss Whedon gerði miklar breytingar á handritinu til góðs, þótt það komi hvergi fram í myndinni. Hann breytti meðal annars illmenninu Whed on (Jeff Daniels) í vin hetjunnar Keanu Reeves.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.