Morgunblaðið - 21.07.1994, Síða 52
HEWLETT
PACKARD
---------------UMBOÐIÐ
HP Á ÍSLANDI H F
Höfdabakka 9, Reykjavik, sími (91) 671000
Frú möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNAllSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Má heita
Elsabet
MANNANAFNANEFND hefur
veitt samþykki sitt fyrir því að
dóttir hjónanna Harðar Sævars
Haukssonar og Elsabetar Sig-
urðardóttur beri nafnið Elsa-
bet eins og móðir hennar. Elsa-
bet yngri er sex mánaða og var
skírð 2. júlí síðastliðinn í trássi
við tvær fyrri ákvarðanir
nefndarinnar, sem voru á þá
lund að hjónunum væri ekki
heimilt að skíra dóttur sína
Elsabetarnafninu á þeirri for-
sendu að það væri ekki íslenskt
að uppruna. Segist Elsabet
eldri hafa verið ákveðin í nafn-
giftinni því hún telji það flokk-
ast undir mannréttindi að fá
að velja barni sínu nafn. Þurftu
Elsabet og Hörður að sýna
fram á að hefð væri fyrir nafn-
inu meðal annars með því að
finna nafnið í manntali árið
1910 eða eina manneskju með
því nafni í manntali 1845. Tókst
það með hjálp Friðriks Skúla-
sonar, höfundar Espólín-ætt-
fræðiforritsins, auk annarra
sem þau hjónin vilja þakka
vegna fjölda ábendinga í kjöl-
far umfjöllunar um málið. Auk
Friðriks vilja þau þakka Gisla
Jónssyni, fyrrverandi mennta-
skólakennara á Akureyri, Aðal-
heiði Daníelsdóttur, sem ekki
fær að skíra son sinn Arnold,
fyrir stuðning, Jóni Torfasyni
á Landsbókasafni og Sigmari
Magnússyni bónda i Dölum.
Einnig vilja þau þakka konu
sem hringdi til þeirra með ótal
ábendingar en vildi ekki láta
nafns síns getið. Formaður
mannanafnanefndar, Halldór
Ármann Sigurðsson, ritaði
grein í Morgunblaðið á dögun-
um þar sem sú skoðun kemur
fram að lögin séu of ströng og
að þeim þurfi að breyta og sé
verið að vinna að því hjá dóms-
málaráðuneytinu.
Morgunblaðið/Sverrir
Uffe Elle-
mann og
Jack Nick-
laus í Laxá
UFFE Ellemann-Jensen, fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Dana, og golfleikarinn Jack
Nicklaus eru við veiðar í Laxá
í Aðaldal.
Sagði Orri Vigfússon að
einnig væru í hópnum sonur
Jacks Nicklaus og formaður
skoska stangveiðifélagsins
Marnock lávarður. Hafði Uffe
Ellemann fengið tvo laxa,
einn sex punda og annan
sextán punda. Einnig fengu
Nicklaus feðgarnir lax í gær
að sögn Orra en sá stærsti
sem komið hefur í þessu hólli,
sem hófst í fyrradag, var 19
punda.
Deilur um legu ljósleiðarakapals um fiskimið við Vestmannaeyjar
Útgerðarmenn sáttir við
flutiiing kapalsins síðar
UTVEGSMENN I Vestmannaeyjum féllust í
gærkvöldi fyrir sitt leyti á samkomulag, sem
náðist á fundi fulltrúa þeirra með samgönguráð-
herra og yfirmönnum Pósts og síma í gær, um
að stefnt skuli að því að ljósleiðarakapallinn sem
lagning er að hefjast á til Vestmannaeyja verði
færður af fiskislóðum síðar. Magnús Kristinsson
talsmaður útvegsmannanna segir málið vera
komið í höfn og ekkert verða af hótunum um
að reyna að hindra lagningu kapalsins.
Magnús sagði að á fundinum með samgöngu-
ráðherra og yfirmönnum Pósts og síma hefði
komið fram að ef sjómenn yrðu fyrir því að
veiðarfæri lentu í kaplinum áður en hann verð-
ur færður þá væri þess óskað að þeir skildu
þau eftir á botninum frekar en að valda skaða
á kaplinum. Útgerðarmönnum yrði síðan bætt
tjónið sem af þessu hlytist.
Stöðvun kom ekki til greina
Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið að lagning kapalsins
væri þegar orðin á eftir áætlun og ekki hefði
komið til greina að stöðva lagningu hans á
þessu stigi eins og útvegsmenn í Eyjum og
sjávarútvegsráðuneytið óskuðu eftir í fyrradag.
Kostnaður við það hefði orðið stjarnfræðilega
hár. Hann sagði að þegar í stað yrði hafinn
undirbúningur að því að kanna möguleikana á
því að færa kapalinn frá veiðislóðum sunnan
Vestmannaeyja og suður fyrir blálöngumiðin á
Kötlutanga. Aðspurður um hver myndi bera
kostnaðinn af þessari athugun og lagningu
kapalsins á öðrum stað vísaði Halldór til þess
að málið hefði enn ekki verið tekið upp við
Kanadamenn og því vildi hann ekkert tjá sig
um það á þessu stigi.
■ Kapallinn væntanlega fluttur/4
Reynir að upplýsa
reiðhjólaþjófnaði
GUÐJÓN Helgason safnar nú
upplýsingum um reiðhjólaþjófnaði
í Reykjavík, sem hann segir lög-
regluna ekki vilja bregðast við.
Hjól dóttur hans hvarf 12. júlí sl.
og segist Guðjón hafa haft sam-
band við á annað hundrað manns
sem tilkynnt hafi um stolin reið-
hjól til lögreglu.
Guðjón segist halda að um
skipulegan þjófnað sé að ræða og
er að „kortleggja" tilfellin, sem
hann segir vera flest í Vesturbæn-
um og þar um kring en hann
hefur komið að máli við íbúa í
ýmsum hverfum borgarinnar.
Segist Guðjón ætla að kvarta við
dómsmálaráðuneytið yfir því að
lögreglan sinni ekki skyldustörf-
um og reyna að upplýsa þjófnað-
ina sjálfur.
Ollu lauslegu stolið
Ibúi í Gijótaþorpi sem haft var
samband við og ekki vill láta nafns
síns getið hefur misst þrjú hjól á
undanförnum árum. Til dæmis
hvarf hjól af heimili hans í apríl
sem búið var að festa kyrfilega
við girðingu með keðju og segir
íbúinn að svo virðist að klippum
hafi verið beitt við verknaðinn.
Einnig hvarf hjól úr garði íbúans
fyrir nokkrum dögum sem sett
hafði verið út fyrir dyrnar stund-
arkorn vegna tiltektar. Segir íbú-
inn reyndar að engu skipti hvað
hann leggi frá sér í garðinum því
þaðan hverfi byggingarefni, stig-
ar, stólar, útvörp og hvaðeina ef
þannig beri undir.
Ómar Smári Ármannsson yfir-
lögregluþjónn sagði í samtali við
Morgunblaðið að reiðhjólaþjófnaðir
væru árstíðabundnjr. Yfírleitt næði
fjöldinn hámarki í júní þegar til-
kynnt væri um 80-90 hjól en yfir
vetrartímann hyrfu um 10—12 á
mánuði. Sagði hann aðspurður
hvort um skipulagt athæfi væri
að ræða að hann hefði heyrt að
hjól væru seld í erlend skip og
hefði lögreglan og tollyfirvöld
kannað málið en ekkert hefði kom-
ið fram til að renna stoðum undir
þá kenningu. Ekki náðist í Friðrik
G. Gunnarsson hjá rannsóknadeild
lögreglunnar vegna þessa.
Atlanta
flýg’ur í
Qatar
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gert
samning um áætlunarflug við Qat-
ar Airlines í furstadæminu Qatar
við Persaflóa. Atlanta notar Boeing
737-200 flugvél til verkefnisins og
er hún tekin á leigu hjá þýska flug-
félaginu Lufthansa. Tvær íslenskar
áhafnir sinna fluginu, sem hófst
fyrir réttri viku.
Rekur sjálft tvær flugvélar
Eldur við Frakkastíg
ELDUR kom upp í herbergi á ann-
arri hæð hússins númer 8 við
Frakkastíg í gærkvöldi. Slökkviliðið
kom á staðinn upp úr klukkan hálf-
ellefu og gekk slökkvistarf vel.
Starfsmenn í húsinu urðu varir
við að reyk lagði undan hurð á
annarri hæð hússins, þar sem nokk-
ur fyrirtæki hafa aðsetur. Á hæðun-
um fyrir ofan og fyrir neðan eru
veitinga- og skemmtistaðir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slökkvilið-
inu í Reykjavík brugðust mennirnir
rétt við með því að opna ekki inn
í herbergið heldur láta slökkviliðið
vita. Fjórir reykkafarar fóru inn í
herbergið og gekk vel að slökkva
eldinn.
Efsta hæð hússins var rýmd og
önnur hæð hússins reyktæmd. Reyk
lagði ekki á milli hæða. Samkvæmt
upplýsingum slökkviliðsins var fátt
fólk í húsinu og var það aldrei í
neinni hættu.
Nýlega var leitað eftir því við
Atlanta að það aðstoðaði við upp-
byggingu áætlunarflugs Qatar
Airlines. Flugfélag furstadæmisins
var stofnað í janúar á síðasta ári
og rekur það sjálft tvær flugvélar.
Atlanta sér fyrst og fremst um flug
á ýmsum flugleiðum innan arab-
ísku furstadæmanna, en að auki
skipuleggur það ferðir til Bombay
í Indlandi og til Sri Lanka. Samn-
ingur Atlanta og Qatar Airlines er
til fjögurra mánaða til að byrja
með.
■ Atlanta semur/Bl