Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 2
2 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjórir erlendir bankar fá leyfi hérlendis samkvæmt EES-samningnum
Schluter
Yttu bílnum
fram af
Krísuvíkur-
bjargi
Keflavík/Morgunbiaðið
ÓVENJULEG sjón blasti við
ferðamönnum sem voru að
skoða Krísuvíkurbjarg í vikunni
þegar þeir litu niður í fjöruna
neðan við bergið. Þar lá bílflak
sem greinilega hafði ekki legið
lengi í fjörunni, því það var til-
tölulega heillegt og brimið ekki
farið að vinna á því enn. Hvers-
vegna viðkomandi valdi þennan
stað til að losa sig við bílinn er
ekki vitað, en staðurinn er ekki
í alfaraleið og því nokkuð á sig
lagt til að komast að bjargbrún-
inni.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ræðumað-
ur hjá VSÍ
PAUL Schluter fyrrverandi forsæt-
isráðherra Danmerkur og nýkjörinn
varaforseti Evrópuþingsins verður
ræðumaður á stefnumörkunarráð-
stefnu Vinnuveitendasambands ís-
lands, sem haldinn verður síðari
hluta nóvembermánaðar. Schliiter
mun ræða um breytingarnar í Evr-
ópu og framtíðarskipan þar með
sérstöku tilliti til stöðu smáþjóða.
„Við erum að
reyna að setja nið-
ur fyrir okkur
áherslur í starfi
Vinnuveitenda-
sambandsins
næstu árin á
nokkrum afar mik-
ilvægum sviðurn,"
sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ. Hann sagði að
settir hefðu verið niður nokkrir
starfshópar til að undirbúa málefna-
vinnuna. Hóparnir fjölluðu meðal
annars um umhverfismál, mennta-
mál í víðasta skilningi, samkeppni
og siðferði og vinnumarkaðsmál.
Tengsl íslands við umheiminn
„Við erum að vinna mjög ítarlega
greinargerð um tengsl íslands við
umheiminn og því verður fylgt eftir
með starfi í starfshóp til undirbún-
ings þessari ráðstefnu. Síðan erum
við líka að leggja niður fyrir okkur
áherslur varðandi atvinnustefnu og
áherslur í hagstjórn," sagði Þórarinn
ennfremur.
Hann sagði að þeir teldu barátt-
una við verðbólguna, sem hefði ver-
ið höfuðviðfangsefnið á síðasta ára-
tug, að baki og við blöstu ný við-
fangsefni. „Við þurfum að fara að
leggja áherslu á önnur svið til þess
að undirbyggja hagvöxt og hvernig
samtök atvinnurekenda haga áhersl-
um til að ýta undir hagvöxt," sagði
Þórarinn.
Borgarstjóri átti fund með forsætisráðherra
Gekk eftir vilyrði um flýt-
ingu umferðarframkvæmda
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri fór á fund Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra í gær-
morgun ásamt borgarverkfræð-
ingi og borgarhagfræðingi til að
inna eftir efndum á vilyrði ríkis-
stjómarinnar frá því í vor um að
flýtt verði umferðarframkvæmd-
um á höfuðborgarsvæðinu. Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, sagði
í gær að hann myndi í næstu viku,
í samráði við fjármálaráðherra og
samgönguráðherra, ræða við
verkalýðshreyfinguna, vinnuveit-
endur og lífeyrissjóði og sjá hvort
ekki fyndist niðurstaða í þessu
máli sem allir gætu sætt sig við.
Ríkisstjórnin lýsti yfir í tengsl-
um við endurmat kjarasamninga
sl. vor að kannaðar yrðu forsendur
fyrir því að flýta þessum fram-
kvæmdum með sérstakri fjár-
mögnun með viðræðum við aðila
vinnumarkaðarins og forsvars-
menn lífeyrissjóða.
„Við munum bíða átekta og inna
eftir efndum eftir tvær til þrjár
vikur,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir. „Við erum að falla á
tíma ef á að vera hægt að fara í
þessar framkvæmdir í vetur sem
skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið
og verktakastarfsemi í borginni
en þá þarf að vera hægt að fara út
í útboð alveg á næstunni," sagði
borgarstjóri.
Fyrirhuguð er gerð mislægra
gatnamóta á gatnamótum Höfða-
bakka og Vesturlandsvegar og
þarf hönnunar- og undirbúnings-
vinna, sem talin er kosta um 150
millj. króna, að fara fram í vetur
ef á að vera hægt að ráðast í fram-
kvæmdir við gatnamótin á næsta
ári.
Ók á eigin-
mann sinn
EKIÐ var á karlmann á fímmta
tímanum í gær við hús í Engja-
hverfi í Reykjavík. Maðurinn
var fluttur á slysadeild en
reyndist ekki mikið slasaður.
Kona ók bílnum og leikur
grunur á að hún hafi verið
undir áhrifum áfengis. Maður-
inn sem hún ók á var eiginmað-
ur hennar og átti atburðurinn
sér stað við heimili þeirra í
Engjahverfi. Áður hafði komið
til deilna milli hjónanna. Konan
hringdi sjálf á sjúkrabíl.
Hannes Hlíf-
ar efstur
HANNES Hlífar Stefánsson er
efstur með 8 vinninga á Skák-
þingi ísiands 1994, sem haldið
er í Vestmannaeyjum. Næstir
koma Jóhann Hjartarson og
Helgi Ólafsson með Vh vinning.
Sævar Bjarnason er með 6V2
vinning og Þröstur Þórhallsson
er með 6 vinninga.
Ellefta og síðasta umferð
verður tefld í dag. Þá mætast
Hannes Hlífar og Þröstur Þór-
hallsson, Jóhann Hjartarson og
Rúnar Sigurpálsson, Helgi
Ólafsson og Stefán Þór Sigur-
jónsson, Sævar Bjarnason og
Magnús Pálmi Ömólfsson, Jón
Garðar Viðarsson og Páll Agnar
Þórarinsson og Guðmundur
Halldórsson og James Burden.
Mögiileikar á þjónustu her
BANKINN N.M. Rothschild & Sons Ltd. í Lond-
on hefur tilkynnt og veitt þjónustu án þess að
stofna útibú í öllum aðildarríkjum EFTA nema
íslandi. Bankinn er einn fjögurra erlendra
banka, sem hafa fengið heimild hjá Seðlabanka
íslands til að veita bankaþjónustu hér á landi
en engar áætlanir eru um slík viðskipti í nán-
ustu framtíð að sögn Caroline Banszky deildar-
stjóra yfirfjármáladeildar.
Samningur um Evrópskt efnahagssvæði
heimilar erlendum viðskiptabönkum og spari-
sjóðum í aðildarríkjunum, sem hlotið hafa
starfsleyfi lögbærra yfirvalda, að veita þjónustu
hér á landi án stofnunar útibús enda hafi banka-
eftirlit Seðlabanka fengið tilkynningu þar að
lútandi frá lögbærum eftirlitsaðilum í heimaríki
hlutaðeigandi stofnunar. Fyrirtækjunum er
heimilt að veita hveija þá þjónustu sem lögin
taka til hafi eftirlitsaðilar í heimaríki þeirra
staðfest að starfsleyfi taki til slíkrar þjónustu.
Fjórar tilkynningar
Seðlabankinn upplýsti í gær að frá því samn-
ingurinn um Evrópskt efnahagssvæði gildi, 1.
janúar 1994, hafi bankaeftirlit fengið og stað-
fest orðsendingar frá erlendum eftirlitsaðilum
um fjóra erlenda banka sem fullnægt hafi til-
kynningaskyldu til að veita nánar tilgreinda
bankaþjónustu hér á landi. Bankarnir eru Tor-
onto Dominion Bank Europe Ltd., London,
Lazard Brothers & Co. Ltd., London, N.M.
Rothschild & Sons Ltd., London, og Royal
Bank of Canada Europe Ltd., London.
Ekkert í bígerð
Caroline Bansky, deildarstjóri í N.M. Roths-
child & Sons Ltd., segir að bankinn hafi ekki
nein sérstök viðskipti í huga með tilkynning-
unni. „Við viljum aðeins afla okkur leyfis og
halda þessum möguleika opnum. Bankinn hefur
tilkynnt þjónustu í öllum EFTA-löndunum og
er nú þegar viðriðinn viðskipti í öllum löndunum
nema íslandi. Ég veit ekki til að neitt sé í bí-
gerð. En ef eitthvað hentugt fyrirtæki fyndist
væri aldrei að vita,“ sagði hún.
Umboðsmaður Alþingis kveður upp úrskurð um kvörtun frá íbúum á Eskifirði
Ekki lag'aheimild fyrir
B-gatnagerðargjaldi
UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst
að þeirri niðurstöðu í áliti frá 26.
ágúst sl. að bæjarstjórn Eskifjarð-
ar hafí ekki haft lagaheimild til
álagningar og heimtu B-gatna-
gerðargjalds af húseign þar í bæ.
Hann telur að óviðunandi óvissa
sé um skilyrði laga til álagningar
og heimtu sérstaks gatnagerðar-
gjalds.
í kvörtun íbúa á Eskifirði segir
að hann hafí ekki fengið fullnægj-
andi upplýsingar um heildarkostn-
að við lagningu bundins slitlags
og gangstétta við götur á Eski-
firði á árinu 1992, óheimilt hafí
verið að jafna heildarkostnaði af
framkvæmdum niður á húseignir
við göturnar og óheimilt að’inn-
heimta gjaldið áður en gangstéttir
voru lagðar og heildarkostnaður
lá fyrir.
Lögvarðir hagsmunir
Umboðsmaður segir rétt að
samkvæmt bréfaskriftum íbúans
og yfirvalda hafí enn ekki komið
fram upplýsingar um kostnaðinn
við lagningu slitlagsins og gang-
stétta árið 1992. Þá veiti ársreikn-
ingur ekki nægilegar upplýsingar
um kostnað, sem heimilt sé að
innheimta með B-gatnagerðar-
gjöldum. Þó fullyrði bæjarstjórn í
bókun sinni að kostnaður sé ör-
ugglega hærri en álögð gjöld. Telja
verði að íbúinn hafi haft lögvarða
hagsmuni af því að fá umbeðnar
upplýsingar.
Um þá kvörtun að ekki hafí
mátt jafna heildarkostnaði af
framkvæmdum niður á húseignir
segir urnboðsmaður að miðað við
dóm sem féll í Hæstarétti geti
verið heimilt að jafna kostnaði
niður með þessum hætti. Skortur
á upplýsingum um kostnað komi
í veg fyrir að afstaða verði tekin
til þess hvort löglega var að álagn-
ingu staðið.
Það álit íbúans, að ekki hafi
verið heimilt að innheimta gjöldin
áður en gangstéttir höfðu verið
lagðar, hlýtur hljómgrunn í álitinu.
Grundvallarreglan sé sú, að
óheimilt sé að leggja á og inn-
heimta svonefnt B-gatnagerðar-
gjald fyrr en lokið sé þeim fram-
kvæmdum, sem það á að standa
straum af og raunverulegur kostn-
aður liggur fyrir. Gert sé ráð fyrir
því fráviki að nálægt verklokum
megi áætla nokkurt fé til ólokinna
minniháttar framkvæmda og
óvissuþátta, en í þessu máli hafí
ekki komið fram að slík áætlun
hafi legið fýrir eða minniháttar
verkþáttum verið ólokið.
Umboðsmaður beinir þeim til-
mælum til bæjarstjórnar Eski-
fjarðar að hún geri íbúanum ná-
kvæma grein fyrir þeim kostnaði
og útreikningum, sem lágu til
grundvallar álagningu B-gatna-
gerðargjalds á húseign hans, svo
og hvernig álagningu þessa gjalds
var að öðru leyti háttað. Ekki verði
séð að lagaheimild hafi verið til
álagningar og heimtu gjaldsins,
sem kvörtunin lúti að.