Morgunblaðið - 03.09.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 9
FRETTIR
Þátttaka Islands öðrum
þjóðum til fyrirmyndar
George B. Weber, for-
seti Alþjóðasambands
Rauða krossins, sem
staddur er hérlendis,
segir að 125 millj. sjálf-
boðaliða starfi á vegum
Rauða krossins um all-
an heim en miðað við
höfðatölu leggi engir
meira af mörkum en
íslendingar.
GEORGE B. Weber, forseti Alþjóða-
sambands Rauða krossins, er staddur
hér á landi í tilefni af 70 ára af-
mæli Rauða kross íslands á þessu
ári. Þetta er í annað skipti sem We-
ber kemur til Islands, en hann kom
hingað árið 1989 þegar hann var
formaður Rauða kross Kanada. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
sér væri sérstök ánægja að heim-
sækja Islandsdeild Rauða krossins
sem væri mjög virk í starfsemi al-
þjóðasamtakanna, en Guðjón Magn-
ússon formaður RKÍ er nú einn af
átta varaformönnum Alþjóðasam-
bands Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans.
Mesta framlag miðað við
höfðatölu
George B. Weber er fæddur 1946
í Montreal í Kanada og hefur hann
verið forseti Alþjóðasambands Rauða
krossins frá 1. janúar 1993. Hann
hefur starfað að málefnum Rauða
krossins á öllum sviðum í 30 ár, en
áður en hann tók við starfi forseta
Alþjóðasambandsins var hann for-
maður Rauða kross Kanda í 10 ár.
Sem fyrr segir er hann fyrst og
fremst kominn hingað til lands að
þessu sinni í tilefni af 70 ára af-
mæli Rauða kross íslands, en auk
þess til viðræðna við forystu RKÍ um
málefni Alþjóðasambandsins ogjafn-
framt hefur hann hitt Davíð Oddsson
forsætisráðherra að máli.
George B. Weber
Hvað þátttöku í al-
þjóðastarfi Rauða
krossins varðar sagði
Weber að ísland væri
til mikillar fyrirmynd-
ar, því miðað við höfða-
tölu væri framlag
landsins til hjálpar-
starfs meira en hjá
nokkurri annarri þjóð.
„Helst vildi ég að við
hefðum miklu fleiri
lönd eins og Island, en
landið er fyrirmynd
sem gott er að benda
öðrum þjóðum á í sam-
bandi við framlag til
hjálparstarfs samtak-
anna. Þá er það mjög
mikils virði og til fyrirmyndar að
Rauði kross íslands sýnir alltaf við-
brögð þegar ieitað er eftir aðstoð og
á þessu ári t.d hafa borist 32 óskir
um aðstoð og hefur RKÍ í öllum til-
fellum lagt sitt af mörkum," sagði
hann.
Alþjóðasamband Rauða krossins
er sennilega stærstu sjálfboðaliða-
samtök í heimi, og nemur árleg heild-
arvelta þeirra um 18 milljörðum
bandaríkjadala, eða um 1.250 millj-
örðum íslenskra króna. Innan sam-
takanna eru landssamtök 162 þjóða
og starfa samtals um 125 milljónir
sjálfboðaliða á þeirra vegum, en að
auki eru nú í undirbúningi stofnun
23 nýrra landssamtaka. Launaðir
starfsmenn Rauða krossins eru hins
vegar 277 þúsund talsins. Á síðasta
ári veitti alþjóðasambandið 15,7
milljónum manna neyðaraðstoð af
einhveiju tagi um allan heim, en að
sögn Webers verða 200-240 milljónir
manna nú árlega fyrir skaða af völd-
um einhverskonar hamfara. Um tíu
milljónir bætast við þessa tölu á ári
hverju og um aldamótin megi því
gera ráð fyrir að árlegur fjöldi verði
um 300 milljónir.
Þörf á fyrirbyggjandi
aögerðum
Weber segir ríkisstjórnir í flestum
tilfellum bregðast mjög fljótt við
þegar þörf er aðstoðar á hamfara-
svæðum, en oft á tíðum væri það
gert í pólitískum tilgangi af ein-
hveiju tagi. Hann sagði að í mörgum
JAPANSKAR SKYl/yJINGAR
IAIDO S,................
UST JAPANSKA SVERÐSINS, FEIST í
EINSTAKLINGSBUNDNUM ÆFINGUM Á
FYRIRFRAMÁKVEÐNUM HREYFIMYNSTRUM (KATA) SEM
ERU AFRAKSTUR ÞROTLAUSRAR VIÐLÖTNI SAMURAIANNA
TIL FULLKOMNUNAR Á LIÐNUM ÖLDUM. .
KENNARÞTRYGGVI SIGURÐSSON 4. DAN
KENDO
SKYLMINGAR i HLÍFÐARBÚNING ÞAR SEM ÁSTUND ER
SETT OFAR KEPPNI. GÖFUG OG KREFJANDI ÍÞRÓTT
SEM EFLIR LÍKAMA OG HERÐIR HUG
KENNARI: INGÓLFUR BJÖRGVINSSON 2. DAN.
MEISHINKAN DOJO
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 668866/65724
MaxMara
Haustsendingin er komin!
Opið ídag 10-17.
Mari
Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Simi 91 -62 28 62
tilfellum væri vitað
fyrirfram að yfirvofandi
væru hamfarir á til-
teknum svæðum, en á
það skorti að gripið
væri til fyrirbyggjandi
aðgerða af einhverju
tagi og þörfin á fjárst-
uðningi í slíkum tilfell-
um væri mjög brýn.
Allt frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar
hefur þörfin fyrir neyð-
araðstoð að sögn We-
bers aldrei verið eins
mikil og í dag, en síðast-
liðin 2-3 ár hefði hins
vegar orðið ákveðin
breyting á eðli hjálpar-
starfs Rauða krossins. Þannig hefði
helsta þörfin fyrir aðstoð samtak-
anna fyrir 5-10 árum verið vegna
náttúruhamfara af einhveiju tagi og
þá aðallega í Afríku, en í dag væru
um 60-70% hjálparstarfsins hins veg-
ar fólgið í aðstoð við flóttamenn. Þá
hefði síðastliðin ár orðið sú breyting
að hjálparstarfsins væri í ríkari
mæli þörf í Evrópu, og þá ekki síst
vegna átakanna sem átt hafa sér
stað í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Þar
með væri starfsemi Alþjóðasamtaka
Rauða krossins á vissan hátt komin
á nýjan leik á upphafspunkt, því
samtökin voru einmitt stofnuð fyrir
75 árum síðan í kjölfar fyrri heims-
styijaldarinnar, en á árunum eftir
styijöldina féllu fleiri almennir borg-
arar í valinn vegna hungursneyðar
og annarra hörmunga heldur en í
styijöldinni sjálfri.
Náttúruverndarráð um brú yfir Gilsfjörð
Skipulagsstjóri meti
unihverfisáhrif
NATTURUVERNDARRÁÐ legg-
ur áherslu á, í tengslum við úr-
skurð skipulagsstjóra vegna brúar
yfir Gilsfjörð, að aðeins í undan-
tekningartilvikum verði fram-
kvæmdaaðila heimilað að meta
umhverfisáhrif. Eðlilegast sé að
embætti skipulagsstjóra sjái um
matið. Vakin er athygli á að Nátt-
úruverndarráð, Náttúrufræði-
stofnun íslands og skipulagsstjóri
bendi á að leið 2, þ.e. frá Ólafsdals-
eyri að Múla, sé vænlegur kostur
og sameini hagkvæmni og náttúru-
verndarsjónarmið.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá ráðinu að málið sé eitt af þeim
fyrstu sem komi til umfjöllunar
samkvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum frá 1994. Meðferð
málsins sýni að lögin séu meingöll-
uð að því leyti að framkvæmdaað-
ila sé falið að meta umhverfisáhrif
eigin verka.
Opinber aðili sjái um mat
„Náttúruverndarráð leggur á
það þunga áherslu að lögum um
mat á umhverfísáhrifum verði
breytt á þann veg að einungis í
undantekningartilvikum verði
framkvæmdaaðila heimilað að
meta umhverfisáhrif. Eðlilegast er
að aðalreglan sé sú að embætti
skipulagsstjóra framkvæmi matið.
Fyrir þessu liggja augljós rök:
Gera má ráð fyrir að framkvæmda-
aðilar búi ekki yfir þeirri víðtæku
þekkingu sem mat á umhverfis-
áhrifum krefst. Ef matið er fram-
kvæmt af opinberum aðila þar sem
safnast saman reynsla og sérþekk-
ing má gera ráð fyrir að matið
verði óvilhallt."
♦ ♦ ♦
Stórtjón í inn-
broti í tónlist-
arskóla
MIKIÐ tjón var unnið í innbroti í
Tónlistarskóla Mosfellsbæjar á Brú-
arlandi nýlega.
Stolið var fjórum trommum,
snerli, 2 tomtom trommum og páku
og 12 pörum af sleglum.
Auk þess hurfu í innbrotinu
geislaspilari, plötuspilari, magnari,
tveir hátalarar, segulbandstæki, og
útvarpsmagnari, allt Sony, símsvari
með símsvara, reiknivél og lykla-
borð og mús fyrir Machintosh-tölvu.
♦ ♦ ♦
Kosið í húsfrið-
unarnefnd
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
kosið verði í sérstaka húsfriðunar-
nefnd Reykjavíkurborgar í fyrsta
sinn.
Gert er ráð fýrir að nefndin verði
skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum
af skipulagsnefnd, einum tilnefndum
af byggingarnefnd, einum tilnefnd-
um af umhverfismálaráði og einum
tilnefndum af menningarmálanefnd.
HAUSTFERÐ UM SUÐURLAND
LANDMANNAIAUGAR, LAKAGÍGAR,
SKAFIAFELL, JÖKULSÁRLÓN &
KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
FJÖGURRA DAGA HÓTELFERÐ
15. - 18. SEPTEMBER
Ferðaskrifstofa íslands efnir til haustferðar um
Suður- og Suðausturland dagana 15. -18.
september 1994.
Gist verður á Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri þar
sem allur aðbúnaður er fyrsta flokks. Ný og
glæsileg herbergi hótelsins eru öll með sér
snyrtingu, síma og útvarpi.
Fimmtudagur 15. septemben Brottförfrá
Ferðaskrifstofu tsiands kl. 9:00. Ekin verður
Fjallabaksteið og komið við í Landmannalaugum og
Eldgjá á leið austur á Kirkjubæjarklaustur.
Föstudagur 16. septemben Farið verður inn að Laka
og Lakagígar skoðaðir. Á leiðinni
til baka verða m.a. skoðuð hin
sérkennilegu Fjaðrárgljúfur á
Stðu.
Laugardagur 17. september:
Ekið { þjóðgarðinn í Skaftafelli og
þaðan að Jökulsárlótii á Breiðatnerkursandi þar sem
farið verður í bátsferð.
Sunnudagur 18. septemben Frá
Kirkjubæjarklaustri er ekið suður utn Landbrot og
Meðalland og síðan áfram sem leið liggur til
Reykjavíkur mcð viðkomu í byggðasafninu á Skógum.
Verð 24.900 krónur á mann. *
Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi með
baði í 3 nætur • 3 morgunverðir •
3 nestispakkar • 3 kvöldverðir • sigling á
Jökulsárlóni • aögangur að byggðasafninu á
Skógum • allur akstur og leiðsögn.
Við tökum á móti pöntunum og veitum nánari
upplýsingar.
FERÐASKRIFSTOBV
ÍSLANDS
* Aukagjald fyrir
gistingu í eins
mantts hcrbergi
2. 400 krónur.
Skógarlilíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 91-62 33 00