Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 4

Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 4
4 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR____________________ Sverrir Hermannsson um horfur á minnkandi ríkissjóðshalla Nægir ekki til veru- legrar vaxtalækkunar Aðrar ástæður til að endurskoða vextina, segir aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Morgunblaðið/Þorkell Brids í Periunni DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, var meðal þátttakenda á einmenningsmóti I brids, sem landsliðsmenn héldu í Perlunni í gær og buðu nokkr- um velunnurum að taka þátt í. Ráðherrann endaði í 14. sæti af 20 keppendum og þess má geta að þrír af heimsmeist- urum íslands í brids urðu neð- ar. Sigurvegari í mótinu varð Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, og hlaut hann 101 stig. í 2. sæti varð landsliðmaðurinn Guð- mundur Páll Arnarson með 99 stig og í þriðja sæti Sigur- veig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka, með 95 stig. „AÐ SVO komnu er þetta ekki nægjanlegt til þess að hafa veruleg áhrif á lækkun vaxta. Það er viss hætta á hækkun þeirra af þeim sökum að ríkissjóður er rekinn með þetta miklum halla. Það fínna menn og hafa fundið undanfarnar vikur og mánuði að það hefur verið aðeins spenna upp á við og er satt að segja lygilegt hvemig það tókst, undir þessum erfíðu skilmálum með lánsfjárhungur ríkis- sjóðs, að lækka vextina eins og raun ber vitni. Fyrir það ættu menn að þakka sérstaklega áður en þeir gera því skóna að hægt sé að lækka vexti enn frekar miðað við hinn bullandi halla sem er á fjárlög- um,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans. í Morgunblaðinu í gær sagði á næsta ári. „Ég get tekið undir Friðrik Sophusson fjármálaráð- það með fjármálaráðherra að herra, að horfur værU á minnk- minni fjárþörf hins opinbera er andi fjárlagahalla á næsta ári, leiðin til að stuðla að hóflegum lánsfjárþörf ríkissjóðs myndi vöxtum,“ sagði hann. minnka og af þeim ástæðum ættu Eiríkur sagðist þó ekki eiga von vextir að lækka. á að bankamir notuðu fréttir af Sverrir sagði, að það væri nýtt horfum í ríkisfjármálum á næsta ef ráðherrar væru famir að tengja ári sem tilefni til vaxtabreytinga íjárlagahalla vaxtastiginu í land- á næstunni. Hins vegar gætu nú inu. Því hefði verið haldið fram á verið aðrar ástæður fyrir bankana undanförnum árum að unnt væri til að endurskoða vextina. „Ég tel að lækka vextina óháð því hvernig að bankamir búi við vaxandi sam- til tækist með stjórn ríkisfjármál- keppni á verðbréfamarkaði því við anna. „Eftir sem áður verður ríkis- sjáum stofnanir og sjóði bjóða út sjóður mikill þurfalingur fyrir fé„ .skuldabréf hér á markaði, væntan- og mun halda áfram að keppa hér f'lega til að njóta þeirra hagstæðu á innanlandsmarkaði því þessi vaxta sem eru núna á verðbréfa- halli sem er ennþá á fjárlögum markaði og eru trúlega að fá betri tekur engu tali,“ sagði Sverrir. lánskjör en þeir fá hjá bönkunum. Tilefni til að endurskoða vexti Þettf hlýtur aðffveita bönkunum samkeppm og ætti að verða þeim Eiríkur Guðnason seðlabanka- tilefni til að skoða sína vexti,“ stjóri segir ánægjulegt að horfur sagði Eiríkur. séu á minnkandi halla á fjárlögum Dagbók úr Barentshafi Þokkalega aflast í flottroll en lítið í botnvörpu Runóifi SH 135, Smu^unni í Barentshafi. Morgunblaðið. IJlaðamaður Morgunblaðsins, ** Helgi Bjamason, er nú um borð í Runólfi SH 135 á leið í Smuguna. Helgi heldur dag- bók í veiðiferðinni og munu dagbókarbrot hans birtast í Morgunblaðinu næstu daga. Föstudagur 2. september: Komið í Smuguna Þokkaleg veiði er í flottroll hjá mörgum togurum í Smugunni. í gær var algengt að menn melduðu melduðu um 20 tonn í hali. Slétta- nesið fékk langmest, eða um 50 tonn í hali í fyrrinótt. Lélegt er hjá öðrum, sérstaklega þeim sem eru með botntroll. Runólfur SH 135 kom í Smug- una um miðjan dag í gær og þar sem hann dregur flottrollið, með- fram norsku 200 mílna fískveiði- lögsögunni, er stór hluti íslenska togaraflotans auk íslenskra og færeyskra skipa sem sigla undir hentifána. Tvö norsk strandgæsluskip eru á svæðinu og fylgjast grannt með því að enginn sigli inn fyrir norsku landhelgislínuna. Stuggaði annað skipið við Sigli sem það taldi vera örlítið fyrir innan en mælingum þeirra bar ekki saman. Norðmenn- irnir gáfu skipstjóranum á Sigli ekkert tækifæri til að ræða málið heldur skipuðu honum að hafa sig samstundis út fyrir og varð hann við því. Strandgæsluskipin hafa verið að spyija suma skipstjórana um afla og fleira, sérstaklega hafa Norðmennimir áhuga á því að vita hvort menn noti flottroll. Skip- stjóramir svömðu- spumingum þeirra greiðlega í gær og sam- skipti voru öll á rólegu nótunum. Biðröð er eftir olíu við norska olíu- skipið sem afgreiðir hana innan norsku lögsögunnar. Mjög góð samvinna virðist vera hjá íslensku skipstjórunum, mun betri en á íslandsmiðum, að sögn Ingimars Hinriks Reynissonar skipstjóra á Runólfí. Telur hann að mælingar á afla séu réttari hér en heima. Aflinn er yfírleitt ekki gefínn upp í tonnum heldur notað- ur nafnakvóti til að mgla Norð- mennina. Nöfn ráðherranna o.fl. em notuð, þannig að skipstjórarn- ir segjast til dæmis vera með tvo Össura (eða slaufustráka) eða Þorsteina og eru menn inisjafnlega hátt metnir í þessu dulmáli. Það létti heldur yfir mann- skapnum um borð í Runólfi þegar loksins var komið í Smuguna eft- ir fimm sólarhringa siglingu frá Grundarfirði og hægt var að tak- ast á við verkefni ferðarinnar, þ.e. að veiða sem mest af þorski. Það á ekki sérlega vel við menn að horfa á myndbönd allan lið- langan daginn, sofa eða spila marga daga samfleytt. Nú eru menn komnir á sínar föstu sex tíma vaktir, og vilja hafa sem mest að gera á þeim. SVR Aðstoðar- forstjóra sagt upp SVERRI Amgrímssyni, aðstoð- arforstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, var sagt upp störf- um 1. september og hefur ekki verið boðin endurráðning eins og þeim starfsmönnum á verk- stjómarsviði sem sagt var upp um mánaðamótin eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að uppsögnin stafí af því að verið sé að gera hlutafélagið SVR aftur að borg- arfyrirtæki. Áð sögn borgarstjóra er þeim starfsmönnum sem voru borg- arstarfsmenn áður en SVR hf. yfirtók reksturinn boðin endur- ráðning á sömu kjömm og þeir höfðu áður. Sverrir hafi hins vegar verið ráðinn til starfa af hlutafélaginu SVR í október í fyrra með sex mánaða upp- sagnarfresti frá 1. janúar 1995. Uppsögn hans tæki því ekki gildi fyrr en um mitt ár 1995 en talið hefði verið eðlilegt að allir starfsmennimir fengju uppsagnarbréfín á sama tíma. Sverrir vildi ekkert tjá sig um þetta mál í gær. Vildu veiða háhyrninga TVÖ fyrirtæki, Fauna og Sjáv- ardýr, sóttu í haust um leyfí til veiða á háhyrningum, sem þau hugðust selja í dýragarða er- lendis. Umsóknunum var hafn- að í sjávarútvegsráðuneyti, en engin leyfí til slíkra veiða hafa verið veitt undanfarin íjögur ár. Fauná hefur áður selt lifandi háhyminga í dýragarða. Fyrir- tækin sóttu um að fá að veiða 4-6 háhyminga hvort. Ekki hættandi á veiðar Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, segir að þar á bæ telji menn affarasælast að bíða með leyfisveitingar af þessu tagi þar til mörkuð hafí verið afstaða í hvalveiðimálum. Ekki sé hætt- andi á að fóma meiri hagsmun- um fyrir minni með umdeildum háhymingaveiðum. Uppsagnir hjá ístaki UM 30 manns hefur verið sagt upp störfum hjá ístaki hf. með þriggja mánaða fyrirvara. Að sögn Jónasar Fímannssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra, eru uppsagnir allt að því árvissar á haustin. „Það er gjaman samdráttur á haustin í þessum iðnaði sem við stundum," sagði hann. „Það ber að líta á uppsagnimar í því samhengi og einnig að hjá okk- ur em í starfí um 150 til 200 manns. Þetta er þrátt fyrir allt ekki nema hluti starfsmanna." Ráðuneytis- stjóri hættir í FRÉTT frá landbúnaðarráðu- neytinu segir, að Sveinbirni Dagfínnssyni ráðuneytisstjóra hafi að eigin ósk verið veitt lausn frá embætti ráðuneytis- stjóra frá 1. nóvember 1994. Jafnframt hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.