Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 6
6 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verkfallsboðun FÍH
Félagsdómur
úrskurðar
um lögmæti
Leyfilegt að veiða 120 þúsund tonnaf síld á vertíðinni
Sterkur sfldarstofn
en sölumál í uppnámi
Síldarstofninn við ísland virðist í góðu
ástandi nú í upphafi vertíðar, en leyfílegt
er að veiða 120 þúsund tonn. Litlar líkur
eru á að norsk-íslenska síldin veiðist hér
fyrr en næsta vor. Sölumál eru hins vegar
í uppnámi, þar sem innganga Svíþjóðar og
-------------------------------->-
Finnlands í ESB hefur í för með sér að Is-
lendingar missa tollfríðindi.
VERKFALLSBOÐUN Félags ís-
lenskra hljóðfæraleikara hefur verið
vísað til Félagsdóms sem úrskurðar
um lögmæti hennar. Samninga-
nefndir ríkisins og FÍH hittust í
gærmorgun og að sögn Björns
Arnasonar, formanns FÍH, var nið-
urstaða þess fundar sú að ekki
þætti ástæða til frekari viðræðna
að svo stöddu. Björn segir að vænta
megi úrskurðar Félagsdóms á
sunnudag eða mánudag.
Björn Ámason segir að hljóð-
færaleikarar séu ekki í nokkrum
vafa um að verkfallsboðunin sé lög-
leg en komist Félagsdómur að ann-
arri niðurstöðu, verði verkfall boðað
að nýju.
Bjöm segir að hljóðfæragjald sé
það eina sem samninganefnd hafi
verið til viðræðu um að endur-
skoða, en það er greitt vegna kostn-
aðar við hljóðfæri. Bjöm vill að fram
komi að hljóðfæraleikarar fái ekki
6.200 krónur fyrir hveija sýningu
í Þjóðleikhúsinu. Frá þeim megi
draga tæpar þúsund krónur, sem
séu einmitt hljóðfæragjaldið.
Kórinn ekki á leið út
Samninganefnd Þjóðleikhúskórs
og stjórn Þjóðleikhússins hittust í
ísafiröi. Morgunblaðið.
NÚ ER að ljúka frágangi utan-
húss á nýrri ísafjarðarkirlqu, en
að innan er hún tilbúin undir
tréverk og málningu. Útlagður
framkvæmdakostnaður nú er um
90 milljónir, en 25 milljónir vant-
ar nú til að hægt verði að messa.
Sóknarnefnd hefur stefnt að því
að messað verði í kirkjunni um
næstu jól, en nú virðast líkur til
að framkvæmdir séu að stöðvast
vegna fjárskorts.
gær til að ræða launamál kórsins.
Kórfélagar eru allir félagsmenn í
FÍH en ólíkt því sem gerist með
hljóðfæraieikarana hefur Þjóðleik-
húsið rétt til að fara með samninga
við kórinn.
Kórnum var gert tilboð, sem
hann hafnaði á miðvikudag. Fyrir
fundinn í gær staðfesti íris Erlings-
dóttir, formaður kórsins, að kórfé-
lagar væru tilbúnir til að ganga út
ef ekki yrði gengið að kröfum
þeirra. Eftir fundinn sagðist hún
ekki vilja tjá sig að öðru leyti en
því að kórinn myndi mæta á æfing-
ar eins og venjulega. Hún vildi þó
ekki staðfesta að annað tilboð hefði
verið lagt fram, sagði að samninga-
viðræður væru á viðkvæmu stigi.
Stefán Baldursson þjóðleikhús-
stjóri segir að samningur við Þjóð-
leikhúskórinn sé í fullu gildi, honum
hafi ekki verið sagt upp og hann
gildi til 1. september á næsta ári.
Launaliður hans sé endurskoðaður
á hveiju hausti og samningar um
hann séu í gangi núna. Hann segist
vongóður um að þeir náist. Stefán
segir yfirlýsingar um að kórinn
hafi hótað að ganga út, úr lausu
lofti gripnar, þær hafi aldrei komið
fram á neinum fundum.
Þar munar mestu að 20 millj-
óna króna framlag frá ísafjarð-
arkaupstað, sem samþykkt var í
vetur af fyrrverandi bæjarstjórn,
hefur ekki fengist afgreitt og
óttast sóknarnefnd að þar verði
um vanefndir að ræða. Þá hefur
dregið mjög úr söfnunarfé, en
þurft hefði að ná um 5 milljónum
í almennri söfnun ásamt bæjar-
sjóðsfénu til að hægt verði að
taka kirkjuna í notkun.
„Við höfum ekki farið í neina
leiðangra til að kanna síidina að
þessu sinni og munum ekki gera,
en samkvæmt úttekt á síðasta vetri
á stofninn að vera í góðu ástandi.
Ég á því von á að síldarvertíðin fari
í gang á eðlilegum tíma, en þó leyfi-
legt sé að veiða síld frá 1. septem-
ber þá hefur lítið eða ekkert veiðst
af henni fyrr en í október," sagði
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar.
Norsk-íslensk síld næsta vor
Jakob sagði aðspurður að héðan
af væri ólíklegt að síld úr norsk-ís-
lenska stofninum kæmi inn í ís-
lenska lögsögu fyrr en næsta vor.
„Við ætlum í leiðangur til að kanna
hvort norsk-íslenska síldin lætur sjá
sig á vetursetustöðvunum út af
Austurlandi í nóvember eða desem-
ber. Ég veit að Norðmenn ætla
einnig að senda rannsóknarskip á
þær slóðir, en ég á ekki von á að
norsk-íslenska síldin færi sig nær
okkur fyrr en í maí, líkt og gerðist
síðasta vor.“
Jakob sagði að undanfarið hefðu
borist fréttir af síld við Vestfirði,
við Víkurál og jafnvel inn á Dýra-
firði, þar sem hún hefði ekki sést
lengi. „Þarna er okkar hefðbundna
sumargotssíld á ferð, en hún er í
mikilli ætisleit um allan sjó fram á
haustið, þegar hún safnast saman
í veiðanlegar torfur og þá hefur
hana verið að finna austur af land-
inu. Ég er alltaf að vonast til að
hún komi líka vestur upp
að landinu, eins og áður
var, en þrátt fyrir fréttir
núna um óvenju mikla
síld út af Vestfjörðum
þarf það ékki að benda
til að sú von rætist. Slík-
ar fréttir hafa borist
áður án þess að síldin breytti út
af venjunni."
Kvótinn 120 þúsund tonn
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að
síldarkvótinn á komandi vertíð
næmi 120 þúsund lestum. „Undan-
farin ár hafa um fjörutíu skip stund-
að veiðarnar, þó að fleiri séu með
kvóta á bak við sig, því hann er
oft sameinaður á eitt skip. Þá hefur
þróunin verið sú að þeir sem eru
með aflahlutdeildina hafa lítið
stundað veiðar sjálfir, heldur fram-
selt kvóta sína á loðnuskipin, sem
hafa nýtt þá.“
Tollfríðindi tapast
Við væntanlega inngöngu EFTA-
ríkja í Evrópusambandið um næstu
áramót tapa íslendingar nokkrum
tollfríðindum sem EFTA-aðild
tryggði en EES-samningurinn bæt-
ir ekki upp. íslendingar eiga mestra
hagsmuna að gæta varðandi síldar-
afurðir til manneldis, sem stór
markaður er fyrir í Svíþjóð og Finn-
landi, en munu frá áramótum bera
10-15% toll þar, verði ESB-aðild
samþykkt í löndunum. Auk þess
sem tollgreiðslur geta hlaupið á
nokkrum tugum milljóna króna á
ári, mun þetta leiða til verri stöðu
á hörðum samkeppnismarkaði.
Missa íslendingar markaði?
Gunnar Jóakimsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar,
staðfesti að þessi breyting hefði
sett mjög mark sitt á viðræður við
Svía og Finna um hugs-
anleg síldarkaup á kom-
andi vertíð. „Þessi breyt-
ing gæti ýtt okkur út af
markaðinum í þessum
löndum. Það er afar erf-
itt að reyna sölusamn-
inga fyrr en þessar þjóðir
eru búnar að greiða atkvæði um
ESB-aðild. Á meðan svo er ekki
erum við mjög í lausu lofti, en vissu-
lega er það mikið áhyggjuefni að
íslendingar missi tollfríðindi.“
Gunnar sagði að sölumál hefðu
lítt mótast enn, a.m.k. væri erfitt
að fullyrða neitt nú. Hann sagðist
ekki hafa heyrt Rússa nefna mögu-
leika á kaupum á síld beint af ís-
lenskum skipum og benti á að sala
um borð í erlend verksmiðjuskip inn-
an íslenskrar lögsögu væri ólögleg-
OPIÐIILS í BORCARLEIKHÚSI
laugardaginn 3. september. kl. 14-17. Skoðunarferðir, kynning á
verkefnum vetrarins, m.a. æfingar á stóra og litla sviði og margt fleira.
Pepsi býður upp á gosdrykki. Krummi býður upp á lakkrís.
Kaffi og vöfflur aðeins kr. 100.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Andlát
RAGNAR Þ. STEFÁNSSON
RAGNAR Þ. Stef-
ánsson, fyrrver-
andi þjóðgarðs-
vörður og bóndi í
Skaftafelli, er lát-
inn, áttræður að
aldri.
Ragnar fæddist
22. júní 1914 í
Skaftafelli, sonur
hjónanna Stefáns
Benediktssonar
og Jóhönnu Guð-
rúnar Jónsdótti
Hann var skipa
ur þjóðgarðsvöi
ur í Skaftafí
árið 1967
gegndi því sta
til ársins 1987.
Eftirlifandi
kona Ragnars
Laufey Lárusdó
ir. Þau eiga ei
dóttur, Önnu M<
íu.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
ÍSAFJARÐARKIRKJA undir regnboganum.
Kirkjubygging að stöðvast
Vonandi síld
undan Vestur-
landi líkt og
áður fyrr