Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLA.ÐIÐ
NEYTENDUR
Flestir kotna með garðaúr-
gang í Sorpu.
Halldór Sigurðsson stillir
sjónvarp í gámi nytjahluta.
Eiríkur Eiríksson flokkaði
sorp sitt samviskusamlega.
íslendingar ragir
við að flokka sorp
MIKIÐ hefur verið rætt um flokkun
sorps og umhirðu út frá umhvérfis-
sjónarmiði á undanförnum árum.
En hefur þessi umræða komist til
skila? Erlendis, t.d. í Þýskalandi,
eru fjölbreytilegir flokkunargámar
í hveiju hverfi þar sem fólk fiokkar
samviskusamlega gömul dagblöð í
sérstakan gám, glært og grænt gler
hvort í sinn gáminn, bylgjupappi fer
í annan og svo framvegis. En hversu
langan tíma þarf til þess að við
lærum og skiljum mikilvægi sorp-
flokkunar fyrir umhverfið?
Sorpa hefur starfað í þijú ár og
þangað geta allir komið með sorp
sitt og flokkað án mikillar fyrirhafn-
ar. Morgunblaðið kannaði á tveimur
sorpflokkunarstöðvum Sorpu
hversu mikinn áhuga menn hafa á
að ftokka sorp sitt og hversu með-
vitaðir þeir eru um umhverfið
Fyrst var staldrað yið stundar-
korn síðdegis í Sorpu í Ánanaustum.
Nokkrir bílar komu með sorp frá
heimilum á þessum tíma, en mesta
álag í borginni er í Ánanaustum að
sögn starfsmanna Sorpu, enda þjón-
ar stöðin um 35-40 þúsund manns.
U.þ.b. 300 bílar fara þar í gegn á
einum degi þegar mest er að gera.
Ung kona kom með poka af dag-
blöðum og tæmdi í gám. Hún sagði
að sér fyndist það vera sjálfssagt
að huga að umhverfinu og sagðist
koma reglulega með blöð og losa
sig við þau þar. Aðrir losuðu sig
við pappakassa, garðaúrgang og
byggingarsorp, eins og járn og
timbur. Algengast er að fólk komi
með sorp sem ekki er tekið með í
venjulegu heimilissorpi, eins og
garðaúrgang, pappakassa o.s.frv.
Hins vegar er sjaldgæfara að fólk
komi með sorp sem hægt er að losa
sig við með venjulegu heimilissorpi,
eins og dagblöð.
íslendingar taka seint við sér
Starfsmenn Sorpu voru sammála
um að fólk hefði tekið við sér á þess-
um þremur starfsárum Sorpu þó að
hægt gangi. Fólk kæmi oft með illa
flokkað sorp og nennti ekki að flokka
það, svo að starfsfólk þyrfti að
standa yfir því á meðan. Stundum
mætti ekki líta undan, þá væri öllu
hrúgað saman í einn haug. Magnús
Stephensen, forstöðumaður þróun-
ar- og tæknideildar Sorpu, sagði að
50-60 tonnum af dagÍDlöðum væri
skilað til Sorpu af einstaklingum á
mánuði, og það væri um 10% af
þeim blöðum sem væru í umferð.
Því mætti álykta að allt að 10% al-
mennings flokkuðu dagblöð og
kæmu með frá heimilum.
Einnig var komið við á stöð Sorpu
á Gylfaflöt í Rimahverfi. Þar var
maður í óða önn að losa sig við
garðaúrgang og stöðugur straumur
var af fólki með kerrur fullar af
byggingarsorpi, timbri og málning-
ardósum, enda hverfið ungt og mik-
ið verið að byggja og flytja.
Endurnýting
En hvað verður um sorpið? Magn-
ús Stephensen svarar því. „U.þ.b.
þriðjungur er ónýtanlegur og því
urðaður og tveir þriðju fara í endur-
vinnslu. Allt járn er tætt niður og
skilið í málma, og sent til útlanda í
endurvinnslu. Garðaúrgangur er
notaður í jarðvegsbindingu eða er
moldargerður. Timbur er rifið í
kubba sem eru notaðir í járnblendi,
einnig er gler notað m.a. sem bindi-
efni í malbik."
Fyrirtæki þurfa að borga fyrir að
losa sorp hjá Sorpu og miðast verð
við hvern rúmmetra. Einstaklingar
mega koma með allt að tvo rúm-
metra í einu án borgunar.
Rafgeyma, ísskápa, máiningu og
annað sem inniheldur ýmis spilliefni
þarf að koma með og láta eyða.
T.d. þarf að tappa freoni af ísskáp-
um. Hlutum sem eru nýtanlegir og
líta sæmilega út er safnað saman
og þeir settir í nytjagám, það eru
yfirleitt húsgögn og tæki. Halldór
Sigurðsson, umsjónarmaður Sorpu í
Rimahverfi, sagði að þessir nytja-
hlutir kæmu fólki oft að góðum not-
um. Ungt fólk gæti keypt þá á vægu
verði í Kolaportinu, og svo gæti
komið fyrir að fólk missti allt sitt
t.d. í bruna og þá væri gott að grípa
til þessara hluta.
Það eru sjö gámastöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu; í Ánanaustum við
enda Gróubúðar, við Sævarhöfða
rétt við Maibikunarstöð, á Gylfaflöt
í Rimahverfi og við Jafnasel í Breið-
holti. Fyrir Hafnarljörð og Garðabæ
er Sorpa við Suðurhraun rétt hjá
Steypustöð ÓS, í Kópavogi er Sorpa
við Dalveg hjá skólagörðum Kópa-
vogs, og í Mosfellsbæ við Skólabraut
ofan við hesthúsabyggð. Sorpa er I
opin á veturna frá kl. 12.30 ti! 19.30 (
alla daga en á sumrin frá kl. 12.30
til 21.00.
Magnús Stephensen tók fram að
á hverri stöð þyrftu að vera tveir
starfsmenn í það minnsta, og ekki
dygði að hafa ómannaðar gáma-
stöðvar, því að fólk sinnti því ekki
að flokka sorp sitt, og eyðilegði
árangur annarra. Ef sorp er óflokk-
að getur grjót t.d. eyðilagt pappírs- '
pressur og ekki er jafnauðvelt að I
endurnýta sorp ef það er blandað. ,
Magnús segir að verulega viðhorfs-
breytingu þurfi til ef setja á upp
ómannaðar sorpstöðvar í hverju
hverfi að þýskri fyrirmynd, því að
íslendingar eru ragir við að flokka
sorp sitt samviskusamlega.
Morgunblaðið/grg
UM TVÖ hundruð gestir komu í heimsókn á Sökku þegar bænd-
ur buðu heim fyrir nokkru og gæddu sér á heimabökuðu góð-
gæti og virtust allir kunna vel að meta það sem á borðum var.
Dagbjört og Olga á bænum
Sökku í Svarfaðardal sem
buðu gestum sínum upp á
heimabakað meðlæti.
Uppskriftin
Kleinur úr
Svarfaðardal
HEIMABAKAÐAR kleinur, jólakaka, randalína, heimabakað rúg- brauð, bollur, marmelaði frá Sökku, kæfa og nýjar rófur. Hlaðborðið í garðinum svignaði undan kræsingunum sem þær Dagbjört og Olga höfðu verið að baka fyrir gesti sína sem í blíðskaparveðri komu í heimsókn. Þegar bændur buðu heim fyrir Hér kemur uppskrift af heimabök- nokkru lá leiðin að bænum Sökku í uðu kleinunum þeirra sem jafnt ung- Svarfaðardal. Sakka er myndarbýli ir sem aldnir sporðrenndu með bestu og hefur sama ættin setið jörðina lyst. síðan um aldamót. Þorgils Gunn- Heimabakaflar kleinur InnoNínn no1 ()lo*a STPinoTimRnnTTir
búa þar og sonur þeirra Gunnsteinn 600 g hveiti
býr þar einnig ásamt Dagbjörtu 200gsykur
Jónsdóttur konu sinni. lftn ... DíHfhinrf síto’Óí nfi híiii hpfrín pkki Q sm|Or
haft hugmynd um hversu margir 4 kúfaóar tsk lyftiduft
myndu koma í heimsókn en búið sig 3 egg
undir fjölmenni sem og varð úr en , . , .r , , a ~ 1 bolli miolk nm tvn minnrnn mnnn<i knmn vrir !
daginn. Búið var að afmarka bíla- 1 bolli súrmjólk
stæði, raða tækjum og tólum, þrífa kardimommur
fjósið hátt og lágt, leggja á nokkra hesta fyrir börnin og í litlum læk á Hveiti og sykur sett í skál, lyftidufti hlaðinu voru bátar fyrir krakka til blandað saman við. Smjörlíkið mulið að sigla með upp og niður „stórfljót- saman við og síðan vætt í með eggj- ið“. um, mjólk og kardemommudropum. Gesta beið svo hlaðborð í garð- Olga segir að kleinurnar verði ennþá inum. Húsmæðumar á bænum höfðu betri ef fjórða egginu sé bætt við auðsjáanlega í marga daga verið að og súrmjólkin gerir það að verkum baka ofan í gestina og um leið og að kleinurnar verða mýkri en ella. einn diskur varð tómur báru þær Deigið er hnoðað og kleinurnar Olga og Dagbjört fram annan fullan. steiktar úr djúpsteikingarfeiti. ■
/gOo\ NÝJA SiNDIBÍIASTÖDIN « 685000 v^jfv Þjónusta á þínum vegum