Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
IMEYTENDUR
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 17
Ymislegt getur komið
í stað salts í matargerð
SALT er eitt af nauðsynlegum
bætiefnum líkamans rétt eins og
járn og vítamín og þarf þess vegna
að vera neytt í hæfilegu magni.
Dagleg saltneysla fólks er tíföld
eða tólfföld miðað við saltþörf lík-
amans. Þegar hún er svo mikil er
hún óholl og talið er að salt geti
valdið of háum blóðþrýstingi.
í bókinni Grænt oggómsætt eru
ráðleggingar um hvernig má
minnka saltneyslu, hvað beri að
forðast og hvað skuli notað í stað-
inn fyrir salt í matargerð. Þar er
sagt að sattþörf líkamans sé full-
nægt með ómeðhöndluðum, nýjum
mat og helst ætti að sleppa því
að nota salt í matargerð eða
minnka það um helming, t.d. hafa
helmingi minna salt en gefið er
upp í uppskriftum. Mælt er gegn
því að salta mat við matarborðið.
Mælt með að neyta
meira kalíums
Ráðlagt er að venja sig á kal-
íum-auðuga fæðu, því að kalíum.
virðist hafa hemil á áhrifum natr-
íums. Góðir kalíumgjafar eru nýir
ávextir, grænmeti, ávaxtasafi og
þurrkaðir ávextir. Sveskjur eru
mjög kalíumríkar.
Rifinn appelsínubörkur
í stað salts
Mælt er með að nota ýmis
bragðefni í stað salts s.s. sítrónu-
safa, jurtasalt, sesamsalt, hvítlauk
eða pipar. Einnig má nota mísó,
sojasósu eða tamari-sósu til að
bragðbæta súpur og sósur. Þó að
natríum sé í þessum bragðefnum
eru þau svo sterk að lítið þarf af
NOKKRAR fæðuteg-
undir sem nota má
sem bragðefni í stað-
inn fyrir salt.
þeim og í þeim eru önnur næring-
arefni. Reyna má natríumsnautt
salt á meðan vanist er minni salt-
neyslu og þá er natríum og kalíum
notað til helminga í matargerð.
Rifínn appelsínubörk má setja í
brauð í staðinn fyrir salt.
Æskilegt er að borða minna af
öllum fæðutegundum sem í eru
natríum eða matarsalt. Þó að
matur sé ekki saltur á bragðið
getur leynst í honum mikið sait
eins og í kexi, osti, morgunkomi
og í smákökum.
Ef fólk vill minnka saltneyslu
ætti það að forðast smjörlíki,
smjör, flest mauk og viðbit, ger-
þykkni, saltkex, sósur, niðursoðið
grænmeti, súpur og súrsað græn-
meti. í unnum matvörum eru ýmis
aukaefni sem innihalda natríum.
Gleymdi að
fá afgang en
fékk hann
sendan
KONA sem nýlega verslaði í Nesti
á Ártúnshöfða kom að máli við blað-
ið og lýsti yfir ánægju með fram-
komu starfsfólks. „Ég var afgreidd
gegnum bílalúgu og greiddi með
ávísun, en ók í burtu án þess að
taka við afgangi. Tveimur dögum
síðar fékk ég tilkynningu frá bank-
anum um að rúmlega 1.000 krónur
hefðu verið lagðar inn á reikninginn.
Á innborgunarseðli kom fram að um
væri að ræða afgang og áheft var
ljósrit af ávísuninni til frekari út-
skýringar. Ég hafði ekki áttað mig
á þessu og varð undrandi. Þó var
ég fyrst og fremst ánægð yfir heið-
arleika starfsfólksins," segir konan.
Guðfinnur Kjartansson er fram-
kvæmdastjóri Nestis og hefur verið
það í yfir 20 ár. í samtali við blaðið
sagði hann að á starfsævi sinni hefði
oft komið fyrir að viðskiptavinir
gleymdu að taka afgang, en alltaf
væri reynt að koma peningunum til
skila.
„Það er ekkert sjálfsagðara en
að skila því sem maður tekur við og
á ekki. Ef fólk skrifar ávísun er
auðvelt að skila afganginum, en
málið getur orðið snúið ef greitt er
með reiðufé. Þá skráir afgreiðslufólk
niður númer bílsins, ef það getur og
ég leita upplýsinga um eigandann
hjá bifreiðaeftirlitinu. í kjölfarið
hringi ég í viðkomandi og læt vita
af peningunum, eða sendi afganginn
í pósti. Ef ekki næst að skrá númer
á bílnum, eru peningarnir settir í
merkt umslag, sem fólk getur vitj-
að.“
------»-■♦--»--
Súkkulaði
brætt í poka
ÞAÐ getur verið óskaplega subbu-
legt að bræða súkkulaði. Ágætt ráð
er að bræða súkkulaði í plastpoka
sem liggur í heitu vatni. Þegar
súkkulaðið er bráðnað, er klippt á
eitt hornið og hægt að nota pokann
til að sprauta skreytingum á kökur
og konfekt.
Skómarkaður
í Bónus
Á FIMMTUDAG var opnaður skó-
markaður í Bónus í Holtagörðum.
Um er að ræða sjö þúsund pör af
skóm og eru tegundirnar sjö. Skórn-
ir kosta á bilinu 199 til 497 krónur.
henni!
Sterk, óvægin, frumleg og grátbrosleg
kvikmynd sem engan lætur ósnortinn.