Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lyginni næst
FRÁ opnu húsi í Borgarleikhúsinu.
Opið hús í Borgar-
leikhúsinu í dag
KYIKMYNDIR
Bíöhöllin/lláskðla-
bíó, Reykjavík.
Borgarbíó, Akurcyri
SANNAR LYGAR
(„TRUE LIES“) ★★★>/!
Leikstjórí James Cameron. Handrit
James Cameron. Kvikmyndatöku-
stjóri Russeli Carpenter. Tónlist
Brad Fiedel. Klipping Mark Gold-
blatt, Conrad Buff, Richard A Harr-
is. Brellugerð Digital Domain, Inc.
Aðalleikendur Amold Schwarzen-
egger, Jamie Lee Curtis, Tom Arn-
old, Bill Paxron, Art Malik, Tia Carr-
ere. Bandarísk. 20th Century Fox
1994.
Það má segja að brellumar og
bægslagangurinn í Sönnum lygum,
nýjasta stórvirki þeirra félaga, James
Camerons og Amolds Schwarzeneg-
gers, gangi lyginni næst. Hátækni-
bragðareflr Hollywoodborgar hafa
ekki undan að bæta eigin met, jafn-
vel svo að stórkostlegar, nýlegar
brellumyndir á borð við Cliffhanger,
líta út einsog fomgripir í saman-
burði við þetta nýjasta tækniundur
Camerons. Hann er engum líkur,
brýtur yfirleitt blað í sögu hasar-
myndanna með hverri nýrri mynd,
sbr. Terminator, Aiiens, T2. Hér fær
hann sögu sem er frábær bakgmnn-
ur ótrúlegra átaka og smjattar á.
Tasker (Schwarzenegger) er hetja
í leyniþjónustu Bandaríkjanna og
verður, öryggisins vegna, að lifa tvö-
földu lífí. Því í augum Ijölskyldunnar
er hann tölvusölumaður, svo dauð-
yflislegur að Helen (Jamie Lee Curt-
is) kona hans er komin á fremsta
hlunn með að taka framhjá honum
með kjaftagleiðum bflasölumanni
(Bill Paxton). Og nú verður þessi
ágæti spæjari, sem í marggang hefur
bjargað hennar veröld, að bjarga
hjónabandinu.
Þama liggur einmitt galli, ef gaila
skyldi kalla, á annars yfírburða
spennandi og, skemmtilegri átaka-
mynd, þessi tvískinnungur skapar
talsvert spennufall undir miðja mynd.
Sannar lygar byijar með unaðslegu
offorsi, eftir dæmigert Bondmyndar
upphaf eltist Tasker við arabískan
(hvað annað?) hryðjuverkamann (Art
Malik) um götur og háhýsi Washing-
tonborgar, það er ekki rétt að
skemma fyrir tilvonandi áhorfendum
með því að tilgreina fararskjótann!
Eftir þessa adrenalínssprengingu
hefst langur kafli um uppsiglingu
og endalok framhjáhaldsins og þær
krókaleiðir og gildmr sem leyniþjón-
ustumaðurinn og félagar hans leggja
fyrir frú Helenu og sölumannsblók-
ina. Útaf fyrir sig er þetta ágætur
kafli og skemmtilegur en hann á
ekki heima hér. Þetta er ekki það
sem fólk er að sækjast eftir hjá Cam-
eron og Schwarzenegger, sérstak-
lega ekki eftir öll lætin sem á undan
em gengin. Þennan kafla hefði mátt
stytta um einhver ósköp. Síðan er
skrattinn laus er Tasker og félagar
setja allt á annan endan niður á
Florida Keys, er þeir komast að raun
um að arabamir hafa kjamorkuvopn
með sér í farteskinu.
Amold siglir í gegnum allt ha''arí-
ið með sínu garpslega yfírbragði,
kann þetta utanað. Aðrir leikarar em
minna í sviðsljósinu og standa sig
upp og ofan, Malik þó ánægjulega
forhertur skrattakollur. Galdramir
og leikstjómin er aðal myndarinnar,
ef einhver ætlar að betmmbæta
brellumar í Sönnum iygum treysti
ég engum til þess betur en Cameron
sjálfum.
Sæbjörn Valdimarsson
LEIKFÉLAG Reykjavíkur verður
með opið hús í Borgarleikhúsinu í
dag kl. 14-17. Ef veður leyfir munu
leikarar keyra á pallbfl frá Borgar-
leikhúsinu niður í miðbæ kl. 12.
Boðið verður upp á skoðunarferð-
ir um húsið, æfingar verða á Leyni-
mel 13 á stóra sviði, Óskinni á litla
sviði og í æfíngasal verður æfíng á
FYRSTU tónleikar starfsársins í
tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og
Hafnarborgar, menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarðar, verða
sunnudaginn 4. september kl. 20.
Þetta er fímmta árið sem Tríó
Reykjavíkur stendur fyrir tónleika-
röð í samvinnu við Hafnarborg og
samkvæmt venju verða femir tón-
Hvað um Leonardo?. íslenski dans-
flokkurinn verður með upphitun,
lesið úr Ófælnu stúlkunni, barna-
homið verður á sínum stað og fleira
verður til gamans gert.
Kaffí og vöfflur verða seldar á
100 krónur og Pepsi býður uppá
drykki og lakkrís. Allir eru vel-
komnir.
leikar með blandaðri kammertónlist.
Á efnisskrá tónleikanna á sunnu-
daginn verða eingöngu píanótríó.
Flutt verður tríó eftir Karólínu Ei-
ríksdóttur, sem hún samdi fyrir
Tríó Reykjavíkur árið 1987, tríó
eftir Bedrich Smetana og Erki-
hertogatríóið eftir Ludwig van
Beethoven.
Tríó Reykjavíkur
í Hafnarborg
Átaksverkefnið ísland - sækjum það heim
Farandsýning á úr-
valsverkum barna í
Vestmannaeyjum
Umferðarálfurinn Mókollur.
Umferðar-
álfur í Ieikför
um landið
MÖGULEIKHÚSIÐ er nú að leggja
af stað í leikferð um landið með
bamaleikritið Umferðarálfínn Mókoll
eftir Pétur Eggerz. Leikritið var unn-
ið í samvinnu við Umferðarráð og
ætlað bömum í leikskóla og yngstu
bekkjum gmnnskóla. Fmmsýnt var
í mars sl. og sýnt á höfuðborgar-
svæðinu og næsta nágrenni.
Umferðarálfurinn Mókollur segir
frá álfí sem býr í litlum álfhól. Dag
einn vaknar hann við vondan draum
þegar umferðargata er lögð þvert í
gegnum hólinn. Þá þarf Mókollur að
læra að komast leiðar sinnar í um-
ferðinni án þess að fara sér að voða.
Leikstjóri er Stefán Sturla Sigur-
jónsson, Hlín Gunnarsdóttir gerði
leikmynd og búninga og Bjami Ing-
varsson samdi sönglög. Leikarar em
Gunnar Helgason, Bjami Ingvarsson
og Pétur Eggerz.
Fyrsta sýningin í leikferð Mögu-
leikhússins verður á Höfn í Homa-
fírði 6. september, 8. september verð-
ur sýnt á Breiðdalsvík og Stöðvar-
fírði, 8. september á Fáskrúðsfírði
og Reyðarfírði, 9. september á Eski-
firði og Neskaupstað, 10. september
á Vopnafirði, þaðan verður ferðinni
síðan haldið áfram um Norðurland.
Að leikferðinni lokinni hefjast síð-
an sýningar á Umferðarálflnum Mó-
kolli í Reykjavík.
SÝNING á 120 úrvalsverkum úr
myndlistarverkefni bama og ungl-
inga á vegum ferðaátaksverkefnis-
ins ísland - Sækjum það heim,
hefst í Safnahúsinu í Vestmanna-
eyjum í dag, laugardag kl. 14.
Sýningin er farandsýning og er
sýningin í Vestmannaeyjum sú sjö-
unda í sumar, en hún stendur til
11. september nk. Sýningin er opin
alla virka daga frá kl. 14 til kl.
19 en frá kl. 14 til kl. 17 um helg-
ar. Fyrsta sýningin var opnunaratr-
iði Listahátíðar í Reykjavík, en
hátt í tíu þúsund gestir sóttu þá
sýningu sem haldin var í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Eins og alkunna er fagna íslend-
ingar 50 ára afmæli íslenska lýð-
veldisins á þessu ári, en jafnframt
er árið tileinkað íjölskyldunni. í til-
efni þessara merkilegu tímamóta
þótti við hæfí að vekja ungu kyn-
slóðina til umhugsunar um landið.
DR. JEAN Lancri, myndlistarmaður
og prófessor í fagurfræði við Uni-
versité de Paris I Panthéon-Sor-
bonne, flytur fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands laugar-
daginn 3. september kl. 16 í stofu
101 í Odda. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og nefíiist: „When
painting questions literature."
Jean Lancri hefur fengist við að
rannsaka tengls bókmennta og
myndlistar, jafnt í ritum sínum og
Því var ákveðið að hleypa af stokk-
unum myndlistarverkefni fyrir börn
og unglinga, til að vekja athygli
þeirra á nánasta umhverfi sínu,
landi og sögu. Metþátttaka var í
myndlistarverkefninu, sem haldið
var á vegum ferðaátaksverkefnis-
ins „ísland, sækjum það heim“ og
Félags íslenskra myndlistarkenn-
ara. Samtals tóku 19.534 ungir
íslendingar þátt í verkefninu, á
aldrinum 6 — 20 ára og frá 131
skóla, en viðfangsefni þess var fjöl-
breytileiki íslands sem ferða-
mannalands.
Fyrsta sýningin var opnunaratr-
iði Listahátíðar í Reykjavík og var
haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá
Reykjavík fór sýningin til Stykkis-
hólms, Akureyrar, Blönduóss,
Húsavíkur, Egilsstaða og loks til
Vestmannaeyja en hún endar
hringferð sýna um landið í Kefla-
vík hinn 16. september nk.
myndverkum. í fyrirlestrinum verð-
ur fjallað um veggmynd frá upp-
hafí 14. aldar eftir Giotto, Fundinn
við Gullna hliðið, sem er í Capella
Scrovegni í Padua. Einnig verður
fjallað um fsetningu (installation)
Jean Lancri, K eða umbreytingaher-
bergið, sem sýnd var í Pompidou-
safninu í París árið 1984. Sú ísetn-
ing fjallar mest um Kafka en teng-
ist þó veggmynd Giottos.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Barna- og stúlkna-
kór Seljakirkju
Þriðja starfs-
ár að hefjast
Á NÆSTUNNI hefst 3. starfsár
bama- og stúlknakórs Seljakirkju. í
vetur verður bömum og unglingum
frá 7 ára aldri boðið að taka þátt í
kórstarfí.
Starfað verður í 2. deildum og
æfíngar fara fram einu sinni til tvisv-
ar í viku. Kórstjóm annast Margrét
Gunnarsdóttir, tónmenntakennari.
Tónlistarstjóri Seljakirkju er Kjartan
Siguijónsson. Innritun nýrra og eldri
félaga fer fram í Seljakirkju dagana
7. og 8. september nk. kl. 17-19,
þar sem tekið verður við innritunar-
gjaldi.
í vetur munu kóramir taka þátt
í helgihaldi kirkjunnar með reglulegu
millibili, eiga samskipti við aðra
bamakóra, fara í æfíngabúðir og
vorferðalög. Börn og unglingar í
Selja- og Skógahverfí sem hafa gam-
an af söng og tónlist og hafa jafnvel
lært á hljóðfæri eru hvött til að láta
skrá sig, segir í kynnipgu frá Selja-
kirkju.
♦ ♦ ♦-----
Söngtón-
leikar í
Vinaminni
SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í
safnaðarheimilinu Vinaminni á Akra-
nesi í dag, laugardag 3. september,
kl. 16.30 og í Keflavíkurkirkju á
morgun kl. 16.30.
Söngvararnir sem fram koma eru
allir við nám í London, það em þau
Dagný Jónsdóttir og Elín Halldórs-
dóttir sópranar, Heiðrún Harðardótt-
ir mezzósópran og Jóhann Smári
Sævarsson bassi.
Á efnisskrá eru lög, aríur og dúett-
ar eftir íslensk og erlend tónskáld.
Undirleik annast Ragnheiður Skúla-
dóttir og Elín Halldórsdóttir.
Fyrirlestur um tengsl
bókmennta og myndlistar
Myndlist
Inga Svala
sýnir í
Gerðubergi
INGA Svala Þórsdóttir opnar
myndlistarsýningu í menningar-
miðstöðinni Gerðubergi sunnudag-
inn 4. september kl. 15. Á sýning-
unni verða skúlptúrar, tilheyrandi
textar, vídeo, ljósmyndir og teikn-
ingar. Sýningunni er ætlað að
kynna þjónustu sem Inga Svala
býður upp á þar sem hún vinnur
undir nafninu „Thór’s daughter’s
pulverization service”.
Inga Svala nam við Myndlistar-
og handíðaskóla íslands og Hoch-
schule fúr Bildende Kúnste Ham-
burg. Sýningin í Gerðubergi er
fyrsta einkasýning Ingu Svölu, en
hún hefur tekið þátt í sýningum
hér heima, í Þýskalandi, Austurríki
og Frakklandi.
Sýningin er opin frá kl. 10-21
mánudaga til fimmtudaga og frá
kl. 13-17 föstudaga til sunnu-
daga. Sýningunni lýkur 2. október.
Þórður Hall
sýnir málverk í
Norræna húsinu
ÞÓRÐUR Hall
opnar sýningu
á málverkum í
sýningarsölum
Norræna húss-
ins, í dag laug-
ardag kl. 15.
Þórður
stundaði nám
við Myndlistar-
skólann í
Reykjavík, Myndlista- og handíða-
skóla íslands og framhaldsnám við
Konunglega listaháskólann í
Stokkhólmi.
Þetta er sjötta einkasýning
Þórðar, en hann hefur tekið þátt
í fjölda samsýninga hér heima, á
Norðurlöndunum, víða í Evrópu
og Bandaríkjunum. Mörg lista-
stöfn og stofnanir hériendis og
erlendis eiga verk eftir Þórð.
Á sýningunni eru verk unnin á
síðustu tveimur árum, þau eru öll
unnin í olíu á striga og er viðfangs-
efnið eins og áður í verkum Þórð-
ar, náttúran, birtan og mismun-
andi tímaskeið í landslagi.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14-19 og lýkur sunnudag-
inn 18. september.
EITT verka Spörra.
Myndlistarsýning
til styrktar
Alnæmis-
samtökunum
„FERKÖNTUÐ sól“ er yfirskrift
sýningar, sem Spörri heldur á
myndverkum sínum í húsi
Alnæmissamtakanna á íslandi,
Hverfisgötu 69. Sýningin stendur
yfir frá sunnudeginum 4. septem-
ber og út mánuðinn. Hagnaður af
sölu hennar rennur til Alnæmis-
samtakanna og eru allir velkomn-
ir. Sýningin er opin frá kl. 13-17
alla virka daga.
Agatha sýnir í
Gallerí Listanum
AGATHA Kristjánsdóttir opnar
málverkasýningu í Galleri Listan-
um, Hamraborg 20a Kópavogi, í
dag, iaugardag, kl. 14. Sýningin
er opin virka daga frá kl. 12-18
og á laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14-18. Sýningin stendur
til 16. september.
Þórður Hall