Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIEMAR
SEGJA má að ís-
lendingar þekki flótta-
mannavandann varla
nema af afspum. Af
þeim sökum hefur lítið
verið skrifað um réttar-
stöðu flóttamanna hér
á landi. Innflytjenda-
og flóttamannastraum-
ur er orðinn geysilega
mikið vandamál víðs
vegar um heim og er
ólíklegt að Islendingar
fari varhluta af þeim
fólksstraumi eða nýju
þjóðflutningum sem
liggja vestur og norður
á bóginn í framtíðinni.
En hvaða lög og reglur
gilda hér á landi um flóttamenn og
undir hvaða alþjóðasamninga hafa
íslendingar gengist? Hver er réttar-
staða flóttamanna hér á landi?
Réttur flóttamanna samkvæmt
þjóðarétti
Réttur flóttamanna er tryggður í
alþjóðasamningum. Sérstaða þeirra
kemur til af því að þeir hafa flúið
heimaland sitt vegna ofsókna sem
þeir hafa sætt þar vegna kynþáttar,
trúar, þjóðernis, stjómmálaskoðana
eða aðildar í sérstökum félagsmáia-
hópum. Mikilvægt er að gera grein-
armun á þessum flóttamönnum og
þeim sem flýja af öðrum
ástæðum s.s. vegna
styijalda, hungur-
sneyðar eða náttúru-
hamfara þar sem þeir
njóta ekki þessarar sér-
stöðu. Staða þeirra er
því mjög veik, hafi þeir
ekki flúið vegna of-
sókna í heimalandi sínu.
Þeir em oft nefndir
efnahagslegir flótta-
menn en hinir pólitískir
flóttamenn þótt fióttinn
stafi af ofsóknum sök-
um trúar eða kynþátt-
ar.
Þann 28. júlí 1951
var undirritaður í Genf
í Sviss alþjóðasamningur um stöðu
flóttamanna sem venjulega er nefnd-
ur flóttamannasamningurinn. Hann
var einn af fyrstu mannréttinda-
samningum sem gerður var eftir
mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna. íslendingar eru aðilar að
samningnum frá 1951 en hann tók
þó ekki gildi hvað ísland varðar fyrr
en 1. mars 1956. Hann er mikilvæg-
astur varðandi réttarstöðu flótta-
manna í þjóðarétti. Jafnframt á ís-
land aðild að viðbótarsamningi um
breytingar á samningnum frá 1951
sem tók gildi að því er varðar íslend-
inga 26. apríl 1968. Samningarnir
Endurskoðun laga um
eftirlit með útlendingum
er nauðsynlegt, segir
Ragnheiður Elfa Þor-
steinsdóttir, ekki síst í
ljósi þróunar í Evrópu,
þar sem flóttamanna-
vandamálið eykst.
hafa verið fullgiltir af íslands hálfu
en ekki lögfestir og hafa því ekki
lagagildi hér á landi.
Bann við endursendingu
flóttamanna
í 33. grein flóttamannasamnings-
ins frá 1951 er að finna þá reglu
sem veitir flóttamönnum hvað mesta
vemd. Hún felur í sér að óheimilt
er að snúa flóttamanni til lands þar
sem líkur eru á að hann sæti ofsókn-
um eða líf hans eða frelsi em í
hættu. Jafnframt er talið að hún sé
þjóðréttarvenja og því bindandi fyrir
öll ríki án sérstaks samþykkis þeirra.
Reglan er fyrst og fremst ætluð
þeim sem falla undir skilgreiningu
hugtaksins „flóttamaður". Til að
njóta verndar hennar þurfa ríki ekki
að hafa viðurkennt réttarstöðu
flóttamanna formlega og á við um
leið og tiltekin skilyrði em fyrir
hendi. Hins vegar veitir hún þeim
ekki dvalarrétt eða rétt til hælis.
Talið er að í þessu banni við endur-
sendingu flóttamanna felist bann við
frávísun flóttamanna á landamær-
um, framsali þeirra og brottvísun.
Of víðtækar heimildir til
brottvísunar flóttamanna hér
á landi?
Þegar ákvörðun er tekin um við-
töku manns sem krefst þess að njóta
réttarstöðu flóttamanns og sækir
hér um hæli rís spurning hver réttar-
staða hans sé hér á landi og hvaða
réttarreglur eigi þá við þ. á m. hve-
nær sé óheimilt að vísa honum úr
landi.
Hér er helst að nefna lög um eftir-
lit með útlendingum nr. 45 frá 1965,
sbr. 19/1991 og 133/1993 og 6. gr.
laga nr. 13 frá 1984 um framsal
sakamanna og aðra aðstoð í saka-
málum. Eina ákvæðið sem beinlínis
á við um flóttamenn í lögum um
eftirlit með útlendingum er 4. mgr.
10. gr. sem leggur bann við því að
pólitískum flóttamanni sé meinaður
landgangur. Pólitískum flóttamönn-
um er því veitt sérstök réttarvemd
en óvíst er hvort aðrir en pólitískir
flóttamenn falli þar undir, t.a.m.
þeir sem flýja vegna trúar eða kyn-
þáttar enda er hugtakið flóttamaður
ekki skilgreint nánar í lögunum eins
og_rétt væri.
í 2. mgr. 10. gr. laga um eftirlit
með útlendingum er víðtækt heimild-
arákvæði um að vísa megi útlending-
um frá landamærum en samkvæmt
henni er heimilt að meina útlendingi
landgöngu „ef nauðsynlegt er talið
af öðrum ástæðum" en taldar eru
upp í 1. mgr. 10. gr. og í 5. mgr.
10. gr. laganna er einnig að finna
ákvæði um hvenær meina megi út-
lendingi landgöngu samkvæmt
ákvörðun útlendingaeftirlits. Þá er í
11. grein laganna að finna víðtækt
heimildarákvæði um hvenær útlend-
ingaeftirlitinu er heimilt að vísa út-
lendingi úr landi. Þar segir m.a. í
4. tl. 1. mgr. 11. gr. að útlendinga-
eftirlit megi vísa útlendingi úr landi
ef áframhaldandi dvöl hans hér á
landi telst hættuleg hagsmunum rík-
isins eða almennings, eða „vist hans
er óæskileg af öðrum ástæðum“.
Ef þessi ákvæði íslenskra laga eru
túlkuð í ljósi flóttamannasamnings-
ins frá 1951 þar sem kveðið er á
um bann við endursendingu flótta-
manna (2. mgr. 33. gr.) verður að
telja að þau hafí að geyma of víðtæk-
ar brottvísunar- og frávísunarheim-
ildir þegar flóttamenn eru annars
vegar og að þau skerði að því leyti
réttaröryggi þeirra. Réttarvernd sú
sem þeir eiga að njóta skv. þjóða-
rétti m.a. með tilliti til meginregl-
unnar um bann við endursendingu
þeirra er því ekki til staðar í íslensk-
um lögum. Það getur skapað hættu
á því að það eigi sér stað endursend-
ing eða brottvísun útlendinga sem
teljast flóttamenn og ættu að njóta
verndar 33. gr. flóttamannasamn-
ingsins. Að auki er ekki að finna í
útlendingalögunum ákvæði um mál-
skot eða kæru en skv. 16. gr. flótta-
mannasamningsins skal flóttamaður
hafa aðgang að dómstólum. Þá má
geta þess að ekkert ákvæði laganna
tryggir að úrskurðir lögreglu um
synjun landgönguleyfis skuli vera
skriflegir.
Hins vegar veita lög um framsal
sakamanna nr. 13 frá 1984 þeim
mönnum vernd þar sem bannað er
skv. 6. gr. laganna að framselja
mann ef hætta sé á að hann sæti
ofríki eða ofsóknum sem beinist
gegn lífi hans eða frelsi eftir fram-
salið vegna kynþáttar, þjóðernis,
trúar, stjórnmálaskoðana. Að auki
er manni sem óskast framseldur
tryggður réttur til, að krefjast dóms-
úrskurðar um hvort skilyrði laga
fyrir framsali séu fyrir hendi, skv.
1. mgr. 14. gr.
Reglan um fyrsta griðland
Ekki verður skilið við umfjöllun
þessa án þess að minnast á regluna
um fyrsta griðland en í henni felst
að undir vissum kringumstæðum
getur verið heimilt að senda flótta-
mann til þriðja ríkis þrátt fyrir að
hann skuli njóta endursendingar- og
brottvísunarbannsins í 33. grein
flóttamannasamningsins. Ríki sem
flóttamaður kemur fyrst til er talið
vera það sem nefnist fyrsta griðland
og sú meginregla virðist almennt
viðurkennd að því landi beri að veita
honum viðtöku sé honum vísað brott
frá öðru landi þar sem hann hefur
leitað griðlands. Reglan er ekki þjóð-
réttarregla en er oft áréttuð í lands-
rétti ríkja og samningum milli ein-
stakra ríkja þ. á m. samningi milli
Norðurlandanna um afnám vega-
bréfaskoðunar við landamæri þeirra.
í Norðurlandasamningnum eru gerð-
ar kröfur til þess að löggjöf aðildar-
ríkjanna sé áþekk. Ástæðan er sú
að brottvísun í einu landi hefur áhrif
á annað. Þess má geta að dönsk,
finnsk, norsk og sænsk útlendinga-
lög eru mun yngri en þau íslensku
og taka ítarlegar á réttarstöðu
flóttamanna með tilliti til flótta-
mannasamningsins..
Reglan um fyrsta griðland er
umdeild m.a. vegna þess að sum ríki
verða meira fyrir barðinu á flótta-
mannavandamálinu vegna staðsetn-
ingar sinnar. Hins vegar hafa ríki
skipt ábyrgðinni með sér á þann
hátt að fjarlæg ríki, t.d. ísland, taka
við flóttamönnum að tilhlutan
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Jafnframt skerðir hún
mannúðlegan rétt flóttamanns til að
velja griðland. Því má segja að regl-
an um fyrsta griðland geti skapað
hættu á að endursendingarbann 1.
mgr. 33. gr. flóttamannasamnings-
ins sé ekki virt. Mörg ríki hafa varp-
að ábyrgðinni á flóttamannavandan-
um með því að skírskota til reglunn-
ar og er víst að með vaxandi flótta-
mannavanda í Evrópu eykst tilhneig-
ing Evrópuríkja til að beita henni
fyrir sig. Þá er rétt að minna á að
í flestum tilfellum gætu íslendingar
vísað til reglunnar þar sem ekki er
um að ræða beint flug til landsins
frá þeim löndum sem flóttamenn
koma helst frá.
Endurskoðun
útlendingalaganna?
Stefna ríkisstjórnarinnar í mál-
efnum flóttamanna er að veita
flóttamönnum sem hingað koma og
uppfylla skilyrði flóttamannasamn-
ingsins aðstoð eftir því sem efni
standa til hveiju sinni eins og kom
fram í máli dómsmálaráðherra, Þor-
steins Pálssonar, á Alþingi á haust-
dögum 1991. M.a. af þeim sökum
er brýnt að endurskoða lög um eftir-
lit með útlendingum. Setja þarf skýr-
ar reglur um hvenær heimilt sé að
vísa flóttamanni frá landamærum
eða vísa honum úr landi og ákvæði
varðandi réttarúrræði. í íslenskri
löggjöf þyrfti að vera að finna
ákvæði sem varða skilgreiningu hug-
taksins flóttamaður, ákvæði um
bann við endursendingu þeirra og
réttarúrræði sem tryggir flótta-
manni aðgang að dómstólum eða
rétt til stjórnsýslukæru. Réttur
þeirra til að tala máli sínu og fá
lögfræðiaðstoð þyrfti og að vera
skýr.
Fræðimenn hafa talið að ríki geti
brotið gegn endursendingarbanni
flóttamannasamningsins á beinan
hátt vegna vanrækslu og framkomu
stofnana þess eða óbeint þegar lög-
gjöf þess og stjórnsýsla hafa ekki
að geyma réttarúrræði skv. alþjóð-
Iegum kröfum þar að lútandi. Lög
um eftirlit með útlendingum stand-
ast ekki tímans tönn hvað réttar-
vernd flóttamanna snertir. Af þeim
sökum er umdeilanlegt hvort þær
þjóðréttarlegu skuldbindingar sem
Islendingar gengust undir með full-
gildingu flóttamannasamningsins
fyrir tæpum fjörutíu árum og fylgja
aðild að slíkum alþjóðasamningi séu
uppfylltar. Endurskoðun laganna er
nauðsynleg ekki síst í ljósi þróunar
í Evrópu, þar sem flóttamanna-
vandamálið eykst en það væri ein-
mitt liður í því alþjóðasamstarfi sem
á sér stað við lausn flóttamanna-
vandans.
Höfiindur er lögfneðingur og
skrifaði kandídatsritgerð við
lagadciIdHÍ um réttarstöðu
flóttamanna ogmcginreglu 33. gr.
flóttamannasamningsins frá 1951
um bann við endursendingu
þeirra.
ISLENSKT MAL
„Sælir eru hreinhjartaðir, því
að þeir munu Guð sjá.“ Svo stend-
ur nær upphafi 3. kafla Mattheus-
arguðspjalls í þýðingu Odds Gott-
skálkssonar. Þama hefur sr. Odd-
ur farið eftir Lúther, sem von er:
„... die reinen Herzens sind“. En
þetta hafði áður verið í þýskri
biblíuþýðingu: „salige sint thie
thar sint subiri“. Meira um auð-
kenndu orðmyndina rétt bráðum.
„Hjartað" í þessu sambandi virð-
ist komið úr latínú: „beati mundo
corde“, en tvær síðustu orðmynd-
imar em ablativus (aukafall) af
mundum cor = hreint (fagurt)
hjarta.
„Subiri“ áðurletrað er einnig
ættað úr latínu. Það er alþýðleg
mynd (flt.), sbr. sobrius = (alls)
gáður og ebrius = víndrukkinn.
Sobrius mun því upphafiega hafa
merkt hreinn, en af því kemur
sober = ódmkkinn í ensku og
fleiri málum. Sober á ensku
merkir raunar margt fleira en
ódmkkinn, svo sem raunsær,
skynsamlegur og sannur. Það seg-
ir aftur sína sögu af Englandi,
að þarlendir menn hafa að mál-
tæki að vera „sober as a judge
(= dómari), dmnk as a lord“.
Einhveijum kann að þykja
klausa sem þessi hér að framan
eiga lítið erindi inn í þátt um ís-
lenskt mál. En umsjónarmaður
efast um að slíkt megi ekki fljóta
með. Hann hefur tekið eftir því,
að málglöp manna em ótrúlega
oft vegna vanþekkingar á öðmm
tungumálum en íslensku.
Tökum bíóauglýsingu í sjón-
vörpunum: „Lifir hann til að sjá-
son sinn?“ Þarna er ljóst af sam-
henginu, að um tilgang er ekki
að ræða, heldur þýðir þetta á ís-
lensku: Lifir hann að sjá son sinn,
eða lifir hann það, að sjá son sinn?
Spumingin er sem sagt sú hvort
hann Iifi nógu lengi til þess að
fá að sjá soninn. í auglýsingunni
þarf því ekki annað en fella burt
orðið til, og þá er málfarið galla-
laust.
[Nokkru eftir að umsjónarmað-
ur letraði þetta, las hann sér til
ánægju í Reykjavíkurbréfí úr
skýrslu frá 1990, kenndri við dr.
Gylfa Þ. Gíslason: „Einnig er
brýnt að leggja mikla áherslu á
tungumálanám í skólum landsins,
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
760 þáttur
ekki síst í íslensku og ensku, því
góður skilningur á hvoru máli
fýrir sig ætti að draga úr hætt-
unni á því að þeim sé ruglað sam-
an ...“]
★
Ég hengdi Mörtu mína í nótt með snæri,
svo mér er þungt um hjartarót af trega;
en Marta heitin hraut svo gífurlega
að hér var ekki nokkurt undanfæri.
(Úr Ljóðum handa betra fólki.
Helgi Hálfdanarson þýddi.)
★
Kunningi umsjónarmanns
heyrði í útvarpi, að nú þyrfti „að
vinna bráðan bug“ að einhveiju.
Þama hafði mælandinn ruglað
saman sögnunum að vinna og
vinda. Þær eru að vísu áþekkar
og beygjast báðar sterkt eftir 3.
hljóðskiptaröð, lítið eitt óreglu-
lega. Þær eru hins vegar svo al-
gengar, að vorkunnlaust ætti fólki
að vera að halda þeim í sundur.
Orðtakið að vinda bráðan bug
að einhveiju (gera bráðabug að
einhveiju) merkir að gera strax
ráðstafanir til að koma e-u í fram-
kvæmd, hrapa að einhveiju, ef
það er notað í neikvæðri merk-
ingu. Mönnum var kennt að „gera
eigi bráðabug" að e-u.
Að vinna bug á einhveiju er
að sigrast á því. Líkingin er eftir
fornum dæmum að merkja dregin
af orustu (fylkingaskipun).
★
Hlymrekur handan kvað:
Hamilton Hilton sá málugi
var hugsjónamaður og bálhugi,
búinn topp gaddaskó
sínar tólf álnir dró
eins og töffarinn Skarphéðinn sálugi.
★
Auðunn Bragi Sveinsson skrif-
ar meðal annars svo:
„Nú er það svo, að vandalítið
er að setja eitthvað sundurlaust
saman og nefna sléttubanda af-
dráttarhátt. Ég veit ekki til, að
annar en faðir minn, Sveinn frá
Élivogum, hafi ort vísu undir þess-
um hætti af fullkomnu viti. Vera
má þó, að slíkt hafi verið gert,
en þá án minnar vitundar. Vísa
föður míns er á þessa leið, sbr.
ljóðabókina „Andstæður":
Sléttum hróður, teflum taflið,
teygjum þráðinn snúna.
Léttum róður, eflum aflið,
eygjum ráðin núna.
Er nú hægt að gera þetta öllu
betur? Ég held ekki. Sumir munu
raunar segja, að þarna sé smá
hnökri, þar sem þráðinn og ráðin
eru látin falla saman. En þetta
eru smámunir. Hér er fullkomin
og órofin hugsun í fýrri og síðari
helmingi vísunnar.“
Umsjónarmaður tekur fram að
hann hefur lengi kunnað og mik-
ils metið vísuna hér á undan, þótt
hann tæki önnur dæmi í 751.
þætti.
★
„Elskan sé flærðarlaus. Og
hatið hið vonda, en loðið á hinu
góða. Bróðurlegur kærleiki sé
ástúðlegur yðar á milli. Hafl hver
annan sér í virðingum æðra. Ver-
ið og eigi latir í því þér skuluð
vinna. Verið glóandi í andanum,
hegðið yður eftir tíðinni, verið
glaðir í voninni, en þolinmóðir í
kvölinni, staðfastir í bæninni.
Annist nauðþurftir volaðra, kost-
gæfíð gestrisni. Blessið þá er yður
ofsækja, blessið, en bölvið eigi.
Fagnið með fögnundum, en grátið
með grátundum. Verið samhuga
innbyrðis, stundið eigi það hvað
hátt er, heldur lútið að því sem
lágt er. Verið eigi sérklókir. Gjald-
ið öngum illt móti illu. Leggið
kapp á að vera siðsamir það
mögulegt er við hvern mann, og
það þér formegið, þá hafið frið
við alla menn.
Hefnið yðar eigi sjálfir (mínir
elskanlegir), heldur gefið rúm
reiði því að skrifað er: Mín er
hefndin, eg vil endurgjalda, segir
Drottinn."
(Nýja testamenti Odds; úr pistli
Páls postula til Rómveija.)
Og svo var það maðurinn sem
sagði að ekki hefði munað nema
„hálsbreidd" að illa færi. En
kannski hefur þótt of fast að kveð-
ið að tala um hársbreidd. Og
fréttamaðurinn sem kann ekki að
beygja sögnina að ákveða og
sagði fastmæltur að komið hefði
til tals að útgerðarmenn
„ákveddu“ kvóta sína sjálfir. Ekki
hefur þó orðið úr að þeir ákvæðu
þetta.
Réttarstaða flóttamanna
Ragnheiður Elfa
Þorsteinsdóttir