Morgunblaðið - 03.09.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
Jltagtiflpliifrlfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasöiu 125 kr. eintakið.
BÆNDUR BREGÐ-
AST RÉTT VIÐ
AFUNDUM samtaka bænda, sem fram hafa farið undanfarnar
vikur, hefur komið í Ijós að bændur eru byrjaðir að bregð-
ast við ný^um tímum og gerbreyttu samkeppnisumhverfi landbún-
aðar. Þannig ályktuðu kúabændur á aðalfundi sínum í seinasta
mánuði að bændur stæðu nú frammi fyrir gerðum GATT-samn-
ingi, sem heimilaði innflutning búvara og gerði kröfur til bænda
og afurðastöðva um verðlækkun og hagræðingu. Jafnframt bentu
kúabændur á að síðastliðin þrjú ár hefðu flest stærri tækifæri til
sparnaðar í mjólkurvinnslunni verið ónotuð, en æ ljósara væri að
verndað og öruggt umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu heyrði
nú sögunni til. Við því þyrfti að bregðast og endurskipuleggja
mjólkuriðnaðinn.
Á aðalfundi Stéttarsambands bænda blésu líka ferskir vindar.
Þar var samþykkt að sameina Stéttarsambandið og Búnaðarfélag
íslands og gera þannig félagskerfi bænda einfaldara, ódýrara og
skilvirkara. Þrátt fyrir margvísleg vandamál, sem við blasa, var
á forystumönnum bænda að heyra að þeir væru bjartsýnir fyrir
hönd íslenzks landbúnaðar. Haukur Halldórsson, formaður Stétt-
arsambandsins, sagðist hafa trú á að íslendingar ættu framtíð
fyrir sér sem framleiðendur lífrænna og vistvænna búvara. Bænd-
ur yrðu þá líka að breyta viðhorfi sínu til útflutnings. Ekki dygði
að hugsa um útflutning sem leið til að iosna við umframfram-
leiðslu, heldur yrðu bændur að vanda framleiðslu og vöruþróun.
Nýrra markaða er nú leitað erlendis fyrir íslenzkar landbúnaðar-
vörur, einkum kjöt, og reynt að nota sambönd fisksölufyrirtækj-
anna í því skyni eins og fram kom í fréttaskýringu í Morgunblað-
inu fyrir skömmu. Þar er reynt að markaðssetja kjötið sem um-
hverfisvæna vöru. Þetta hafa 'Nýsjálendingar gert með góðum
árangri; þeir leggja í auglýsingum áherzlu á hreint vatn og ómeng-
uð beitilönd sauðfjárins.
íslenzkir bændur sjá einmitt fram á samkeppni frá Nýsjálending-
um, sem hyggjast fá hlutdeild í íslenzka kjötmarkaðnum þegar
GATT gengur í gildi. Margir forystumenn bænda efast um að
hægt verði að beita reglum um sjúkdómavarnir til þess að hindra
innflutning á nýsjálenzku kjöti og má heyra á þeim að ekki þýði
annað en að taka þessari samkeppni af karlmennsku. Til þess að
mæta henni ræða bændur nú meðal annars stofnun kjötsölufyrir-
tækis, sem sjá myndi um sölu á öllum kjötvörum.
Það skal ósagt látið, hvort stofnun slíks fyrirtækis er bezti
kosturinn tii að bregðast við samkeppni erlendis frá. Hins vegar
bera þær umræður meðal bænda, sem hér hefur verið vitnað til,
því vitni, að þeir hafa brugðizt rétt við nýjum aðstæðum og leita
nú allra leiða til að standa sig á fijálsum markaði. Því ber að
fagna og vona að íslenzkir bændur, sem smám saman eru að losna
úr viðjum ríkisforsjár og miðstýringar, geti með eigin útsjón-
arsemi og framtaki skapað íslenzkum landbúnaði traustan rekstr-
argrundvöll — án þess að óþolandi kostnaður fyrir skattgreiðend-
ur og neytendur fylgi.
RAUÐIKROSS ÍS-
LANDS SJÖTUGUR
RAUÐI kross íslands er sjötíu ára um þessar mundir. í RKÍ
eru nú um 18.000 félagsmenn, sem starfa í 50 deildum víðs
vegar um landið. Rauði krossinn starfar meðal annars að sjúkra-
flutningum, neyðarvörnum, skyndihjálp, rekstri neyðarathvarfs
fyrir unglinga og athvarfs fyrir geðsjúka, auk alþjóðlegs þróunar-
starfs og neyðaraðstoðar, þar sem RKÍ er í samstarfi við heims-
hreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Hið mikla starf Rauðakrosshreyfingarinnar verður seint ofmet-
ið. í Morgunblaðinu í dag er eitt dæmi um mikilvægi starfs RKÍ
hér innanlands; frétt um fjölgun þeirra, sem gista neyðarathvarfið
í Rauðakrosshúsinu í Tjarnargötu. Þar fá margir skjól, sem ekki
eiga í önnur hús að venda. Hin alþjóðlega hlið starfsins, t.d. neyð-
arhjálp í Rúanda og Bosníu, hefur einnig verið mikið í fréttum
undanfarið. Þannig kemur Rauði krossinn til aðstoðar bágstöddum
ótrúlega víða.
Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtu-
dag við Guðjón Magnússon, formann RKÍ og einn áf átta varafor-
setum Alþjóðarauðakrossins, hefur þörfin fyrir starf Rauðakross-
hreyfingarinnar því miður ekki minnkað. Hreyfingin var stofnuð
upp úr hörmungum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en þörfin fyrir starf-
semi hennar hefur aldrei verið meiri en nú. Heimsmyndin hefur
vissulega breytzt og að mörgu leyti er friðvænlegra um að litast,
eins og sjá má á því að nú starfa hersveitir Rússa og Bandaríkja-
manna saman og hvorir taka þátt í æfingum á landsvæði hinna.
En lok kalda stríðsins hafa líka skapáð ný vandamál. Flóttamanna-
vandi og hernaðarátök, sem blossað hafa upp, auka þörfina fyrir
liknarstarf Rauða krossins.
í viðtali við George B. Weber, forseta Alþjóðasambands Rauða
krossins, í Morgunblaðinu í dag kemur fram að engin þjóð leggur
meira til starfs Rauða krossins miðað við höfðatölu en íslending-
ar. Vonandi halda landsmenn áfram að leggja þessari mikilvægu
mannúðarstarfsemi lið. Morgunblaðið óskar Rauða krossi íslands
velfarnaðar á þessum tímamótum.
SUMARHÚSALÖND
Sveitarfélag, landshluti
Grimsneshreppur, Suðurlandi
Þingvallahreppur, Suðurlandi
Biskupstungnahreppur, Suðurlandi
Laugardalshreppur, Suðuriandi
Borgarhreppur, Vesturlandi
Mosfellsbær, Reykjanesi
Skorradalshreppur, Vesturlandi
Stafholtstungnahr., Vesturlandi
Grafningshreppur, Suðurlandi
Hálshreppur, Vesturlandi
Vallahreppur, Austurlandi
Fjöldi sumar- Hlutfall fasteigna- Upphæð fasteigna- Könnun félagsmálaráðuneytisins vegna sumarhúsa 31.1.1994
húsa skatta skatta Veitt þjónusta Fjármögnun þjónustu
1.226 66,00% 14.396.369 Sorphirðing, sorpeyðing, brunavarnir, vegabætur og snjó- mokstur um páska, girðingar, bmnahanar, skipulagsmál Fasteignaskattur
411 71,00% 2.712.000 Sorphirðing, bmnavarnir og byggingarfulltrúi Fasteignaskattur
379 24,30% 3.216.000 Sorphirð., sorpeyð., brunav., heflun vega einu sinni á ári Fasteignaskattur
371 47,00% 3.464.493 Sorphirð., bmnav., bygg.fulltr., læknisþj., snjómokstur Fasteignaskattur
311 50,00% 1.988.780 Sorphirð. sorpeyð., bmnav., bygg.eftirlit, heilbr.eftiriit Fasteignaskattur
251 1,60% 992.000 Nánast engin
250 62,00% 1.666.829 Sorphirðing, bmnavarnir og snjóblástur þegar þörf er á Fasteignask. og sorpgjald (0,33% kostn.)
159 21,00% 1.159.835 Sorphirðing, sorpeyðing og rekstur slökkviliðs Fasteignaskattur
142 9,79% 877.145 Sorphirðing og bmnavarnir Fasteignaskattur
85 26,20% 521.600 Athugun á vatnsbólum, slökkvil., sorpg., snjóm. á aðall. Fasteignask. og sorplosunargj., kr. 2.500
71 35,00% 520.987 Sorpgámur Fasteignask. og sorpeyðingargj., kr. 1.500
SKATTHEIMTA EN
ENGARSKYLDUR
í sumar lauk störfum starfshópur um málefni
sumarhúsaeigenda, sem félagsmálaráðherra
skipaði. Elín Pálmadóttir skoðaði þann þátt-
inn í áliti hópsins sem snýr að almennri þjón-
ustu. Þar kemur m.a. fram að sveitarfélög
leggja fasteignagjöld á bústaðina, en hafa lög-
um samkvæmt engar skyldur til að veita nán-
artilgreinda þjónustu á móti, utan brunavamir.
Nefnd sem skipuð var af félags-
málaráðherra 1. apríl 1993 um mál-
efni sumarbústaðaeigenda skilaði áliti
í júnlmánuði í sumar. Hana skipuðu
Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri
frá Sambandi sveitarfélaga, Hrafn
Hallgrímsson, deildarstjóri frá um-
hverfisráðuneyti, Kristján Jóhanns-
son, formaður Sambands félags sum-
arbústaðaeigenda og Sesselja Árna-
dóttir, deildarsérfræðingur í félags-
málaráðuneytinu, sem var formaður.
Upplýsti hún að álit starfshópsins
hefði verið afhent félagsmálaráðherra
og einnig sent umhverfisráðuneytinu.
Kristján Jóhannsson kvaðst hafa von-
ast til þess að mál sumarbústaðaeig-
enda yrði tekið upp á Landsþingi
Sambands sveitarfélaga á Akureyri
nú í vikunni, enda málið brýnt. En
þar reyndist mál sumarbústaðanna
ekki vera á dagskránni.
Mjög mismunandi er hvaða þjón-
ustu sveitarfélögin veita í sumarhúsa-
byggðum. Á fundum sínum ræddi
starfshópurinn töluvert um skyldur
sveitarfélaga gagnvart sumarhúsa-
eigendum og gerði m.a. könnun með-
al nokkura sveitarfélaga, sem flest
sumarhús hafa, til að fá hugmynd
um hvaða þjónustu þau veita. (Sjá
meðfylgjandi töflu.) í skýrslunni seg-
ir: „Kom í ljós af þeim svörum sem
bárust að flest ----------------------
þeirra veita
sumarhúsaeig-
endum ýmis
konar þjónustu,
t.d. þjónustu
byggingarfull-
trúa og heil-
brigðisfulltrúa,
þau annast
brunavamir,
sorphirðu og
sorpeyðingu. Þau sveitarfélög sem
sendu inn svör kváðu þessa þjónustu
almennt fjármagnaða beint úr sveitar-
sjóði, en í nokkrum tilfellum leggja
sveitarfélög sérstök þjónustutengd
gjöld á sumarhúsaeigendur, t.d. sor-
peyðingargjöld, auk fasteignaskatts-
ins.“ Eftir að niðurstöður þessar lágu
fyrir lagði fulltrúi sumarhúsaeigenda
fram yfirlýsingar frá nokkrum sum-
arhúsafélögum þess efnis að þau
DÆMIGERÐUR sumarbústaður í íslenskri sveit.
Sumarbústöðum, í eigu ein-
staklinga og félagasamtaka,
hefur fjölgað ört á landinu.
Þótt erfitt sé að fá öruggar
tölur um fjölda þeirra taldi Fast-
eignamat ríkisins í fyrra að sum-
arhúsin á landinu væru um 6.500,
veiðihús og fjallaskálar þá undanskil-
in. Dvöl þéttbýlisfólks í sveitinni á
sumrin er því orðinn stór þáttur I
lífstíl landsmanna og hópurinn stór
sem á þar hagsmuna að gæta. Fast-
eignaskattar af þessum bústöðum
eru líka sums staðar orðinn stór hluti
af fasteignatekjum sveitarfélaganna.
Þjónustan á móti þessum fasteigna-
gjöldum er mjög misjöfn í sveitarfé-
lögunum, stundum nánast engin.
Gætir víðá óánægju með skipan
mála, en lögum samkvæmt er sveit-
arfélögum ekki skylt að veita sumar-
bústaðaeigendum nánar tilgreinda
þjónustu, nema brunavamir. En í
hinum ýmsu lögum er þó að finna
heimildir til handa sveitarfélögum til
að sjá um ýmiskonar þjónustu, t.d.
rekstur vatnsveitu, lagningu holræs-
is, sorphirðu o.fl. Semsagt heimild
en ekki skyldur. Ekki verður því
hægt að tryggja þjónustuna nema
með lagabreytingu.
Samband félags sumarhúsaeig-
enda, sem stofnað var fyrir tveimur
árum, skrifaði þá félagsmálaráðu-
neytinu og óskaði eftir því að skil-
greint yrði hvaða skyldur sveitarfé-
lögin ættu að inna af hendi á móti
fasteignagjöldunum og fóru fram á
að sett yrði reglugerð um það. En
ráðuneytið getur ekki gefið út reglu-
gerð þar sem ekki eru nein lög við
að styðjast, að því er Kristján Jó-
hannsson, formaður samtakanna út-
skýrði. Þetta má! sé því í mesta
ólestri.
Til að fá hugmynd um hvaða
þjónustu sveitarfélögin
veita, gerði starfshópur um
málefni sumarhúsaeigenda
könnun meðal nokkurra
sveitarfélaga sem flest
sumarhús hafa, og fylgja
svörin skýrslu hans.
kannist ekki við þessa tilteknu þjón-
ustu. Segir í skýrslunni að starfshópn-
um hafi þótt mjög miður að upplýs-
ingarnar væru ekki í öllum tilfellum
réttar og ráðuneytinu þá verið veittar
rangar upplýsingar um þessi málefni.
Þá segir þar: „Ljóst er að í sumum
sveitarfélögum er fasteignaskattur,
sem sumarhúsaeigendur greiða, stór
hluti af þeim tekjum, sem þau hafa
í heild af fasteignasköttum. Því kom
fram sú hugmynd innan starfshóps-
ins að sett verði ákvæði í lög um
tekjustofna sveitarfélaga þess efnis,
að ef sveitarfélög leggja fasteigna-
tengd þjónustugjöld á sumarhúsaeig-
endur, þá verði sveitarfélögum heim-
ilt að lækka álagðan fasteignaskatt
sumarhúsaeigenda sem því nemur.
Með þessu móti verði sumarhúsaeig-
endum frekar ljóst hvaða þjónustu
þeir fá frá viðkomandi sveitarfélagi
í stað þeirra gjalda sem innt eru af
hendi.“ Fulltrúi sumarhúsaeigenda í
starfshópnum lagði hins vegar mikla
áherslu á að í slíku lagaákvæði yrði
kveðið á um
skyldu sveitar-
félags en ekki
heimild svo
þessu markmiði
yrði náð. Ekki
náðist samstaða
innan starfs-
hópsins um nið-
urstöðu í þessu
___________________ máli.
I samtali við
Kristján Jóhannson, formann sum-
arbústaðaeigenda, kom fram að þótt
heimildir væru fyrir þeirri þjónustu
þá væri alveg undir hælinn lagt
hvort að hún yrði innt af hendi, ef
ekki væri um skyldu að ræða. Eins
og er séu sveitarfélögin ekki skyldug
til að veita almenna þjónustu nema
húsið sé lögbýli. Sagði hann að fólk
væri mjög óánægt með þetta. Þarna
væru eggar fastar reglur og allt í
reiðileysi. Hann lagði ríka áherslu á
að sumarhúsaeigendur teldu ekki
eftir sér að borga sérstaklega fyrir
þá þjónustu sem þeir fá, en hins
vegar hefðu þeir enga aðstöðu til
þess að þrýsta á sveitarfélög um
einhveija þá þjónustu sem þeir telja
þörf á.
í 3. gr. laga nr. 90/1990 um tekju-
stofna sveitarfélaga er kveðið á um
álagningu fasteignaskatts á allar
fasteignir og í lögunum eru sumar-
hús ekki undanskilin álagningu. Ekki
er í þeim lögum eða öðrum lögum
skilgreint með hvaða hætti sveitarfé-
lög skuli nota þær tekjur sem þau
afla með fasteignasköttum, einungis
segir í 5. mgr. 6 gr. sveitarstjórnar-
laga nr. 8/1986 að sveitarfélög skuli
hafa sjálfstæða tekjustofna til þess
að mæta kostnaði við framkvæmd
þeirra verkefna sem þau annast.
Ekki þótti starfshópnum fært af
tæknilegum ástæðum að setja í
reglugerð ákvæði um hvaða þjónustu
sveitarfélögum er skylt að veita sum-
arhúsaeigendum og að sveitarfélög
„eyrnamerki" þann hluta fasteigna-
skatts, sem greiddur er af sumar-
húsaeigendum og hann síðan notaður
í þágu þeirra sérstaklega.
í þessari úttekt er lítið um beinar
tillögur til úrbóta, en lagt til að við
endurskoðun núgildandi laga verði
ýmsir þættir skoðaðir ýtarlegar.
Samþykkt var að beina því til yfir-
valda sorphirðumála að þau kanni
hugsanlega skyldu sveitarfélaga til
að veita sumarhúsaeigendum slíka
þjónustu í stað heimildar samkvæmt
núgildandi lögum. Fulltrúi Sambands
félags sumarhúsaeigenda skrifaði
ekki undir álitið en samtökin sendu
félagsmálaráðherra sérstakt bréf þar
sem þau mótmæla að ekki sé kveðið
sterkar að orði og leggur eindregið
til að um sé að ræða „skyldu“ hjá
sveitarfélögum þegar aðstæður sem
þessar eru uppi.
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 25
Viðræður við Norðmenn ekki líklegar til að skila samkomulagi fljótlega
Hvorugir telja sér
í hag að semja strax
rYf—
ÍSLAND 0G NOREGURlH
SAMEIGINLEG HAGSMUNAMÁL Á SVIÐIFISKVEIÐA
ÞORSKVEIÐAR I BARENTSHAFI
Ríkin eru sammála um að koma beri í veg fyrir rányrkju og að stjórnaþurfi veiðum.
Hins vegar em þau ósammála um flest annað, til að mynda hver réttur Islendinga sé
samkvæmt Svalbarðasamkomulaginu og hvort Norðmenn hafi rétt til að stjóma ein-
hliða veiðum á Svalbarðasvæðinu og í Smugunni. Ríkin þurfa í þessu efni að leysa
úr snúnustu deilu, sem hefur komið upp þeirra í milli í rúmlega 1.100 ára samskiptum.
SILDVEIÐAR I SILDARSMUGUNNI
Það eru sameiginlegir hagsmunir rikjanna að vernda norsk-íslenzka síldarstofn-
inn. Norðmenn voru áður lítt áfjáðir í samninga um síldina og sögðu að ekki væri
víst að hún gengi með sama hætti og áður. Eftir að fór að veiðast úr stofninum á
ný í Síldarsmugunni, hefur áhugi Norðmanna á samningum um vernd og stjórnun
aukizt. Rússar og Færeyingar eiga einnig hagsmuna að gæta. Til greina kemur
að stofnuð yrði svæðisbundin fiskveiðistofnun með þessum þjóðum, í samræmi
við væntanlegan úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna.
KARFAVEIÐAR Á REYKJANESHRYGG
Norðmenn hafa stundað karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Þeir hafa, ásamt íslend-
ingum, hagsmuni af því að sem fæst ríki hafi aðgang að karfamiðunum. Karfaveiðar
eru sem stendur til umræðu í NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni) og
til stendur að vísindanefnd NEAFC skili af sér tillögum um nýtingu karfans (til dæm-
is setningu kvóta) í nóvember. Sennilega myndu báðir njóta góðs af því að stjórnun
karfaveiða yrði færð frá NEAFC til svæðisbundinnar stofnunar (eða samkomulags)
með þátttöku fárra þjóða, t.d. Rússa, Grænlendinga og Færeyinga að auki.
NEAFC hefur til þessa ekki þótt skilvirk fiskveiðistjórnunarstofnun.
LOÐNUVEIÐAR
í gildi er samningur íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu á loðnustofn-
inum, sem gengur um lögsögu landanna þriggja. Samningurinn gildir til næstu
fjögurra ára og eru því fá deilumál á borðinu. Sé hins vegar litið til framtíðar er
ekki ósennilegt að Norðmenn vilji ræða það á hvaða svæðum og til hversu langs
tíma þeir megi veiða ioðnu innan íslenzkrar lögsögu. Þeir hafa viljað veiða sunn-
ar og lengur, en slökuðu á þeim kröfum sínum við gerð samningsins.
RÆKJUVEIÐAR A DOHRNBANKA
Rækjan er sameiginlegur stofn íslendinga og Grænlendinga. Grænlendingar hafa
eintlliða 9,efið út mun hærri kvóta en fiskifræðingar hafa talið ráðlegt og selt Noregi
og ESB. íslendingar hafa áhuga á að ræða við Norðmenn um að takmarka þessar
veiðar til að vernda stofninn.
UTHAFSVEIÐIRAÐSTEFNA SÞ
Bæði ísland og Noregur eru í svokölluðum kjarnahópi strandríkja á ráðstefnunni
og grundvallarhagsmunirfara saman, þótt Noregur hafi ekki bætzt í hópinn fyrr en
snemma á þessu ári. Báðir eiga mikið undir því að samkomu-lag, sem tryggi hags-
muni strandríkja, náist. Ríkin greinir þó á um reglur um hálfumlukt höf, en Norð-
menn og Rússar vilja skilgreina Barentshafið sem slíkt. Einnig er ágreiningur um
einhliða rétt strandríkja til töku skipa.
HVALVEIÐAR
Noregur og Island hafa verið helztu hvalveiðirikin við Norður-Atlantshaf og bæði
ríkin eru í hópi þeirra, sem telja friðunarsinna hafa gengið of langt í friðun hvala-
stofna. Þau leggja áherzlu á að viðurkennt verði að sumir hvalastofnar þoli skyn-
samlega nýtingu. Lítill ágreiningur er um þetta milli ríkjanna, þótt nokkur munur
hafi verið á stefnu þeirra á alþjóðavettvangi og Norðmenn hafi nú hafið hvalveiðar
að nýju, en íslendingar ekki.
Víðtækir samningar um fískveiði-
mál kunna að vera grunnurinn að
lausn á Barentshafsdeilunni, segir
Olafur Þ. Stephensen, en líklegt
er að hvorki Norðmenn né íslend-
ingar telji liggja á að semja.
Utanríkisráðherrar íslands og Noregs, þeir
Jón Baldvin Hannibalsson og Bjom
Tore Godal, hafa komizt að samkomu-
lagi um að hafnar verði viðræður emb-
ættismanna ríkjanna um sameiginleg hagsmuna-
mál á sviði fískveiða innan mánaðar. Þetta verða
tæplega eiginlegar samningaviðræður. Líkast til
munu menn fara yfír afstöðu beggja ríkja til ýmissa
fiskveiðimála, þar sem hagsmunir skarast, skoða
samkomulagsgrundvöll og athuga um hvaða atriði
sé ágreiningur. Auk þorskveiða í Barentshafí liggur
beint við að ræða um síldar-, karfa- og rækjuveiðar
og úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Flestir viðmælendur Morgunblaðsins eru sam-
mála um að Barentshafsdeilan sé með þeim hætti
að á henni geti ekki fundizt nein lausn nema í
víðara samhengi. Það er auðvitað alþekkt aðferð
til að liðka fyrir samningum að tengja saman
ýmis atriði, þannig að hægt sé að gefa eftir á ein-
um stað til þess að ná fram kröfum annars staðar.
Þannig er ein leið, sem hægt væri að fara, sú
að hóta Norðmönnum málsókn fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag og byggja hana á íslenzku túlkun-
inni á Svalbarðasamningnum; að Norðmönnum
beri að gera öllum aðildarríkjum samningsins jafn-
hátt undir höfði við úthlutun fiskveiðikvóta á Sval-
barðasvæðinu. Um leið mætti bjóða samninga um
síldveiðar í Síldarsmugunni svokölluðu, um karfa-
veiðar á Reykjaneshrygg utan íslenzku lögsögunn-
ar og fleiri sameiginleg mál.
Islenzk stjórnvöld telja að málsókn sé eina leiðin
til að knýja Norðmenn að samningaborði, þar sem
staða þeirra til að setja einhliða kvóta á Svalbarða-
svæðinu sé veik að alþjóðarétti. Hins vegar vona
íslenzkir stjórnmálamenn sennilega að Norðmenn
láti undan og semji, því að fyrir dómstólnum í
Haag gætu báðir tapað og hvorugur unnið — með
öðrum orðum er ekki víst að úrskurðað yrði að
íslendingum bæri kvóti á Svalbarðasvæðinu. Auk-
inheldur tæki málarekstur í Haag langan tíma.
Það er erfitt að spá fyrir um hvað íslendingar
gætu náð miklum kvóta — ef einhveijum — í Bar-
entshafinu í samningaviðræðum við Norðmenn. Þó
má velta ýmsum tölum fyrir sér. „Þriðju ríki“, þ.e.
aðrir en Rússar og Norðmenn, fá 88.000 tonna
kvóta í Barentshafi í ár. Þar af má veiða 28.000
tonn á Svalbarðasvæðinu. Meginhluti þess kvóta
kemur í hlut Evrópusambandsríkja, eða 24.200
tonn. Afgangurinn, 3.800 tonn, fer til Færeyinga
og Pólveija. Öllum þessum heimildum er úthlutað
á grundvelli sögulegs réttar. Pólveijar hafa ekki
veitt kvóta sinn, en hann gæti verið upp undir
3.000 tonn, miðað við að Færeyingar fá að veiða
um 910 t. Heildarveiði á þorski á Svalbarðasvæð-
inu hefur verið á bilinu 40.000 til 90.000 t undan-
farin ár, og á þessu ári er gert ráð fyrir að veiðin
verði um 45.000 tonn.
I ljósi þessara talna má spyija hvað væri eðli-
legt að íslenzk skip fengju í sinn hlut, ef krafizt
væri veiðiheimilda á grundvelli Svalbarðasam-
komulagsins. Annars vegar mætti miða við kvóta
Færeyinga og Pólveija — sem óumdeilanlega hafa
veitt mun meira á svæðinu en íslendingar — og
reikna með 1.000-3.000 tonna kvóta. Hins vegar
mætti til dæmis gefa sér að fullkomið jafnræði
ríkti með aðildarríkjum Svalbarðasamkomulagsins,
sem eru u.þ.b. 40. Út frá því mætti gera ráð fyrir
1.000-2.000 tonna kvóta á hvert aðildarríki.
Miðað við þær væntingar, sem veiðar íslenzkra
skipa í Barentshafi hafa vakið, eru þessar tölur
auðvitað mjög lágar, og spurning hvort íslenzkir
stjórnmálamenn myndu treysta sér til að koma
heim af samningafundi með Norðmönnum með
1.000-3.000 tonn upp á vasann. Hugsanlega hefði
verið hægt að semja um slíkar tölur á samninga-
fundinum í Stokkhólmi fyrir ári, er veiðar íslend-
inga í Barentshafi voru nýlega hafnar, en nú hafa
þessar veiðar öðlazt bæði þjóðhagslegt og „sál-
rænt“ gildi hér á landi.
Hægt væri að seilast lengra og gera kröfur um
að fá að veiða þorsk í Smugunni, sem er alþjóð-
legt hafsvæði, þá helzt á grundvelli væntanlegs
úthafsveiðisamkomulags Sameinuðu þjóðanna. í
utanríkisráðuneytinu hafa verið uppi hugmyndir
um að ákvæði núverandi samkomulagsdraga, um
að ríkjum beri að semja um svæðisbundnar stofnan-
ir eða samkomulög, sem tryggi verndun og nýtingu
fískstofna sem ganga út úr efnahagslögsögu
strandríkja, styrki stöðu íslendinga til að gera kröf-
ur til veiða í Smugunni.
Nokkur munur er á afstöðu utanríkisráðuneyt-
isins og sjávarútvegsráðuneytisins í þessum efnum,
eftir því sem næst verður komizt. í síðarnefnda
ráðuneytinu telja menn að byggja beri kröfugerð
eingöngu á Svalbarðasamkomulaginu, og sam-
þykkja að hlífa Smugunni, gegn því að fá kvóta
við Svalbarða. Lögfræðilegir ráðgjafar Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra
benda á að slíkt kúnni að skapa
hættulegt fordæmi hvað varðar
stjórnun á síldar- og karfastofnunum.
Hagsmunir íslendinga séu að stjórna
þessum stofnum í félagi við fáar aðrar
þjóðir og ekki sé ráðlegt að gefa fordæmi fyrir því
að ríki, sem ekki hafi stundað veiðar úr fískstofn-
um, krefjist aðildar að stjórnun þeirra og veiðum.
Spumingin er hvort sjómenn, útgerðarmenn og
almenningur á íslandi myndu samþykkja samn-
inga, sem byggðust á því að taka við litlum þorsk-
kvóta í Barentshafi gegn hagstæðum samningum
um aðra stofna. Sú staða, sem er komin upp, ger-
ir það að verkum að í raun er hvorki íslendingum
né Norðmönnum í hag að setjast strax að samn-
ingaborði. íslenzkir ráðherrar hafa bent á að ekki
sé hægt að tala við norsk stjórnvöld vegna þess
að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsað-
ild standi fyrir dyrum og þau telji sig þurfa að
kaupa atkvæði í Norður-Noregi. Efiaust er mikið
til í því, en Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra
Norðmanna, segir að sama eigi við á íslandi vegna
fyrirhugaðra kosninga. Og í ljósi þess, sem að fram-
an segir, er ekki ólíklegt að Godal ratist þar satt
á munn. Hvaða stjórnmáiamaður treystir sér í próf-
kjör eða kosningar, hafandi gert samning um þijú
þúsund tonna kvóta, þegar útgerðarmenn hafa
verið að tala um allt að 100.000 tonn? Þær raddir
eru raunar farnar að heyrast úr hópi útgerðar-
manna að það borgi sig ekki að semja; á meðan
réttarstaðan í Smugunni sé óljós, sé hægt að halda
áfram að veiða þar og færa björg í
íslenzkt þjóðarbú.
Islenzk stjórnvöld hafa ákveðið að
bjóða Norðmönnum formlega til við-
ræðna um málið, en slíkt boð — og
neitun Norðmanna — er forsenda
þess að hægt sé að fara með málið fyrir Alþjóða-
dómstólinn. Hins vegar virðist ríkisstjórninni ekki
liggja á að koma þessu formlega boði áleiðis og
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun enn
verða nokkur bið á því.
Þegar allt kemur til alls, hvílir þó sú skylda á
bæði íslendingum og Norðmönnum, samkvæmt
hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og drögum
að samkomulagi SÞ um úthafsveiðar, að semja úm
fiskstofna, sem þjóðirnar nýta sameiginlega á út-
hafinu. Til lengri tíma litið verður að ýta pólitískum
skammtímahagsmunum til hliðar og koma ein-
hverri skynsertii í samskipti þessara nágranna- og
vinaríkja.
Hver treystir sér
tii að semja um
3.000 tonn?