Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 28

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 28
28 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þóroddur Jónas- son, læknir, fæddist að Græna- vatni 7. október 1919. Hann lést 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 2. september. ÞÓRODDUR Jónasson læknir frá Grænavatni í Mývatnssveit er allur. ' Hinsta för hans bar að fyrr en við vinir hans hefðum vonað. Þó var hann undir hana búinn, eins og allar fyrri ferðir. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega hálfri öld eða vorið 1943 og einmitt á ferðalagi. Ekki var þar um eigin- lega skemmtiferð að ræða, líka þeim sem við síðar fórum saman á ævinni, heldur höfðum við fyrir til- viljun tekið okkur far með sama áætlunarbíl frá Reykjavík til Akur- eyrar, hann á leið tii síns heima að Grænavatni eftir vetrardvöl í læknadeild, en ég á leið í kaupa- vinnu í Eyjafirði. Það var á þeim _árum þegar ferðamenn í áætlunar- bílum styttu gjarnan langa leið með hópsöng. I þessari ferði beindist athygli samferðamannanna að þessum unga manni sem alla texta kunni og vissi hvernig með átti að fara. Þegar við síðar rifjuðum upp þessi fyrstu kynni okkar, barst talið gjarnan að því, að snjóruðningstæki höfðu þá ekki verið tekin í notkun hér á landi og var skóflan einasta verkfærið til að fjarlægja snjó af vegum. Því var það svo, snemma vors 1943, að vegasamband var ekki komið á efst á Öxnadalsheiði og nokkurra kílómetra spotti af veginum ófær fyrir snjó. Máttu far- þegar þá yfirgefa sunnanbílinn, axla koffort sín og pinkla og vaða snjóinn í hné að þeim stað fyrir ofan Bakkasel, sem norðanbíllinn komst lengst. Á Akureyri skildu leiðir, en lágu saman nokkrum árum síðar, þegar Þóroddur hafði gifst Guðnýju, dóttur Páls Einarssonar og Þóru Steingrímsdóttur, bæjar- fógeta Jónssonar á Akureyri, en ég Bentu náfrænku hennar og æsku- vinkonu. Kom þá í ljós að kynni Bentu og Þóroddar voru mun eldri en þau sem að framan er getið, eða allt frá þeim tíma þegar Þóroddur dvaldi í sýslumannshúsinu á Akur- eyri og las undir menntaskóla, en þær frænkur léku sér að brúðum í því húsi afa síns. Eins og oft vill verða hnýttust vináttubönd okkar einna þéttast þá er við fórum í ferðir saman hjónin. Það var unun að ferðast með Þór- oddi og Guðnýju, hvort heldur var á íslandi eða erlendis. Minnisstæð er ferð sem hófst í Færeyjum, lá- þaðan til Svíþjóðar og endaði í Noregi. Námsgreinarnar, landa- fræði og saga, meitluðust fast í minni Þóroddar Jónassonar og þekking hans á hvorutveggja var \'&ngt umfram það sem almennt gerist. í umræddri ferð hafði hann hvorutveggja á hraðbergi og fróð- leikur hans um stjórnmál og sögu þeirra svæða sem við ferðuðumst um var óþijótandi. í þessum efnum báru þó að sjálfsögðu ferðir okkar um ísland af. Minnisstæð er ferð um Norðausturland, viðkoma í Hól- matungum og Hljóðaklettum og víðar á því landsvæði í nálægð æskustöðva Þóroddar. Þar spratt fram saga við hvern hól og hverja á, um menn og málefni liðinna alda. Ef hægt er að segja um nokkurn mann að hann þekkti sveitir eins og lófann á sér, þá á það við um Þórodd og Eyjafjörö. Um það svæði urðu ferðir okkar margar og alltaf einhveiju við að bæta um menn og málefni, sem þar áttu heima. Ánægja Þóroddar af ferðalögum kann að hafa átt einhvern uppruna í‘ fjölmörgum ferðum, sém hann varð að fara til þess að sinna sjúkum og særð- um, meðan hann var læknir á Breiðamýri þótt ekki hafi þær ferð- ir allar verið ánægjuleg- ar eða erfiðislausar. Ferðalög voru hins vegar ekki nýlunda í ætt Þóroddar og hið síð- asta sem hann sendi mér var frásögn af ferð afa hans, Þórðar Flov- entssonar frá Svartár- koti, þegar hann í sept- ember 1918 rak 82 kindur suður Kjöl og var þá nýkominn norður þá sömu leið. Reksturinn tók 15 daga. Þótt Þóroddur tæki ekki mikinn virkan þátt í íþróttakeppnum um ævina, sætti undrun hve minnugur hann var á íþróttaafrek einstakl- inga og hópa og íslandsmet í ein- staka íþróttagreinum. Þótti honum ekki verra hin síðari ár, ef einstakl- ingar eða flokkur úr hans héraði sköruðu fram úr og hafði hann þónokkurn metnað fyrir þeirra hönd. Mátti hann á því sviði, sem öðrum, vel una frammistöðu bama sinna og barnabarna. Þóroddur Jónasson bar ekki til- finningar sínar á torg. Þó duldist engum sem dyra knúði að Ása- byggð 3, að þar bjó hamingjusamur maður, sem vel undi sínum hag, enda var Þóroddur gæfumaður. Mest var gæfa hans þegar hann gekk að eiga Guðnýju Pálsdóttur. Enga gat hann eignast, sem betur hefði staðið við hlið hans í öllum erli læknisstarfsins, alið honum betri börn og elskulegri. Við Benta höfum átt því láni að fagna að eignast þau öll að vinum og okkar synir hafa notið vináttu þeirra hjóna og afkomenda þeirra. Þessi vináttubönd hafa verið okkur ómetanleg. Sagt er að þegar menn leggi í sína hinstu för, taki þeir ekki mikið með sér. Rétt er það, en hitt er jafn Ijóst að þegar Þóroddur Jónas- son kveður, þá hverfur ýmislegt með honum. Þótt alltaf verði gott að koma í Ásabyggð 3 meðan Guðný tekur þar á móti, er því ekki að leyna að tilfínningin, sem ósjálfrátt greip mann þegar komið var niður á Öxnadalsheiði og varð að stöðugt sterkari tilhlökkun, eftir því sem styttist niður Hörgárdal um Moldhaugnaháls og Kræklinga- hlíð, eftirvæntingin eftir að hitta Þórodd í dyrum, verður með öðrum hætti, en verið hefur um áratugi. Og hvert skal nú hringja og hvern skal spyija, ef fróðleik skortir um skyldleika eða tengsl manna, lifandi eða látinna? Mannkostir Þóroddar Jónassonar voru svo margir og margvíslegir að tilgangslaust er að reyna að tí- unda þá hér. Af þeim eru vitanlega minnisstæðastir þeir sem við blöstu á góðra vina fundi. Er mér þá hug- stæð þekking hans á vísum og ljóð- um, gömlum og nýjum, auk þess sem hljómlist lék á vörum hans og í fingrum, fyrirhafnarlaust. Við Benta kveðjum þennan kæra vin okkar og biðjum Guðnýju, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um blessunar Guðs. Valgarð Briem. Við vissum öll að afi okkar í Ásabyggðinni var ekki við góða heilsu lengur, en þetta virtist ekki há honum, þegar við vorum saman. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn var hann alltaf tilbúinn að hlusta, að tala, og hann vildi alltaf heyra af okkur og vinum okkar. Afi í Ásabyggðinni hefur alltaf verið mjög duglegur að skrifa ökkur bréf, og þar með hefur hann lagt sitt af mörkum til að varðveita tengslin, þrátt fyrir hafið á milli okkar. Um tíma lauk hann alltaf bréfunum með „fugli dagsins", þar sem hann, með vel völdum orðum, sagði okkur frá tilgangi lífsins. Afi í Ásabyggðinni hafði yndi af að lesa og að hlusta, og einnig var yndi hans að bjóða okkur „út- lensku“ barnabörnunum í bílferðir. Við, og mörg með okkur, nutum góðs af þessu. Hann kappkostaði að sýna okkur „landið hennar mömmu“. Það eru ekki margir stað- ir á íslandi þar sem hann hefur ekki einhvern tíma bent okkur á sérkenni og sagt okkur söguna af fólkinu sem bjó á bæjunum, um fjöllin, um jökiana, árnar og vötnin og margt, margt annað, sem við aldrei munum gleyma. Með frásagnarsnilld sinni fékk hann allt til að lifa. Elsku amma. Við höfum öll misst en þú hefur misst mest. Takk fyrir hvað þú gafst okkur mikið við að passa afa svona vel. Með þessum fáeinu orðum viljum við, ásamt frændfólki og vinum í Færeyjum, minnast afa okkar í Ásabyggðinni og þakka honum fýr- ir allt. Nú er þessi „fugl dagsins“ þög- ull, en minningin um góðan afa lifir. Flóvin, Guðný og Jónas. Kveðja frá Læknafélagi Islands Þóroddur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1939 með hárri fyrsti einkunn. Kandidatsprófi í læknisfræði lauk hann frá Háskóla íslands árið 1949, einnig með hárri fyrstu einkunn, fremstur í sveit mætra starfs- bræðra. Hann var aðstoðarhéraðs- iæknir á Egilsstöðum í eitt ár og lauk síðan tilskildu starfsnámi á Landakoti og fæðingardeild Lands- spítalans. Að fengnu lækningaleyfi starfaði hann um tíma á Akureyri og þar festi hann ráð sitt, kvæntist Guðnýju Pálsdóttur, hinni mætustu konu. Árið 1951 var Þóroddur skipaður héraðslæknir í Breiðumýrarhéraði og fluttsit þá aftur á heimaslóðir. í þessu víðlenda héraði, sem hann gjörþekkti, naut sín vel þjálfun hans og góð þekking, ódrepandi áhugi og starfsþrek, enda voru öll hans störf við lækningar og embættis- færslu mjög rómuð. Jafnframt tók Þóroddur virkan þátt í þjóðlíf! Þing- eyinga, sat í hreppsnefnd, sátta- nefnd og sóknarnefnd og var um skeið söngstjóri karlakórsins. Þóroddur hélt þekkingu sinni mjög vel við og bætti stöðugt við. Hann stundaði meðal annars nám í Norræna heilbrigðisfræðaháskól- anum í Gautaborg á árunum 1965 til 1969 og lauk þaðan prófi. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í heimilislækningum og síðan í emb- ættislækningum. Árið 1969 varð hann héraðslækn- ir í Akureyrarhéraði og breyttist þá á ýmsan hátt starfsaðstaðan og við bættust ný verkefni af ýmsu tagi. Ekki varð þó breyting á vandvirkni hins reglusama embættismanns eða samviskusemi og ósérhlífni hans við læknisstörf. Var Þóroddur engu síð- ur dáður af skjólstæðingum í þessu héraði en hinu fyrra. Við breytingu á héraðaskipan varð hann héraðs- læknir í Norðurlandshéraði eystra og formaður heilbrigðisráðs héraðs- ins, ásamt því að vera heilsugæslu- læknir á Akureyri. Eftir að Þórodd- ur Jónasson hætti embættisstörfum og lækningum varð hann trúnaðar- læknir sjúkratrygginganna á Akur- eyri. Frá fyrstu tíð naut Þóroddur trausts meðal kollega. Hann var ólatur að starfa að málefnum læknasamtakanna og verður hér fátt eitt talið. Hann var í forystu fyrir Læknafélagi Norðaustanlands og síðan fyrir Læknafélag Akur- eyrar. Hann var um árabil fulltrúi svæðisfélags síns á aðalfundum Læknafélags íslands og jafnan vöktu vel hugsaðar ræður hans og tillögur athygli á læknaþingum. Á árunum 1976 til 1978 var Þór- oddur formaður nefndar til end- urskoðunar á lögum og siðareglum Læknafélags íslands. Var hann í þessu máli stoð og stytta stjórnar LÍ og vann mikið starf við endur- skoðun og nýsköpun. Kom þar vel fram víðtæk þekking hans á sögu læknasamtakanna og skilningur á mikilvægi samheldni lækna. Ekki kom síður fram umhyggja hans fyr- ir hagsmunum sjúklinga, sem og var í öllu hans læknisstarfí. Þá er ógetið hins mikla starfs Þóroddar við undirbúning útgáfu Læknatals, sem út kom 1984. Þórodur gekk að þessu verki af þeirri bjartsýni og dugnaði, sem hans var háttur og var Guðný kona hans einnig óþreytandi við að koma verkinu áfram. Góður samstarfs- maður var hún raunar alla tíð, sem húsmóðir á annasömnu og gestrisnu heimili þeirra hjóna og hinna efni- legu barna þeirra. Þóroddur Jónasson var einróma kjörinn heiðursfélagi Læknafélags íslands á aðalfundi árið 1983 „fyrir vandasöm trúnaðarstörf unnin í þágu læknasamtakanna og holl áhrif á íslenska læknastétt", eins og það var orðað í heiðursskjali. Allir sem þekktu Þórodd Jónasson eru sammála um mannkosti hans. Gildir þá einu hvort rætt er við gamla skólafélaga, skjólstæðinga úr héraði eða samstarfsfólk. Allir þekktu og mátu læknishæfileika hans, góða þekkingu, dómgreind, samviskusemi og ósérhlífni. Þórodd- ur var skemmtilegur og áhugasam- ur viðmælandi, sem alltaf hafði á takteinum sögur og ljóð, að ekki sé minnst á tónlistargáfuna, sem segja má að hafi um of orðið að víkja fyrir skyldustörfunum. Að lokinni vegferð þakkar íslensk læknastétt Þóroddi Jónassyni sam- fylgdina. Eiginkonu, börnum og öðru venslafólki hans vottum við samúð okkar. Stjórn Læknafélags Islands. Læknafélag Akureyrar sér nú á bak yfirburðamanni úr sínum röð- um, er það kveður hinztu kveðju heiðursfélaga sinn, Þórodd Jónas- son. Þóroddi var þann veg farið, að hann bar með sér innri höfðingsskap og hefðarvald, hvar sem hann kom, en hafði samt lag á að hækka hvern þann í sessi, sem hann átti orðastað við. Lífsorka hans og karlmennska var með ólíkindum, og þar sem sam- an fóru háleit markmið, farsæl dóm- greind og áköf vinnusemi fór ekki hjá því, að ævistarf hans yrði mikið og farsælt. Þóroddur setti með nærveru sinni einni saman sérstakan svip á hvern þann mannfund, er hann sótti. Hann var víðlesinn og fjölmenntaður heimsborgari, sem átti sínar traustu rætur í fijóum jarðvegi íslenzkrar sveitamenningar. Hann var félags- lyndur og hrókur alls fagnaðar, enda tókst honum öðrum betur að miðla af lífsorku sinni og lífsgleði með list- fengi í orðræðum, sagnamennsku og hijóðfæraslætti. Enda þótti mað- urinn fádæma skemmtilegur og fæddur til að kenna og stjórna. Gilti þá einu, hvort í hlut átti samstarfs- fólk, söngkórar eða annar félags- skapur. Nákvæmni og samvizkusemi ein- kenndi allt starf Þóroddar, sem jafn- framt var fagurlitað af siðgæði og hugsjónum um bætta þjóðarheilsu og betra mannlíf. Hugsun hans var skörp, viðbrögðin skjót og einarðleg og úrræðin ávallt viðeigandi. Hann var hetja, sem aldrei hlífði sjálfum sér. Þóroddi hlotnaðist margvísleg virðing og vegsemd um dagana. Fyrir tíu árum var hann gerður heiðursfélagi Læknafélags Islands og skömmu fyrir andlát sitt var hann einróma kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Akureyrar. Drýgst varð honum þó sú virðing, sem fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sýndi með því að sækja til hans hollráð fram á síðasta dag. Læknafélag Akureyrar vottar syrgjendum þessa gengna heiðurs- manns sína innilegustu hluttekn- ingu. Pétur Pétursson. Þóroddur Jónasson, héraðslæknir á Breiðumýri og á Akureyri, lést á heimili sínu að morgni laugardags 27. ágúst, tæpra 75 ára að aldri. Verður útför hans gerð frá Akur- ÞÓRODDUR JÓNASSON eyrarkirkju í dag. Þóroddur var af þingeysku bændafólki kominn, fæddur að Grænavatni í Mývatns- sveit 7. október 1919 og bar hann glæsilegt vitni um ætt sína og upp- runa, gáfaður maður og greindur, auk þess sem hann hafði til að bera umhyggju og hlýju sem ekki var síður mikils virði fyrir manninn og lækninn. Sagt var um Gissur biskup ísleifsson að gera hefði mátt úr honum þijá menn: konung, víking og biskup. Á svipaðan hátt má segja að gera hefði mátt marga menn úr Þóroddi Jónassyni fyrir sakir hæfileika hans, þótt síst hefði hann orðið konungur og heldur ekki vík- ingur né biskup. Hann var of mik- ill jafnaðarmaður til að verða kon- ungur, of umhyggjusamur til að gerast víkingur og of leitandi til að verða biskup. En Þóroddur hefði getað orðið vísindamaður, kennari og tónsmiður þótt hann veldi að verða læknir, fyrir tilviljun örlag- anna eins og oft vill verða. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939 hafði hann í hyggju að halda til Danmerkur og gerast málvísinda- maður og kennari en Sigurður skólameistari taldi hann af því en í þann tíð höfðu orð og afstaða skólameistara oft úrslitaáhrif á líf og starf nemenda. Þóroddur Jónas- son tók læknapróf frá Háskóla ís- lands 1947 og varð góður læknir og vann störf sín í kyrrþey en flest mikilsverðustu störf samfélagsins eru unnin í kyrrþey. Gott var að hafa hann sem lækni þótt ef til vill væri enn betra að eiga hann að vini. Áhugi Þórodds Jónassonar lækn- ir á mönnum og málefnum var vak- andi, ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Kjörorð hans hefði getað verið latneska orðtakið Nihil humanum alienum puto - ekkert mannlegt er mér óviðkomandi. En það var skáldskapur og orðlist sem var honum hugleiknust og ekki síst hnyttin tilsvör manna og lífsspeki eins og hún birtist í lausavísum skálda og hagyrðinga. Margar vísur hafði hann yfir fyrir okkur. Sumum fylgdi saga, aðrar stóðu einar og sögðu sína sögu. Eitt sinn fyrir mörgum árum sagði hann okkur af atviki í læknisstarfi sínum sem tengdist vísu Steingríms í Nesi: Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína, djarfleg vörnin dugir ekki til, dauðinn missir aldrei fiska sína. Þessi lausavísa tengist lífi okkar allra og þá ekki sist lífi Þórodds Jónassonar lækis. Hann fann að við lifum öll í djúpum hyl lífs sem ekki verður skilið og þegar kraftar okkar dvína dugir djarfleg vörnin ekki til. Djarfleg vörn Þórodds Jónassonar dugði heldur ekki til. „Dauðinn missir aldrei fiska sína.“ Allt hefur sinn tíma. Að lifa hef- ur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Nú hefur Þóroddur Jónasson, vinur okkar, lifað lífinu og það líf var auðugt. En mesti auður í lífi hans voru börn hans og kona hans, Guðný Pálsdóttir. Fórnfúst starf hennar um áratuga skeið og um- hyggja verður lengi í minnum höfð. Kæra Gullý. Við sendum þér og öllum aðstandendum dýpstu samúð- arkveðjur og þökkum vináttu og góð kynni um mörg ár. Blessuð sé minning Þórodds Jónassonar lækn- is. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason. „Mínir vinir fara fjöld.“ Þannig er það. Samferðamenn, vinir og jafnaldrar kveðja, við söknum þeirra og minnumst í þökk. Þóroddur Jón- asson, læknir hefur kvatt okkur. Minningarnar margar koma í hug- ann. Þóroddur var frá Grænavatni í Mývatnssveit. Alinn upp á menning- arheimili, hjá foreldrum sínum, Hólmfríði Þórðardóttur og Jónasi söngstjóra og hreppstjóra Helga- syni. Kynni okkar urðu strax nokkur í MÁ og síðar í Háskólanum. Ekki síst þegar hann stjórnaði tvöföldum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.