Morgunblaðið - 03.09.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LA UFEY
ÞOR VARÐARDÓTTIR
KOLBEINS
+ Laufey Þor-
varðardóttir
Kolbeins, fæddist á
Stað í Súgandafirði
20. janúar 1913.
Hún lést í Borgar-
spítalanum hinn 12.
ágúst síðastliðinn.
Hún var sjöunda
barn móður sinnar
■en áttunda barn
föður síns af hópi
tíu alsystkina og
eins hálfsystkinis.
Foreldrar hennar
voru séra Þorvarð-
ur Brynjólfson,
prestur á Stað í Súgandafirði,
f. 15. maí 1863, d. 9. maí 1925
og Anna Stefánsdóttir f. 25.
október 1874, d. 5. mars 1960.
Systkini Laufeyjar voru: Ing-
ólfur, f. 11. maí 1899, d. 3.
mars 1926, ókvæntur og barn-
laus. Stefán f. 26. nóvember
1900, d. 20. ágúst 1951, kvænt-
ur Guðrúnu Jónsdóttur Hjaltal-
ín, eignuðust þau þrjú börn.
Brynjólfur, f. 6. maí 1902, d.
19. desember 1974, kvæntur
Astu Þorbjörgu Hansdóttur
Beck, eignuðust þau sjö börn
saman en fyrir hjónaband eign-
aðist Brynjólfur dóttur. Jón, f.
20. ágúst 1903, d. 20. apríl 1940,
ókvæntur og barnlaus. Ragn-
hildur Kristbjörg, f. 24. febrúar
1905, d. 16. september 1986,
gift Örnólfi Valdimarssyni,
eignuðust þau tíu börn. Dóttur
átti Örnólfur af fyrra hjóna-
bandi. Brynveig, f. 22. apríl
1907, d. 15. maí 1986, gift Stef-
áni Björnssyni, eignuðust þau
tvær dætur. Haraldur, f. 30.
júní 1908, d. 9. nóvember 1911.
Haraldur f. 21. júní 1915,
kvæntur Marselíu Adólfsdótt-
ur, eiga þau þrjár dætur. Guð-
ríður Þorgerður, f.
27. september
1916, d. 29. maí
1947, ógift og barn-
laus. Þórdís Aðal-
björg, f. 1. júní
1919, gift Þorbirni
Sigurgeirssyni,
eignuðust þau
fimm syni. Laufey
giftist 5. júlí 1940,
Páli Kolbeins, yf-
irféhirði, f. 14. maí
1908, d. 7. ágúst
1979. Páll var son-
ur hjónanna sr. Eyj-
ólfs Kolbeins Ey-
jólfssonar og Þóreyjar Bjarna-
dóttur. Laufey og Páll eignuð-
ust þijú börn: Kristjón, f. 7.
ágúst, kvæntan Ingibjörgu Sig-
urðardóttur Kolbeins, eiga þau
Guðbjörgu Hildi, Pál og Sigurð
Örn. Eyjólf f. 7. febrúar 1947.
Margréti f. 31. júlí 1951, á hún
Högna Jökul. Laufey ólst upp
á Stað til fimmtán ára aldurs
en fór þá til Vopnafjarðar og
var þar tæpt ár hjá móðurbróð-
ur sínum Halldóri Stefánssyni
alþingismanni. Laufey kom til
Reykjavíkur árið 1929 og var
í Ingimarsskólanum en jafn-
framt í vist hjá Tryggva Þór-
hallssyni forsætisráðherra og
síðar dr. Gunnlaugi Claessen.
Laufey var síðar við heimilis-
störf hjá Ragnhildi systur sinni
á Suðureyri, var síðan í námi í
Kvennaskólanum í Reykjavík
og í Folkehöjskole í Tinglev í
Danmörku 1934-1935. Hún
starfaði í Hressingarskálanum
í Reykjavík 1935-1937 og hjá
Gjaldeyrisnefndinni 1937—
1942. Utför Laufeyjar fór fram
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
30. ágúst síðastliðinn.
LAUFEY, móðursystir mín, er Iátin.
í huga mínum hefur hún ætíð
verið ein besta og fallegasta konan
sem ég hefi þekkt.
Eftir að fjölskylda mín flutti til
Reykjavíkur frá Súgandafirði vorið
1945 urðu Lulla, Palli og Túngata
31 fastur punktur í tilveru okkar.
Mikill samgangur var milli systr-
anna Laufeyjar og Ragnhildar,
móður minnar, og sérstök vinátta
var milli Örnólfs, föður míns og
Páls Kolbeins. Enda voru áhugamál
þeirra um margt lík, félagslíf, söng-
ur, bindindi og sterk trú.
Páll og Laufey voru mjög gestris-
in, má segja að oftast voru einhvetj-
ir gestkomandi á Túngötunni til
lengri eða skemmri dvalar. Óhætt
er að segja að fólki fannst það vera
virkilega velkomið þar. Þetta var
menningarheimili, þar sem fór sam-
an m.a. snyrtimennska, fágun og
málefnalegar umræður með fjör-
Iegu ívafi. Væntanlega hefur heim-
ilislífið mótast verulega af áhrifum
frá æskuheimilum þeirra hjóna, sem
bæði voru prestheimili.
Laufey fór ung að heiman frá
Stað í Súgandafirði, en hún var
aðeins 12 ára þegar faðir hennar,
sr. Þorvarður, lést. Hún aflaði sér
góðrar menntunar, tók gagnfræða-
próf 1930, Kvennaskólapróf 1932
og fór síðan til Danmerkur þar sem
hún nam við Folkehojskole í Tingel
SIGURJÓN
SIG URJÓNSSON
+ Siguijón Sigur-
jónsson bifvéia-
virki var fæddur í
Oddakoti 24. mars
1921. Hann lést á
heimili sínu, Hvols-
vegi 7, Hvolsvelli,
31. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Ólína
Sigurðardóttir og
Sigurjón Jónsson,
bóndi, lengst af á
Torfastöðum í
Fljótshlíð. Sigurjón
átti þijú alsystkini,
Sveinbjörn, Önnu,
sem nú er látin, og
Óskar, en Sigurður Svein-
björnsson var hálfbróðir þeirra
og er hann nú látinn. Siguijón
kvæntist Margréti Hreinsdótt-
ur 1951. Þau bjuggu lengst af
sínum búskap á Hvolsvelli þar
sem Siguijón vann
við fag sitt, bifvéla-
virkjun. Eignuðust
þau þrjú börn sem
eru: Ólafur, skóla-
meistari i Vest-
mannaeyjum,
kvæntur og á tvö
börn; Björg, hús-
móðir á Hvolsvelli,
gift og á tvö börn;
og Sigurjón, vél-
fræðingur í Þor-
lákshöfn, kvæntur
og á eitt barn. Fyr-
ir átti Margrét tvær
dætur, sem ólust
upp hjá þeim, Erlu,
sem á tvær dætur, og Þórunni,
eru þær báðar búsettar í
Bandaríkjunum. Margrét lést
árið 1989. Útför Siguijóns fór
fram frá Stórólfshvolskirkju 6.
ágúst síðastliðinn.
MINNINGAR
1934-35. Veit ég að hún eignaðist
margar góðar vinkonur á þessum
árum sem hún hélt mikilli tryggð
við. Laufey hafði unnið ýmis störf
á þessum tíma, en árin fyrir gift-
ingu vann hún skrifstofustörf hjá
gjaldeyrisnefnd.
Laufey og Páll giftu sig árið
1940. Var Laufey þá tilbúin að tak-
ast á við húsmóðurstörfin, sem hún
vann af stakri prýði og útsjónar-
semi. Hún var mjög fær í matseld
og bakstri og með afbrigðum þrifin,
en síðast en ekki síst var hún góð
móðir og eiginkona.
Laufey söng um árabil í kórum,
m.a. í Breiðfirðingakómum, enda
hafði hún fallega söngrödd. Hún
var templari og starfaði mikið fyrir
stúku sína, Mínervu. Einnig var hún
mjög kirkjurækin. Laufey og Páll
tóku þátt í ýmsu félagslífi saman
svo það var engin lognmolla í þeirra
lífi. Þau höfðu mikla stoð hjá þeim
systrum Páls, Ásthildi og Þóreyju,
sem bjuggu í nánu sambýli við þau
á Túngötunni. Eflaust hefur stund-
um reynt á húsmóðurina ungu í
þessu sambýli, en meðfæddir hæfi-
leikar hennar í samskiptum við aðra
tryggði það að allt fór vel.
Að öðrum stórveislum á Túngötu
31 ógleymdum langar mig að minn-
ast sérstaklega á jólaboðin um ára-
bil, þar sem fjöldi ættmenna hús-
ráðenda kom saman í dýrðlegum
fagnaði. Þar stjórnaði Laufey mats-
eld og framreiðslu af röggsemi, en
Páll „bruggaði" jólaölið og stjórnaði
leikjum og söng af miklu íjöri. Þetta
hristi saman ættirnar tvær, sem
hafa alltaf náð vel saman. (Reyndar
voru þau Laufey og Páll ijórmenn-
ingar af Kjarnaætt úr Eyjafirði.)
Anna amma bjó hjá Laufeyju og
Páli í nokkur ár í góðu yfirlæti.
Komu þá börn hennar og barnabörn
oftar en ella í heimsókn og voru
jafnan velkomin.
Laufey frænka var sú besta móð-
ursystir sem hægt er að hugsa sér,
skemmtileg, umhyggjusöm um hag
okkar og umfram allt heilsteypt
kona í orði og æði.
Hlýtt faðmlag og léttur hlátur
hennar mun ávallt hlýja mér og
systkinum mínum um hjartarætur
og viljum við þakka henni allt sem
hún var okkur á lífsleiðinni.
Arnbjörg Auður.
Vandkvæðum er bundið að rita
eftirmæli um jafn nána manneskju
og amma var mér. Hún var hluti
af lífi mínu frá fæðingu og verður
vart lýst fyrir ókunnugum svo tæm-
andi sé. í bernsku tengist minning-
in um ömmu á Túngötunni einnig
minningunni um afa, sem ég hlýt
að geyma í hjarta mínu um ókomin
ár, og miðla til hugsanlegra niðja
minna. Hjá þeim vildi ég skapa slíka
hefð, er afi og amma skópu mér,
t.d. um jól og á öðrum stórhátíðum.
Á jóladag ár hvert safnaðist ijöl-
skyldan saman á Túngötunni hjá
ömmu og afa meðan hans naut við.
Snæddur var hinn hefðbundni jóla-
SIGURJÓN, stjúpi minn og vinur.
Ég kveð þig skamma stund. Það
er ekki oft, sem fólk hefur tæki-
færi eða hugsun á að tjá tilfinning-
ar sínar og þakklæti fyrir liðin ár,
því aðeins Guð veit hvenær kall
okkar kemur. Þess vegna er ég
þakklát fyrir það tækifæri í vor,
þegar þú varst hjá mér í mánuð.
Við töluðum mikið saman, rifjuðum
upp barnæsku okkar, töluðum um
líf okkar, bæði gleði- og sorgar-
stundir, vonir sem við höfðum um
framtíðina, sem virtist björt og jafn-
vel ræddum við um, hvar við mynd-
um eyða eilífu lífi eftir dauðann og
trú okkar á Jesúm Krist.
Þegar ég hugsa til barnæsku
minnar er margt sem kemur í huga
minn. Með fimm börn á framfæri
var eðlilega þröngt í búi og þú
vannst dag og nótt til að sjá fyrir
okkur. Ég efast um að ég mundi
muna eftir mínum fyrstu og einu
skautum ef þú hefðir ekki sjálfur
búið þá til fyrir mig. Þann vetur
notaði ég þá mikið. Eg renndi mér
á þeim alla leið úr Hvolsvelli, á
milli þúfnanna, niður að Þverá. Eða
sleðinn, sem ég notaði oft með eitt
matur, hangikjör, kartöflur með
uppstúf og laufabrauð sem við
systkinin áttum þátt í að skera út.
Rúsínan í pylsuendanum var svo
eftirrétturinn, sveskjubúðingurinn
hennar ömmu, sem átti engan sinn
líka. í vitum mér er enn lyktin af
kleinum ömmu og snillingur var hún
í að elda tómatsúpu úr fiskisoði.
Þijú fyrstu ár skólagöngu minnar
var ég yfirleitt hjá afa og ömmu á
daginn. Út úr húsi fór ég ekki án
þess að farið væri með morgunbæn
og horft væri á eftir mér niður
Hrannarstíginn að Vesturbæjar-
skólanum. Þegar ég gisti hjá afa
og ömmu var ég alltaf undirbúin
fyrir svefninn í guðsótta og góðum
siðum.
Sem barni er mér í fersku minni
sá skari fóiks, er afi og amma
þekktu, og einhvern eftirmiðdag
kom ég, lítil telpa, mér makindalega
fyrir í stórum gráum stól og las
gestabækurnar. Vart leið sá dagur
að kvöldi að ekki bæri gesti að
garði í síðdegiskaffi eða te og graut-
arlummur enda afi og amma með
gestrisnara fólki.
Sjónarsviptir er að fólki eins og
afa og ömmu á Túngötunni, því er
ég þakklát fyrir að hafa átt þau
að og fyrir samverustundir okkar.
Blessuð sé minning þeirra.
Guðbjörg Hildur Kolbeins.
Vorið 1930 var ég nokkrar vikur
í Súgandafirði. Þá var Anna Stef-
ánsdóttir, ekkja séra Þorvarðar, enn
þar í firði með yngstu börn sín.
Laufey, dóttir hennar, var þá á
heimili Ragnhildar, systur sinnar,
og Örnólfs Valdimarssonar, manns
hennar. Þá var margt af skemmti-
legu ungu fólki í Súgandafirði og
Laufey var unglingsstúlka sem
sómdi sér vel í þeim hópi. Fjölskyld-
an frá Stað var myndarleg og mér
fannst Anna bera tignarsvip og
þegar séra Halldór Kolbeins ræddi
um menningarbrag meðal sóknar-
barna sinna sagði hann til skýring-
ar: „Örnólfur er enginn venjulegur
kaupmaður."
Páll Kolbeins vann á þeim árum
við verslun Örnólfs Valdimarssonar.
Þá var lagður grunnur að ævi-
langri samfylgd þeirra Laufeyjar.
Þegar ég kynntist síðar bindind-
ishreyfingu í Reykjavík og starfi
templara þar komu þau Laufey og
Páll þar mjög við sögu. Mér fannst
það næstum eðlilegt framhald af
kynningunni að vestan. Starf þeirra
einkenndist af elju og einlægni og
Laufey vann af sömu tryggð eftir
að hún missti mann sinn.
Mér er það mjög hugstætt hve
góður hugblær ríkti stundum á fá-
mennum fundi í Mínervu. Þar átti
Laufey góðan hlut að máli, ein-
lægni hennar og heilindi. Hún var
viðkvæm eins og þeim fer oft sem
eru samviskusamir og kosta sér
öllum til. Þeir verða gjarnan auð-
særðir, en engir njóta félagsskapar
betur en þeir. Félagsskapur þeirra
Mínervumanna skilur eftir hug-
eða tvö af systkinum mínum með-
ferðis, annað sitjandi fyrir framan
mig, hitt standandi á teinunum
framan við mig og svo brunuðum
við á milli hjólfaranna um allt þorp-
ið. Það varst þú, sem smíðaðir hann.
Mér fannst alltaf að það væri ekk-
ert, sem þú gætir ekki búið til eða
gert.
Svo stækkaði ég og fór í heima-
vistarskóla. Ég skil núna þá fórn
sem þú færðir, hvað það kostaði
þig margar aukavinnustundir og
alltaf sást þú um það, að ég hefði
það jafn gott og aðrir unglingar.
Eftir gagnfræðapróf gafst þú mér
ógleymanlega ferð til Noregs. Það
kom snemma í ljós órói í blóði mínu.
Þegar mér bauðst vinna í Dan-
mörku studdir þú mig við þá
ákvörðun og þegar ég lenti í pen-
ingaleysi í Evrópu komst þú mér
til hjálpar. Þú varst hér alltaf fyrir
mig, hvernig sem á stóð. Þú varst
mér alltaf tryggur vinur.
Ég man öll ferðalögin sem við
fórum í, bæði sem unglingur og
fullorðin. Þú varst svo fróður af
sögum um landið og staðhætti, vel
þekkar minningar svo sem best
þekkist. Að því leyti sem ég fékk
að kynnast því samfélagi er ég
þakklátur fyrir þá lífsreynslu. Því
hlýt ég að minnast þeirra stunda
með þakklæti.
Gott þykir mér að mega nú, eins
og þeir Mínervumenn, kveðja Lauf-
eyju Kolbeins með þökk fyrir sam-
fylgdina. Hún gerði líf félaga sinna
auðugra og betra. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Halldór Kristjánsson.
Þegar ég minnist Lullu frænku
heyri ég glaðan hlátur. Er hægt að
skilja nokkuð betra eftir sig? Hlátur-
inn hennar var ómótstæðilegur og
ógleymaniegur, eins og hún sjálf.
Ekki vildi ég fyrir nokkum mun
hafa misst af að eiga hana fyrir
móðursystur. Hún var engin venju-
leg frænka. Það var og verður að-
eins ein Lulla frænka í veröldinni.
Raunar var bernskuveröld mín nán-
ast jafn óhugsandi án hennar og
sjálfrar móður minnar. Þær voru
líka góðar systur, vinir og miklir
mátar, prestsdætur, stoltar, stóðu
undir nafni, Laufey og Ragnhildur
Þorvarðardætur.
Sérhvert mannsnafn hefur í mín-
um huga sinn eigin andblæ. Laufeyj-
arnafnið hafði alveg hárréttan blæ
fyrir þessa mætu frænku mína. Hún
var slíkt skrautblóm, falleg, glæsi-
leg, hláturmild, örgeðja, greind, en
jafnframt svo viðkvæm og næm,
kannski of næm fyrir þennan heim.
Hún var ákaflega smekkvís í klæða-
burði og allri snyrtingu, hattakona
mikil, sem oft gladdi augu lítillar
frænku. Lengst af bjó hún við góð
efni, vel gift og vinsæl. Hún var
mjög vel máli farin, skelegg, hrein-
skilin og heiðarleg. Hún var sannar-
lega sterkur persónuleiki.
Líf Lullu frænku var ekki alltaf
dans á rósum og víst naut hún aldr-
ei sem skyldi margþættra hæfileika
sinna fremur en margar kynslóðar-
systur hennar, en kærleika og
kristna trú hafði hún í heiðri alla
æfi. Þeir þræðir í lífsvefnum vöfð-
ust ekki fyrir henni. Mér sagði hún
einu sinni að sérhveijum kristnum
manni bæri að stafa frá sér kær-
leika líkt og blóm ilmi. Þessi orð
hafa oft komið í huga mér og orðið
mér þörf áminning. Fyrir það þakka
ég og einnig hve stóran þátt hún
átti í því að kenna mér að meta
nafnið mitt. Hún kallaði mig ævin-
lega fullu nafni og svo fallegt þótti
henni Margrétarnafnið, að hún gaf
það einkadóttur sinni. Lullu frænku
á ég líka að þakka margar sælar
bernskuminningar um jólaboðin
þeirra Páls á Túngötunni. Til þeirra
hlakkaði ég svo sannarlega allt árið.
Heimur minn er fátækari án
hennar. En hún lifir í huga mér;
fallega, stórkostlega Laufey frænka
mín.
Öllum þeim sem sakna hennar
með mér votta ég samúð mína.
Hún hvíli í friði. __
Margrét Örnólfsdóttir.
lesinn og minni þitt skarpt og þú
kunnir mörg kvæði og ljóð.
Þú varst sérlega barngóður. Ég
gleymi aldrei fyrstu ferð minni heim
með dóttur mína Jessicu, þá 3ja
ára. Með ykkur hófst ævilöng teng-
ing. I gegnum árin kynntist Mar-
grét yngri dóttir mín þér og þótti
þeim báðum vænt um afa sinn og
gott að koma í heimsókn. Svo kom
þriðja kynslóðin og kominn var vin-
skapur milli þín og Ravens. Fyrir
hönd þeirra segi ég: „Hvíldu í friði
afi.“
Oft duldir þú tilfinningar þínar
og frekar en að særa ástvini þína
særðist þú. I vor kynntist ég hluta
af þér sem ég hafði aldrei séð áður.
Ég sá inn í sálu þinni tilfinningarík-
an mann. Eitt kvöldið eftir langar
samræður kenndir þú mér ljóð, sem
var trú þín:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt,
aðgát skal hofð í nærveru sálar.
(Einar Benediktsson.)
Hvíl í friði.
Erla Matt Schoellkopf.