Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 31

Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 31 HERMANN ÞORSTEINSSON ■+■ Hermann Þor- * steinsson, bóndi að Langholti í Flóa, fæddist 16. október 1903. Hann lést 22. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Þorsteins Sigurðssonar, bónda að Lang- holti í Flóa, f. 25. apríl 1869, d. 1. desember 1935 og konu hans, Helgu Einarsdóttur frá Litlu-Reykjum í sömu sveit, f. 6. október 1873, d. 26. nóvember 1918. Her- mann var fjórða barn 14 barna þeirra hjóna, en af þeim kom- ust ellefu á legg. Þau alsystk- ina Hermanns sem látin eru á undan honum eru: Margrét, sem var búsett að Hallanda i Flóa; Ingólfur, sem bjó á Sel- fossi; Sigurður, sem var búsett- ur í Grimsby; Einar, búsettur í Reykjavík og Helga, sem bjó i Þorlákshöfn og lést fyrr á þessu ári. Eft- irlifandi systkini hans eru: Guðmund- ur, Ingibjörjg, Jóna, Rósa og Olöf, ölí búsett í Reykjavík. Hálfbróðir Her- manns, Olafur Þor- steinsson, yngstur barna Þorsteins í Langholti, er sonur Solveigar Jónsdótt- ur frá Stóru-Reykj- um í Flóa og íifir hann einnig Her- inann, bróður sinn. Eftirlifandi eiginkona Her- manns er Guðbjörg Pétursdótt- ir frá Lambafelli í Eyjafjalla- sveit og áttu þau sjö börn sam- an. Þau eru: Þorsteinn, Stein- unn, Helga, Pétur, Hermann, Alda og Hreggviður. Núlifandi barnabörn þeirra Guðbjargar og Hermanns eru 25 talsins og barnabarnabörnin orðin 21. Utför Hermanns fer fram frá Hraungerðiskirkju í dag. MIG langar að minnast elskulegs móðurbróður míns, Hermanns, ör- fáum orðum um leið og ég þakka allt hið góða sem ég fékk að njóta á heimili hans og konu hans, Guð- bjargar. Ég var aðeins ungbam þegar móðir mín tók mig fyrst með sér að Langholti í Flóa, enda ættuð þaðan og þar upp alin. Þegar afi, Þorsteinn Sigurðsson, dó, 66 ára að aldri, var ég á fyrsta ári. Mér finnst að ég hafi mynd af honum í huga mér en veit ekki hvort hún mótaðist af að sjá hann eða af því sem mér var sagt um hann. Allar komurnar í Langholti grópuðust í hug og hjarta. Þangað fór ég æði oft, því móðursystur mínar, þær Helga og Ólöf, fóru oft í kaupa- vinnu til Hermanns, bróður síns, eftir að hann tók við búinu og höfðu mig þá með sér í sveitina. Aður en hann gekk að eiga sína Guð- björgu höfðu þær reyndar verið ráðskonur hjá honum fyrst framan af eftir að hann tók við búsýsl- unni. Þegar börnin fóru að koma hvert af öðm fannst mér alltaf sem væri ég elst í þeim systkinahópi. Á hveiju vori þegar skóla lauk lá leið- in til þeirra, því Langholt laðaði mig alltaf til sín með undraafli. Ég þráði lífíð sem þar var lifað, störfin, dýrin, náttúrufegurðina, mannlífið, félagsskapinn og ekki síst umhyggjuna og kærleikann sem ég naut í svo ríkum mæli á heimili Hermanns og Guðbjargar. Þar var alltaf glatt á hjalla og átti Guðbjörg þar ekki síst hlut að máli. Heimilisbragurinn var mótað- ur af henni og Hermanni sem aldr- ei skipti skapi og átti svo mikla hlýju að óvenjulegt verður að telj- ast. Aldrei heyrði ég til hans styggðaryrði. Hann gerði alltaf gott úr öllu og þá oft með hljóðl- átri glettni og stríðnisglampa í Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. augum og gat svo sannarlega glaðst í góðum hópi, slegið á létta strengi og tekið þátt í glaðværðinni á sinn hlýja hátt. Hermann var einn af þessum mönnum sem vekja bara innilega hlýju og djúpt þakklæti í huga manns þegar um þá er hugsað. Hann var sívinnandi öllum stundum og rak búið af mikilli atorku, gekk að hveiju verki með nafni og festu og væntumþykkju til jarðarinnar, skepnanna og manneskjanna sem hann umgekkst. Væntumþykja hans á dýrunum snart mig djúpt. Hann talaði til þeirra, gældi við þau og lét sér annt um hveija skepnu. Þegar ég skrifa þetta um Hermann hvarflar að mér að þau systkinin hafi reyndar öll erft þessa væntum- þykju til dýranna. Nokkur sumur var það eitt af verkefnum mínum að sækja hest- ana. Þá vakti Hermann mig snemma með því að klípa mig létti- lega í aðra hvora stórutána og segja: „Jæja, Manga mín, nú er að ná í hestana!" Ég hafði alveg sér- staka ánægju af þessu verkefni og spratt því strax fram úr og flýtti mér út í hestagirðingu með tvö beisli. Ég gat alltaf gengið beint að Grána og síðan smalað öllu stóð- inu saman og rekið það inn í minni girðingu heima við bæ þar sem ég svo gekk að þeim tveim hestum sem nota átti. Þessar morgunstundir voru alltaf jafn skemmtilegar og spennandi og naut ég þess þar að Hermann fann fyrir ánægjunni sem ég hafði af hestum og leyfði mér því þennan „lúxus“ þegar ég var hjá þeim. Enda sama sinnis sjálfur, mikill hestaunnandi og lagði mikla vinnu í að temja hesta sína. Ekki voru hinir fjölmörgu útreiðatúrar minni ánægja. Minningamar streyma upp í hugann en áður en ég læt staðar numið vil ég minnast á eitt atriði sem ekki fór fram hjá mér og það var sú virðing sem Hermann bar í bijósti fyrir Guðs heilaga orði. Ekki svo að skilja að hann færi svo mörgum orðum um þá hluti, en viðmót hans allt og framganga bar þess vottinn. Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á. (Davíðs sálmur 91,1-2.) Við hjónin vottum Guðbjörgu, börnunum og öllum ástvinum Her- manns innilegustu samúð og biðj- um Guð að blessa þau og styrkja. Blessuð sé minning Hermanns, frænda míns! Margrét Hróbjartsdóttir. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, og þó að von sé á honum, bregður manni alltaf þegar hann bankar á dyr. Ég vissi alltaf innst inni að hann afí minn, Hermann Þorsteinsson, myndi láta undan að lokum og fara yfir í annan heim, hlutverk hans hér á jörðu yrði senn á enda. Þegar ég fékk hringinguna um að afi væri dáinn fannst mér það óréttlátt, af hveiju þurfti hann að vera næstur, spurði ég sjálfán mig, og upp í huga mér komu allar þær samverustundir sem ég átti með afa. Efst í huga mér eru dagarnir sem ,ég átti uppi í Langholti á vorin, í þeim tilgangi að hjálpa við sauð- burðinn. Eflaust hefur afa þótt ég þvælast meira fyrir en gera eitt- hvað að gagni. Skemmtilegast fannst mér þegar við fórum í fjárhúsin að gá að ný- bornum lömbum, því aldrei var afi ánægðari en þegar hann fann ný- borið lamb. Áfi gekk alltaf með staf, þetta var enginn venjulegur stafur í augum tíu ára barns. Þetta var stafur sem var boginn í annan endann. Eftir eina ferð í fjárhúsið vissi ég til hvers hann var. Hann var til þess að afi gæti náð nýfædd- um lömbunum. Hann notaði bogna endann til að krækja um hálsinn á lömbunum og togaði þau varlega til sín þar sem hann eyddi dágóðum tíma í að bjóða þau velkomin í þessa framandi veröld sem beið þeirra. Afi hafði alltaf nóg að gera og meðan heilsan leyfði sá hann um kindurnar sínar sem voru honum allt, pijónaði sokka og vettlinga handa hinum og þessum, og þegar hlé var á pijónaskapnum stytti hann sér stundir og lagði kapal. Ég var nokkuð stolt yfir því að eiga afa sem kunni að pijóna. Afí lét aldrei fara mikið fyrir sér, sagði fátt en samt stafaði frá honum hlýju og öryggi sem ekki er hægt að tjá með orðum. Alltaf var stutt í brosið hjá afa, ég man í raun aldrei eftir honum öðruvísi en með góða skapið meðferðis. Hann tók því sem að höndum bar á þann hátt sem honum einum var lagið. Það brást aldrei að þegar maður kom blaðskellandi inn í Langholtið og tilkynnti komu sína með tilheyr- andi látum þá heilsaði afí bara bros- andi. Sat hann þá oftast í stólnum sínum við gluggann annaðhvort pijónandi eða leggjandi kapal, jú stundum svaf hann en það var aldrei lengi. Og var hann þá vanur að segja á sinn rólega hátt: „Nei, ert þú kominn?" Það verður tómlegt að koma að Langholti í dag, vitandi að þar verð- ur enginn afi sitjandi við gluggann til að heilsa og spjalla við um allt og ekkert, eða bara vera til staðar og hlusta. Það sem ég sé mest eftir er hversu sjaldan tími gafst til að fara upp að Langholti. Maður var alltaf á leiðinni eða færi bara um næstu helgi, spáði ekkert í það að einn daginn yrði afi ekki þar lengur. Manni fannst afí alltaf eins og því var eins og maður ætlaðist til þess að hann yrði áfram á sínum stað. Og eftir situr maður og nagar sig í handarbökin, en ég hugga mig við þá hugsun að afi hafi verið hvíldinni feginn. Hann var ekki maður til að liggja inni á spítala, háður hjálp annarra. Var þá ekki betra að leggja af stað yfir móðuna miklu? Það er sama hversu mörg ár eiga eftir að líða. Ég mun aldrei gleyma þér, afí minn, þú munt alltaf vera ofarlega í minningum mínum, sami gamli góði afínn sem tókst því sem að höndum bar með mikilli þraut- seigju. Ég veit að þér líður betur, hvar sem þú ert á þessari stundu, heldur en liggjandi á sjúkrahúsi, kannski með þá vissu í huga að þú kæmist aldrei aftur heim. Ég veit að þér verður vel tekið hinum megin og megi góður guð styrkja ömmu í sorg sinni, því það nær enginn að fylla tómið sem þú skild- ir eftir. Guðbjörg. Maðurinn minn, + RAGNAR STEFÁNSSON, Skaftafelli, lést fimmtudaginn 1. september. Laufey Lárusdóttir. + Faðir okkar, JÓN ÞORSTEINSSON, Dalbraut 27, áður Langholtsvegi 18, Reykjavik, lést á heimili sfnu 31. ágúst. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Austurbrún 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við Lögreglukór Reykjavíkur. Emilía Jónsdóttir, Björn Ágúst Einarsson, Einar H. Björnsson, Helga Björnsdóttir. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, HÖNNU LÍSBETAR JÓNMUNDSDÓTTUR, Bröttukinn 24, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til skátasystkina. Jón Sigurbjörnsson, Sigurbjörn og Kristinn Jónssynir. + Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug í veikindum og við andlát og útför KARÍTASAR KRISTÍNAR HERMANNSDÓTTUR, Garðarsbraut 44, Húsavík, Guð veri með ykkur. Steingrímur Birgisson, Birgir Steingrímsson, Steinunn Áskelsdóttir, Ásgeir H. Steingrímsson, Anna Guðný Aradóttir og barnabörn. + Öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tenga- móður, ömmu og langömmu, JUDITHAR M. SVEINSDÓTTUR, Langholti 14, Akureyri, þökkum við af alhug. Sérstakar þakkir til Baldursbrá kvenna og sóknarnefndar Glerárkirkju. Bergsteinn Garðarsson, Barbara Ármanns, Sigfús Skúlason, Sigurveig Bergsteinsdóttir, Gunnar Björgvinsson, Jónas Bergsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.