Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 44

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 44
44 LAUGARDAGUR 3. SEPl'EMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR TENNIS / OPNA BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ Lendl varð að hætta öðru sinni BANDARÍSKA meistaramótið í tennis hófst um síðustu helgi. Það helsta sem borið hefurtil tíðinda er að Boris Becker og Goran Ivanisevic féllur úr keppni strax í 1. umferð og Ivan Lendl varð að hætt í miðj- um leik vegna bakmeiðsla ann- að árið í röð. Steffi Graf hefur sýnt mikið öryggi í kvenna- flokki og er komin í 3. umferð og gæti unnið f fjórða sinn. Lendl er orðinn 34 ára og þrisv- ar sigrað á bandaríska meist- aramótinu. Hann var að taka þátt í 16. sinn, en varð að hætta keppni í 2. umferð í leik gegn Bernd Karbaeher frá Þýskalandi á fimmtudag. Svíinn var yfir 6-4, 7-6, 1-0 þegar hann þurfti að yfir- gefa völlinn og gefa leikinn. „Það er alltaf leiðinlegt að geta ekki klár- að leik, en verkurinn var of mik- ill,“ sagði Lendl sem átta sinnum hefur leikið til úrslita á mótinu, en hann varð einnig að hætta keppni í fyrra vegna meiðsla. Andre Agassi lenti í kröppum dansi gegn Frakkanum Guy Forget í gær. Agassi átti erfitt uppdráttar allt síðastliðið ár, en virðist vera að koma upp aftur og sigraði 6-3, 7-5, 6-7 og 6-2 og stóð leikurinn yfir í tæpar þrjár klukkustundir. „Að geta komið svona til baka seg- ir manni að ég er til í hvað sem er,“ sagði Agassi sem varð Wimble- donmeistari fyrir tveimur árum. Steffi Graf virðist til alls líkleg í kvennaflokki. Hún sigraði Söndru Cacic, 19 ára frá Bandaríkjunum, 6-0 og 6-2 og tók leikur þeirra að- eins 55 mínútur. „Ég hefði kannski viljað fá aðeins erfíðari leik, en ég fann mig vel,“ sagði Graf. Reuter Andre Agassi er hér í leik gegn Guy Forget í 2. umferð á opna bandaríska meistaramótinu og gefur ekkert eftir. Agassi sigraði 6-3 7-5 6-7 og 6-2 í jöfnum og spennandi leik og er kominn í 3. umferð. KNATTSPYRNA GOLF | UM HELGINA Tomas Brolin kemur á mánudag Sænska landsliðið kemur til íslands á sunnudag og verður fyrsta æfingin á Tungubakkavelli kl. 18. Liðið mun gista á Hótel Sögu. Tomas Brolin kemur þó ekki til íslands fyrr en á mánudag því hann leikur með Parma gegn Cremonese í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar á sunnudag. Um 50 sænskir fréttamenn hafa hoðað komu sína til landsins og koma þeir flestir í dag. Ekki er búist við nema um hundrað sænsk- um áhorfendum á leikinn. „Það er allt of dýrt að koma til íslands,“ sagði sænskur blaðamaður aðspurður um sænska áhorfendur. HLIÐARENDI í DAG KL. 16.00 ALUR - ÞÓ VALSMENN, fjölmennum og hvetjum okkar menn til sigurs. Athugið leiktímann Lokabaráttan í stigakeppninni LOKABARÁTTAN ístigakeppn- inni til landsliðs verður háð í Vestmannaeyjum um heglina en þar fer fram fimmta og síð- asta stigamótið í sumar, Opna Stöðvar 2 mótið. íslandsmeist- ararnir, Sigurpáll Geir Sveins- son og Karen Sævarsdóttir, eru með forystu fyrir síðustu um- ferðina. að er að miklu að keppa því þau tvö efstu í hvorum flokki komat í landsliðin sem taka þátt í Heimsmeistaramótinu. Að auki mun Ragnar Ólafsson einvaldur karlaliðsins velja tvo til viðbótar þannig að íslenska sveitin verður skipuð fjórum körlum. Kvennasveit- in er hins vegar skipuð þremur kylfingum og mun Kristín Pálsdótt- ir velja eina stúlku auk þeirra sem vinna sér rétt. Heimsmeistarakeppni karla, Eis- enhower Trophy verður i París 6. til 9. október en Esperito Santo Trophy, kvennamótið verður á sama stað 28. september til 1. október. Staðan hjá körlunum er þannig að Sigurpáll Geir er með 263 stig, Sigurjón Arnarsson úr GR hefur 244 stig, Björgvin Sigurbergsson úr Keili 242, Birgir Leifur Hafþórs- son úr Leyni 241 og Sigurður Haf- steinsson úr GR 236. Þrír kylfingar geta ekki verið með vegna náms í Bandaríkjunum, Kristinn G. Bjarnason Leyni, sem er með 243 stig, Björn Knútsson úr Keili með 227 stig og Þórður E. Ólafsson Leyni með 219 stig. Stigin eru reiknuð út frá erfið- leikastuðli vallarins og sá sem leik- ur á SSS vallar fær 25 stig og síð- an eitt stig frá fyrir hvert högg yfir SSS og eitt stig fæst fyrir hvert högg undir SSS. Að auki fær sigur- vegari mótsins fimm stig fyrir sig- urinn. Karen hefur 187 stig í kvenna- flokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR kemur rétt á eftir með 184 stig. Síðan koma Ólöf María Jónsdóttir, Keili, 178 stig, Herborg Arnarsdótt- ir GR með 176 og Þórdís Geirsdótt- ir úr Keili er með 167 stig. Karen er farinn til Bandaríkjanna og verð- ur því ekki með þannig að baráttan stendur milli hinna stúlknanna því nokkuð víst má telja að Karen verði valin af landsliðseinvaldinum. Tvö efstu sætin gefa því sæti á HM. FELAGSLIF Haustæfingar skíðadeildar Ármanns Skíðadeild Ármanns mun hefja haustæfing- ar sínar fyrir alla aldursflokka mánudaginn 5. september. Æfingar eru annars vegar f Ármannsheimilinu við Sigtún og hins vegar í Laugardal. Nýjir félgar eru velkomnir. Æfingar fyrir 8 ára og yngri eru kl. 18.00, 9 - 12 ára kl. 17.00, 13 - 16 ára kl. 16.00 og 17 ára og eldri kl. 18.00. Skráning og afhending æfingatöflu fer fram í Ármanns- heimilinu á mánudaginn. Nánari upplýs- ingar í símsvara skíðadeildar Ármanns (620005). iapanskar skylmingar rr\ (0 r ® lröpifl ™FRAIVS Nú í september hefjast að nýju æfingar í japönskum skylmingum hjá Kendofélagi Reykjavíkur og er þetta níuni veturinn sem boðið er upp á kennslu í þessum greinum. Skylmingarnar skiptast í tvær greinar, Kendo og laido. Leiðbeinandi i vetur verður Tryggvi Sigurðsson 4. Dan og Ingólfur Björgvinsson 2. Dan. Nánari upplýsingar í síma 811080 (Ingólfur). -------------------- Leiðrétting KR-völlur v/ Frostaskjól laugardaginn 3. september kl. 14.oo Ranghermt var í þriðjudagsblaðinu að grind, sem notuð var fyrir ljóskastara í bik- arkeppni FRÍ um helgina, hefði komið frá KR-klúbburinn verður með hádegissnarl frá kl. 12.oo í félagsheimilinu. wL, adidas Nýkrýndir bikarmeistarar KR þakka Skeljungi, svo og öllum þeim fjölda sem studdi KR dyggilega í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar. 1111 FORMPRENT Borgarleikhúsinu. Að sögn Jóns Magnús- sonar, verkstjóra á Laugardalsvelli, var þessi listasmíð hönnuð og smiðuð af starfs- mönnum á íþróttavöllum Ileykjavíkur. Eins var sagt að HSÞ hafi unnið sér sæti í 1. deild í fyrsta sinn, en það er ekki rétt því HSÞ hefur átta sinnum keppt í 1. deild. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: Vestm’eyjar: ÍBV-Stjarnan...........kl. 14 KR-völlur: KR-Fram..................kl. 14 Kópavogsvöllur: UBK-ÍA..............kl. 14 Keflavfk: ÍBK-FH....................kl. 14 Valsvöllur: Valur-Þór...............kl. 16 1. deild kvenna: Stjörnuvöllur: Stjaman - Haukar.....kl. 14 Egilsstaðir: Höttur-Valur...........kl. 14 2. deild karla: Akureyrarvöllur: KA-Fylkir..........kl. 14 3. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Dalvík .....kl. 16 Borgarnes: Skallagrímur - BÍ.......kl. 14 íjölnisvöllur: Fjölnir - Völsungur.kl. 17 4. deild, undanúrslit: Fyrri leikir: Eyrarbakkavöllur: Ægir-Magni.......kl. 14 Siglufjörður: KS-LeiknirR..........kl. 14 2. deild kvenna, úrslitakeppni: Fjölnisvöllur: Fjölnir-ÍBA.........kl. 14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Akranes: íA - Breiðablik...........kl. 14 KR-völlur: KR-Dalvík...............kl. 14 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Grindavík.......kl. 14 Víkingsvöllur: Víkingur-Leiftur....kl. 14 Þróttarvöllur: Þróttur - Þróttur N......kl. 14 Kópavogsvöllur: HK-lR..............kl. 14 3. deild karla: Sauðárkókur: Tindastóll - Haukar...kl. 14 Handknattleikur Reykjavíkurmótið Mótinu verður framhaldið í Seljaskóla og íþróttahúsinu Austurbergi í dag og á morg- un. I dag verður leikið undanúrslitum en á morgun verður leikið um Reykjavíkurmeist- aratitilinn í Austurbergi kl. 20.00. Körfuknattleikur Reykjanesmótið í dag verður einn leikur í mótinu. Grinda- vík og ÍBK leika í Grindavík kl. 16. Fjölskylduganga Bjölskylduganga Iþróttafélags kvenna verð- ur í dag, laugardaginn 3. seþtember, og verður um að ræða heilsubótargöngu upp á Skálafell. Göngunni verður skipt í tvo styrkleikaflokka, kraftgöngu og fjölskyldu- göngu, og verður lagt upp frá skíðaskála félagsins, Laugarhóli í Skálafelli, klukkan 13. Að göngu lokinni verður boðið upp á hressingu í skálanum. Keila Kyndil-keilumótið verður haldi í Öskjuhlíð- inni i kvöld kl. 20 á vegum H.K. og Keilu- hallarinnar. Sund Á morgun sunnudag fer fram í sundkeppni fyrir almenning, Kópavogssundið 1994, í Sundlaug Kópavogs. Fyrir 500 metra sund er veittur bronsverðlaun, 1.000 metra silfur og 1.500 metra gullverðlaun. Frítt í sund Sundlaugin á Seltjarnarnesi heldur upp á 10 ára starfsafmæli á mánudag, 5. septem- ber, og í tilefni tímamótanna verður aðgang- ur ókeypis í sund á afmælisdaginn. Golf Stigamót verður í Vestmannaeyjum, fimmta og síðasta golfmótið, Opna Stöðvar 2 mót- ið, sem gefur stig til landsliðs hefst í dag og lýkur á morgun. Sveitakeppni GSÍ Þriðja deild karla verður leikinn á Hellu um helgina, en mótinu varð að fresta á Eski- fírði um síðustu helgi vegna vatnselgs á vellinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.