Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 47
DAGBÓK
VEÐUR
* * * * Rigning
% Slydda
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
■I^KI
%%%% Snjókoma V
Sunnan, 2 vindstig. 10° Hitastig
Vindonn synir vmd- __
stefnu og fjöðrin = Þoka
vindstyrk, heil fjðður 4 4
er 2 vindstig. *
Súld
VEÐURHORFURí DAG
Yfirlit: Við austurströnd Grænlands vestur af
íslandi er nærri kyrrstæð 985 mb lægð sem
grynnist. Við austurströnd landsins er lægðar-
drag sem þokast austur. Skammt suður af
Nýfundnalandi er vaxandi 1.002 mb lægð sem
hreyfist allhratt norðaustur.
Spá: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt um
allt land. Smáskúrir sunnanlands og vestan
en léttskýjað norðan til. Hiti verður á bilinu
10-19 stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
Sunnudag: Suðaustan- og austankaldi og rign-
ing um austanvert landið, en austan- og norð-
austangola eða kaldi og þurrt um vestanvert
landið. Hiti 8-16 stig.
Mánudag og þriðjudag: Suðaustan- og aust-
anátt um allt land, víðast kaldi eða stinning-
skaldi. Dálítil rigning um sunnan- og austan-
vert landið, þurrt að mestu norðan- og vestant-
il. Hiti 7-14 stig.
Veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 6.45, 7.30,
10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími
Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
Fyrir ferðamenn: 990600 og síðan er valið 8.
FÆRÐ Á VEGUM
(Kl. 17.30 í gær)
Færð á vegum er yfirleitt góð, en gæta verður
varúðar á svæðum þar sem unnið er að vega-
gerð. Hálendisvegir eru yfirleitt opnir jeppum
og öðrum fjallabílum. Nánari upplýsingar um
færð eru veittar hjá þjónustudeild Vegagerðar-
innar í Reykjavík í símum: 996316 (grænt núm-
er) og 91-631500. Einnig eru veittar upplýs-
ingar um færð á vegum í öllum þjónustustöðv-
um Vegagerðarinnar, annarsstaðar á landinu.
Yfirlit á hádegi í
m
H Hæð L Lægð
Kuldaskil
Hitaskil
Samskil
Helstu breytingar til dagsins í dag: Lægðardrag yfir austur-
strönd landsins þokast austur. Lægðin við Grænland grynnist.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að fsl. tíma
Akureyri 17 hálfskýjað Glasgow 17 léttskýjað
Reykjavík 12 úrkoma í grennd Hamborg 21 skýjað
Bergen 18 léttskýjað London 19 léttskýjað
Helsinki 18 skýjað Los Angeles 19 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 þokumóða Lúxemborg 16 skýjað
Narssarssuaq Madríd
Nuuk 2 léttskýjað Malaga 26 heiðskírt
Ósló 15 alskýjað Mallorca 28 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað Montreal 9 skýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað NewYork 16 léttskýjað
Algarve 24 heiðskírt Ortando 24 léttskýjað
Amsterdam 18 skýjað París 18 skýjað
Barcelona 27 léttskýjað Madeira 24 hálfskýjað
Berlín 21 alskýjað Róm 27 skýjað
Chicago Vín 24 skýjað
Feneyjar 20 þrumuveður Washington 18 skýjað
Frankfurt 21 skúr Winnípeg 5 lágþokubléttir
REYKJAVÍK: Árdegisflóð kl. 4.39 og siðdegisflóð
kl. 16.56, fjara kl. 10.49 og 23.16. Sólarupprás
er kl. 6.14, sólarlag kl. 20.35. Sól er í hádegis-
stað kl. 13.25 og tungl í suðri kl. 11.24. ÍSA-
FJÖRÐUR: Árdegisflóð kl. 6.41 og síðdegisflóð
kl. 18.51, fjara kl. 0.40 og 12.45. Sólarupprás er
kl. 5.13. Sólarlag kl. 19.48. Sól er í hádegisstað
kl. 12.32 og tungl í suðri kl. 10.30. SIGLUFJÖRÐ-
UR: Árdegisflóð kl. 9.04 og síðdegisflóð kl. 21.05,
fjara kl. 2.47 og 14.49. Sólarupprás er kl. 5.55.
Sólarlag kl. 20.07. Sól er í hádegisstað kl. 13.14 og tungl í suðri kl.
11.12. DJÚPIVOGUR: Árdegisflóð kl. 0.53 1.44 og síðdegisflóð kl. 14.11,
fjara kl. 7.48 og kl. 20.22. Sólarupprás er kl. 5.43 og sólarlag kl. 20.07.
Sól er í hádegisstað kl. 12.56 og tungl í suðri kl. 10.54.
(Morgunblaðiö/Sjómælingar íslands)
Krossgátan
LÁRÉTT:
1 þreklítill, 8 hiuti
lauds, 9 stækja, 10 veið-
arfæri, 11 skyldmennið,
13 peningar, 15 lífs, 18
smáaldan, 21 of lítið,
22 hugaða, 23 ræfils,
24 hjálpar.
LÓÐRÉTT:
2 þor, 3 þreyttur, 4
kaka, 5 ber, 6 fjalí, 7
skordýr, 12 þegar, 14
ótta, 15 í fjósi, 16 tíð-
ari, 17 fugls, 18 ilmur,
19 vegg, 20 þefa.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 flaga, 4 sekks, 7 lygar, 8 ósmár, 9 sær,
11 nára, 13 eiri, 14 nakin, 15 fom, 17 naum, 20 arf,
22 orðan, 23 eimur, 24 tunna, 25 tæran.
Lóðrétt: 1 falin, 2 argar, 3 aurs, 4 stór, 5 kamri, 6
syrgi, 10 æskir, 12 ann, 13 enn, 15 frost, 16 ræðin,
18 armur, 19 merin, 20 ansa, 21 feit.
í dag er laugardagur 3. septem-
ber, 246. dagur ársins 1994. Orð
dagsins er: Ég bauð bak mitt
þeim, sem börðu mig, og kinnar
mínar þeim, sem reyttu mig. Ég
byrgði eigi ásjónu mína fyrir
háðungum og hrákum.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í
gær fóru Ásbjörn, Trit-
on, Úranus, Jón Bald-
vinsson, Orfirisey og
Freyja. Þá komu olíu-
skipið Travistern og
danska herskipið Thet-
is. í gær komu Kyndill
og Jakob Kosan. Út
fóra Stapafell, Europe
Feder og farþegaskipin
Ala Tarasova og Royal
Princess.
Hafnarfjarðarhöfn: í
fyrradag fór Auriga 4
veiðar og Jakop Tols-
trup kom til Straums-
(Jes. EO, 6.)
víkur. í gær kom Mikael
Cheremnyk með timb-
ur og Jakob Kosan fór
til Reykjavíkur.
Fréttir
Viðey. í dag kl. 14.15
verður farin hálfs ann-
ars tíma gönguferð um
norðurströnd Viðeyjar,
frá eystri túngarðinum
og vestur á Eiði. Jafn-
framt verður þeim, sem
þess óska, leiðbeint við
kúmentínslu. Veitinga-
húsið í Viðeyjarstofu er
opið og hestaleigan
starfrækt. Bátsferðir
verða úr Sundahöfn á
heila tímanum frá kl.
13. Síðasta eftirmið-
dagsferðin í land verður
kl. 17.30 en kl. 19 hefj-
ast kvöldferðir.
Á morgun sunnudag
verður staðarskoðun kl.
15.15 sem tekur um þrjá
stundaríjórðunga og
hefst í kirkjunni, þá er
fomleifagröfturinn
skoðaður og annað
áhugavert í nágrenni
Viðeyjarstofu. Veitinga-
húsið í Viðeyjarstofu er
opið og hestaleigan
starfrækt.
Mannamót
Vinalína, símaþjónusta
Rauða kross íslands fyr-
ir alla 18 ára og eldri,
heldur kynningarfunck
mánudaginn 5. sept. kl.
20 í Þverholti 15. Nám-
skeið fyrir væntanlega
sjálfboðaliða verður svo
haldið um miðjan sept-
ember. Vinalínan hefur
verið starfrækt í rúm-
lega tvö ár og er opin
kl. 20 til 23 öll kvöld og
er fyllstu nafnleyndar
gætt í samtölum. Fund-
urinn er opinn öllum
þeim 25 ára og eldri sem
hug hafa á að gerast
sjálfboðaliðar.
Rauði krossinn
ÍSLANDSDEILD
Rauða krossins held-
ur upp á 70 ára af-
mæli sitt um þessar
mundir en alþjóðlegi
Rauði krossinn er
mun eldri. Hann var
stofnaður árið 1863
af Svisslendingum
Henry Dunant en
honum blöskraði svo
að sjá sár manna í
orustunni við Sol-
ferno, eða Heljar-
slóðarorustu, að
hann hvatti til stofnunar skipulagðra sveita til að hlynna að
særðum hermönnum. Höfuðstöðvar Rauða krossins eru í Genf
en samtökin starfa í 145 löndum. Samtökin skiptast í raun í tvennt.
Annars vegar er Alþjóðasamband Rauða krossins sem er sam-
band landsfélaga, og hins vegar er Alþjóðaráð Rauða krossins
sem er eingöngu mannað Svisslendingum en kostað af aðildar-
ríkjum Genfarsáttmálans. Stofnanirnar tvær starfa saman að
ýmsum verkefnum en skipta jafnframt með sér verkum á
ýmsum sviðum. Tákn Rauða krossins er svissneski fáninn með
öfugum litum.
^EssmassBr
sem hægt er að fá í
tveimur breiddum
50 eða 60 cm.
Fæst með eða án
blástursofns.
41.952 kr
Heimilistæki hf
Umboðsmenn um land allt.