Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 48
MICROSOFT. einarj. WlNDOWS SKULASON HF MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn í körfubolta VINSÆLDIR körfubolta fara sífellt vaxandi hér á landi; á malbiksreitum í íbúðarhverfum spretta körfuboltaspjöldin upp eins og gorkúlur og við flest þeirra má ganga að því vísu að sjá stráka eins og þessa skemmta sér meðan ratljóst er. Tvö bandarísk fyrirtæki kanna aðstæður hér íhuga að byggja sinkverksmiðj u FULLTRÚAR tveggja stórra bandarískra fyrirtækja á sviði sinkfram- leiðslu eru væntanlegir til landsins í næstu viku. Þeir munu kanna aðstæður til að reisa verksmiðju og hefja framleiðslu á sinki á Suðvest- urlandi. Leiði kannanir bandarísku aðilanna til þess að ákvörðun verði tekin um að reisa sinkverksmiðju hérlendis yrði það gert í samvinnu fyrirtækjanna tveggja. Áhugi bandarísku aðilanna er fyrst og fremst til kominn vegna ódýrrar orku og tollfrjáls aðgangs að Evrópumarkaði. Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar hóf í ársbyijun markaðskynningu í Bandaríkjunum þar sem haft var samband við 700 fyrirtæki sem stunda orkufrekan iðnað, en alls stunda í Bandaríkjunum 16 þúsund fyrirtæki slíkan iðnað. Garðar Ingvarsson forstöðu- maður Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar segir að fyrirtækin tvö séu stór á RAÐHERRAR Alþýðuflokks hafa gert mjög eindregna tillögu innan ríkisstjórnar um að hátekjuskattur verði framlengdur um eitt ár, að sögn Sighvats Björgvinssonar, heil- brigðis-, viðskipta- og iðnaðarráð- herra. Samkvæmt giidandi lögum á skatturinn að falla niður um ára- mót. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í Morgunblaðsviðtali í gær að ekki væri gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að hátekju- skatturinn yrði framlengdur. Að sínu sviði. Hann segir að þetta mál sé þó enn á algeru frumstigi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er annað fyrirtækið Zink Corpor- ation sem er hluti af stærri sam- steypu. Bandaríkjamennirnir ætla að kynna sér aðstæður hér á landi á víðum grunni og kynnast íslenska þjóðfélaginu. Einnig ráðgera þeir að kynna sér það sem lýtur að orku- málum auk þess sem hafnamál og sögn Sighvats er ekki búið að ræða tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins í ríkisstjórninni en hann sagði að þetta væri afstaða Alþýðuflokks- ráðherranna og þeir myndu fýlgja því fast eftir að hátekjuskatturinn yrði framlengdur út næsta ár. Sagði hann að ríkisstjórnin myndi væntanlega ræða tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins á fundi sínum næstkomandi þriðjudag og sagðist gera ráð fyrir að mætti ljúka þeirri umræðu fljótlega í framhaldi af því. lóðamál á Suðvesturlandi verða sér- staklega könnuð. Einnig munu þeir afla sér upplýsinga um launakostn- að hér, verkalýðsmál og ekki síst hvaða aðferð henti best hér á landi við vinnslu á sinki. Skoða eingöngu Suðvesturland Garðar segir áhuga bandarísku aðilanna fyrst og fremst til kominn vegna ódýrrar orku sem býðst hér- lendis auk þess sem slíku fyrirtæki byðist tollfijáls aðgangur að Evr- ópu. Hann sagði Bandaríkjamenn- ina ætla að gera sína fyrstu athug- un sem segja mætti að væri nokk- urs konar kostnaðarnálgun í þess- ari heimsókn. Bandarísku aðilarnir sem hingað koma í næstu viku munu eingöngu skoða uppsetningu verksmiðju á Suðvesturlandi og segir Garðar að fyrirtæki af þessu tagi hafi fyrst og fremst þá staðsetningu í huga þegar fjárfestingarkostir af þessu tagi eru skoðaðir. Þorsteinn I. Sigfússon prófessor segir til fjölmargar aðferðir til að vinna sink úr málmgrýti og þær séu misjafnlega hreinlegar. Rafgreining telst ekki hreinleg þar sem notuð er brennisteinssýra við vinnsluna. „Ég vona að þarna sé um að ræða bræðsluferli en í því eru m.a. sink- og blýsambönd hituð í ofnum. Sinkgufa sem verður til við hitunina er kæld og málmurinn látinn storkna með kælingu. Þetta er hreinlegt ferli,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að mikil raforka sé not- uð við bræðsluferlið. Þriðjungur allrar heimsfram- leiðslu á sinki, sem er 6-7 milljónir tonna á ári, er notaður til þess að húða stál gegn tæringu. Ráðherrar Alþýðuflokksins Hátekjuskatturinn verði framlengdur Framkvæmdastjóri Seifs vill að reyndar verði nýjar leiðir í síldarsölu „RÚSSAR hafa lýst áhuga á að kaupa síld beint af íslenskum bátum og það gæfi okkur möguleika á þokkalegu söluverði, í stað þess að stór hluti síldarinnar færi í bræðslu. Mér sýnist sem íslendingar séu að detta út af hinum hefðbundna síld- armarkaði, enda er landvinnslan hér ekki samkeppnishæf við vinnslu í nágrannalöndunum. Þess vegna ætt- um við að kanna alvarlega hvort ekki komi til greina að selja síldina beint um borð í rússnesk verksmiðju- skip, líkt og gert er víða annars stað- ar,“ sagði Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Seifs hf. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, segir að engar við- ræður séu í gangi við Rússa vegna þessa, enda sé sala um borð í erlend verksmiðjuskip bönnuð. Tekjur af öðru en síldarsölunni Ævar Guðmundsson sagði að ís- lendingar yrðu að taka sig saman í andlitinu og laga veiðarnar að mark- aðinum. „Við erum í blindgötu með hefðbundna sölu, enda eigum við fáar, ef nokkrar, vinnslustöðvar sem standast samanburð við vinnslu- stöðvar erlendis. Það er eðlilegt, því þar eru menn að vinna síld allt árið og geta þess vegna fjárfest í tækj- ÆVAR Guðmundsson segir að íslendingar séu að detta út af hin- um hefðbundna síldarmarkaði, enda sé landvinnslan hér ekki samkeppnishæf við vinnslu i nágrannalöndunum. Auknar tekjur með sölu til vinnsluskipa um, sem íslendingar ráða ekki við að kaupa miðað við þriggja mánaða síldarvinnslu á ári.“ Ævar sagði að sölu til rússneskra skipa fylgdu ýmsir kostir, til dæmis myndi þjónusta við skipin hér á landi auka tekjurnar enn frekar. „Þetta er auðvitað viðkvæmt mál, vegna atvinnusjónarmiða í landi, en ef afturhaldssemin fær að ráða fer megnið af síldinni í bræðslu. Ég hef enga trú á að allur síldaraflinn fari úr íslenskum skipum yfir til Rússa, heldur verði aðeins um einhver þús- und tonn að ræða. Landvinnsla héldi áfram, en hana þyrfti að endurskoða og leggja til dæmis áherslu á flökun í nýtísku vélum.“ Bannað méð lögum Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að hugmyndir í þessa veru hefðu komið upp áður, en menn vildu gleyma því að lögum samkvæmt væri erlendum verksmiðjuskipum bannað að taka afla um borð innan islenskrar lög- sögu. Ekki væru heimildir í lögunum um undanþágur frá þessari reglur og því væru engar viðræður í gangi við Rússa vegna þessa. ■ Síldarstofninn sterkur/6 Heimtuðu sjónvarps- tækið LÖGREGLA leitar tveggja pilta um tvítugt, sem talið er að hafi villt á sér heimildir, er þeir reyndu í fyrrakvöld að komast yfir sjónvarpstæki á heimili í Reykjavík undir því yfirskini að þeir væru innheimtumenn Rík- isútvarpsins. Mennirnir kvöddu dyra í húsi í vesturbænum og framvísuðu gjaldföllnum reikningi frá RÚV á nafn húsráðandans og bréfi sem undirritað var af borgar- fógeta í Reykjavik, en embætti hans var lagt niður 1. júlí 1992. I bréfinu sagði að heimilt væri að gera sjónvarpstæki húsráð- andans upptækt vegna van- skila. Bréfið var skrifað á venju- legan vélritunarpappír. Húsráðandinn taldi sín af- notagjöld í skilum og neitaði að láta sjónvarpstækið af hendi og fóru mennirnir við svo búið. Húsráðandinn hélt hins vegar eftir reikningnum og bréfinu, sem lögregla telur falsað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.