Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 19,94
MORGUNBLAÐIÐ
eftir Ólaf Helga Kjartansson
LÖG unga fólksins voru eini
tónlistarþátturinn í útvarpinu.
Utvarpið var aðeins eitt nema
fyrir þá sem gátu náð „kanan-
um“ og bjuggu á suðvestur-
horninu. Ef Haukur Morthens,
Erla Þorsteins og KK voru í
uppáhaldi eða klassísk tónlist
dugði útvarpið. Úti í sveit voru
lög unga fólksins vikuleg hátíð.
Þar mátti heyra Shadows, Cliff
Richards, Elvis Presley og Bítl-
ana þegar þeir slógu í gegn og
tónlistin fór að öðlast nýjan
hljóm og nýtt líf. Þegar bítla-
æðið rann á alla meira og
minna breyttist útvarpið, heim-
urinn breyttist. Ekkert var
stórfenglegra en þessir ungu
drengir með ennistoppinn í
kragalausu jakkafötunum (þau
voru reyndar svolítið hallæris-
leg). Skórnir voru hins vegar
æði, támjóir með háum hælum.
En svo gerðist það 1964 að
Rolling Stones gerðu vart við
sig í útvarpinu. Bítlarnir
fölnuðu, enda Stones, eða
Rollingarnir í daglegu tali,
hrein uppspretta krafts orku
eitthvað ferskt, þótt þeir
semdu ekki lögin sín sjálfír
eins og Bítlarnir. Svo undar-
lega sem það kann að hljóma
rekur mig ekki minni til að
hafa ekki heyrt fyrsta smá-
skífulagið þeirra (7. júní
1963) fyrr en 1969. En lag
þeirra Johns Lennons og
Pauls McCartneys „I wanna
be your man“ var alltaf miklu
betra með Rolling Stones en
Bítlunum. Reyndar eru ýmsir
ágætir vinir mínir ekki sam-
mála þessari túlkun. En er
ekki hveijum manni nóg að
hafa fundið sannleikann
sjálfur?
Sagan segir að félagarnir
Jagger og Richards hafi ver-
ið í vandræðum með að fínna
gott lag á aðra smáskífu
hljómsveitarinnar. Fram-
kvæmdastjóri þeirra til nokk-
urra ára, Andrew Loog Old-
ham, hafði um nokkurt skeið
unnið fyrir Brian Epstein,
sem hafði samsvarandi hlut-
verki að gegna hjá Bítlunum.
Oldham hafði haft það hlut-
verk að vera fjölmiðlatengill
Bítianna í upphafi og getið
sér gott orð fyrir að ná at-
Í þá gömlu góóu
daga i upphafi
frœgóarferils-
ins.
hygli blaða- og útvarps-
manna. Hann þekkti Bítlana
og þegar hann hitti þá á götu
nefndi hann lagaskortinn.
Paul og John töldu lítið mál
að bjarga þessu og fylgdu
honum í upptökuverið. Þar
fylgdust Rollingarnir með því
hvemig hugmynd þessara
tveggja lagahöfunda, sem enn
eru af mörgum taldir með
þeim merkustu, urðu að lagi
eftir því sem leið á vinnsluna.
Þar mun þeirra eigin áhugi
hafa kviknað.
Árangurinn var afbragð og
30 árum seinna kitlar hann
enn taugarnar sem stjórna
hreyfingum fótanna og gleður
sálina.
♦
Aþessum árum vora plötu-
spilarar ekki til á hveiju
heimili, hvað þá tveir eða þrír
eins og raunin er nú með
geisiaspilarana. Til var plötu-
spilari á heimilinu og nokkrar,
reyndar ótrúlega margar plöt-
ur að sjálfsögðu 78 snúninga,
hnullungar, sem brotnuðu ef
maður missti þá í gólfið. Elzti
bróðirinn á heimilinu, orðinn
16 ára og farinn að vinna á
sumrin, keypti plötur. Þær
voru svo sannarlega fyrir-
brigði nýja tímans, léttar og
meðfæriiegar, litlar og örlítið
sveigjanlegar. En hann keypti
bara stórar plötur með Bítlun-
um, „Hard days night“,
„Help“ og því um líkt. Stórar
plötur hétu þá tólf laga plötur
í útvarpinu, sem var glugginn
eða öllu heldur eyrað að um-
heiminum.
Að vísu slæddist annað
með, en þá litlar. plötur ýmist
tveggja eða fjögurra laga,
Dave Clark Five, Hollies, Se-
archers, Kinks, sem reyndar
voru heldur í áttina að Rolling
Stones, og loks þegar „Sat-
isfaction" kom út 1965 barst
hún á heimilið. Foreldrarnir
gerðu sér skyndilega ágæta
grein fyrir því að tónlist Bítl-
anna var hreint ekki svo slæm,
Michelle og Yesterday voru
ekki lengur talin bítlagaul
heldur tónlist. Allt vegna þess
Ljósmynd Mbl./Ólafur Helgi Kjartansson
Þcssa mynd fók höfundur á
fónleikum Rolling Stones i
Newcastle á Eng-
landi, 18. iúli 1990.
að þessir ógeðfelldu, síð-
hærðu, illa greiddu óróaseggir
höfðu náð inn á heimilið með
sína snjöllu gagnrýni á gervi-
mennsku auglýsinga og fjölm-
iðlunar. Reyndar var sú góða
staðreynd falin unz mála-
kunnáttan varð betri. En tólf
laga plöturnar voru áfram
annað, Rubber Soul, með hin-
um og Sounds like Searchers,
en ekkert með uppáhalds-
hljómsveitinni.
Plötueigandanum líkaði
ekki að yngri bróðirinn
tók sér ævinlega bessaleyfi til
að spila „Satisfaction" og bak-
hliðarlagið „Spider and the
Fly“ svo að með tímanum
dofnuðu hljómamir verulega
og rispum fór fjölgandi. En
áhuginn á blús og rytma tón-
list var vaknaður og hefur
ekki sofnað síðan.
En Útvarpið hélt okkur
nokkuð við efnið. „Not fade
away“, eftir Buddy Holly,
heyrðist nokkrum sinnum og
„It’s all over now“ sló svo í
gegn að það var stundum spil-
að á dansskemmtunum í
barnaskólanum á Ljósafossi.
Innst inni fann maður þessa
óskilgreindu tilfinningu að í
-I