Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11 SEPTEMBER 1994 B 5
skólastofunni væri örstutta
stund lítill afkimi hins stóra
heims. Eins konar snögg
heimsókn, en afar velkomin.
„Little red rooster" þessi frá-
bæri blússlagari Willys Dix-
ons, sem síðar kom í ljós að
náð hafði toppi vinsældalist-
ans í Bretlandi heyrðist ein-
staka sinnum. „The last time“
fyrsta lagasmíð þeirra félag-
anna Jaggers og Richards sem
hlaut verulegar vinsældir náði
líka eyrum í Grímsnesinu.
Hvað skyldi annars skáldinu
Tómasi Guðmundssyni, sem
fæddur var og uppalinn á
næsta bæ, Efri-Brú, hafa
fundizt um þessa nýju liðs-
menn skáldagyðjunnar? En
hvorki Grímsnes né Grafning-
ur voru lengur með öllu óhult-
ir fyrir þessum listamönnum,
sem þeirra eigin landsmenn
höfðu reyndar oftast niðrandi
lýsingar um.
En héðan í frá voru þeir
beztir hvort sem sú vissa
var fyllilega meðvituð eða
ekki. Sú tólf laga plata, sem
fyrst vakti verulega athygli á
öðru en vinsældalistalögum
þeirra félaganna var After-
math. Sú gæðaplata kom út
í apríl 1966 og var reyndar
14 laga og um það leyti fóru
sveitaunglingar að átta sig á
því að tommurnar tólf, sem
sýndu stærð plötunnar, höfðu
greinilega villt góðum og
gegnum útvarpsmönnum sýn.
Mörg laga plötunnar náðu vin-
sældum í vikulega „hátíðar-
þættinum". í sveitinni um
sumarið blundaði alltaf sú von
að ekki þyrfti að hirða á
þriðjudagskvöldum. Stundum
kom það fyrir en lög eins og
hið ódauðlega „Lady Jane“,
sem reyndar vann nokkra á
mitt band og að sjálfsögðu
hljómsveitarinnar, síaðist
óafmáanlega inn í vitundina.
Á þessum tíma höfðu heyrzt
óljósar sögur af því að íslenzk-
ir aðdáendur Bítlanna annars
vegar og Rolling Stones hins
vegar leystu deilur um það
hvor væri betri með slagsmál-
um. Þótt aðferðin væri fremur
ógeðfelld, að láta hendur
skipta, var samt ljóst með
hverjum var haldið, en því var
ekki flfkað.
Plátan var merkileg að
mörgu léyti, samtals rúmar
52 mínútur að lengd. Um
þessar mundir þykir það ekki
fréttnæmt. Flestir geisladisk-
ar eru víst nálægt klukku-
stund að lengd. Meðaltalið þá
var um 30-35 mínútur. Og
því til viðbótar var eitt lagið
„Going home“ hvorki meira
né minna en 11 mínútur og
35 sekúndur að lengd, alger
nýjung og alveg sérstakt. Bítl-
arnir höfðu ekki gert neitt svo
frumlegt. Fleiri lög náðu vin-
sældum „Mothers little hel-
per“, sem fjallar um líf nú-
tíma húsmóður í tæknivædd-
um heimi og einföldu flótta-
leiðina, að fá lækninn til
að skrifa upp á róandi.
„Out of time“ og „Take
it or leave it“ urðu feiki-
vinsæl enda jafnframt
flutt af öðrum lista-
mönnum, hið fyrra
náði fyrsta sæti í
Bretlandi með Chris
Farlowe og hið síð-
ara fluttu The Searchers.
Reyndist það síðasta smá-
skífulag þeirrar hljómsveitar
sem náði vinsældum.
Ekki má gleyma „Under
my thumb“ sem varð til
að vekja reiði kvenréttinda-
kvenna í garð hljómsveitarinn-
ar í fyrsta en ekki síðasta sinn.
Sú afstaða til kvenna, sem
fram kemur í textanum, er
ekki til eftirbreytni. Lagið var
síðar frægt fyrir hörmungar-
atburð hinn 6. desember 1969
er Hells Angels stungu og
börðu til bana átján ára
blökkumann, Merideth Hunt-
er, þegar hljómsveitin hóf að
leika það á hinum illræmdu
Altamont-tónleikum í Kalifor-
níu. Týrir forvitna má benda
á myndbandið Gimme Shelter.
En þremur árum fyrr var
Woodstock sem byggðist á
fögrum hugsjónum, sennilega
of lítilli skynsemi og of mikl-
um eiturlyfjum, fjarri allri
hugsun. Því hefur reyndar
verið haldið fram að Altamont
hafi verið endalokin á þeirri
hugsjón.
Aftermath var merkilegur
áfangi að því leyti, að hún var
fyrsta plata hljómsveitarinn-
ar, sem unnin var sem heild
en ekki safn laga. Öll lögin
voru eftir þá félaga söngvar-
ann og gítarleikarann.JSá tími
var vissulega liðinn að Oldham
skipaði þeim að fara afsíðis
og skila fullbúnu lagi. Aðrir
listamenn höfðu gefið út lög
þeirra. Frægust var auðvitað
Marianne Faithful, sem gaf
út „As tears go by“ 1964. Hún
varð síðar sambýliskona Jag-
gers. Gene Pitney gaf út
„This girl belongs to yest-,^
erday“ og náði vinsældum
Margir fleiri, sem ekk
verða taldir hér, sungu lög-
in þeirra en án teljandi
árangurs. Cliff Richards söng
reyndar „Blue turns to grey“
á bakhlið lítillar skífu.
Auðvitað er vonlaust að
rekja allar lagasmíðar
þeirra félaga, en lögin skipta
hundruðum og nánast óvinn-
andi vegur að komast yfir þau
öll. Áður en skilið er við þessa
frábæru plötu, sem ágætur
vinur minn átti og við hlustuð-
um á og bárum saman við
Revolver Bítlanna, er rétt að
geta þess að Brian Jones, git-
arleikari, sýndi hér svo um
munaði snilldartakta á
strengjahljóðfærin dulcimer
og. sítar, ásláttarhljóðfæri og
hljómborð þ. á m. harpsicord.
Fyrir nokkrum dögum þeg-
ar heimilisbíllinn var þveginn
og þrifinn á bílaþvottaplani á
ísafirði mátti heyra lögin af
Voodoo Lounge óma frá
næsta bíl. Þetta vakti
mína. Aðspurður svaraði eig-
andinn því, að hann væri 17
ára og hefði byijað að hlusta
á Rolling Stones í fyrra eftir
ábendingu vina sinna. Þótt
nýja platan væri góð þá
Aftermath sú bezta! En voru
þeir beztir fyrir 1970? Senni-
lega eru það mikil forréttindi
að hafa fengið að fylgjast með
frá byrjun. Þannig myndar
tónlist þeirra samfellda heild
með þeim hæðum og
Bill Wyman skrifaói 539
blaósióna bók um árin f ram
aó 1969. Brian Jones hætti
nauóugur i júní þetta ár og
dó voveif lega 3. júlí 1969.
Mick Taylor úr John Mayall's
Bluesbreakers kom i staóinn.
að giftast „Rolling Stone"?
birtist aldrei um neina aðra
fyrr en spurt var um Nixon
fyrrverandi Bandaríkjaforseta
„Myndirðu kaupa notaðan bíl
af þessum manni?“
[ enntaskólagangan
hófst það fræga ár
1968. Þá opnaðist nýr heimur.
Skyndilega kom í ljós nokkur
hópur sem taldi Stones öllu
öðru betra. Beggar’s Banquet
kom í árslok eftir miklar deil-
ur við Decca um plötuhulstur.
Sir Edward Lewis hafnaði kló-
settmyndinni og hulstrið varð
tanlega
verða á ferli allra
mikilla listamanna.
Veturinn eftir Aftermath
var ekki hlustað á Stones í
Héraðsskólanum á Laugar-
vatni. Bítlarnir voru vinsælli
og allskonar mjúkt sykurpopp.
Útvarpið bjargaði þó alltaf
miklu. Beach Boys, Bob Dylan
og Jimi Hendrix fóru að heyr-
ast upp úr þessu, en heyra
mátti þó hina einu sönnu tón-
list með. „Ruby Tuesday“,
„Let’s spend the night toget-
her“, sem óneitanlega kitlaði
ímyndunaraflið, þrátt fyrir
takmarkaða enskukunnáttu,
Stúdentsefnió
Ólafur Helgi, eins
og honn kom bekkj-
arfélögum sinum fyr-
ir sjónir órió 1972.
Myndin er úr „Faunu"
Menntaskólans í
Reykjavik frá þvi ári.
„We Love You“, þakkaróður-
inn til aðdáenda, en í upphafi
má heyra fangelsisdyr lokast,
og „Dandelion". í því fyrra
sungu Bítlarnir Lennon og
McCartney bakraddir, en
lagahöfundarnir, úr Rolling
Stones launuðu greiðann með
þvi að syngja bakraddir í lag-
inu „All you need is love“.
Sámanburður á þessum
tveimur topphljómsveit-
um var enh vinsælt tómstund-
argaman margra. Reyndar
var það þá afar fánýtt því
The Rolling Stones árió 1994.
Á myndina vantar Bill Wy-
man, sem er hœttur og kom-
inn á eftirlaun.
tónlistin sjálf talaði sínu máli.
Árið 1967 komu út tvær plöt-
ur með hljómsveitinni, Betwe-
en the Buttons í ársbyijun og
Their Satanic Majesties Requ-
est í árslok. Hún var iðulega
borin saman við Sergeant’s
Peppers Lonely Hearts Club
Band Bítlanna og þótti fara
halloka. En á báðum skífunum
sýndi Brian Jones snilld-
artakta, spilaði m.a. á harm-
onikku og selló auk fleiri
hljóðfæra. Seinna upplýstist
auðvitað að hann var tekinn
að sýna merki þess að óhófleg
eiturlyfjaneysla tók sinn toll.
Sifelldar handtökur og fang-
elsanir í kjölfar nærri fjögurra
ára þrotlauss hljómleikahalds
vestan hafs og austan, og
„Satanic" tók nærri heilt ár í
vinnslu, félagarnir voru allir
útkeyrðir og hundleiðir á plöt-
unni þegar hún kom loks út.
Fyrir sveitadreng var það
leyndardómsfullur takturinn
sem heillaði, ekki hárið eða
fatnaðurinn, þótt óneitanlega
hafi allt átt þátt í að skapa
ímyndina. Aldrei voru Bítlarn-
ir sektaðir fyrir að kasta af
sér vatni á benzínstöð. Fyrir-
sögn í blaði á borð við þessa
„Myndirðu leyfa dóttur þinni
hvítt eins og hjá Bítlunum,
ekki beint heppilegt. En
„Sympathy for the Devil“,
rokklag í sambatakti um hinn
vonda sjálfan, sem bað áheyr-
andann ásjár, í raun væri hann
að gegna hlutverki sínu, var
snilld. Þarna reis ferillinn og
nýjar víddir opnuðust. Árið
eftir byijuðu launavinnan og
plötukaupin. Enskukunnáttan
varð betri og allt lesið sem til
náðist.
Bill Wyman skrifaði 539
blaðsíðna bók um árin
fram að 1969. Brian Jones
hætti nauðugur í júní þetta
ár og dó voveiflega 3, júlí
1969. Mick Taylor úr John
Mayall’s Bluesbreakers kom í
staðinn. Rolling Stones fóru í
hljómleikaferðalög til Banda-
ríkjanna og Evrópu, gáfu út
3 stórkostlegar plötur, Let it
bleed, nutu aðstoðar Bach
kórsins í London, Sticky fin-
gers, á eigin merki, Rolling
Stones Records, gáfu jafn-
framt Decca langt nef með
Cocksucker’s blues, sem átti
að verða síðasta smáskífulag-
ið samkvæmt samningi, og
Exile on main street. „Blús-
inn“ kom ekki út. Að vísu mun
hann hafa litið dagsins ljós á
lítilli plötu í Þýzkalandi rúm-
um áratug síðar, fylgdi safn-
plötum en var afturkallaður í
skyndi.
Hljómsveitarmenn flýðu
skattana í Bretlandi, fluttu til
Frakklands og urðu heims-
borgarar. í einkalífinu gekk á
ýmsu hjá þeim. Jagger lék í
Performance og Ned Kelly,
sem sýnd var í sjónvarpinu
ekki alls fyrir löngu.
♦
Arið 1971 bjó ég hjá föð-
ursystur minni í nokkr-
ar vikur og bar heim plöturnar
Sticky fingers og Out of our
heads. Sjálfsagt var að fá að
nota plötuspilarann. „En Óli
minn eftir nokkur ár verðurðu
bú- inn að- finna stúlku og
farinn að búa og hættir
að hlusta á plötur og svo
koma börnin. Þeir hljóta
að fara að hætta. Meira
að segja Bítlarnir eru
hættir“. Þá var hún á 49.
aldursári. Þegar þetta er
skrifað er Michael
Philip Jagger að halda
upp á 51 árs afmælið.
Kéith Richards verður
jafn gamall í desember,
Charlie Watts er orðinn
53 ára, Ronnie Wood er
að verða 47 ára, Bill
Wyman verður 58
ára í haust og er
hættur, Mick Ta-
ylor er á 46. ald-
ursári, hætti
1975, og Ian
Stewart er dáinn,
en var i raun sjötti
félaginn meðan
honum entist líf.
Ekki eru þeir
neinir ungling-
ar, en áður-
nefnd föð-
ursystir mín, nú
nærri 72 ára og
í fullu ijöri,
reyndist
sannspá að
flestu leyti. Mér
hlotnaðist ágætur lífs-
förunautur, við eigum
fjögur börn, þau yngstu
tveggja ára. Enn færist
fiðringur um líkamann
og sálin gleðst þegar
Keith slær gítarinn og
Mick hefur upp raustina
og trommuleikur ^lharlie
er bestur allra. Ronnie
féll vel í hópinn strax
fyrir 19 árum. Það er
söknuður að Bill.
Á tónleikum í Atlantic
City 1989, lék John Lee
Hooker, á áttræðisaldri,
með þeim, en það gerðu
líka félagarnir úr Guns
’n’ Roses, Axl Rose og Izzy
Stradlin, í laginu „Salt of the
earth“ og Eric Clapton í
„Little red rooster“.
Hinn 31. ágúst 1989 hlýdd-
um við nokkur á þá hefja Ste-
el Wheels tónleikaferðina í
Fíladelfíu. Hvílík upplifun!
Þegar rafmagnið fór af í þriðja
laginu, „Shattered", og hljóm-
sveitin hvarf mátti heyra 60
þúsund manns andvarpa. Svo
var keyrt í tvo og hálfan tíma.
Ekki voru þeir síðri 18. júli
1990 í Newcastle.
Voodoo lounge kemur tví-
burunum, næstu kyn-
slóð af stað. „You got me
rocking" og „Sparks will fly“
og þeir ná beinu sambandi
þótt hálf öld skilji að í aldri.
Nú er að sjá hvernig þeir reyn-
ast á tónleikum í Voodoo Lo-
unge ferðinni. Þar eiga þessir
síungu rokkarar sína beztu
spretti og hafa umgerðina
glæsilega. Þeir hafa staðizt
tímans tönn, þótt merki hans
sjáist glöggt í andlitum félag-
anna. „Time can tear down a
building and destroy a wo-
man’s face“ er úr laginu
„Time waits for noone" frá
1974. En gerir tíminn nokk-
urn mun á konum og körlum
þegar grannt er skoðað?
Skyldu þeir syngja „Time is
on my side“ á tónleikunum?
llöfunduv er sýslumaður á
ísafirði og aðdáandi
Rolling Stones.