Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 14

Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994, MORGUNBLAÐIÐ Söngleikurinn Grease — það er málið er frumsýndur á Hótel íslandi um þessa helgi. Élfa Gísladóttir leikkona leikstýrir verkinu og sér um leikgerð, en hún er komin hingað til lands eftir að hafa verið búsett erlendis um hríð. Pétur H. Blöndal ræddi við hana um frumsýninguna og líf hennar úti í heimi. SÖNGLEIKINN Grease - það er málið þekkja allir. John Travolta og Oiivia Newton-John slógu í gegn í hlutverkum Danny og Sandy, kvikmyndin halaði inn tvö hundruð milljónir dala og lögin „Summer Nights" og „You’re The One I Want“ náðu í efsta sæti vinsælda- listanna. Færri þekkja hins vegar hvemig ævintýrið hófst. Jim Jacobs og Warren Casey voru at- vinnulausir leikarar árið 1970 og gældu við þá hugmynd að setja upp söngleik fyrir tilraunaleikhús þar í borg. Þeir höfðu grafið upp nokkrar 45 snúninga hljómplötur frá sjötta áratugnum, meðal ann- ars Little Richard, Dion and the Belmonds og The Flamingos. Þeim fannst þessi tónlist dásamlega hallærisleg miðað við tónlist Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Rolling Stones og Bítlanna. En það var eitthvað við tónlistina sem heillaði þá og þeir ákváðu að gera söng- leik sem tengdist þessum tíma og átti að gerast árið 1959. Söngleik- urinn hlaut nafnið Grease vegna Broadway var söguþræðinum breytt lítillega. Áður hafði hann ijallað um átök tveggja táninga- hópa, en að kröfu framleiðenda var lögð meiri áhersla á rokkið. Þungamiðjunni var breytt og hún snerist nú mest um Sandy og Danny. Einnig voru tíu ný lög samin fyrir sýninguna. Skemmst er frá því að segja að söngleikur- inn sló ærlega í gegn á fjölum Broadway, vann til fjölda verð- launa og er sýndur enn þann dag í dag við feiknalegar vinsældir. Söngleikurinn hefur verið stökk- pallur fyrir ýmsa unga leikara sem siðar náðu heimsfrægð eins og Richard Gere og John Travolta. Einnig hafa leikarar eins og Elaine Page og Tracey Ullmann slegið í gegn í söngleiknum og árið 1979 setti Grease aðsóknarmet á Broad- way. Núna hefur söngleikurinn loks- ins verið færður upp á íslandi. Elfa Gísladóttir leikstýrir söng- leiknum og sér um leikgerð sýn- ingarinnar. Elfa er íslendingum að góðu kunn. Hún hefur leikið í komin aftur. íslendingar eru öðru- vísi en útlendingar og það er gam- an að hitta aftur vini sína og vandamenn. Síðan má ekki gleyma því hve maturinn er góður og loft- ið stórkostlegt." Það er auðfundið á samræðunum við Elfu að þar er jákvæð og lífsglöð manneskja á ferð. - Mun Hárið draga úr áhuga á Grease? „Hárið er mjög skemmtileg sýn- ing. Það fjallar þó um allt annan tíma svo ef eitthvað er kemur það til með að ýta undir vinsældir Grease vegna þess að fólk finnur hvað það skemmtir sér vel á söng- leikjum. Fyrir utan að vera söng- leikir eiga þeir ekkert sameigin- legt. Grease fjallar um rokk og ról tímabilið árið 1959 og olli æði um allan heim eftir að það var frum- sýnt. í London, New York og Kaupmannahöfn var hreint og klárt Grease-æði. Hárið er um hippatímabilið og var annarsskon- ar æði.“ - Verður sýningin kraftmikil? „Á sýningunni verður stuð allt frá upphafi til enda. Mjög er vand- að til allra þátta sýningarinnar. Við erum úrvalslið með okkur. Maggi Kjartans er með tónlistina og stjórnar toppmönnum í hljóm- sveitinni, Esther Helga sér um sönginn og svo erum við með Eddu Björgvinsdóttur og Hemma Gunn sem gesti sýningarinnar. ELFA Gísladóttir. Morgunblaðið/Golli þess að þá var allt löðrandi í hárol- íu, smurolíu og fitugum skyndi- réttum í Ameríku. Viti menn — söngleikurinn gekk fyrir fullu húsi hveija sýninguna á fætur annarri og brátt kviknaði áhugi fyrir honum á Broadway. Þegar Grease var sett upp á fjölmörgum leikritum, kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum á íslandi og skrifaði barnabækur um Sollu Bollu og Támínu. Hún fluttist út fyrir landsteinana fyrir þremur árum vegna þess að hún vildi breyta til. Elfa ólst upp í Banda- ríkjunum og ætlaði sér reyndar aldrei að setjast að á íslandi, en eftir að hafa klárað nám í leiklist hér á landi varð aldrei af því að hún sneri utan aftur. Elfa segist vera himinlifandi með að vera komin til íslands. „Ég hef hreint ekki haft tíma til að sakna ís- lands, en það er frábært að vera lAorgu"1 iblaðið/lón fra íyrstu *fi«gunin i búningurn. Gunnar Sverrison og Anna Björk verða í dansatriðum, en þau eru Islandsmeistarar í dansi, og Jó- hannes Bachmann er dansþjálfari. í aðalhlutverkum verða Guðjón Bergmann sem Danny og Jóna Sigríður Grétarsdóttir sem Sandy. Annars koma krakkar úr Söng- smiðjunni til með að bera sýning- una uppi. - Við hvað er stuðst í uppfærsl- unni? „Stuðst er við handrit upphaf- lega leikhúsverksins. Ég sá sýn- inguna í New York, sem var frá- bær, og stel dálitlu af hugmyndum þaðan. Ég tek hins vegar voðalega lítið af hugmyndum úr kvikmynd- inni, þótt krakkarnir geri það dálít- ið í stælingum. Verkið er kraft- meira eins og það er gert fyrir leikhús og þótt bíómyndin sé al- gjört æði held ég að fólk verði ánægt með mismuninn." - Hvemig kom hugmyndin til? „Ester Helgadóttir á hugmynd- ina að uppsetningunni. Hún fór til London að sjá sýninguna þar og var rosalega hrifin. Þá dreif hún sig í að fá leyfi og setti allt af stað hér á landi. Hún talaði fljót- lega við mig og ég sló til. Söng- og dansæfingar hafa staðið yfir í allt sumar og ég hef æft stíft með hópnum síðan um miðjan júlí.“ - Svo við vendum kvæði okkar í kross, hvað hefurðu hafst að erlendis? „Það er ýmislegt sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég lék nýlega í leikinni heimildarmynd fyrir sjónvarpsstöð í Kanada. Hún fjallar um hvað gerist þegar stóri jarðskjálftinn kemur til Vancouver. í raun og veru er aðeins spurning um hvenær en ekki hvort hann kemur. Það hafa verið hræringar nú þegar og það má því segja að íbúar Vancouver sitji á tíma- sprengju og heyri tifið í klukk- unni. Myndin fjallar um tvær fjöl- skyldur, ein er viðbúin skjálftanum en önnur ekki. Ég lék móður í þeirri fjölskyldu sem var viðbúin skjálftanum og lifði af hörmung- arnar. Með myndinni er verið að vara fólk við og hvetja það til að vera viðbúið hættunni.“ - Er erfitt að koma sér að úti? „Þótt samkeppnin sé hörð hefur mér gengið ágætlega síðan ég fékk atvinnuleyfi. Ég hef umboðsmann á mínum snærum og það hefur hjálpað mér mikið. Annars lék ég síðasta vetur í tveggja manna leik- riti í West Vancouver Theater. Það gekk mjög vel og verður tekið upp aftur í haust. Það nefnist Sea- Marks og er eftir Gardener MacKay. SeaMarks er ástarsaga um mann og konu sem koma úr ólíku umhverfi, sjávarþorpi og borg, og verða ástfangin í gegnum bréfaskriftir. Hann kemur síðan í líf hennar og heim. Ég leik á móti mjög færum leikara að nafni Ma- rek Lzuma. í hvert skipti sem kem- ur að mjög hjartnæmu atriði í sýn- ingunni fær hann áhorfendur til að gráta. Það er kannski athyglis- vert við uppstillingu leikritsins að þar er það ég sem kem úr stórborg en hann kemur úr sjávarþorpi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.