Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR11.SEPTEMBER1994B 15
LANDIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÓLAFUR Signrðsson verk-
sljóri í prjónasal Dyngju.
Egilsstaðir
Prjónaiðn-
aður end-
urvakinn
Egilsstöðum - Stofnað hefur verið
fyrirtækið Dyngja Egilsstöðum hf.
til að annast starfsemi pijónastofu.
Fyrirtækið var stofnað í lok júlí sl.
og hefur þegar tekið til starfa.
Pijónaiðnaður var starfræktur á
Egilsstöðum nánast samfellt frá
1968 til 1992 og er nýja fyrirtækið
byggt á grunni Dyngju hf..
Þessi iðnaður var öflugur á Egils-
stöðum þegar best var og unnu um
40 manns hjá Dyngju hf. Nýja fyrir-
tækið er í eigu Egilsstaðabæjar að
hálfu á móti ýmsum einstaklingum
og fyrirtækjum. Stjórnarformaður
og aðalhvatamaður að stofnun fyr-
irtækisins er Sigurður Guðjónsson
frá Vík í Mýrdal.
Ullariðnaður endurreistur
Áður framleiddu pijónastofur
vöru fyrir stóra söluaðila, Álafoss,
Hildu, Iðnaðardeild Sambandsins og
fleiri, sem sáu um markaðssetningu
og sölu. En eftir að þetta fyrirkomu-
lag féll er þessi iðnaður að rísa upp
á ný með öðru sniði. Minni einingar
verða til og pijónastofurnar verða
sjálfstæðar, hver fyrir sig. Stór fyrir-
tæki eru ekki til í dag, hvorki við
framleiðslu eða sölu. Sigurður Guð-
jónsson sagði að pijónastofurnar
væru að skapa sér sérstöðu með
vöruþróun, og samkeppni á milli
þeirra er meiri í gæðum en verði.
Hver pijónastofa selur sína fram-
leiðslu beint til smásala, hvort heldur
innanlands eða utanlands.
Þekking og reynsla til staðar
Með stofnun Dyngju Egilsstöðum
hf. er verið nýta vélar sem til voru,
reynslu starfsfólks á staðnum og
þekkingu við sölu þessara afurða.
Sigurður Guðjónsson hefur starf-
rækt ferðamannaverslunina Kötlu í
Vík um árabil og mun hluti fram-
leiðslunnar verða seldur þar. Enn-
fremur verður unnið að vöruþróun
og markaðsmálum fyrir næsta ár.
Fyrirtækið hefur ráðið Grétu Ösp
Jóhannesdóttur fatahönnuð til starfa
og er stefnan sett á að skapa fyrir-
tækinu sérstöðu á þessum markaði
með vandaða vöru. Framleiðslan
verði seld sem víðast hér um land
og útflutningur er ofarlega á blaði.
Dyngja mun framleiða ullarvörur úr
íslensku ullarbandi frá Istex. Starfs-
menn fyrirtækisins verða 3 fyrst í
stað.
DAEWOO
sem borgar sig að líta á
€
s
•2
•«
■s
DAEWOO *
TÖLVA D2700U •
Microsoft Works fylgir •
Í486DX/2-66 MHz • 210 MB diskur • 14" lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni
VESA Local Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni, stækkanlegt í 64 MB
128 skyndiminni • Overdrive sökkull • MS-DOS, Windows og mús
Kr. 159.900 staðgreitt
DAEWOO
TÖLVA D2600R
Microsoft Works fylgir
• TÍ486DLC-40 MHz • 210 MB diskur • 14" lággeisla litaskjár • 1 MB myndminni
• VESA Local Bus skjástýring • 4 MB vinnsluminni • MS-D0S, Windows og mús
• Kr. 113.000 staðgreitt
Komdu eða hringdu • við kynnum hana fyrir þér... . DAEWOO - NEMA
hvað?
Leibandi í tölvulausnum
EINAR j. SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000
I T S A L A N H E F S T A M II R II II N
]orð /yrir uvo
liiuuarki iimliiiini