Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994 B 17
Þekking á fram-
vindu gróðurs er
forsenda árangnrs
HÖRÐUR rakti í erindi sínu
framvindu gróðurs á ís-
landi við mismunandi
skilyrði svo sem jarðvegsgerð,
framboð fræja, loftslag og
veðurfar. Hann gerði meðal ann-
ars grein fyrir framvindu gróð-
urs í hrauni á íslandi og áhrifum
áburðar á framvindu. Benti hann
á Surtsey sem dæmi en þar hef-
ur varp og áburðargjöf frá fugl-
um hefur gripið inn í framvind-
una á stóru svæði. Þá gerði hann
og grein fyrir framvindunni í
beittum-löndum á láglendi við
friðun og í beittum löndum á
hálendi.
Ahrif mannsins
Rakti hann áhrif mannsins á
framvinduna og hvað gæti gerst
ef maðurinn gripi til aðgerða og
stýrði henni á ýmsa vegu. Sagði
hann að því miður skorti veru-
lega á þekkingu á náttúrlegri
framvindu gróðurs á íslandi, þó
væri þekkingin forsenda þess
að hægt verði að ná góðum og
varanlegum árangri í upp-
græðslu landsins, án þess að
kosta óhóflega miklu til. „Við
sjáum hvarvetna í kringum okk-
ur að náttúrleg framvinda með
víði og birki er mjög öflug og
ódýr uppgræðsluaðferð þar sem
skilyrði eru fyrir hendi,“ sagði
hann. „Forsendan fyrir því að
hún geti gengið er að draga
verulega úr sauðfjárbeit á við-
komandi svæði og að uppblástur
sé ekki í gangi.“
Náttúrleg framvinda
árangursrík
Að hans mati væri það mjög
árangursrík aðferð að nýta nátt-
úrlega famvindu og vinna með
henni, alls staðar þar sem hægt
er að koma henni við. Varasam-
ara væri að beita handafli til að
knýja fram aðra framvindu sem
ekki er sjálfbær og þarfnast sí-
felldra aðgerða af hálfu manns-
ins til að halda henni við. „Við
getum að vísu gert þetta með
góðum árangri þegar um er að
ræða litla eða stóra bletti, sem
við viljum rækta og erum reiðu-
búin til að kosta miklu til,“ sagði
Hörður.
Ódýrasta leiðin til að hafa
áhrif á framvindu væri án efa
að auka framboð á fræi plantna
sem síðan sjá um að sá sér sjálf-
ar. Hægt væri að bæta inn er-
lendum tegundum með góðum
árangri eins og þegar er gert
með lerki, ösp og furu. Það þyrfti
hins vegar að fara varlega eink-
um við val á plöntum til innflutn-
ings. Með þeim þyrfti að hafa
strangt eftirlit. Hættulegastar
eru plöntur sem dreifa sér hratt,
vaxa þétt og eyða öðrum gróðri,
þar sem þær fara um. Nefndi
hann sem dæmi spánarkerfil og
skógarkerfil sem hefðu náð að
dreifa úr sér og erfitt gæti verið
að losna við. „Onnur tegund með
svipaða eiginleika og kerfillinn,
sem flutt hefur verið til lands-
ins, er Alaskalúpínan," sagði
hann. „Það er tegund sem við
verðum að læra að umgangast
með varúð. Svo ágæt sem hún
er til að græða sanda og mela
og bæta rýran jarðveg, þá er
hún jafnframt mjög hættuleg
íslenskum gróðurlendum, ef hún
fær lausan tauminn. Þar sem
hún sáir sér í gróðurlendi eyðir
hún flestum þeim tegundum sem
fyrir eru. Það er því ófyrirgefan-
legt kæruleysi, þegar verið er
að hvetja almenning til þess að
dreifa lúpínu sem víðast um
gróðurlendi íslands."
Lúpína í rýranjarðveg
Síðar sagði hann að allt öðru
máli gegndi þegar lúpína væri
notuð til að græða sanda og ör-
foka land, eða til að bæta rýran
jarðveg í tengslum við ræktun
skóga. Lúpína væri mjög öflug
landgræðsluplanta í höndum
þeirra sem kynnu að notfæra sér
eiginleika hennar. En gera yrði
þá kröfu, að menn hefðu fulla
stjórn á útbreiðslu hennar að
notkun lokinni. Víða hefðu tak-
mörkuð svæði að geyma óvenju
mikla fjölbreytni plöntutegunda
sem einungis fyndust á ákveðn-
um svæðum. Þetta væru svæði
sem bæði innlendir sem erlendir
ferðamenn sækjast eftir að
skoða. Þessi svæði yrðum við að
veija fyrir lúpínunni, enda oftast
vel gróin og landgræðsluaðgerðir
óþarfar.
„Svo eru önnur svæði á ís-
landi, einkum á móbergs- og eld-
gosasvæðum og þau eru miklu
stærri, þar sem gróður er afar
fábreyttur, fremur tegunda-
snauður, og maður gengur sífellt
fram á sömu tegundirnar aftur
og aftur, tegundir sem eru al-
gengar um allt land,“ sagði
Hörður. „A þessum svæðum get-
um við miklu fremur notað lúp-
ínu til uppgræðslu, og þar er
víða mikil þörf á uppgræðslu, eða
ræktað barrskóga til viðarfram-
leiðslu, án þess að eftirsjón sé í
þeim gróðri sem fyrir er.“ Loka-
orð hans voru: „Það er því nauð-
synlegt að allar upplýsingar um
þann gróður sem fyrir er séu
teknar með til athugunar þegar
skipuleggja á nýtingu landsins.
Og til þess meðal annars að
tryggja það höfum við fengið lög
um umhverfismat.“
, Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir
SKOGARREITUR í Holtsdal á Síðu vakti að vonum athygli en þar var fyrst gróðursett á árunum 1951
og 1952. Seðlabanki íslands eignaðist hluta jarðarinnar Holts árið 1990 og hefur verið tekið upp sam-
starf um skógrækt þar við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Samstarf er einnig við
Skógræktarfélagið Mörk um gróðursetningu með starfsmönnum bankans á hverju vori.
Skógræktar-
félagið
Mörk 50 ára
ÞAÐ var Skógræktarfélagið
Mörk í Skaftafellssýslu,
sem að þessu sinni tók á móti
fulltrúum á aðalfundi
Skógræktarfélags íslands,
sem haldinn var á
Kirkjubæjarklaustri, en
félagið er 50 ára á þessu ári.
Auk venjulegra
fundarstarfa var farið í
skoðunarferðir um nágrennið
og gestum sýndur árangur
skógræktarmanna við
misgóðar aðstæður.
ÞRIR áhugamenn um skógrækt, þau Hildigunnur Dungal, Karl Eiríks-
son og Rai'n Johnson, virða fyrir sér árangurinn í Holtsdal. Þau voru
heiðruð sérstaklega af félaginu fyrir glæsilegan árangur og ötulan
stuðning. Hildigunnur og Rafn hafa stundað skógrækt á jörð sinni
Hemrumörk og Karl hefur tryggt Landgræðsluskógum árlegt fjárfram-
lag frá viðskiptaaðilum sínum, framleiðendum Becks-bjórs í Þýskalandi.
KOMIÐ var við hjá Birni Jónssyni, fyrrverandi skólastjóra Hagaskóla, og Guðrúnu Magnúsdóttur að
Sólheimum í Landbroti. Þar eiga þau sumarhús og hafa gróðursett undanfarin ár með undraverðum
árangri. Til að verja plönturnar hafa þau brugðið á það ráð að hlífa þeim fyrstu árin með plastdós-
um. Skógræktarfélagið heiðraði Björn sérstaklega fyrir árangurinn.