Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Haustönn hefst 19. september
Rokk, blús, klassik, metal,
jazz o.fl
Alhliða grunnnámskeið fyrir
byrjendur
Kassagítar (raðað í hópa
eftir aldri og getu)
Dægurlög (fyrir fólk á öllum
aldri - spil og söngur)
Tónfræðitímar
Rafbassi (fyrir byrjendur)
Nýtt og vandað kennsluefni
Góð aðstaða
Eingöngu réttindakennarar
Möguleiki á einkatímum
Allir nemendurfá 10%
afslátt af hljóðfærum hjá
Kennarar: Torfi Olafsson
og Tryggvi Hubner
Gunnar
Þórðarson
heldur fyrir-
lesturfyrir
nemendur
skólans.
Grensásvegi 5,
sími 81-12-81
Skiptistöð
SVR við hliðina!
NÝR TÓNUSTARSKÚLI!
Nýi músikskólinn leggur metnað sinn í öflugt
undirbúningsnám í hjóðfæraleik og söng.
Sérstök áhersla er lögð á -rythmíska tónlist."
svo sem rokk, popp, jass og blús.
• Einkatímar
• Hóptímar (3-4 í hóp)
« Samspil (hljómsveitir)
• Tónfræði og hljómfræði-
tímar fyrir alla nemendur
Yfirkennarar:
Ásgeir Óskarsson, Björn Thoroddsen,
Gunnar Hrafnsson og Stefán S. Stefánsson.
• Kennt er á rafgítar, gítar, rafbassa, trommur,
saxófón og flautu.
• Söngbraut: kennari er Ingveldur Ýr
i Nemendur fá sérstakan afslátt í öllum verslunum
Skífunnar og Hljóðfærahússins
LAUGAVEGI 163 - sfmi 62 16 61
YAMAHA
Skólinn hefst 19. sept. en skráning hefst 5. sept.
í síma 81-12-81 kl. 19-21 alla virka daga
LANDIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FRÁ busavígslu við Mennta-
skólann á Egilsstöðum.
Busavígsla
í Mennta-
skólanum
á Egils-
stöðum
Egilsstöðum - Nýir nemendur ME,
100 talsins, hafa þessa viku verið
að ganga í gegnum ferli sem allir
nýnemar menntaskóla kannast við.
Það felst í megindráttum í því að
læra að bera virðingu fýrir eldri
nemendum. Aðferðir eldri nemenda
til þess að öðlast þessa virðingu eru
þó misjafnar milli ára. Að þessu
sinni fengu allir busar snuð, voru
látnir þjóna í matsal, sendir í þjálf-
unarbúðir í herstöð eldri nemenda
og að lokum seldir á uppboði sem
þrælar þar til þeir verða formlega
teknir inn og viðurkenndir á busa-
balli sem haldið verður á Reyðar-
fírði.
Aðsókn aldrei verið
meiri í ME
Nemendur skólans eru um 250
talsins í dagskóla, 25 í framhalds-
deild á Seyðisfirði og um 100 sem
eru utan skóla og í öldungadeild. i
heimavist eru 114 nemendur og
hafa þeir aldrei verið fleiri. Mikil
aðsókn var í skólann og komust
ekki allir að sem vildu.
Nemendur geta valið um 14 náms-
brautir, fjórar tveggja ára brautir,
og tíu fjögurra ára brautir, til stúd-
entsprófs, auk annarra valáfanga,
en á haustönn er boðið upp á áfanga
sem unninn er í samvinnu við Rand-
alín handverkshús. Þijú útibú frá
öldungadeild ME verða í vetur á
Eskifirði, Vopnafírði og Fáskrúðs-
fírði.
Nýr skólameistari
Ólafur Arnbjömsson hefur tekið
við stöðu skólameistara af Vilhjálmi
Einarssyni sem er kominn á eftir-
laun. Nokkrar breytingar eru á
kennaraliði skólans en starfandi
kennarar við skólann eru 19 og
tveir stundakennarar.