Morgunblaðið - 11.09.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994 B 21
ATVIN N UA UGL YSINGAR
Sjúkraþjálfari óskast
á Endurhæfingarstöð Þroskahjálpar á Suður-
nesjum frá og með 1. desember. Fullt starf.
Upplýsingar gefur Gylfi Pálsson í síma
92-13330 á daginn en 92-15036 á kvöldin.
Efnafræðingur
Efnafræðingur B.S. óskast til starfa á rann-
sóknarstofu í Reykjavík. Starfið felst í gæða-
eftirliti, þjónusturannsóknum, skráningu og
allri almennri rannsóknarstofuvinnu.
Umsóknum skilað á afgreiðslu Mbl., merkt-
um: „E - 3286“.
Vélstjórar
Vélstjóra með full réttindi vantar á skuttog-
ara frá ísafirði. Þarf að geta leyst af sem
yfirvélstjóri. Búsetu á ísafirði eða í nágranna-
byggðum krafist.
Skriflegar umsóknir sendist til Miðfells hf.,
410 Hnífsdal.
Hjúkrunarfræðingur
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing sem fyrst
að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbara-
vogi, Stokkseyri. íbúð fyrir hendi á staðnum
á góðum kjörum.
Frekari upplýsingar í síma 98-31213 milli kl.
8 og 16, utan þess tíma 98-31310.
Söngfólk óskast
Háteigskirkja óskar eftir ungu, hressu söng-
fólki. Spennandi verkefni framundan (jól ’94).
Vinsamlega hafið samband við kórstjórann
Pavel Manasek í síma 19896 eða 12407.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Hljóðdeild
Starfsmaður óskast í hljóðdeild Þjóðleikhúss-
ins. Rafeindavirkjamenntun áskilin.
Umsóknir sendist framkvæmdastjóra fyrir
20. september nk.
Þjóðleikhúsið,
Lindargötu 7.
SÓLVANGUR
SJÚKRAHÚS
HAFNARFIRÐI
Sjúkraliðar
Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði óskar
eftir að ráða sjúkraliða til starfa.
Nánari upplýsingar veitir Erla M. Helgadóttir
hjúkrunarframkvæmastjóri í síma 50281.
Qf
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Stuðningsstarf
Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfs-
maður með aðra uppeldismenntun óskast
strax í stuðningsstarf vegna barna með sér-
þarfir í leikskólann Brekkuborg v/Hlíðarhús.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í
sfma 679380.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Gþ Skeljungur
Bensínafgreiðsla -
útköll
Skeljungur hf. óskar eftir að hafa á skrá
aðila, sem geta sinnt afleysingastörfum á
bensínstöðvum félagsins (einstakar vaktir) í
forföllum fastra starfsmanna.
Vinsamlegast hafið samband við Katrínu í
síma 603800 í dag og næstu daga frá
kl. 13-16.
Skipalyftan hf.
Vestmannaeyjum
Okkur vantar 10 járniðnaðarmenn til starfa
frá 20. september til 20. desember. Aðeins
vanir menn koma til greina.
Upplýsingar gefur Ólafur í síma 98-11493.
Laus störf
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar hjá
ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík:
★ Útgáfufyrirtæki (330). Starf í áskriftar-
deild. Góð tölvu- og tungumálakunnátta
er nauðsynleg.
★ Ferðaþjónusta (332). Aðalbókari. Sjálfstætt
og krefjandi starf. Góð viðskiptamenntun
skilyrði. Starfsreynsla nauðsynleg.
★ Þjónustufyrirtæki (333). Sölumaður.
Sjálfstætt sölustarf sem krefst góðrar
starfsreynslu, tölvukunnáttu og getu til
að starfa sjálfstætt.
★ Heildsala (329). Gjaldkera- og bókhalds-
starf. Hlutastarf. Góð bókhalds- og tölvu-
kunnátta nauðsynleg.
★ Lögmannsstofa (316). Fjölbreytt skrif-
stofustarf fyrir einstakling sem hefur
áhuga á mannlegum samskiptum, góða
skrifstofukunnáttu og getu til að starfa
sjálfstætt.
★ Þjónustufyrirtæki (294). Sala auglýsinga
í gegnum síma og með beinum heimsókn-
um til viðskiptavina. Möguleiki á hluta-
starfi.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs fyrir
16. september nk.
LANDSPITALINN
.../' þágu mannúðar og vísinda...
Barnaspítali Hringsins
Fjórar aðstoðarlæknisstöður eru lausar á
Barnaspítala Hringsins, tvær nú strax eða
frá 1. október, ein frá 1. desember og sú
fjórða frá áramótum.
Til greina kemur að ráða í einhverjar af þess-
um stöðum lækna sem hafa nýlega lokið eða
eru að Ijúka sérnámi í barnalækningum og
kæmi til mála í þeim tilvikum ráðning til
lengri tíma en venja gerist með aðstoðar-
lækna. Hlutastarf er ekki útilokað þegar um
slíka umsækjendur er að ræða en gera yrði
sérsamninga þar sem tekið væri nánar fram
um launakjör og starfsskyldur. Verksvið
þeirra er að sinna venjulegum störfum eldri
aðstoðarlækna með ábyrgð, kennsluskyldu
og rannsóknarvinnu í hlutfalli við áunna
starfsreynslu og þjálfun.
Á Barnaspítala Hringsins eru sérfræðingar
og aðstoðarlæknar á bundnum vöktum.
Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna
og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórs-
syni, prófessor, sem veitir nánari upplýs-
ingar. Sími 601050/1051. Ljósrit af prófskír-
teini og upplýsingar um starfsferil ásamt
staðfestingu viðkomandi yfirmanna fylgi.
Yfirlæknir
Staða yfirlæknis á gigtarskor lyflækninga-
deildar Landspítalans er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal vera sérfræðingur í gigt-
lækningum. Umsækjandi láti fylgja umsókn
sinni rækilega skýrslu um fyrri störf og stjórn-
unarreynslu, kennslu- og rannsóknarstörf.
Starfinu fylgir kennsluskylda læknanema,
unglækna og annarra heilbrigðisstétta.
Umsóknarfrestur er til 10. október nk. en
staða er veitt frá 1. janúar 1995 eða síðar.
Umsóknir sendist stjórnarnefnd Ríkisspítala,
Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. Nánari upp-
lýsingar gefur Þórður Harðarson prófessor
í síma 601266.
Kvennadeild
Staða aðstoðarlæknis á kvennadeild Land-
spftalans er laus til umsóknar. Staðan er
laus frá 1. október næstkomandi og veitist
til hálfs árs með möguleika um framleng-
ingu. Nánari upplýsingar veitir Jón Þ. Haíl-
grímsson yfirlæknir í síma 601183.
Endurhæfingar- og hæfingardeild
Landspítalans í Kópavogi
Þroskaþjálfar - dagvinna
Á vinnustofu endurhæfingardeildar Land-
spítalans í Kópavogi vantar nú í stöður
þroskaþjálfa. Um er að ræða eitt og hálft
stöðugildi, annars vegar stöðu deildarstjóra
og hins vegar deildarþroskaþjálfa. Starfið er
fólgið í forstöðu dagdeildar þar sem 10 ein-
staklingar með miklar fatlanir fá þjónustu.
Starfsemin er nú að færast í nýuppgert hús-
næði þar sem þroskaþjálfun, sjúkraþjálfun,
iðjuþjálfun, sundlaug og grunnskóli eru starf-
rækt fyrir.
Nánari upplýsingar gefa Margrét Kristín
Guðnadóttir og Hrönn Vigfúsdóttir þroska-
þjálfar á vinnustofum og Hulda Harðardóttir
yfirþroskaþjálfi endurhæfingardeildar, í síma
602700.
Hjúkrunarsvið
Göngudeild krabbameinslækninga -
dagvinna
Staða deildarstjóra á göngudeild krabba-
meinslækningadeilda er laus til umsóknar.
Staðan veitist nú þegar eða eftir samkomu-
lagi. Á deildinni er einstaklingum með
krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma veitt
læknis- og hjúkrunarmeðferð.
Nánari upplýsingar veitir Bergdís Kristjáns-
dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma
601303/601300.
Býtibúr og ræsting
Starfsmenn óskast í býtibúr og ræstingu á
Landspítala.
Upplýsingar veitir Kristín Þorsteinsdóttir
ræstingarstjóri í síma 601530.