Morgunblaðið - 11.09.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER1994 B 29
AÐ málverkið lifir enn góðu lífi í heimsborginni voru ágæt
málverk Beverly Peppers til vitnis um. Myndverkið
nefnist Hér/Nú og er málað 1993.
hvers staðar farið fram skrautleg
skrúðganga daginn áður, en ég sá
einungis brot af henni í sjónvarpinu.
Ég var staddur í hverfi sem nefn-
ist safnamílan og forvitni mín var
vakin því fæst söfnin hafði ég séð
áður. Síðan leit ég inn í þrjú söfn
Gyðingasafnið, „The Jewish Muse-
um“, „Cooper Hewitt“-safnið og
„National Academy of Design“. Öll
mjög athyglisverð og hver á sinn
hátt. Gyðingasafnið var stofnað
1904 og er í mjög stásslegri bygg-
ingu sem var trúfræðilegt bókasafn
amerískra gyðinga. Það er eitt
stærsta safn sinnar tegundar í heim-
inum og eins og vænta má segir það
sögu gyðinga, jafnt veraldlega sem
andlega, og nær yfir 4.000 ára tíma-
bil. Nokkuð er þar af verkum eftir
heimsþekkta myndlistarmenn, t.d.
Chagall. Ein deildin er sýnu áhrifar-
íkust og segir frá hörmungum gyð-
inga í seinni heimstyijöldinni,
„Holocaust". Fyrir alla þá sem kynna
vilja sér sögu gyðingasamfélagsins
er safnið mikil fróðleiksnáma.
„Cooper Hewitt Museurn" er eina
safnið í Bandaríkjunum sem ein-
skorðar sig við sögu hönnunar og
telst jafnframt stærsta safn sinnar
tegundar i heiminum. það var opnað
1897 og hefur í tímans rás sankað
að sér 250.000 hlutum er tengjast
hönnun, þar á meðal fágætum bók-
um, húsgögnum, keramikverkum,
glerlist, húsateikningum og skart-
áhersla að rjúfa að nokkru hinn ein-
hæfa hringgang niður hæðirnar, auk
þess sem sérstökum sýningarsölum
hefur verið bætt við. Breytingin er
mjög til bóta og þótt safnbyggingin
sé, hvað ytra byrði áhrærir, óviðjafn-
legur arkitektúr, var ég ekki einn
af mestu aðdáendum hennar, vegna
þess hve skoðun myndverkanna var
vélræn, þótt einstök sjónarhorn
væru frábær. Þótti mér sem fleirum
þetta eins konar færibandaskoðun.
Metropolitan-safnið hefur lengi
talist mikil bygging og þó sá ég
ekki betur en að enn hafi verið auk-
ið við hana, en það hefur einmitt
staðið til lengi.
Að lokinni skoðun sýningar Petrus
Christus og eftir að hafa borið aug-
um ótal klassísk listaverk sem mér
eru hugstæð og þá sér í lagi mál-
verk Vermeers og Rembrants og
impressjónistanna. Hlaupið yfir eins
mikið og mér var unnt af gamla
safninu á einni dagstund, sem er
eiginlega margra daga verk ásamt
skoðun sýningar á verkum Petrus
Christus, svo og amerísku impres-
sjónistanna og raunsæismálaranna
og meira að segja týnt sjálfum mér
um tíma. Var ég skyndilega kominn
í nýja eða nýuppgerða álmu þar sem
við blasti ijóminn af amerískri list
síðustu áratuga, að viðbættum
nokkrum erlendum myndverkum.
Sannast sagna hrökk ég við, því
ég átti ekki von á jafn góðu úrvali
INNGANGURINN í Royalton-hótelið.
gripum. Hönnunarakademían, „Nat-
ional Academy of Design“, var stofn-
uð 1825 af Samuel B. Morse og er
bæði safn og skóli. Innan veggja
þess blómstrar fjölskrúðug starfsemi
með áherslu á málun og skúlptúr,
auk fjölþættra námskeiða í hinum
ýmsu hliðargeirum myndlistar, að
ógleymdu fyrirlestrahaldi. Meðal
meðíima akademíunnar má nefna
Thomas Eakins, Winslow Homer og
John Singer Sargent og eru verk
eftir þá alla á safninu sem telur
4.000 myndverk frá 19. og 20. öld.
Eins og fram kemur hafði ég upp-
runalega tekið stefnuna á Guggen-
heim-safnið, en er þangað kom var
verið að loka, en ég var mættur á
staðinn árla næsta morgun. Þetta
heimsþekkta safn hefur verið stækk-
að til muna og hefur verið lögð
nútímalistar í hinu mikla safni eldri
listar. Víst hafði ég séð athyglisvert
sýnishorn hennar í nokkrum her-
bergjum á efri hæð í fyrri heimsókn-
um, en nú er það orðið alveg sérstök
og mikilsháttar deild á safninu. Þó
að mér þyki sem söfn eigi að halda
í sérkenni sín og ekki fara inn á
svið annarra safna þá leið mér ljóm-
andi vel innan um þessi verk og
þótti þetta góð viðbót. Aðallega fyr-
ir það hve gott þetta samsafn er og
yfirgripsmikið og lærdómsríkt og
kannski er hér undirstrikað, að góð
list er alltaf ung. Og einnegin, að
það tekur langan tíma að verða ung-
ur. Þessi álma er nefnd eftir Lilu
Acheson Wallace, sem var einn af
stofendum Readers Digest og einn
af mestu velgjörðarmönnum safns-
ins. Örlæti hennar gerði byggingu
álmunnar mögulega, sem skyldi öllu
öðru fremur helguð nútímalistum.
Þetta mikla safn svíkur engan,
sem aðsóknin er til vitnis um, og
það mun vera eitt af örfáum söfnum
í heiminum sem bera sig fjárhags-
lega.
MoMA er á sínum stað, en virðist
frekar fara stækkandi og einkum
hefur verzlunin fært út kvíarnar.
Er flutt yfir götuna og þar má fá
fjölmarga frábærilega vel hannaða
brúkshluti. Hinni viðamiklu sýningu
á æviverki húsameistarans Franks
Lloyds Wrights var nýlokið og í
undirbúningi var sýning á verkum
Williams de Koonigs, að ég held.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
heila opnu um sjálft safnið ásamt
sögu þess og þyl það ekki upp aftur.
Að sjálfsögðu eyddi ég dagstund
í Soho, en gat einurigis skroppið í
aðalsýningarsalina, eins og t.d Leo
Castelli, Mary Boone og nokkra
fleiri. Að vægi ljósmyndarinnar sem
listgreinar verður stöðugt meira
staðfesti sýning á risastórum mynd-
um eftir Hannah Collins hjá Cast-
elli, þar sem forgengileiki húsa er
sviðsettur. Málverkið í öllum sínum
styrkleika var hins vegar í öndvegi
hjá Mary Boone, en þar stóð yfir
sýning á nýjum risadúkum eftir
Ross Blechner. Vel málaðar myndir,
en samt vakti verðið á þeim stórum
meiri athygli, en ekkert málverk var
undir 100.000 dollurum.
Málverkið heldur sínu striki þrátt
fyrir allan bægslaganginn í fræðing-
um víða um heim staðfesti sýning á
verkum Beverly Pepper í listhúsi
Charles Cowles. Dúkar hennar, sem
eru sumir hveijir að hluta til upp-
hleyptir og fá á sig svip lágmynda,
hafa yfir sér sterka skírskotun til
amerísks módernisma í óformlegri
mótun — minna á sitthvað sem
maður hefur séð í listhúsum í
Reykjavík. Pepper er fjári fínn mál-
ari og það er léttir að því að sjá að
í nafnkenndustu listhúsum heimsins
er málverkið enn í fullu gildi.
Það er eftir öðru að skoðun safna
kemur listrýninum í svo gott skap,
að hann gerist vandlátur á lífið og
nálgast það sem er mjúkt undir tönn
á völdum veitingastöðum. Þar sem
ég hef lengi verið aðdáandi hönnuð-
arins Phillippe Starck var ákveðið
að líta inn í tvö heimsfræg hús sem
hann hefur hannað yst sem innst.
Starch fer ekki troðnar slóðir, en
samt hrærir hann upp í nýju og
gömlu á þann hátt að það fær yfir
sig sérstakan svip sem er auðþekkj-
anlegur hvar sem þess sér stað.
Gott dæmi um þetta er Royalton-
hótelið, en það er stásslegra og
íburðarmeira en annað sem eftir
hann liggur. Þó er einfaldleikinn þar
í fyrirrúmi og áherslan á mjúk gildi
og mikla nánd. Ég komst nú aldrei
lengra en í matsalinn með yfirsýn
yfir barinn og að sjálfsögðu í snyrti-
herbergið, en allt bar svip hönnuðar-
ins, jafnvel sápurnar, klósett- og
pissskálarnar! Þess skal þó getið að
hinn frægi blái dregill er eftir Brig-
ittu Starck, sem vafalítið mun vera
freyja snillingsins. Hótel Paramouth
var nær svefnstað mínum og þangað
fór ég nokkrum sinnum. Matsalurinn
á annarri hæð er mjög sérkenniiegur
og úr básunum þar sér maður niður
í hið stóra fordyri með hægindastóla-
þyrpingu á miðju gólfinu. Enginn
einn stíll er á stólunum og jafnvel
farið allt aftur til keisaratímabilsins
og þannig séð er Starck trúr franskri
erfðavenju. Það sem athygli vekur
er hve vel þetta er úthugsað, þannig
að heilarsvipurinn er mjög lífrænn
og samræmdur — eins konar regla
í fijálsri mótun. Stiginn upp er saga
út af fyrir sig og þar er hin hug-
myndaríka og óformlega mótun á
fullu. Heildarsvipurinn hefur yfir sér
svip fjarrænnar dulúðar og þó er
maður staddur mitt í því nútímaleg-
asta í hönnun dagsins. Hér er allt
staðlað og kalt í ónáð, en mýkt fjöl-
breytileikans lyft á stall. Eitt sinn
sat ég i nágrenni lyftanna og tók
eftir að hönnun á innra byrði þeirra
var einnig verk Starcks. Klæðingin
og mjúk lýsingin í þeim öllum er
fjölþætt og engin eins. Fór ég inn í
eina og upp á einhveija hæð og skoð-
aði umhverfið og allt var sérhannað.
Veit ég að jafnt rúmin, stólarnir og
jafnvel tannburstarnir eru það einn-
ig. Vel gert hjá manni, sem ekki er
arkitekt og einungis í skamman tíma
tyllti tá í hönnunarskóla, en leiddist
þar innan veggja óg fór.
Priggja rétta
kvöldverður
kr. 1.190
W —Qistorantc—
KK JOI
Suðurlandsbraut 14
stmi 811844
Fjöldi ánœgðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning
RONNING
BORGARTÚNI 24
SlMI 68 58 68
lUJUMI I.UTNlNGST.l-Kl ÞVOTTAVtLAR UPPÞVQTTAVr.l AR
IMORDMEIVOE
C THOMSON
36MP12 er vandaS 14" litsjónvarp meS
iráðlausri fjarstýringu, Scart-tenai, tengi
yrir heymartól, -nljóo og -mynd, aögerða-
■HH| stýringu á skjá, auk (jölmargs
annars.
Tilboðsverð
aðeins: 28.900,- eða
25.900,-
stgr.
IMORDMEIMDE
<,> THOMSON
55MS er vandað 2111 litsjónvarp með þráð-
lausri fjarstýringu, Scart-tengi, tengi fyrir
heyrnartól, -hl|óo og -mynd, aðgeroa-
stýringu á skjá, og bamafæsingu, auk
margs annars.
TilboSsverS
aSeins: 44.900,- eSa
39.900,-tg
Samkort
Frábær
greibslu-
j-jFB kjörvib
munIlan allra hæfi
SKIPHOLT119
SÍMI 29800