Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 1
64 SIÐUR B/C/D
208. TBL. 82. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sambandsflokkurinn í Færeyjum
Samið um þátt-
töku í sljóm
Þórshöfn. Morgunblaðið.
EFTIR langar samningaviðræður hefur samkomulag náðst innan Sam-
bandsflokksins í Færeyjum um stjómarþátttöku. Björn á Heygum og
Finnbogi Arge, þingmenn flokksins, samþykktu um miðjan dag í gær
stjómarsáttmálann sem þegar hafði verið undirritaður en þeir mót-
mæltu í fyrstu. Lögðu Björn og Finnbogi þó áherslu á að þeir væm
ekki sáttir við alla þætti samkomulagsins.
Mannfjöldaráð-
stefnu SÞ lokið
Páfagarð-
ur styður
ályktunina
Kaíró. Reuter.
PÁFAGARÐUR veitti í gær skilyrt-
an stuðning sinn við lokaályktun
mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), sem lauk í Kaíró í
gær. Lagði Páfagarður á það áherslu
að hann héldi þó fast við skoðanir
sínar á fóstureyðingum og getnaðar-
vörnum. Allt fram á síðustu stundu
var óvíst hvaða afstöðu Páfagarður
tæki til ályktunarinnar.
Formaður sendinefndar Páfa-
garðs, Renato Martino erkibiskup,
sagði að páfi vildi styðja samkomulag
ráðstefnunnar, jafnvel þó að það yrði
aðeins að hluta til. Lagði hann hins
vegar áherslu á að þetta væri ekki
stefnubreyting af hálfu Páfagarðs
hvað varðaði fóstureyðingar, getnað-
arvarnir, ófijósemisaðgerðir eða
smokka sem forvarna gegn alnæmi.
Múslimsk ríki höfðu einnig fyrir-
vara á samþykki sínu, m.a. Iran,
Líbýa, Jemen, Alsír, Sýrland og Afg-
anistan, sem sögðust ýmist setja
lögmál Islam ofar öðru eða gagn-
rýndu harðlega þann hluta ályktun-
arinnar sem fjallar um rétt einstak-
linga í kynferðismálum.
■ Staða Páfagarðs/16
-----------------
ísrael og PLO
Samkomu-
lag um fjár-
framlögin
Ósló. Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráðherra
ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO), náðu í gærkvöldi samkomu-
lagi um leiðir til að flýta fyrir fjár-
framlögum erlendra ríkja til sjálf-
stjórnarsvæða Palestínumanna.
„Friðarumleitanirnar eru aftur
komnar á skrið,“ sagði Bjorn Tore
Godal, utanríkisráðherra Noregs,
þegar hann tilkynnti samkomulagið.
Peres og Arafat voru viðstaddir
tónleika í Osló í tilefni þess að ár er
liðið frá því friðarsamkomulag ísra-
ela og PLO var undirritað í Washing-
ton. „Við lukum við Óslóar-yfirlýsing-
una í hléinu," sagði Godal.
Finnbogi Arge sagði í samtali
við færeyska útvarpið í gær að
hann vildi heldur að Sambands-
flokkurinn væri sameinaður í stjórn
en klofinn og án áhrifa í landsmála-
pólitíkinni í framtíðinni. Björn á
Heygum er á sama máli.
Sjö ráðherrar
í Quebec hrósa sigri
Skipting ráðuneyta
Þegar hefur verið ákveðin skipt-
ing á stærstu málaflokkunum.
Sambandsflokkurinn hefur sjáv-
arútvegsmál og utanríkisviðskipti
með höndum, Jafnaðarflokkurinn
viðskipti, Verkamannaflokkurinn
iðnaðar- og landbúnaðarmál og
Sjálfstýriflokkurinn menningar-,
samgöngu- og ferðamál.
AÐSKILNAÐARSINNAR í Que-
bec í Kanada unnu sigur í kosn-
ingum í rikinu á mánudag, en þó
ekki jafn mikinn og búist var við.
Þeir hyggjast efna til þjóðarat-
kvæðis um aðskilnað frá Kanada,
en meirihluti íbúanna er andvígur
þeirri hugmynd, samkvæmt könn-
unum. Á myndinni fagnar Jacqu-
es Parizeau, leiðtogi aðskilnaðar-
sinna, ásamt konu sinni þegar
úrslitin lágu fyrir.
■ Þjóðaratkvæðiánæstaári/17
Bandarísk flugmóður-
skip send áleiðis til Haítí
Stjórnarflokkarnir hafa ekki enn
ákveðið hveijir hljóti ráðherraemb-
ætti. Þegar það hefur verið gert
verður Lögþingið kallað saman til
að velja nýja landsstjórn. Ráðherr-
arnir verða sjö, Sambandsflokkur-
inn fær lögmann og tvo ráðherra,
Jafnaðarflokkurinn tvo ráðherra og
þingforseta, Verkamannafylkingin
og Sjálfstýriflokkurinn einn hvor.
Reuter
Aðskilnaðarsinnar
Washington, Port-au-Prince. Reuter,
The Daily Telegraph.
INNRÁS virðist yfirvofandi á Haítí
og Bandaríkjastjóm sendi í gær
flugmóðurskipið America áleiðis til
landsins þrátt fyrir mikla andstöðu
heima fyrir við hemaðaríhlutun.
Talið er að í America séu sér-
sveitir sem yrðu fyrstar á land á
Haítí verði innrás fyrirskipuð. Ann-
að flugmóðurskip, Eisenhower,
heldur af stað til Haítí frá Norfolk
í dag, með fleiri hermenn og árás-
ar- og flutningaþyrlur.
Fyrir eru að minnsta kosti 15
bandarísk herskip í grennd við
Haítí og stjórn Bills Clintons for-
seta hefur hótað herforingjastjóm-
inni innrás fari hún ekki frá og
setji Jean-Bertrand Aristide, sem
hún steypti af stóli, aftur í emb-
ætti forseta.
Ilerforingjastjórnin hefur skrif-
að Bandaríkjastjórn og óskað eftir
skýringu á því að fimm herskip
voru send inn fyrir landhelgi Ha-
ítí um helgina. Stanley Schrager,
talsmaður bandaríska sendiráðs-
ins í Port-au-Prince, sagði að her-
Leon Panetta, forseti bandaríska
herráðsins, spáði því að Banda-
ríkjamenn myndu fylkja sér á bak
við forsetann ef hann ákvæði inn-
rás á Haítí, þrátt fyrir þessa niður-
stöðu könnunarinnar.
Vaxandi andstaða er við innrás
innan Bandaríkjaþings. Repúblik-
anar krefjast þess að þingið ræði
málið- áður en innrásin hefjist en
Clinton forseti þarf ekki að óska
eftir heimild þingsins fyrir hernað-
aríhlutuninni.
Sautján þúsund hermenn
Bandaríkjastjórn leggur nú kapp
á að sannfæra þjóðina um að inn-
rásin sé nauðsynleg af siðferðileg-
um ástæðum. Warren Christopher
utanríkisráðherra leggur áherslu á
að koma þurfi herforingjastjórn-
inni frá vegna mannréttindabrota
hennar.
Búist er við að 15.000 banda-
rískir hermenn taki þátt í innrás-
inni, en auk þess segir stjórnin að
sautján ríki hyggist leggja til um
2.000 hermenn.
LÖGREGLUMAÐUR á Haítí beitir svipu til að hafa stjórn á
fólki sem bíður í röð eftir matargjöfum í Port-au-Prince. Fátt
bendir til þess að herforingjastjórnin í landinu fari frá þrátt
fyrir refsiaðgerðir og yfirvofandi innrás.
foringjastjórnin fengi engin svör Næstum þrír af hveijum fjórum
þar sem útlagastjórnin hefði heim- Bandaríkjamönnum, eða 73%, eru
ilað siglingu skipanna inn fyrir andvígir innrás á Haítí, samkvæmt
landhelgina. nýrri könnun A/tC-sjónvarpsins.
Norður-Kórea
Þjóðar-
sorg hjá
fuglunum
Lundúnum. The Daily Telegraph.
DÝRKUNIN á Kim Il-sung,
„leiðtoganum mikla“ í Norð-
ur-Kóreu, einskorðast ekki
lengur við mannfólkið. Fugl-
arnir eru sagðir syrgja hann
einnig og streyma nú að einni
af fjölmörgum styttum sem
reistar voru leiðtoganum til
heiðurs.
Að sögn fréttastofu Norð-
ur-Kóreu streyma trönur,
svölur og þvarar að minnis-
merkinu og „tísta trega-
söngva“ til að votta Kim virð-
ingu sína í hinsta sinn. Frétta-
stofan hafði eftir náttúru-
fræðingum og sjónarvottum
að „svölurnar væru að tjá
sorg sína vegna andláts hins
föðurlega leiðtoga áður en
þær fljúga suður á bóginn“.
Sjónarvottar sögðu þetta enn
eitt merkið um að Kim væri
„mikilmenni sem stigið hefði
niður frá himnum“.
Undur og stórmerki
Að sögn fréttastofunnar
höfðu áður gerst þau undur
og stórmerki að eftirlætis-
blóm Kims, magnolían, hefði
tekið að blómgast þegar þess
var minnst að tveir mánuðir
voru liðnir frá andláti hans,
þannig að „hjörtu mannanna
fylltust enn meiri söknuði".