Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú?
m KOSNINGAR 1991
□ Nóvember 1991
Q Nóvember 1992
m Nóvember 1993
Q Júní 1994
■I September 1994
Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991,'
40,7%
38,6% ^
36,5%
8 SP
i þeirra sem taka afstöðu
18,9%
15,5%
S g
oo ---
5,8%
1
a 19,7%
S o>
5?
; i
S S 13,1%
1
CO
co
rji3,i%
1,4%
Jóhanna Sam-
Sigurðar- eiginl.
dóttir framb.
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 9.-11. september
Alþýðuflokkur missir stuðn-
ing en Jóhanna fengi 10%
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Há-
skóla íslands gerði þjóðmálakönnun
dagana 9.-11. september. Hugur
svarenda til stjómmálaflokka var
kannaður og kom í Ijós að 10,1%
sagðist mundi kjósa Jóhönnu Sig-
urðardóttur ef kosið væri nú til al-
þingis. Allir stjórnmálaflokkar tapa
fylgi frá því þjóðmálakönnun var
gerð í júní síðastliðnum. Stuðningur
við ríkisstjómina hefur dvínað tals-
vert og þeim fjölgað sem em hlut-
lausir í hennar garð.
Fyrsta spurning Félagsvísinda-
stofnunar í könnuninni var: Ef al-
þingiskosningar væru haldnar á
morgun, hvaða flokk eða lista held-
urðu að þú myndir kjósa? 37,2%
sögðust ekki vita það og voru þá
spurðir: En hvaða flokk eða lista
heldurðu að líklegast sé að þú
myndir kjósa? 20,5% vissu það
ekki og vora þá spurðir: En hvort
heldurðu að sé líklegra, að þú kjós-
ir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern
annan flokk eða lista? Þeim sem
Hvop! mundip þú segja að
þú værír stuðningsmaðup
píkisstjopnapinnap eða
andstæðingup?
Hlutfall þeirra sem svara
Júní 1994 Sept. 1994
And-
stæðingar
Stuðnings-
menn
töldu að þeir kysu annað en Sjálf-
stæðisflokkinn var deilt niður á
hina flokkana í sömu innbyrðis
hlutföllum og fengust við fyrri
tveimur spumingarliðum. Við
þessar þaulspurningar fór hlutfall
óráðinna niður i 6,6%, 9% sögðust
ætla að skila auðu og 10,6% neit-
uðu að svara.
Minni vinsældir stjórnarinnar
Svarendur vora spurðir: Hvort
mundir þú segja að þú værir stuðn-
ingsmaður ríkisstjórnarinnar eða
andstæðingur? Hlutfall þeirra sem
svöruðu hefur breyst talsvert frá
því í júní á þann veg að stuðnings-
mönnum stjórnarinnar hefur fækk-
að talsvert og hlutlausum fjölgað
að sama skapi.
Könnunin var gerð í síma um
allt land meðal fólks á aldrinum
18-75 ára og var stuðst við 1200
manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Af
þeim svöraðu 870 eða 72,5%. Þegar
dregnir höfðu verið frá úr úrtakinu
þeir sem vora nýlega látnir, erlend-
ir ríkisborgarar og fólk búsett er-
lendis reyndist nettósvöran vera
73,8%.
Tveggja ára fangelsi fyrir innbrot
Hlaut 27 dóma
á fimmtán árum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 31 árs mann, Sigurð
Hólm Sigurðsson, til tveggja ára
fangelsisvistar fyrir tvær mis-
heppnaðar þjófnaðartilraunir og
eitt innbrot. Brotin voru framin í
júlí sl., innan við sólarhring eftir
að hann hafði verið látinn laus úr
fangelsi. Þetta er 27. refsidómur
mannsins frá árinu 1979 og að
meðtöldum nýjasta dóminum hefur
hann samtals verið dæmdur til
12'/2 árs fangelsisvistar.
Stal úrum og rauðvíni
Maðurinn var saksóttur fýrir að
hafa stolið sex armbandsúram,
fjóram gullhringjum, silfurhring,
tveimur byssum og átta rauðvíns-
flöskum í innbroti í hús í Árbæjar-
hverfi 24. júlí í sumar.
Sömu nótt reyndi hann að bijót-
ast inn í íbúð við Kárastíg en
hætti við þegar hann heyrði hund
gelta í íbúðinni og reyndi þá að
stela kvenmannsveski úr eldhús-
glugga við Bjarnarstíg þar sem
hann var handtekinn og úrskurð-
aður í 45 daga gæsluvarðhald.
Skipast ekki við hegningar
í dómi Péturs Guðgeirssonar
héraðsdómara segir að ákærði,
sem játaði brot sín hreinskilnis-
lega, hafl framið þessi brot innan
sólarhrings frá því að hann var
látinn laus eftir langa fangavist.
Auk fyrrgreinda 27 refsidóma, sem
maðurinn hefur m.a. hlotið fyrir
þjófnaðar- og ofbeldis- og kynferð-
isbrot, hefur hann sex sinnum
gengist undir dómsáttir fyrir ölv-
un, fíknilaga- og umferðarbrot.
„Er bersýnilegt að hann lætur ekki
skipast við þær hegningar sem
honum hafa verið gerðar til þessa.
Þykir refsing hans með hliðsjón
af þessu ölllu vera hæfilega ákveð-
in fangelsi í tvö ár,“ segir í niður-
stöðum dómarans.
Formaður Alþýðubandalagsins
Eðlilegt að Framsýn
komist 1 ldördæmisráð
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, segist
telja eðlilegt og sjálfsagt að Fram-
sýn, nýstofnað félag alþýðubanda-
lagsfólks í Reykjavík, fái aðild að
kjördæmisráði Alþýðubandalagsfé-
laganna og segist ekki telja að það
verði neinum vandkvæðum bundið.
Lög flokksins kveði alveg skýrt á
um að flokksfélög í hveiju kjör-
dæmi eigi rétt á því að eiga aðild
að kjördæmisráði.
Fundir um mánaðamót
Óvissa hefur verið um hvort
Framsýn geti fengið aðild að kjör-
dæmisráðinu á aðalfundi þess í
næsta mánuði því áður þarf mið-
stjórn flokksins að samþykkja inn-
göngu félagsins í flokkinn. Fundur
miðstjórnar er ekki boðaður fyrr
en viku eftir aðalfund kjördæmis-
ráðsins sem halda á fyrir lok októ-
ber.
Ekki vandamál
Aðspurður hvort miðstjórnar-
fundi yrði flýtt til að Framsýn
gæti fengið aðild að kjördæmjsráð-
inu á aðalfundi þess svaraði Ólafur
Ragnar: „Það hefur verið stefnt að
því að halda miðstjórnarfund fyrstu
dagana í nóvembermánuði og ég
get ekki séð að það skipti öllu hvort
aðalfundur kjördæmisráðsins er
vikunni fyrr eða seinna. Ég hef
ekki trú á að það verði neitt vanda-
mál,“ svaraði hann.
Morgunblaðið/Ingvar
Náðist á flótta
ÖKUMAÐUR bifhjóls reyndi að stinga lögreglu af í fyrrakvöld
eftir að bifhjól hans hafði mælst á 139 km hraða á Sæbraut við
Laugarásbíó. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu
heldur ók hjólinu á brott á miklum hraða. Hann faldi hjólið við
Hallarmúla og fór á braut en lögregla hafði upp á honum skömmu
síðar, færði hann á lögreglustöð þar sem hann var sviptur öku-
réttindum eftir yfirheyrslur.
Sjávarútvegsráðherra um grein Svend-Aages Malmbergs
Veiðar byggjast á
ástandi stofnanna
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að ákvarðanir um
nýtingu þorskstofnsins hér við land
séu óháðar því, hvað veiðist af þorski
á öðram hafsvæðum. Svend Aage
Malmberg haffræðingur velti upp
þeirri hugmynd í Morgunblaðsgrein
í gær að afli íslendinga í Smugunni
yrði dreginn frá kvóta á íslandsmið-
um.
„Við tökum sjálfstæðar ákvarð-
anir um veiðar úr þorskstofninum
hér við land og verðum að byggja
þær á ástandi stofnsins en ekki ann-
arra stofna," sagði Þorsteinn.
Aðspurður um þá staðreynd, að
alfriðun virðist hafa skilað vexti
þorskstofnsins í Barentshafi og
hvort svipaðar aðgerðir gætu skilað
sama árangri hér við land, sagði
sjávarútvegsráðherra: „Það er mjög
mikilvægt að menn horfi gagnrýn-
um augum á þær ákvarðanir, sem
teknar hafa verið undanfarinn ára-
tug um nýtingu þorskstofnsins hér
við land, af því að við höfum allan
þennan tíma farið langt fram úr
ráðgjöf. Það þarf að skoða með
hvaða hætti menn fá mestan af-
rakstur til lengri tíma, en þær
ákvarðanir verðum við að taka á
grundvelli ástands þorskstofnsins
hér, ekki með því að gefa út ávísan-
ir á veiðar annars staðar."
Fullnýttur stofn
Þorsteinn var spurður álits á
ummælum Svend Aages um að
stefna íslendinga í Barentshafi líkt-
ist einna helzt sókn Serba, jafnvel
Þriðja ríkisins, eftir „lífsrými“.
„Menn verða að nota þær samlíking-
ar, sem þeir kjósa helzt,“ sagði Þor-
steinn. „Hins vegar er ljóst að þorsk-
stofninn í Barentshafi hefur verið
fullnýttur um langan tíma og kvóta-
settur að fullu. Veiðar á alþjóðlegum
hafsvæðum, eins og Smugan er, eiga
samkvæmt ákvæðum hafréttarsátt-
málans að gerast í samráði þjóða í
milli. Þetta samráð hefur ekki getað
átt sér stað af því að Norðmenn
hafa ekki viljað ganga til slíkra við-
ræðna. En þær skyldur hvíla bæði
á strandríkjunum og þeim, sem
koma utan að, að sýna ábyrgð varð-
andi nýtingu stofnanna.“
-----» 4 4------
Helgi Áss í
5.-10. sæti
HELGI Áss Grétarsson gerði jafn-
tefli við Brasilíumanninn Vescovi í
tíundu umferð af þrettán á Heims-
meistaramóti skákmanna 20 ára og
yngri í Brasilíu. Hann er í 5. til 10.
sæti með 6V2 vinning.
Efstir era núverandi heimsmeist-
ari Miludanovic, sem keppir undir
fána Fide vegna ófriðar í fyrrum
Júgóslavíu, og Mariano frá Filipps-
eyjum. Tvímenningarnir eru með
7V2 vinning.