Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ PEILUR UM SKÓLAHALP í MÝVATIMSSVEIT Sveitarstjóri Skútustaðahrepps Fag- o g fjárhags- \egar ástæður fyrir sameiningu Einsetinn skóli, samfelldur skóla- dagnr og akstur SIGURÐUR Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps sagði skólann í Reykjahlíð bjóða upp á ein- setinn skóla, samfelldan skóladag, mötuneyti fyrir alla nemendur með heitum mat í hádegi, skólaakstur fyrir alla nemendur sem búa fjær skólahúsinu en einn kílómetra og þá væri um að ræða nýtt og fullkomið skólahúsnæði. „Ákvörðun um að leggja af útibú skólans að Skútustöð- um sem starfrækt hafði verið í einn vetur — reyndar var áður starfrækt útibú frá þeim skóla í Reykjahlíð í tuttugu ár — er grundvölluð í megin- atriðum á tveimur þáttum. í fyrsta lagi á faglegum og kennslufræðileg- um forsendum og í öðru lagi fjár- hagslegum,“ sagði Sigurður Rúnar. Aukinn kostnaður Helstu þættir hinna faglegu for- sendna, sagði hann vera skólasafn og kennslugögn sem til staðar væru í Reykjahlíð. Nú á dögum teldu margir skólasafnið vera hjarta skól- ans og óhætt að fullyrða að nútíma- kennsluhættir byggðu mjög á kennslu þess. Sjálfstæð vinnubrögð sem viðhöfð væru í flestum skólum kölluðu á að þeir hefðu aðgang að góðu bókasafni og fjölbreyttu úrvali kennslugagna. Það gæfi augaleið að ef skóli væri tvískiptur hefði það aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið að búa báða kennslu- staðina kennslugögnum og byggja upp öflug skólasöfn. List- og verkgreinar krefðust meiri stofnbúnaðar en bóklegar greinar, búa þurfi list- og verkgreinastofur tækjum og búnaði og eftir fylgdi viðhald og endurnýjun. Hversu metn- aðarfull sem sveitarstjóm væri gagn- vart sínum skóla mætti gera ráð fyrir að tregðu gætti þegar kaupa þyrfti tvöfalt af öllum búnaði sem til þyrfti og hefði í för með sér minni líkur á vel búnum skóla. Þá nefndi sveitarstjóri það ótví- ræðan kost fyrir skólastarfíð ef kenn- arar og annað starfsfólk ynnu náið saman, en við sameiningu kennslu- staða væru skapaðar forsendur fyrir aukinni samvinnu og eins nýttist sérþekking kennara betur fyrir skólastarfið í heild. Við að sameina kennslustaði og kenna á einum stað fækkaði árgöngum sem mynduðu hvern námshóp. Auðveldara yrði að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til stjórnenda skóla ef hann er starfræktur í einu lagi og öll samskipti skólastjóra við kennara og nemendur yrðu meiri og samfeildari auk þess sem auðveldara væri að skipuleggja skólastarfíð þeg- ar nemenda- og kennarahópur mynd- uðu eina heild. Tónlistarskóli Mývatnssveitar hef- ur aðsetur innan veggja grunnskóla- hússins í Reykjahlíð sem gæfi aukna möguleika á að skipuleggja starfsemi þessara stofnana saman. Þá sagði Sigurður Rúnar það gefa augaleið að dýrara væri að reka tvö hús en eitt, húsakostur sem rúmaði allt grunnskólastarf í Mývatnssveit hefði ekki verið til staðar frá því á 7. ára- tugnum. Augljóslega væri líka ódýr- ara að reka eitt mötuneyti en tvö. Treystu á samvinnu Sigurður Rúnar sagði sveitarstjóm hafa gert sér grein fyrir því að ýms- ir annmarkar væru á sameiningunni, m.a. langur skólaakstur hluta nem- endanna. Treysti sveitarstjórn því að besta samvinna næðist við viðkom- andi foreldra einkum með það í huga að það væri verulegur ávinningur að geta notið þeirra kosta sem skóla- starf í nýju húsi. Samvinna fælist í að foreldrar keyrðu börn sín í veg fyrir skólabílinn, aksturinn hæfíst á þeim stað sem fjærst liggur og væri stysta leið til skólans, en foreldrar keyrðu börn sín í veg fyrir skólabíl- inn og væri sveitarstjórn tilbúin að greiða fyrir þann akstur. Hefði slíkt samstarf tekist hefði enginn nemendi þurft að ferðast lengri leið en 30 kílómetra frá heimili til skóla, aðra leið, 10 nemendur þurft að fara lengra en 20 kílómetra, 14 nemendur lengra en 10 kílómetra og 58 nem- endur 0-10 kílómetra. Miðstöð fólks í atvinnuleit Kartöflur teknar upp í Miðstöð fólks í atvinnuieit verður brugðið út af venju í dag, miðviku- daginn 14. september. I stað sam- veru í Safnaðarheimilinu verður far- ið til bónda handan fjarðarins og teknar upp kartöfiur þar sem hver og einn fær sjálfur að halda góðum hluta uppskerunnar. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega við kirkjuna kl. 15 og hafa með sér vinnufatnað, en fötur og poka fá þeir á staðnum. Að leik í Mývatnssveit KRAKKARNIR í fyrsta bekk grunnskólans við Reykjahlíð fengu að njóta einstakrar veðurblíðu gærdagsins en þau voru úti við ásamt kennara sínum Gígju Sigurbjörnsdóttur. Hún var að kenna þeim ýmsa leiki, eitt par fram yfir ekkjumann og fleiri slíka sem ekki eru algengir lengur. Hjörleifur Sigurðarson á Grænavatni Meirihlutinn hefur boðað til stríðs „ÉG TEL að meirihluti sveitarstjórn- ar hafi boðað til stríðs,“ sagði Hjör- leifur Sigurðarson bóndi á Græna- vatni um skóladeiluna í Mývatns- sveit en hann sagðist hafa trú á að skólastjórinn, Garðar Karlsson gæti leyst deiluna hefði hann vilja til þess. „Meirihluti sveitarstjómar segist hafa ákveðið í vor að flytja allt skóla- hald undir eitt þak í Reykjahlíð, en íbúunum er ekki gerð grein fyrir þessari stefnubreytingu fyrr en skömmu áður en setja átti skólann. í fyrra var gert samkomulag sem gilti til þriggja ára þess efnis að rek- ið yrði skólasel á Skútustöðum, en þvert ofan í það er þessi einstreng- ingslega ákvörðun tekin. Það liggur fyrir samþykkt menntamálaráðu- neytis um að það tryggi viðbótar- kennslukvóta svo hægt sé að reka skólaselið þar sem eru tvær kennara- stöður. Sveitarstjóm barmar sér yfir atvinnuleysi en hefur efni á að hafna þessari stöðu. Einkaskóli Hjörleifur sagði að vissulega væri ástandið óviðunandi og lausn yrði að fínnast en meðal þess sem suður- sveitungar hafa rætt í fullri alvöru er stofnun einkaskóla. „Það eru möguleikar á að fara út í rekstur einkaskóla þar sem fyrir hendi er velviljuð sveitarstjórn sem gæti t.d. lagt slíkum skóla til húsnæði en við teljum engar líkur á að mæta vel- vilja hjá núverandi sveitarstjóm," sagði Hjörleifur og bætti við að fleiri möguleikar hefðu verið ræddir „en það er alveg ljóst að yngri börnin fara aldrei í skóla í Reykjahlíð, það Möguleikar á að fara út í rekstur einkaskóla er engin lausn, það er uppgjöf. Við höfum verið rekin áfram eins og slát- urlömb, það er búið að króga okkur af, en við látum ekki reka okkur inn í banaklefann." Sáum hvert stefndi Grunnskóli Mývetninga hefur ver- ið á Skútustöðum í áranna rás, en fyrir 12 árum var hafist handa við byggingu skólahúss í Reykjahlíð. Það hús átti að sögn Hjörleifs að vera skólasel fyrir börn í 1. til 4. bekk en þeirri skólastefnu fylgt að aðalskóli sveitarinnar yrði á Skútu- stöðum, sú stefna var áréttuð í skóla- nefnd og sveitarstjórn árið 1989. „Strax og byrjað var á skólabygg- ingunni við Reykjahlíð sáum við hvert stefndi, því greinilegt var að stærð byggingarinnar miðaðist við að þar yrði hægt að kenna öllum öllum grunnskólabörnum í Mývatns- sveit og þungamiðja skólastarfsins myndi flytjast frá Skútustöðum að Reykahlíð og þess vegna börðumst við gegn byggingunni þrátt fyrir að hamrað væri á að einungis væri verið að byggja fyrir 60 nemendur. Nú hefur það gerst sem við spáðum fyrir röskum áratug og margir þeir sem voru blekktir á sínum tíma eru beiskir." Sigurður Þórisson, faðir Hjörleifs sem alið hefur allan sinn aldur í Mývatnssveit og haft afskipti af sveitarstjórnarmálum, telur skóla- deiluna svo alvarlega að bresti í stoð- um samfélagsins og svo geti farið að það klofni í kjölfar þessa. Um sé að ræða alvarlega deilu milli íbú- anna, langt í frá sé hægt að tala um sveitarríg, sem ekki er um mál- efni. Þá telji íbúar suðurhlutans sig afskipta í ýmsum málum, þeir njóti lágmarksþjónustu á meðan peningar sveitarsjóðs fari í margvíslega upp- byggingu við þéttbýlið norðan vatns- ins, s.s húshitun, götulýsingu, frá- veitumál, þar sé leikskóli og svo mætti lengi telja. „Skútustaðir eru fyrir miðri sveit og þangað sóttu menn allt félagslíf í gamla dag, fóru á skautum yfir íslagt vatnið að vetr- inum.“ Langur akstur Suðursveitungar eru ósáttir við þann langa akstur sem þeim börnum sem lengst búa frá skólanum er boð- ið upp á en hluti bamanna þurfi að vera um tvo klukkutíma á dag í skólabílnum. Hjörleifur sagði engar reglur til um hversu lengi börn mættu vera í skólabíl á leið til skól- ans. „Það eru til ýmsar reglur t.d. um akstur fjár í sláturhús, en það má ekki þreyta um of áður en þang- að er komið, en það eru engin ákvæði sem segja fyrir um hversu lengi börn- um sé hollt að sitja í bíl áður en j skóla kemur,“ segir hann. Þá nefndi hann einnig að þau börn sem lengst þurfa að fara misstu óneitanlega af félagslífi sem bóðið væri upp á eftir að skólatíma lyki. Þriðjudaga, íimmtudaga, föstudaga og sunnudaga. Verð frá kr. 3.200 FIiicjFél«icj norúurlands Iif SÍMAR 96-12100 og 92-11353 € C c € i i í i i i i í í i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.