Morgunblaðið - 14.09.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 15
VIÐSKIPTI
Hvaða kreditkort er
hagstæðast á ferðalagi?
Chicago. Reuter.
ÞEIR, sem ferðast mikið í viðskipta-
erindum, verða að hafa gengis-
skráninguna á hreinu og það getur
verið forvitnilegt fyrir þá að vita
hvaða kreditkort kemur best út hvað
varðar gjaldeyrisyfirfærslur.
American Express, Diners Club,
Mastercard eða Visa? Svo virðist
sem lítill munur sé á notkun þess-
ara korta og til dæmis Bandaríkja-
maður, sem kaupir sér föt erlendis,
þarf yflrleitt að greiða 1% gjald
þegar búið er að yflrfæra upphæð-
ina í dollara, sama hvaða kort hann
notar.
Þessi greiðsla kemur hins vegar
betur út en ef gjaldeyrinum hefði
verið skipt á hótelinu eða í banka
í útlandinu en hugsanlega nokkuð
verr en ef yfirfærslan hefði farið í
gegnum hraðbanka. Það fer þó eft-
ir því hvað bankinn krefst mikils
fyrir þjónustuna og hvað mikið er
tekið út.
Þeir, sem eru öllum hnútum
kunnugir, segja, að til að komast
að því hvaða kort sé best við inn-
kaup, til dæmis Mastercard eða
KOSTNAÐUR vegna notk-
unar greiðslukorts erlendis
kemur betur út en ef gjald-
eyrinum er skipt á hóteli eða
I banka í útlandinu.
Visa, þurfi að kanna hundruð
banka, sem skipta við þessi
greiðslukortafyrirtæki, og þeir
telja, að munurinn, sé hann ein-
hver, sé smávægilegur. Það, sem
skiptir kannski meira máli, er hvað
bankarnir taka fyrir úttekt í inn-
lendum gjaldeyri. í Bandaríkjunum
er yfirieitt um fasta upphæð að
ræða, á bilinu tveir til flmm dollar-
ar, og meðaltalið er þrír dollarar.
Af 300 dollara úttekt er því um
að ræða 1% þóknun en séu aðeins
teknir út 30 dollarar er hún hvorki
meiri né minni en 10%.
Almennt er ferðafólki, sem skipt-
ir gjaldeyri, ráðlagt að skoða vel
hvað það undirritar, einkum í lönd-
um þar sem mikið er um gengisfell-
ingar. Þar geta upphæðirnar verið
háar og fólk verður að greiða það,
sem það kvittar fyrir.
Fulltrúi Diners Club segir, að
upphæðir séu reiknaðar frá þeim
degi, sem greiðslutilkynningin
berst. Það getur verið samdægurs
ef viðkomandi verslun til dæmis er
beintengd þjónustubanka en síðar,
hafl kaupin átt sér stað á afskekkt-
um stað. Miðað er við gengi dags-
ins þegar greiðslutilkynningin berst
auk 1% þóknunar. Þá er um að
ræða bankagengi, sem er almennt
hagstæðara en það, sem oft er
notað á hverjum stað.
100 megabæta disk-
lingnr frá Fuji Photo
Tókýó. Reuter.
JAPANSKA fyrirtækið Fuji Photo
Film greindi frá því nýverið að það
hefði þróað nýja tölvudisklinga með
stærra minni, sem gætu hugsanlega
orðið að nýjum staðli við geymslu
gagna í margmiðlunarkerfum.
Fyrirtækið sagðist geta framleitt
disklingana fyrir þriðjung kostn-
aðarins af framleiðslu disklinga sem
fyrir eru á markaðnum. Nýju disk-
lingarnir rúma meira en 100 mega-
bæti og hægt verður að nota þá við
einkatölvur með því að skipta um
drif.
Lions íbúð.
Lionsklúbbur Borgarness gaf 10% hlut í íbúð
í fjölbýlishúsi fyrir aldraða við dvalarheimilið
í Borgarnesi. Hér með er íbúðin auglýst til
umsóknar. íbúðin er ætluð efnalitlum,
öldruðum íbúa/íbúum þessa svæðis og
mun félagsmálanefnd Borgarbyggðar
sjá um úthlutun íbúðarinnar.
Upplýsingar gefur félagsmálastjóri Borgarbyggðar
í síma 93-71224 og skulu umsóknir hafa borist til
hans fyrir 28. september nk.
Bæjarstjórínn í Borgarbyggð.
Fyrirtæki
A-L velur fram-
tíðarstjómendur
Ziirich. Morgunblaðið.
SVISSNESKA ál-, efna- og um-
búðafyrirtækið Alusuisse-Lonza,
A-L, gaf í gær vísbendingu um
fyrirhugaða framtíðarstjórnendur
fyrirtækisins og tilkynnti um
breytingar í framkvæmdastjórn
þess. Dominique Damon, fram-
kvæmdastjóri umbúðasviðs, mun
taka við forstjórastöðunni af
Theodor M. Tschopp árið 1997,
samkvæmt fréttatilkynningu
fyrirtækisins, ef Tschopp verður
kjörinn stjómarformaður A-L í
stað Hans K. Jucker, stjómar-
formanns, sem þá mun láta af
stjómarformennsku.
Frú Damon, sem er frönsk, hef-
ur nú verið falið að hafa yflrum-
sjón með öllum þremur fram-
kvæmdasviðum A-L. Dr. Peter
Kalantzis, framkvæmdastjóri
efnasviðs, hefur verið ráðinn for-
stjóri Lonza hf og situr áfram í
framkvæmdastjórninni.
Enginn hefur verið ráðinn í stað
dr. Heinrichs Holtmanns sem var
skipaður framkvæmdastjóri ál-
sviðs í byijun þessa árs en hætti
störfum eftir nokkra mánuði.
Sergio Marchionne, fyrrverandi
starfsmaður Lawson Mardon um-
búðafyrirtækisins, sem A-L keypti
í fyrra, er nýr í framkvæmda-
stjóminni. Ákveðið hefur verið að
hans verkefni verði að huga að
framtíðarþróun fyrirtækisins.
Ert þú BÍLASALI eða hyggst þú gerast slíkur?
Samkvæmt nýlegtun lögum um sölu notaðra ökutækja þarft þú að sækja um leyfi til að reka bílasölu. Eitl
af skilyrðum leyfisins er að þú hafir sótt námskeið og lokið prófi. Prófnefnd bifreiðasala og Fræðslu-
miðstöð bílgreina bjóða nú námskeið í Reykjavík og á Akureyri þar sem þú munt m.a. læra um:
• Kauparétt og Samningarétt.
• Veðrétt lausafjármuna, þinglýsingar og Viðskiptabréfareglur.
• Vátryggingar ökutækja.
• Opinber gjöld og reglur um virðisaukaskattsbíla.
• Reglur um skráningu ökutœkja o.fl.
• Mat á ástandi og verðmasti ökutækja, ráðgjöf við kaupendur.
• Fjármálaleg ráðgjöf, Sölu- og samningatækni.
Lengd: 17 kennslustundir (sex kvöld + próf).
Verð: kr. 35.000,- (Visa/Euro raðgreiðslur).
Námskeið i Reykjavík: 4. október og 25 október n.k.
Námskeið á Akureyri: 14. október n.k.
• _ j_ Skráning og upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð bílgreina, CD 91-813011, jp 91-813208. (D
1STD Hafðu samband og fáðu sendan upplýsingabækling strax!
VtSA
Lög um soiu notaðra ökutsekja - helstu atriöL
Til að mega stunda viðskipti með notuð ökutæki i atvinnuskyni þarf nú leyfi sýslumanns. Einungis þeim sem öðlast hafa slíkt leyfi er
heimilt að kalla sig bifreiðasala. Starfandi biffeiðasalar hafa sex mánuði til að afla sér slíks leyfis og að liðnum niu mánuðum ffá
gildistðku laganna er með ðllu óheimilt að stunda viðskipti af þessu tagi án leyfis.
Til að öðlast leyfi bifreiðasala þarf að uppfylla tiltekin skilyrði, þ.á.m. að hafa sótt námskeið og staðist próf og hafa aflað sér tryggingar
sem bætir viðskiptavinum tjón sem valdið er af ásetningi eða gáleysi i tengslum við sölu notaðra ðkutækja.
210 Itr. 1 karfa 36.780 stgr.
320 Itr. 1 karfa 42.480 stgr.
234 Itr. 2 körfur 41.840 stgr.
348 Itr. 3 körfur 47.980 stgr.
462 Itr. 4 körfur 55.780 stgr.
576 Itr. 5 körfur 64.990 stgr.
VISA og EURO raðgreiðslur án útb. MUNALÁN m/25% útb. o
Fyrsta
flokks frá
/FOniX
HATUN 615 - SIMI (91)24420