Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Borgarspítalinn -
Hvert stefnir?
Island og
iunheimurinn
Á UNDANFÖRN-
UM árum hefur ekkert
verið sagt eða ritað um
heilbrigðisþjónustuna
á íslandi öðruvísi en
svo að frasanum
„sparnaður og niður-
skurður í heilbrigðis-
kerfinu..." væri skeytt
inn í, aftan við ogjafn-
vel í upphaf máls. Það
er vel upp að vissu
marki. Sparnaður og
hagræðing er af hinu
góða, innan skynsam-
legra marka þó. Mikill
árangur hefur náðst á
mörgum sviðum, en
gallinn er sá að þegar
settu marki er náð, þá er leikregl-
um breytt og sett ný markmið.
Nú er svo komið á Borgarspítal-
anum að fjárhagsstaða spítalans
er fádæma slæm, ekki vegna þess
að starfsfólkið stundi óráðsíu með
almannafé heldur vegna þess að
vitlaust er gefið. Borgarspítalinn
er aðal bráða- og slysaspítali lands-
ins. Sem slíkur þjónar hann öllu
landinu og miðunum, eins og alþjóð
má vera ljóst af fréttum. Það kost-
ar peninga að sinna sjúklingahópi
sem þarf dýrar aðgerðir, langa
gjörgæsluvist, langa endurhæf-
ingu, dýr lyf og flókinn tækjabún-
að til að komast aftur út í samfé-
lagið.
Slysadeildin er sú deild sem
flestir þekkja, annaðhvort af eigin
raun eða af orðspori. Á hvetjum
degi leita ríflega 100 manns til
deildarinnar, sem gerir u.þ.b.
38.000 manns á ári. Einhver hluti
þessa fólks fer heim aftur, en hluti
er lagður inn á vaktspítala, sem
er þá annaðhvort Borgarspítali eða
Landspítali.
í allmörgum tilvikum er fólk
lagt beint inn á Borgarspítala þó
vaktin sé á Landspítala og er þá
annaðhvort um að ræða að sjúkl-
ingur er svo slasaður/veikur að
ekki er talið ráðlegt að flytja hann
eða hann þarf að vistast á Borgar-
spítala vegna ákveðinnar sérgrein-
ar s.s. heila og taugaskurðlækn-
inga eða háls-, nef- og eymalækn-
inga.
Geðdeild Borgarspítalans sinnir
þeim er leita til slysadeildar vegna
geðrænna vandamála og metur
bestu úrlausnir fyrir hvem og einn.
Getur þar verið um að ræða fólk
með versnandi langvinnan geð-
sjúkdóm, sem þarf e.t.v. innlagnar
við, eða fólk, oft kornungt, sem
reynir sjálfsvíg. Í síðarnefnda
dæminu, sem því miður eru alltof
mörg, er algengast að slysadeild,
lyflækningadeild og geðdeild vinni
saman að farsælustu lausn máls-
ins. Þá sér starfsfólk slysadeildar
um að veita fyrstu hjálp, hvort sem
það er magaskolun vegna lyfjaof-
neyslu, saumaskapur vegna
sjálfsáverka eða endurlífgun eftir
drukknun, hengingu o.s.frv. Því
næst er viðkomandi gjarnan lagður
inn á lyfyadeild eða hjartadeild til
eftirlits vegna eituráhrifa þeirra
lyfja sem tekin voru. Að lokum
tekur geðdeildin við og er einstakl-
ingurinn annaðhvort vistaður á
geðdeild tímabundið,
þ.e.a.s. á meðan hann
er talinn hættuiegur
sjálfum sér, eða séð
er til þess að viðkom-
andi hafi aðgang að
aðstoð innan geðgeir-
ans.
Á svipaðan hátt
vinna aðrar deildir
saman að bestu mögu-
legu lausn þeirra
verkefna sem upp
koma. Þegar litið er
yfir starfsemi Borgar-
spítalans er ljóst að
hver hlekkur í keðj-
unni er á sínum stað
og enginn þeirra má
missa sín. Því er það þyngra en
tárum taki að horfa upp á hvemig
fjármálastjórnun þessa lands er að
fara með annan af stærstu póstum
íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Á
síðustu árum höfum við mátt horfa
upp á hvernig líftóran hefur verið
murkuð úr Landakoti. Fyrir örfá-
um árum var Landakot blómlegur
spítali með bullandi starfsemi,
metnaðarfullt starfsfólk og háleit
markmið. Síðan var ákveðið að
sameina Landakot og Borgarspít-
ala, sem er út af fyrir sig nokkuð
snjöll hugmynd. Fljótlega var stór-
dregið úr fjárveitingum til Landa-
kotsspítala og starfsemin dróst
þarafleiðandi mjög saman með til-
heyrandi uppsögnum á starfsfólki
og lokun sjúkradeilda. Hins vegar
hefur enn ekki fengist fjárveiting
til að gera nauðsynlegar breyting-
ar til að sameinuð starfsemi spítal-
anna tveggja verði sem hagkvæm-
ust. Nægir þar að nefna hring-
landaháttinn á flutningi barna-
deildar frá Landakoti á Borgarspít-
ala. Sú ákvörðun liggur á borðinu,
en spítölunum hefur ekki verið
gert kleift að fylgja henni eftir.
Því er það svo að málið er enn í
biðstöðu, þremur árum eftir að
viðræður hófust af alvöru.
Borgarspítalinn er alltaf yfirfull-
ur. Mikil starfsemi er á öllum deild-
um og enginn verkefnaskortur. Öll
þessi verkefni skapast af brýnni
þörf, en eru ekki hugarfóstur
starfsfólksins. Spítalinn hefur á að
skipa mjög hæfu starfsfólki, skort-
ur á hjúkrunarfræðingum er að
verða fortíðarvandi, geysileg þekk-
ing og fæmi er fyrir hendi á öllum
viðfangsefnum spítalans og þjón-
ustan hefur allar forsendur til að
vera meðal þeirra bestu í heimin-
um. Þá bregður svo við að spítalinn
fær ekki fjárveitingu skv. þörf og
stjómendum hans er uppálagt að
rétta_ hallann af upp á eigin spýt-
ur. Á sama tíma fá önnur ráðu-
neyti aukafjárveitingu til ýmissa
gæluverkefna, s.s. skipulagsbreyt-
inga og byggingu nýs sendiráðs.
Heilbrigðisráðuneytið fær ekki
krónu til að sinna þjónustu sem
er lífsnauðynleg. Ef á Borgarspít-
alanum væru eingöngu fram-
kvæmdar nefaðgerðir í fegrunar-
skyni og glasafrjóvganir þá væri
vissulega ástæða til að endurskoða
í hvað auramir fæm. En þar sem
málið er þannig vaxið að á Borgar-
spítalanum liggur fólk á öllum aldri
Hildur
Helgadóttir
leysir vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
í háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin.
BYaOINOAVÖRUVERSLUN
P. PORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29, sími 38640
Snföi
Alltmf tí! i Imomr
Það er vart ágreinings-
efni að spítali sem sinir
mest bráðatilfellum
verður að lifa, segir
Hildur Helgadóttir, og
spyr, hvað þeim fínnist,
sem þjónustu hans noti.
sem er fárveikt vegna sjúkdóma
og slysa og það kostar x krónur
að þjónusta þennan hóp þá er
óskiíjanlegt hvers vegna þessum x
krónum er ekki veitt til spítalans.
Litli drengurinn sem var bjargað
frá dmkknun, telpan sem fékk
stýrið í kviðinn, mennirnir sem liðu
útaf í tankinum, allt eru þetta verð-
mætir þjóðfélagsþegnar sem halda
áfram að skila sínu til samfélags-
ins vegna þess að þeim var bjarg-
að. En það kostar peninga að
bjarga mannslífum. Á meðan fjár-
veitingar til Borgarspítalans eru
með þessum nánasarhætti og
skilaboð stjómvalda í þessum dúr
verður spítalanum smám saman
gert ókleift að starfa í núverandi
mynd. Ekki er ljóst hvernig verður
umhorfs hér þegar Borgarspítalans
nýtur ekki lengur við. Enn óljósara
er hvert þyrlan, sem fjármálaráðu-
neytið fékk aukafjárveitingu til að
kaupa, á að fljúga með sjúka og
slasaða.
Heilbrigðisþjónustan kostar
vissulega peninga, en hvemig fjár-
munum er varið og til hvaða verk-
efna er auðvitað eilíft þrætuepli
og sýnist sitt hverjum í því efni.
En það getur ekki verið ágreinings-
efni hvort spítali sem sinnir nánast
eingöngu bráðatilfellum eigi að
lifa. — Eða hvað finnst þeim sem
nota þjónustuna?
Höfundur er hjúkrunarfræðingvr
á Borgarspítalanum.
ÞAÐ er nýlunda, að
frammámenn íslenzku
þjóðarinnar á borð við
utanríkisráðherrann
taki sér í munn orðið
„dvergríki" til skil-
greiningar á stöðu Is-
lands á alþjóðavett-
vangi. Til þessa hafa
íslendingar ekki þjáðst
af vanmáttarkennd í
umgengni. við marg-
falt fjölmennari og
voldugri granna. Von-
andi fer ekki undir-
gefni og afsökunar-
tónn að einkenna
framgöngu okkar í
samskiptum þjóðanna,
því að margt gerir okkur stór og
verðuga jafnoka þeirra samfélaga
sem teljast til stórþjóða. Ekki sízt
íslenzk menning og framganga
íslenzkra listamanna á erlendri
grund. ísland þarf að ná athygli
umheimsins nú fremur en nokkru
sinni fyrr. ímynd hreinleikans,
umhverfisverndar, vöruvöndunar
og frjórrar menningar þarf að
tengjast nafni landsins traustum
böndum.
Staða íslands á alþjóðasviði
hefur verið ótrúlega sterk frá
stofnun lýðveldis. Að mati sumra
eins og t.d. Henrys Kissingers,
fyrrv. utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, voru ítök íslendinga í
Bandaríkjunum og Atlantshafs-
bandalaginu langtum meiri en efni
stóðu til, ef beitt hefði verið hinni
algengu mælistiku á völd og áhrif
þjóða út frá fólksíjölda, auðlegð
eða hernaðarmætti.
Vestræn samvinna fjöregg
þjóðarinnar
Utanríkisstefnan, sem forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins mörk-
uðu í grundvallaratriðum fyrir
tæpum 50 árum, hefur tryggt ís-
lendingum aðgang og áhrif í nán-
um félagsskap stórþjóðanna í
Vestur-Evrópu og Vesturheimi.
Stórir sigrar í landhelgismálinu
unnust í því andrúmi,
sem ríkti innan Atl-
antshafsbandalagsins
og voru því að þakka.
Sjávarútvegsráðherra
Alþýðubandalagsins
gat vígreifur skrifað
undir yfírlýsingar um
útfærslu fískveiðilög-
sögunnar í 12 mílur
og 50 mílur í vissu
um að vestrænt sam-
starf, sem hann barð-
ist gegn, myndi að
lokum leiða til far-
sællar lausnar fyrir
íslendinga í landhelg-
isdeilu við Breta. Sú
varð einnig reyndin,
þegar stefnu Sjálfstæðisflokksins
um 200 mílna lögsögu var hrundið
í framkvæmd.
Ágæt verzlunarviðskipti voru
stunduð við Sovétríkin. Lögð var
rækt við norræna frændsemi með
góðum árangri. Sem meðlimir í
hinum norræna klúbbi gátum við
síðan fært okkur nær öðrum Evr-
ópuþjóðum innan EFTA og með
samningum við Efnahagsbandalag
Evrópu. Undir vemdarvæng risa-
veldisins í vestri, þar sem ísland
naut beztu kjara í viðskiptum, sér-
staklega hagstæðra loftferða-
samninga og fleiri hlunninda,
gengu Islendingar á vit nýrra tíma
og fram til nýsköpunar atvinnu-
vega með þeim ágætum, sem þjóð-
in mun lengi búa að.
Aðildin að Atlantshafsbanda-
laginu og mikilvægi vamarstöðvar
Bandaríkjanna á íslandi færðu
okkur inn í hringiðu heimsmála
og hafa verið sterk spil á hendi
ábyrgra aðila í mótun og fram-
kvæmd íslenzkrar utanríkisstefnu.
Breytt viðhorf í
Bandaríkjunum
En hvað nú? Breytt heims-
ástand og endalok hins kalda
stríðs birtast okkur í mörgum
myndum. Eftirtektarvert var að
lesa nýleg ummæli utanríkisráð-
Markús Öm
Antonsson
Orðsending til ungra
sjálfstæðismanna
ÁGÆTU ungu sjálfstæðismenn!
Þið emð sagðir hafa tekið sam-
an svo nefndan „svart/hvítan
lista“ yfír nokkrar ríkisstofnanir
sem þið teljið ýmist tiltakanlega
vel eða illa reknar. Meðal hinna
síðari er Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Ég hef ekki séð listann, en
af honum hafa sprottið blaðaskrif
sem era tilefni þess að þessar lín-
ur era settar á blað.
Sinfóníuhljómsveitin var stofn-
uð á sínum tíma til þess að efla
íslenskt menningarlíf, og þess var
aldrei vænst að hún gæti lifað af
aflafé sínu, hvað þá skilað hagn-
aði, fremur en sambærilegar
stofnanir í öðram löndum. Hvort
hún telst vel eða illa rekin, hlýtur
því fyrst og fremst að ráðast af
því hvemig henni hefur tekist að
rækja þetta hlutverk sitt, þó að
fjárhagshliðin komi að sjálfsögðu
jafnframt til álita. Þessu er enginn
gaumur gefínn í fyrrnefndum
skrifum, og verða þau því að mestu
leyti út í hött.
Sá sem þetta ritar hefur fylgst
með starfí hljómsveitarinnar frá
fyrstu tíð og telur sig þekkja hvort
tveggja, þær væntingar sem við
hana vora bundnar í
upphafí og árangur
hennar í starfí. Hún
hefur orðið ein helsta
máttarstoð tónlist-
arlífs á íslandi, eins
og vonir stóðu til, og
auk þess verðugur
fulltrúi íslenskrar
menningar erlendis,
og það er meira en
nokkur þorði að vona.
Hér er ekki rúm til að
gera grein fyrir starf-
semi hennar sem vert
væri. Hljómsveitin eða
flokkar úr henni fluttu
alls 81 tónleika á síð-
asta starfsári og hljóðrituð voru 6
íslensk tónverk, sum mjög viða-
mikil, sérstaklega fyrir Ríkisút-
varpið. Útvarpað var öllum meiri
háttar tónleikum sveitarinnar í
Reykjavík.
Á Listahátíð í sumar átti hljóm-
sveitin að sjálfsögðu þátt í flutn-
ingi „Niflungahringsins" eftir
Wagner (5 sinnum í Þjóðleikhús-
inu) og níundu sinfóníu Beethov-
ens (í Laugardalshöll), en hvorag-
ur sá viðburður hefði orðið ef sveit-
arinnar hefði ekki not-
ið við. Einnig setti hún
verulegan svip á lýð-
veldisafmælið á Þing-
völlum, en þar er talið
að áheyrendur hennar
hafí verið um 60 þús-
und manns. Nú er að
ljúka þriggja ára
samningi hljómsveit-
arinnar við enska út-
gáfufyrirtækið
Chandos, en á þess
vegum hefur sveitin
leikið á 8 geisladiska,
sem hafa vakið mikla
athygli og hlotið mjög
lofsamlega dóma í al-
þjóðlegum tímaritum. Að minnsta
kosti þijú erlend fyrirtæki sækjast
nú eftir sambærilegum samning-
um. Nokkrir geisladiskar með leik
hljómsveitarinnar hafa og komið
út á vegum innlendra útgefenda.
Snemma á síðasta starfsári þáði
sveitin boð, sér að kostnaðarlausu,
um þátttöku í tónlistarhátíð í
Múnchen, þar sem saman komu
margar helstu hljómsveitir Evrópu
og hélt hver eina tónleika. Tónleik-
ar íslensku hljómsveitarinnar
Jón
Þórarinsson