Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Greinargerð Skot-
veiðifélags Islands
Helstu niðurstöður rjúpnaráðstefnu Skotveiðifélags íslands
LAUGARDAGINN 27. ágúst sl.
gekkst _ Skotveiðifélag Islands
(SKOTVÍS) fyrir ráðstefnu um
ijúpuna á Hótel Holiday Inn í
Reykjavík. Þar fluttu m.a. erindi
tveir fuglafræðingar, þeir Dr.
■' Ólafur K. Nielsen frá Náttúru-
fræðistofnun íslands og Dr. Hans
Chr. Pedersen frá norsku náttúru-
fræðistofnuninni NINA, en báðir
stunda rannsóknir á ijúpu. Á ráð-
stefunni kom margt fróðlegt fram
varðandi ijúpuna og vill stjórn
SKOTVÍS því gera örstutta grein
fyrir helstu niðurstöðum hennar
til fróðleiks fyrir þá sem ekki höfðu
tök á að sækja ráðstefnuna.
í máli dr. Olafs K. Nielsen, sem
ijallaði um rannsóknir á íslensku
ijúpunni, kom fram að ijúpan virð-
ist hafa verið í lægð á síðasta ári
en í ár annaðhvort stendur hún í
stað á talningarsvæðum eða er í
uppsveiflu. Mest virðist aukningin
vera í Hrísey. Meðallengd stofn-
sveiflunnar er tíu ár og er hún sú
sama á öllu landinu. Ólafur kynnti
niðurstöður úr úrvinnslu merking-
argagna sem til eru á Náttúru-
fræðistofnun íslands. Þar kom
fram að hafa verið merktar um
3.800 ijúpur frá því merkingar á
ijúpu hófust um miðja þessa öld
. Áf merktum ijúpum hafa alls
um 11% endurheimst, sem skiptist
þannig að um 6% hafa verið skotn-
> ar en um 5% drepist af öðrum
orsökum. Einnig kom fram að
endurheimtur vegna skotveiði
hafa farið minnkandi síðustu ára-
tugi. Þá kom fram, gagnstætt því
sem áður var talið, að tjúpurnar
voru flestar endurheimtar nálægt
merkingarstað og hreyfanleiki
þeirra minni en áður var talið. Sú
vitneskja gaf tilefni til samanburð-
ar á svæðum og var kynntur sam-
anburður á ijúpum frá Hrísey
annars vegar og Kvískeijum hins
vegar. Lítið endurheimtist af Kví-
skeijaijúpum sem bendir til að
veiði þar sé Iítil en Hríseyjarijúp-
urnar fljúga í land þegar haustar
og eru skotnar í Eyjafirðinum og
" endurheimtist mun meira af þeim.
Við samanburð á ástandi stofna á
þessum tveimur stöðum kom í ljós
að lítill munur er á þessum svæð-
um og ef eitthvað er þá er ástand-
ið betra í Hrísey en á Kvískeijum
enda þótt minna virðist veitt á
Kvískeijum. Dr. Hans Chr. Peder-
sen fjallaði um rannsóknir sínar á
ijúpum í Noregi og var það athygl-
isverður samanburður við íslensku
ijúpuna. í Noregi er stofnsveiflan
3-4 ár og stjómast af mestu af
Qegna mikillar aðsóknar bætum við
Rið byijendanámskeiði föstudaginn
16. september.
■tfQEbeinandi
vJmj‘
^GASTÖö^
Viðgerðir
á öllum tegundum
af töskum.
Fljót og góð þjónusta.
TÖSKU-
VIÐGERÐIN
VINNUSTOFA SÍBS
Ármúla 34, bakhús
Sími 814303
sveiflum í læmingjastofninum og
öðrum nagdýrastofnum. Talið er
að afræningjar stjórni stofnsveifl-
unni, en þegar lítið er af læmingj-
um leggjast afræningjarnir í aukn-
um mæli á ijúpuna. Afrán í Nor-
egi er mun meira en hér, bæði á
eggjum og ungum og þannig er
einungis talið að um 40% eggja
verði fleygir ungar, sem virðist
vera um helmingi minna en hér
þar sem um 8-9 ungar/kvenfugl
verða fleygir, og að um 10% eggja
hjá norsku ijúpunni verði að
ársgömlum fuglum. í Noregi er
veiðitími um þremur mánuðum
lengri en hér, og hefst 10. septem-
ber og stendur út febrúar.
Talið er að veiðimenn taki um
10% af stofninum og oft er talið
að óhætt sé að taka um 30%. I
ljósi þessara rannsóknaniður-
staðna töldu báðir fuglafræðing-
amir að sú veiði sem gögnin benda
til að fari fram hér á landi sé vel
Við munum alls ekki
sætta okkur við reglu-
gerð, segir stjórn Skot-
—
veiðifélags Islands,
sem felur í sér styttingu
á veiðitíma rjúpu á kom-
andi veiðitíð.
innan þeirra marka sem stofninn
þolir og þau gögn sem fyrir liggi
gefí ekki tilefni til að dregið sé
úr veiðinni. Dr. Hans Chr. Peder-
sen taldi meira að segja að óhætt
væri að taka mun meira en gert
er úr stofninum án þess að það
hefði áhrif. Náttúruleg afföll væru
það mikil, eða um 60-80%, að svo
Íítil dauðsföll af völdum skotveiða
skiptu litlu máli.
Stjórn SKOTVÍS hefur í fram-
haldi af ofansögðu hvatt hæstvirt-
an umhverfisráðherra til að
ákveða ijúpnaveiðitíma frá 15.
október til 22. desember eins og
lög leyfa og áratuga hefð er fyrir.
Þau vísindalegu gögn sem fyrir
liggja benda ekki ti! þess að nauð-
syn sé á meiri friðun, samanber
tillögur ráðgjafarnefndar um villt
dýr og ummæli ofangreindra sér-
fræðinga um ijúpuna. I máli Birg-
is Hermannssonar, aðstoðarmanns
umhverfisráðherra, á ráðstefnunni
og í fréttum í ríkissjónvarpinu
sama dag mátti skilja að ijúpna-
veiðitíminn í ár yrði sá sami og í
fyrra, það er að hefðbundinn veiði-
tími yrði styttur um mánuð, og
að allur vafi yrði túlkaður ijúp-
unni í hag. Á ráðstefnunni fékkst
Birgir Hermannsson ekki til að
skilgreina hvers eðlis þessi vafi
skyldi vera né hver ætti að meta
tilvist hans og umfang. En ljóst
má vera, eins og flestum er kunn-
ugt, að engar stofnvistfræðirann-
sóknir eru hafnar yfir vafa og því
verulegum erfiðleikum háð að ætla
sér að stjórna nýtingu stofna á
þeim grundvelli. Ekkert hefur
komið fram sem bendir til þess
að veiðar stofni ijúpunni í útrým-
ingarhættu, þvert á móti benda
gögnin til að stofninn þoli þessa
veiði vel. Helstu sérfræðingar hafa
ekki talið að ijúpnastofninn sé í
hættu og segja að ekki sé ástæða
til að stytta veiðitímann. Islend-
ingar byggja afkomu sína á veið-
um að miklu leyti og eru talsmenn
þess á alþjóðavettvangi að veiðar
séu byggðar á vísindalegum
grunni en ekki tilfinningum.
Rjúpnaveiði hefur eflaust verið
stunduð hér frá upphafi íslands-
byggðar og ijúpan hefur líklega
sveiflast á um.tíu ára fresti síðan
þá. Meðan sú sveifla er innan
sögulegra marka, eins og hún hef-
ur verið undanfarna áratugi, má
segja að hún sé innan eðlilegra
marka. Meðan vísindaleg gögn
benda ekki til að veiðar hafi nei-
kvæð áhrif á stofninn né stefni
honum í útrýmingarhættu hlýtur
það að vera krafa skotveiðimanna
að ekki sé verið að hrófla við hefð-
bundnum veiðitíma. SKOTVÍS
gerir þá kröfu til stjórnvalda að
faglega sé staðið að stjórn veiða
og ákvarðanir byggðar á vísinda-
legum niðurstöðum.
í ljósi þessa leggja skotveiði-
menn sitt af mörkum við öflun
gagna sem koma að notum við
stjórnun ijúpnaveiða, m.a. með
vortalningum, könnun á ijúpna-
neyslu, skilum á fuglamerkjum og
vængjum til aldursgreininga. Þau
gögn sem SKOTVÍS aflar eru að-
gengileg þeim vísindamönnum
sem vilja.
Það má vera ljóst af ofansögðu
að Skotveiðifélag íslands mun alls
ekki sætta sig við reglugerð sem
felur í sér skerðingu á veiðitíma
ijúpu á komandi veiðitíð frá því
sem verið hefur um áratuga skeið
miðað við fyrirliggjandi gögn.
8. september 1994.
Ofanrítað er greinargerð frá
Stjórn Skotveiðifélags fslands og
er hún birt samkvæmt beiðni
stjórnarinnar.
leysir vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
í háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri, hettibyssa og límband einu verkfærin.
BYGGINOAVÖRUVER8LUN
Þ. ÞORGRÍMSSON & GO
AUtmf tll i lagar Ármúla 29, sími 38640
...blabib
- kjarni málsins!
Hákirkja
- lágkirkja
SIÐUSTU árin hef-
ur sú góða þróun átt
sér stað meðal krist-
inna manna á íslandi
að viðsjár milli ólíkra
kirkjudeilda hafa farið
þverrandi með aukn-
um skilningi og gagn-
kvæmri virðingu. En
nú hefur nokkur aftur-
kippur gert vart við sig
með olnbogaskotum
milli þjóðkirkjumanna
og meðlima hinna
fijálsu kristnu safn-
aða. Forystumenn inn-
an þjóðkirkjunnar
hafa látið í ljósi efa-
semdir um hollustu margs þess
sem við ber hjá „lágkirkjulegum
heittrúarhreyfingum“, og lýst
áhyggjum sínum þar að lútandi.
Úr röðum hinna fijálsu safnaða
hafa ýmsir borið sig illa undan
ákúrum hinna „hákirkjulegu", og
bætt við ávirðingum um ríkis-
tryggðar tómar kirkjur, þar sem
flest sé frítt nema sáluhjálp skírn-
arinnar. Eftirfarandi athuga-
semdir gætu reynst gagnlegar í
þéssari umræðu:
þjóðkirkjunnar eru þó
ærin í tengslum henn-
ar við ríkisvaldið í
gegnum menntakerf-
ið, heilbrigðiskerfið,
dómskerfið o.fl.
C) Svo sem menn
vita, var þessari skip-
an komið á með nýju
stjórnarskránni árið
1874. Þá var trúfrelsi
innleitt og sjálfstæð
þjóðkirkja stofnuð á
grunni gömlu rík-
iskirkjunnar. í þá tíð
var evangelísk-lút-
erska kirkjan eina
kirkjudeildin sem kvað
að á íslandi og í ljósi aðstæðna
þótti eðlilegt að þjóðkirkjan væri
við lýði, enda hafði hún þá þegar
miklu hlutverki að gegna í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Allt
frá þeim tíma hefur þjóðkirkjan
verið að taka breytingum á stjórn-
skipulagi sínu sem gengið hafa í
þá átt að auka áhrif leikmanna
innan hennar og efla sjálfstæði
Kristnir menn á íslandi
Bjarni Karlsson
I.
A) Það er einungis til ein kirkja
í heiminum, kirkja Jesú Krists,
sem hann sjálfur stofnaði og heil-
agur andi hans viðheldur með
máttugri nærveru sinni. Kirkjan
viðhelst vegna þess að Guð er að
verki. Hún er andlegt samfélag
Guðs og manna, og sem slík er
hún ósýnileg.
B) Þjóðkirkja íslands og hver
önnur kirkjudeild eða söfnuður,
er sýnilegur félagsskapur um það
sem aldrei verður séð. Hún er
skipulag þess sem aldrei verður
hamið eða skipulagt. Hún er
stefnumót hins hæsta við dauð-
lega menn og stefnumót manna
undir Ijósinu sem upplýsir hvern
mann. Vandinn er sá að við verð-
um að gefa kirkjunni form með
okkar mislögðu höndum. Þá verða
óhjákvæmilega til kirkjudeildir,
kennisetningar og ýmsar hefðir
sem stangast á.
II.
A) Það verður að játast, að á
íslandi ríkir mótsagnakennt
skipulag á sviði trúarbragða. Við
lifum í fjölhyggjusamfélagi, þar
sem lífsviðhorf og trúarbrögð
keppa á markaði um athygli og
aðhylli, og enginn einn sannleikur
er viðtekinn í þeim efnum. ís-
lenskt samfélag er augljóslega
ekkert fremur kristið, þótt það
beri merki þess að kristni hafi
verið almennari áður. Ekki frekar
en við gætum haldið því fram að
við lifum á ísöld, vegna þess að
enn megi greina ísrendurnar í
bergi landsins hér og hvar.
B) Þó er það svo í okkar landi
að ein kristin kirkjudeild, sú
evangelísk-lúterska, nýtur for-
réttinda umfram aðrar trúarstofn-
anir. Að vísu ekki svo mjög fjár-
hagslega, þar eð laun presta munu
greidd sem afgjald af kirkjueigun-
um sem ríkið hefur tekið við, og
sóknargjöld fá allir viðurkenndir
söfnuðir innheimt í gegnum
skattakerfi ríkisins. En forréttindi
I norweldI
RAFSUÐUVÉLAR
SINDRI
-sterkur í verki
þurfa að hafa þá fram-
tíðarsýn, að mati
Bjarna Karlssonar, að
standa saman um trúar-
arfinn í þeim marg-
breytileika, sem jafnan
hlýtur að einkenna
kirkju Jesú.
hennar gagnvart ríkisvaldinu, í
því skyni að gera hana skilvirkari
og liprari í viðskiptum við hinn
hraða nútíma.
m.
A) Á næstu árum munum við
þjóðkirkjufólk verða að svara því,
út frá erindi Guðs við menn en
ekki út frá erindum ríkisvaldsins
eða einhverra hagsmunahópa,
hvaða skipan hentar kirkjunni
okkar. Auk þess eru tengsl ríkis
og kirkju jafnan háð vilja þjóðar-
innar.
B) Hvað framtíðin ber í skauti
sér í þessum efnum, er erfitt að
segja fyrir, en ólíkt væri það hugn-
anlegri framtíðarsýn ef kristnir
menn á íslandi næðu að standa
saman um trúararfinn, í þeirri
einingu margbreytileikans sem
jafnan hlýtur að einkenna kirkju
Jesú. Væri nær að við tækjum
upp formlegar viðræður sem
bræður og systur, í stað þess að
ala á systkinadeilum í fjölmiðlum.
Fátt er brýnna í fjölhyggju-
flaustri dagsins en að kristnir
söfnuðir vígbúist á hinu sýnilega
sviði, með góðu sipulagi almanna-
tengsla og innri stjómunarhátta,
og á hinu andlega, með því að
gyrðast sannleika um lendar,
klæddir brynju réttlætisins og
skóaðir á fótunum með fúsleik að
flytja fagnaðarboðskap friðarins.
Umfram allt skulum við taka
skjöld trúarinnar, sem við getur
slökkt með öll hin eldlegu skeyti
hins vonda. Og við skulum taka
við hjálmi hjálpræðisins og sverði
andans, sem er Guðs orð. (Efesus-
bréf 6.13.)
Höfundur cr sóknarprestur í
Landakirkju í Vestmannaeyjum.