Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 31
MINNINGAR
JOHANNA
JÓHANNSDÓTTIR
SCHEVING
+ Jóhanna Jó-
hannsdóttir
Scheving fæddist
7. ágúst 1912 að
Horni í Arnarfirði.
Hún lést á Borgar-
spítalanum 7. sept-
ember 1994. For-
eldrar Jóhönnu
voru Guðríður Ein-
arsdóttir sem ættuð
var úr Hvamms-
sveit í Dölum og
Jóhann Ólafur Guð-
mundsson sjómað-
ur sem ættaður var
úr Arnarfirði. Jó-
hann fórst með þil-
skipinu Geir árið 1912. Guð-
ríður var farsæl ljósmóðir um
fjörtíu ára skeið. Hún lést ní-
ræð að aldri árið 1958. Jóhann
og Guðríður eignuðust sautján
börn og komust tíu þeirra til
fullorðinsára. Guðmundur var
þeirra elstur og var hann síð-
asti ábúandi að Dynjandi í Am-
arfirði. Núna er aðeins eitt
systkinanna á lífi, Bjarney Sig-
ríður, búsett í Reykjavík. Jó-
hanna giftist Lárusi Scheving
vélstjóra í október 1939 og
Ennþá geymast í minni mér
margar stundir í faðmi þér,
sumar og gleði sífellt hér
og sólskin í augum bláum.
En svo kom haustið og eftir er
aðeins leikur að stráum.
(Ragnheiður Sveinbjömsdóttir.)
Elskuleg amma okkar er nú horf-
in úr þessu jarðlífi. Ekkert benti til
þess að hún ætlaði að segja skilið
við þetta líf. Hún sem var alltaf svo
hress og kát. Það er sárt að sjá á
eftir ömmu, hennar mjúka og hlýja
faðmi og yndislega viðmóti. Það var
sama hvenær við komum til ömmu
og afa, þau tóku höfðinglega á
móti okkur. Helst vildi maður dvelja
hjá þeim um langan tíma og alltaf
var jafn erfítt að kveðja. A Afla-
granda þar sem amma bjó hin síð-
ari ár kvöddum við hana ávallt með
kossum og miklum faðmlögum. Hún
fylgdi okkur fram á gang og út að
lyftu og enn var hún að kveðja þeg-
ar lyftudyrnar lokuðust. Þegar niður
var komið stóð amma úti á svölum
og kallaði til okkar og veifaði.
Það var oft glatt á hjalla hjá
ömmu og afa og margt um mann-
inn. Þegar ekki var setið í eldhúsinu
og borðaðar nýsteiktar kleinur sem
amma veiddi upp úr pottinum var
spilað á spil inni í stofu. A okkar
yngri árum var heimili ömmu og
afa ævintýri líkast. Við fengum að
vaða í fataskápana og klæða okkur
upp og amma tók virkan þátt í tísku-
sýningunum.
Við vorum mikið með ömmu og
margar voru næturnar sem við gist-
um hjá henni. Þegar afí var á sjón-
um fengum við að sofa í „afakúlli".
Stundum voru ansi margir þar í
einu. Amma kenndi okkur bænimar
og fór með þær með okkur fyrir
svefninn. Hún var mjög trúuð og
átti það til að signa yfír útidyrnar
þegar hún fór út úr húsi og þakka
Sérfræðingar
í blóiiiaskivvtiii^'iiiii
i ió öll la'Uilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 1909«
bjuggu þau lengst af
í Reykjavík. Nokkur
ár bjuggu þau í
Hafnarfirði. Síðustu
árin áttu þau heima
á Áflagranda 40 í
Reykjavík. Lárus
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 20. des-
ember 1993. Jó-
hanna og Lárus
eignuðust þijú börn.
Þau eru: 1) Krist-
jana, f. 24. október
1943, d. 23. júlí 1978.
Eiginmaður hennar
var Pétur Maack og
eignuðust þau þijár
dætur. 2) Hannes, f. 16. septem-
ber 1946, kvæntur Gunnhildi
Magnúsdóttur, eiga þau tvö
börn. 3) Jón Karl, f. 11. október
1947, kvæntur Láru Berntsen
og eiga þau þijár dætur. Einn-
ig ólu Jóhanna og Lárus upp
bróðurdóttur Jóhönnu, Guðríði
Einarsdóttur og er hún gift
Sigurði A. Finnbogasyni. Þau
eiga þijú börn. Barnabarna-
börn Lárusar og Jóhönnu eru
sjö. Utför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
fyrir
laun“
sig með því að segja „guð
Amma var mikill listamaður. Allt-
af var hún með eitthvað í hönd-
unum, hún ptjónaði, heklaði og
saumaði. Þegar sjóninni fór að
hraka þótti henni verst að þurfa að
leggja hannyrðimar á hilluna. En
hún lét ekki deigan síga og allt fram
undir það síðasta var hún að rýna
í saumaskapinn.
Amma var hrifín af bömum og
átti erfítt með að standast það að
klappa á kollinn á litlum börnum í
stórmörkuðum og segja við þau eitt-
hvað fallegt. Hún mátti ekkert aumt
sjá. Hún var mikill dýravinur og
ávallt vom einhver dýr á heimilinu.
Hún hændi að sér kráku og þröstur
gerði sig heimakominn hjá henni
að ekki sé minnst á hunda, ketti
og páfagauka. Á morgnana borðaði
hún grautinn sinn í mesta bróðemi
með páfagauknum sínum, Búdda
kalda. Amma persónugerði blómin
sín og vakti athygli okkar á því
þegar þau blómstruðu um Ieið og
hún talaði hlýlega til þeirra.
Alla tíð var amma í umönnunar-
hlutverki. Hún vildi allt fyrir alla
gera. Ósjaldan rétti hún frændfólki
sínu og eiginmanns síns hjálpar-
hönd. Aldraða móður sína annaðist
hún á heimili sínu til dauðadags.
Þegar amma eignaðist sitt fyrsta
bam hélt hún lífí í ungbarni á fæð-
ingardeildinni sem síðar varð
tengdasonur hennar. Bróðurdóttur
sína ól hún upp frá sex ára aldri.
Þegar amma og afí misstu dóttur
sína fluttust þau búferlum úr
Drápuhlíðinni til Ilafnarfjarðar til
að annast dæturdætur sína þijár.
Og einn vetur bjó hjá þeim sonar-
dóttir þeirra. Amma annáðist afa í
veikindum hans heima fyrir þar til
hann þurfti að leggjast á sjúkra-
deild Hrafnistu í Reykjavík. Hún
heimsótti afa reglulega og stóð við
hlið hans allt þar til hans lést seint
á síðasta ári.
Á heimili ömmu og afa var pláss
fyrir alla og allir velkomnir. Við
barnabömin áttum alla tíð athvarf
hjá þeim og gátum gengið inn og
út hjá þeim eins og okkur lysti.
Þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur
var gott að koma til ömmu. Hún
skildi okkur svo vel og orð vom
óþörf. Aldrei urðum við vör við for-
dóma eða hneysklun frá hennar
hálfu. Amma var síung og tileinkaði
sér talsmáta okkar þegar við vomm
á unglingsárunum. Það var hjákát-
legt að heyra hana segja „mergjað"
og „pæliði í því“. Hún fýlgdist vel
með öllum nýjungum og var alltaf
til í að prófa nýja hluti. Hún tók
eftir klæðaburði unga fólksins og
sagði „er þetta nýmóðins?“ Alltaf
var hún til í að smakka mat sem
hún áður hafði ekki heyrt getið og
hafði dálæti jafnt á pítsum sem
pasta. Amma kíkti á kaffíhúsin í
bænum og hafði yndi af þvi að
bragða á hinum ýmsu kaffigerðum.
Alltaf var stutt í hefðarkonuna í
ömmu. Þegar hún var búin að klæða
sig upp var hún sannkölluð príma-
donna í öllum hreyfíngum og fasi.
Hún hafði gaman af því að punta
sig og klæðast fallegum fötum. Hún
var mikill nautnaseggur og kunni
vel að meta þegar við barnabörnin
litum inn til hennar og dúlluðum
við hana. Snerting skipti hana miklu
máli og hún naut þess að láta nudda
sig og greiða.
Þrátt fyrir að hafa verið ung í
anda var amma af gamla skólanum
og kunni að nýta alla hluti. Sérstak-
lega var hún nýtin á mat. Hún dó
ekki ráðalaus þegar afí fussaði og
sveiaði yfír að fá sama matinn tvisv-
ar í röð. Amma eignaðist nefniléga
galdravél, svokallaða „múlinexvél",
sem hún setti matinn í og úr varð
hin fínasta kássa sem afí kunni vel
að meta og þá glotti amma góðlát-
lega. Með þessu móti gat hún gefíð
honum ýmislegt sem hann annars
vildi ekki bragða eins og pylsur og
kál.
Amma og afi höfðu mikla ánægju
af ferðalögum bæði innanlands og
utan. Þau hjónakornin nutu sín vel
úti í náttúrunni. Einn staður var þó
ömmu mjög hjartfólginn, það var
„fossinn hennar" Dynjandi í Arnar-
fírði sem er á hennar æskuslóðum.
Ömmu fannst yndislegt að fara
með fjölskyldunni í ferðir og þegar
gönguferðir voru famar lét hún sig
ekki vanta og ekki sakaði að fara
í heitan pott á eftir. Hún dvaldi flest-
ar helgar hjá einhveijum úr fjöl-
skylduni og hafði því í nógu að snú-
ast. Sumarið var fallegt og amma
naut sín vel.
Við vitum að amma er í góðum
félagsskap með afa, móður sinni og
dóttur. Við minnumst ömmu með
mikilli hlýju. Við emm rík að hafa
átt svo góða ömmu og vitum að hún
tekur á móti okkur handan móðunn-
ar miklu með opinn faðminn þegar
þar að kemur.
Nú segjum við við þig, elsku
amma, guð laun.
Barnabörnin.
t
móðir okkar,
langamma og
Ástkær eiginkona mín,
tengdamóðir, amma,
systir,
ÁSTA KRISTINSDÓTTIR,
Smyrlahrauni 47,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði fimmtudaginn 15. september kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélagið.
Kristinn Ó. Karlsson,
r_?
Lilja Kristinsdóttir,
Salóme Kristinsdóttir,
Soffia Kristinsdóttir,
Sigríður A. Kristinsdóttir,
Ásta K. Kristinsdóttir,
Karl Kristinsson,
Þorsteinn S. Jónsson,
Hreiðar Júlíusson,
Guðni S. Ingvarsson,
Örn Sveinbjörnsson,
Þorsteinn Heiðarsson,
Sólborg L. Steinþórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
Lilja Kristinsdóttir, Þorsteinn Kristinsson.
Útför hjartkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KJARTANS A. KRISTJÁNSSONAR
bifreiðastjóra,
Skriðustekk 14,
ferfram frá Neskirkju fimmtudaginn 15.
september kl. 13.30.
Þóra Þórðardóttir,
Kristján A. Kjartansson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Ingþór Kjartansson, Elisabet G. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður
okkar,
SKÚLA ÓLAFSSONAR THEODÓRS.
Bergþór Ólafsson, Sigríður Siemsen.
+
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við fráfall föður okkar,
ANTONS INGIMARSSONAR
frá Siglufirði,
Smáragrund 3,
Sauöárkróki.
Synir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengda-
dóttur og systur,
GUÐRÚNAR ÓSKAR ÓLAFSDÓTTUR.
Gunnar Jónsson,
Ingi Björn Sigurðsson, Elísabet Þ. Jóhannesdóttir,
Ingibjörg Axelsdóttir,
tengdaforeldrar og systkini.
+
Þökkum samúð og vinarþel okkur sýnt, vegna andláts systur
okkar,
INGIGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Vatnsleysu,
Jörfabakka 22,
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 7 við Borgar-
spítala og heimahjúkrunar við heilsugæslustöðina í Mjódd.
Steingerður Þorsteinsdóttir,
Sigurður Þorsteinsson, Einar Geir Þorsteinsson,
Kolbeinn Þorsteinsson, Bragi Þorsteinsson,
Sigríður Þorsteinsdóttir, Viðar Þorsteinsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móöur
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
KRISTÍNAR ARNGRÍMSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Dalbæ,
Dalvík.
, Sigrún Jónsdóttir,
Ásdís Jónsdóttir,
Gunnþóra Jónsdóttir,
Sveinn Jónsson,
Ingigerður Jónsdóttir,
Arngrimur Jónsson,
Gunnar Jónsson,
Eiríkur Jónsson,
Auður Kinberg,
Þorvaldur Baldvinsson,
Gfgja Kristbjörnsdóttir,
Alice Christensen
og ömmubörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, vinkonu, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR VALGERÐAR TÓMASDÓTTUR,
Skarðshlíð 38F,
Akureyri.
Sóley Sveinsdóttir,
Sigtryggur Davfðsson,
Sólveig Guðmundsdóttir,
T ómas Guðmundsson, Rebekka Björnsdóttir,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Hermann R. Jónsson,
Guðmundur Guðmundsson, Helga G. Ásgeirsdóttir,
Sóiey Guðmundsdóttir, Ævar Pálsson,
Kjartan Guðmundsson, Guðrún E. Skírnisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.