Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN PÉTUR SVEINSSON
+ Jóhann Pétur
Sveinsson hér-
aðsdómslögmaður
var fæddur á Var-
malæk í Lýtings-
staðahreppi 17.
september 1959.
Hann lést á Vífils-
stöðum mánudag-
inn 5. september
síðastliðinn. Minn-
ingarathöfn um Jó-
hann Pétur fór
fram í Hallgríms-
kirkju í gær, en
-*»• útför hans fer fram
frá Reykjakirkju í
dag.
í dag, miðvikudaginn 14. septem-
ber, verður Jóhann Pétur Sveinsson
lögmaður jarðsettur kl. 15 frá
Reykjakirkju, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði. Jóhann Pétur fæddist í
foreldrahúsum á Varmalæk i
Skagafírði, sonur Herdísar Bjöms-
dóttur frá Stóru-Ökrum og Sveins
Jóhannssonar frá Mælifellsá. Hann
var Skagfirðingur langt aftur í báð-
ar ættir. Á ljórða aldursári fór að
bera á sjúkdómi þeim er hijáði Jó-
hann þannig að líkamlegur vöxtur
var mjög hægur og var hann því
næstu árin af og til á sjúkrastofnun-
um sem úrskurðuðu hann með liða-
gigt. Bamaskólaárin dvaldi Jóhann
að miklum hluta á Landspítalanum
í Reykjavík og dvalarstaður hans
var einnig þar er hann lauk lands-
prófi, þangað komu kennarar til
hans. Á sumrin dvaldi Jóhann
heima á Varmalæk og á helgum
og hátíðum eða eins oft og hægt
var heimsótti hann föðurforeldra
sína í Reykjavík, þau Lovísu Sveins-
jm, dóttur og Jóhann Pétur Magnússon,
sem áður voru ábúendur á Mæli-
fellsá í Skagafírði. Eftir landsprófíð
lá leið Jóhanns í Menntaskólann við
Hamrahlíð. Þaðan útskrifaðist hann
með stúdentspróf 20. des. 1987 og
var með þriðju hæstu einkunn í
skólanum. Jóhann hóf nám í lög-
fræði við Háskóla íslands 1979 og
lauk þaðan prófí að vori til 1984.
Það má vekja sérstaka athygli á
því að hann frestaði aldrei að fara
í próf og féll aldrei í nokkurri grein
lögfræðinnar.
Að loknu lögfræðiprófinu innrit-
aðist hann í Óslóarháskóla árið
1985 og lauk þaðan á því ári prófi
í „Félagsrétti". Hann var líka ávallt
: sannur félagi og hafði sitt háskóla-
próf í því. Jóhann starfaði því næst
sem fulltrúi borgarfógeta síðla árs
1985 og fram á árið 1986 er hann
stofnaði sína eigin lögmannsstofu
ásamt skólabróður sinum Ólafi
Garðarssyni, lögfræðingi. Fyrsta
árið voru þeir til húsa á Grandavegi
42, en undanfarin sjö ár á Austur-
strönd 6, Seltjarnarnesi.
Jóhann gerðist lögfræðingur Ör-
yrkjabandalags íslands árið 1987
og hefur verið það síðan og starfað
mikið og ötullega að úrbótum á
málefnum fatlaðra. Ritari félags
Sjálfsbjargar í Reykjavík 1980-
1982. Kjörinn varaformaður Sjálfs-
bjargar, Landssambands fatlaðra,
Eríulnkkjur
Glæsileg kaíti-
lilaðlnirð lallegir
salir og mjög
góð þjðllUStíL
L'pplýsingar
ísuna22322
FLUGLEIDIR
IIÓTt'L LOFTLEIIIR
1984-1988 og for-
maður þessa félags
eftir það eða til ævi-
loka. Hann sat einnig
í stjóm Bandalags fatl-
aðra á Norðurlöndum
frá 1988 og var forseti
þess frá 1992 og til
dánardægurs. 24.-28.
ágúst sl. sat Jóhann
stjórnarfundi þess og
var því nýkominn heim
til Islands frá þeim
störfum er hann lést.
Frá árinu 1988 var
hann í stjórn fatlaðra
ungmenna á íslandi og
í stjórn íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni. Auk þess-
ara miklu stjórnunarstarfa á vegum
þessara félaga lét Jóhann ekki deig-
an síga í landsmálunum. Hann
gerðist formaður Framsóknarfélags
Seltjarnarness árið 1990 og sat í
miðstjórn flokksins frá 1988 og í
landsstjórn frá 1989. Hann var í
bæjarmálanefnd Seltjarnarness.
Hann var í stjórn EDDAHESTA,
sem eru sölusamtök íslenskra
hrossabænda, og ennfremur í stjórn
Slátursamlags Skagfírðinga. Á sín-
um tíma voru talin saman stjómun-
ar- og nefndarstörf Jóhanns Péturs
og reyndust þau vera 17 að tölu.
Á haustdögum 1987 gerðist Jó-
hann söngfélagi í Skagfírsku söng-
sveitinni í Reykjavík ásamt bræðr-
um sínum Gísla og Ólafí frá Varma-
læk, svo og fleiri ungum Skagfírð-
ingum. Það árið efldist skagfírska
sönggleðin í söngsveitinni og auk
þess að syngja í kómum söng hann
með hópi ungmenna sem söng und-
ir stjórn tónskáldsins Björgvins Þ.
Valdimarssonar við ýmis tækifæri.
Jóhann valdi þessum sönghóp nafn-
ið „Veirumar". Að sjálfsögðu starf-
aði Jóhann í mörgum nefndum hjá
Söngsveitinni. Honum er þakkað
af söngfélögum fyrir ógleymanlega,
skemmtilega og góða kynningu.
Jóhann Pétur var þriðji í hópi 6
systkina. Elst er Lovísa húsfrú á
Varmalæk, þá Björn bóndi á
Varmalæk kvæntur Sólveigu S.
Einarsdóttur. Gísli, staðarhaldari á
Leirubakka í Landssveit, kvæntur
Ástu Beggu Ólafsdóttur, Sigríður
tvíburasystur Gísla, húsfrú í Goð-
dölum, eiginmaður hennar er Smári
Borgarsson, og yngstur er Ólafur
Stefán, verslunarstjóri í Pennanum
í Reykjavík.
Þó Jóhann væri í hjólastólnum
sínum á mannfögnuðum var það
næstum eins eðlilegt fyrir hann og
aðra sem bara ganga með gler-
augu, því hann dansaði í hjólastóln-
um og þegar við hin stilltum okkur
upp í söngröðina kom hann og
hækkaði stólinn sinn upp og allir
voru jafnir, enginn félaginn varð
var við hans miklu fötlun því hann
var ávallt sá hressasti með hnyttin
tilsvör og engin vandamál.
Jóhann Pétur var tvígiftur, hann
kvæntist Þórhildi Guðnýju Jóhann-
esdóttur hinn 18. sept. 1988. Þau
slitu samvistir. Seinni kona hans
sem nú lifír mann sinn er Jónína
Harpa Ingólfsdóttir frá Hornafírði.
Þau giftu sig á 1. Hörpudegi hinn
25. apríl 1991 í Reykjakirkju. Þeirra
hjónaband hefur verið mjög far-
sælt. Þau hafa átt margt sameigin-
legt. Hún á við fötlun að stríða á
vinstri hendi en ber það með reisn
og jafnaðargeði. Andlegi styrkurinn
var m.a. þeirra mikla sameiningar-
tákn. Barn þeirra hjóna er á leið-
inni. Hún eignast það núna í nóvem-
ber.
Þau Harpa og Jóhann ferðuðust
a.m.k. þrisvar sinnum með hesta-
mönnum úr Skagafirði suður yfír
hálendið, þau keyrðu bílinn til skipt-
is, oft var áð og glasi lyft í góðra
vina hópi. Þá hljómuðu skagfírsku
kvæðin og vísurnar. Jóhann söng
bassaröddina af mikilli lífsgleði sem
söngfélagar hans sakna nú, en
minningin lifir björt í hugarskoti
um góðan dreng og félaga.
Hann var mikilsvirtur lögfræð-
ingur, heiðarlegur og réttsýnn, sem
ávallt leysti málin á farsælan hátt.
Eins og fyrr er getið kom Jóhann
heim erlendis frá í lok ágústmánað-
ar og var í smá heilsurannsókn á
Vífilsstaðaspítala eftir þá ferð og
beið eftir myndatöku kl. 2 eftir
hádegi 5. sept. sl. Hann sat í stóln-
um sínum og las í blaði þegar hjart- .
að hætti að slá, tæplega 35 ára.
Hans verður minnst um ókomin ár
sem mikilmennis og síðast en ekki
síst sem mikils Skagfírðings sem
unni átthögum sínum svo mikið.
Skagfirska söngsveitin heiðraði
minningu söngbróður með söng við
kveðjuathöfn í Hallgrímskirkju í
gær. Innilegustu samúðarkveðjur
til móður hins látna og fjölskyldu,
en síðast en ekki síst er Hörpu vott-
uð hluttekning í hennar söknuði,
en það leynist alltaf ljós sem leysir
burtu myrkrið og lífíð heldur áfram
í gleðiríkum heimi.
Blessuð sé minning Skagfírðings.
Sveinn S. Pálmason.
Okkur bræðurna langar í örfáum
orðum að minnast æskuvinar okkar
Jóhanns Péturs Sveinssonar, eða
Jóa á Varmalæk, eins og við kölluð-
um hann ætíð. Samskipti okkar
voru náin í æsku en stopul á fullorð-
insárum þannig að það eru einkum
bernskuminningarnar sem upp
koma. Við tvíburabræðurnir voru
jafngamlir Jóa og mjög stutt á milli
bæjanna, Ljósalands og Varma-
lækjar. Jói var litríkur persónuleiki
og gefandi félagi og eigum við hug-
ljúfar minningar af kynnum okkar
við hann.
Þær eru skemmtilegar og sumar
fremur skondnar minningamar sem
streyma um hugann þegar þessi ár
eru rifjuð upp. I bæjarþyrpingunni
umhverfis Varmalæk, þorpinu eða
hverfínu eins og það var kallað, var
á uppvaxtarárum okkar nokkur
ljöldi bama á mismunandi aldri.
Einhvern veginn var það svo að
aldur og ólíkar aðstæður eins og
fötlun Jóa varð aldrei nein hindrun
fyrir því að allir gætu leikið sér
saman í sátt og samlyndi. Alltaf
var til einhver leið til að allir gætu
verið með, yngri sem eldri og einn-
ig Jói. Varmilækur var eins konar
samkomustaður barnanna og ekki
minnumst við þess að tilhneiging
hafí verið til þess í hópnum að skilja
Jóa útundan. Hann hafði og enda
þann persónuleika strax í æsku að
hann laðaði -að sér fólk og ávallt
er hann kom heim eftir oft og tíðum
langa dvöl á sjúkrahúsi var eftir-
sóknarvert og spennandi að hitta
Jóa aftur. Hann hafði frá svo mörgu
að segja og miðlaði því á svo
skemmtilegan hátt til annarra.
E.t.v. er eftirminnilegast þegar
fótboltaáhuginn hóf innreið sína í
þorpið en þannig var að eitt vorið
kom Jói heim uppfullur af áhuga á
fótbolta. Hann kenndi okkur krökk-
unum síðan fótbolta, fór í gegnum
reglur og var sjálfur dómari og sat
þá í hjólastólnum á hliðarlínunni
og dæmdi af röggsemi; og þegar
skortur var á leikmönnum kom fyr-
ir að hann hljóp í skarðið og tók
einnig að sér hlutverk markvarðar.
Ýmsa aðra leiki kenndi hann
okkur og eftir á að hyggja er merki-
legt að einmitt hann skyldi gera
það þar sem hann hafði svo tak-
markaða möguleika á að taka þátt
í þeim með sama hætti og hinir
krakkarnir.
Strax á æskuárum kom fram sá
eiginleiki Jóa, sem sennilega hefur
einkennt líf hans síðan, að hann fór
það sem hann ætlaði sér og lét
enga þröskulda í lífínu hindra sig
í því að fá áformum sínum fram-
gengt.
Uppvaxtarár Jóa voru örugglega
ekkert sældarlíf og erfítt hefur ver-
ið fyrir hann að sætta sig við hlut-
skipti sitt. En lærdómurinn sem af
því má draga er e.t.v. sá að þó að
aðstæður séu ekki eins og maður
kýs er alls ekki ástæða til að hug-
fallast, heldur nýta til fulls þá
möguleika sem þrátt fyrir allt eru
til staðar í lífínu; vera jákvæður og
líta björtum augum til framtíðarinn-
ar því með einbeittum vilja, áræðni
og Guðs hjálp er ávallt spennandi
að lifa lífínu. Þannig tók Jói sínum
örlögum og þannig komst hann
áfram.
Við biðjum Guð að blessa að-
standendur og vini.
Hjálmar og Benedikt Jó-
hannssynir frá Ljósalandi.
Hljótt er í hópnum,
vinur er valinn
til vegferðar þeirrar
sem enginn fær breytt
sönprinn þapaður,
félagi falinn
í faðm þess sem lífið
til himins fær leitt.
Trúin á tilgang,
verkefni æðri,
kveðjum með þökk
sólsetur lífsins,
vakir enn vonin
kölluðu á
hinn sannasta soninn
mönnunum hjá,
skærasta perlan,
geislandi líf,
glóandi gimsteinn
þó horfinn sért frá.
(Anna K.V.)
Elsku Harpa og aðrir ástvinir.
Innilegar samúðarkveðjur.
Anna K. Vilhjálmsdóttir.
Kveðja frá samstarfsfólki
hjá Oryrkjabandalagi
Islands
' Raun var að líða frá langframa gæskunni
ljósinu, frægðinni, deginum æskunni...
Þessar ljóðlínur Stephans G.
Stephanssonar koma okkur í hug
þegar við minnumst vinar og starfs-
félaga, Jóhanns P. Sveinssonar,
sem hvarf svo skyndilega frá okkur
hinn 5. þ.m. Hvers vegna þarf ung-
ur maður að hverfa svo fljótt? Hvers
vegna fær ungur maður sem barð-
ist jafn ötullega fyrir málefnum
fatlaðra ekki að vera lengur á með-
al okkar? Fyrir nokkrum árum gerð-
ist Jóhann Pétur starfsmaður hér á
skrifstofunni. Hann var hér á
þriðjudagsmorgnum og annaðist
lögfræðilega upplýsingaþjónustu
fyrir öryrkja. Og það var margur
skjólstæðingurinn sem lagði leið
sína til hans þessa morgna og öllum
tók hann vel með sinni léttu lund
og hressilegu framkomu. Og marg-
ir fóru áreiðanlega sporléttari af
hans fundi vegna þess að fólk fann
að hann vildi af einlægni leysa mál
þess. Og vegna þess að hann var
sjálfur fatlaður maður áttu skjól-
stæðingar hans sjálfsagt betra með
að tjá honum ýmis vandræði sín
því skilningur þess sem sjálfur er
fatlaður er ef til vill oft öðruvísi á
högum meðbræðra sinna en ann-
arra.
Jóhann Pétur lifði lífinu lifandi.
Það var alltaf glatt á hjalla í kring-
um hann hvort sem það var í kaffi-
sopanum í horninu okkar í Hátúninu
eða á öðrum gleðistundum í lífi
okkar allra. Minningarnar um Jó-
hann Pétur fremstan í flokki í bar-
áttugöngum og útifundum um mál-
efni fatlaðra munu alltaf fylgja
okkur. Hann lét ekkert fram hjá
sér fara sem gat orðið til þess að
vekja athygli og áhuga á málefnum
fatlaðra og hann var góður vinur
og starfsfélagi bæði fatlaðra og
ófatlaðra. Hann talaði um fötlun
sína eins og sjálfsagðan hlut ef á
það var minnst, annars var fötlun
hans sjálfs það sem síst var rætt
um - hún var ekkert mál. Og það
var honum svo eðlilegt að þiggja
þá hjálp sem hann þurfti á að halda
að enginn tók sérstaklega eftir
þeirri aðstoð. Við blátt áfram
gleymdum því að hann var fatlað-
ur. Það var ekki það sem málin
snerust um.
Spor hans hafa legið víða, ekki
aðeins í málefnum fatlaðra heldur
í ýmsu öðru. Hann var t.d. söngunn-
andi og hver man ekki eftir honum
glöðum og reifum syngjandi með
Skagfirsku söngsveitinni og þegar
sýnt var í fréttum frá stóðréttum í
Skagafirðinum; hver sást þar ekki
syngjandi, sæll og glaður nema
Jóhann Pétur Sveinsson. Hann unni
heimabyggð sinni Skagafirðinum
af lífi og sál og margar voru ferðir
hans á heimaslóðir.
Það er gott að hafa þekkt fólk
sem þú minnist með gleði sam-
skipta við. Við hér á skrifstofu
Öryrkjabandalagsins kveðjum vin
okkar og starfsfélaga Jóhann Pétur
með söknuði og trega vegna þess
að við erum ekki búin að sætta
okkur við hið snögga fráfall hans.
En það er ekki í hans anda að syrgja
og trega heldur halda áfram að lifa
lífinu og vinna málaflokki okkar
um málefni fatlaðra eins mikið gagn
og hægt er.
Jóhann Pétur náði ekki að vinna
landinu sínu þegar kveldaði að dög-
unum en í blóma lífs síns vann
hann því eins mikið gagn á allan
hátt eins og margur sá sem á sér
langa lífdaga auðið.
Við vottum eiginkonu Jóhanns,
móður systkinum og öðru skylduliði
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning vinar okkar,
unga baráttumannsins Jóhanns
Péturs Sveinssonar.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Kveðja frá Öryrkja-
bandalagi íslands
Eftirminnilegur persónuleiki, Jó-
hann Pétur Sveinsson, er látinn,
langt um aldur fram.
011 tilvera okkar byggist á hreyf-
ingu og samskiptum við annað fólk.
Þeir sem ekki eru þess megnugir
að fylgja hraðanum, lenda þar af
leiðandi oftast nær í einangrun.
Það var því algjör bylting fyrir
fatlað fólk, þegar rafknúin og
tölvuvædd hjálpartæki komu til
sögunnar. Þessa naut Jóhann Pétur
í ríkum mæli. Um hann mátti með
sanni segja, að án hjólastóls er
maðurinn ei nema hálfur, í rafknún-
um stól er hann meiri en hann sjálf-
ur.
Jóhanni Pétri voru allir vegir
færir í rafknúnum hjólastólnum,
með farsíma við hlið sér og snemma
kom einnig til sögunnar sérbúin
bifreið.
Hann var glaðsinna, kjarkmikill
og lét sér enda fátt fyrir bijósti
brenna. Áhugamálin og umsvifin
voru ótrúlega margvísleg. Störf
hans að málefnum fatlaðra eru þó
ríkust í hugum okkar sem unnum
með honum á þeim vettvangi.
Jóhann Pétur vann um margra
ára skeið fyrir Öryrkjabandalag ís-
lands sem lögfræðilegur ráðunautur
og leysti vanda margra. Honum eru
þökkuð góð störf og samfylgd.
Við sendum eiginkonu Jóhanns
Péturs og fjölskyldu allri einlægar
samúðarkveðjur.
Ólöf Ríkharðsdóttir, formað-
ur Oryrkjabandalags íslands.
Mánudagurinn 5. september var
annasamur dagur hjá mér, þar sem
ég var að ganga frá ýmsum málum
áður en ég tæki mér frí frá vinnu.
Um hálfsjö hringdi ég heim til
eiginmanns míns sem sagði mér að
bæði framkvæmdastjóri Sjálfs-
bjargar og framkvæmdastjóri
Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs-
bjargar hefðu verið að reyna að ná
í mig fyrr um daginn. Það setti að
mér kvíða. Ég vissi að eitthvað al-
varlegt hefði komið fyrir. Þau
hörmulegu tíðindi voru, að fyrr um
daginn hafði formaður Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra, Jóhann
Pétur Sveinsson, látist skyndilega.
Ég hygg að um mig hafi farið
sem marga innan samtaka fatlaðra
og aðra sem hafa verið samferða-
menn Jóa. Ég sat hljóð og örvænt-
ingarfull, missirinn var svo stór og
svo sár fyrir alla sem á einhvern
hátt tengdust honum. Kæra Harpa
okkar sem nú hefur misst mann
sinn og ófæddur frumburður þeirra
verður föðurlaus og Sjálfsbjörg hef-
ur misst mikilhæfan formann og
ég góðan og umhyggjusaman vin.
Það var árið 1975 sem Jóhann
Pétur fluttist í Sjálfsbjargarhúsið
og var þá að hefja nám í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Það leið
ekki langur tími þar til Sjálfsbjarg-