Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 14.09.1994, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 691100 • Símbréf 691329 Áskorun til þjóð- kirkjunnar Frá Baldri Pálssyni: KOMA Benny Hinn hingað til lands í síðasta mánuði vakti upp margs konar viðbrögð. Fréttamenn geis- uðu mjög, lesendur hafa tjáð sig á síðum blaðanna og hlustendur hafa vitnað í útvarpi. Undarlegustu við- brögðin komu þó frá forsvarsmönn- um íslensku ríkiskirkjunnar, bisk- upi og formanni prestafélagsins. Biskup kom fram í sjónvarpi og hafði ýmislegt við samkomuhaldið að athuga. Hann talaði um hávaða, og eins og fleiri hafði hann áhyggj- ur af þeim, sem ekki læknuðust. Formaður prestafélagsins taldi peningasjónarmið ráða ferðinni á slíkum „lágkirkjulegum" samkund- um og er greinilega þeirrar skoðun- ar, að hér sé verið að fylla það tómarúm, sem útdauður kommún- ismi og nasismi hafi skilið eftir sig. Það er fróðlegt að skoða þennan málflutning ríkiskirkjunnar í ljósi frásagnar af Jesú, þar sem hann er staddur í Kapernaum einu sinni sem oftar með lærisveinum sínum: „Jóhannes sagði við hann: Meist- ari, vér sáum mann, sem í þínu nafni rak út illa anda, og vér bönn- uðum honum það, af því að hann fylgdi oss ekki. En Jesús sagði: Bannið honum það ekki; því að enginn er sá, sem gjörir kraftaverk í mínu nafni og rétt á eftir getur talað illa um mig. Því að sá sem ekki er á móti oss, hann er með oss.“ Jesús spyr ekki Jóhannes, hvort mikill hávaði fylgi brottrekstri illu andanna, hann innir ekki Jóhannes eftir því hvort það fái nú ekki ör- ugglega allir lækningu, sem leiti til þessa manns, hann spyr ekki hvort maðurinn efni til samskota vegna starfsemi sinnar, og hann er ekki með neinar spekingslegar athugasemdir um að þessi „lág- kirkjumaður“ sé að fylla upp í tómarúm, sem misheppnaðar kenn- ingar hafi skilið eftir sig. Jesús hefur þegar fengið nægar upplýs- ingar, honum nægir að vita, að þessi maður vinnur verk sín „í Jesú nafni“, og af þeim sökum einum er ekki ástæða til að amast við honum. Ég vil nú skora á forsvarsmenn íslensku ríkiskirkjunnar að leitast við af fremsta megni að taka Jesú sér til fyrirmyndar og gæta að því, hvort kraftaverk séu gerð í Jesú nafni eður ei og láta það ráða afstöðu sinni til þeirra. BALDUR PÁLSSON, Bryggðarenda 7, Reykjavík. Lögverndaður þjófnaður? Frá Guðrúnu Jacobsen: ÞAÐ var einu sinni að börn, sem voru að byija í skóla, fengu fimm- tíu króna innlegg frá sparisjóði, bundið í tíu ár. Eftir þessi tíu ár sóttu unglingamir 1 krónu og 15 aura. Bankinn lagði sem sagt inn hjá sjálfum sér. Núnú. Til að lækka risið á verðbólgunni fundu einhveij- ir stjórnmálaspekingar uppá láns- kjaravísitölunni - og þá fóru allir að tapa sem vildu eiga þak yfir höfuðið. Hundraðþúsundkall tekinn að láni, að ég minnist ekki á hærri ijárhæð, varð að milljónaskuld, þó hundrað þúsund krónur væru ár- lega borgaðar af hundraðþúsund- kallinum. Og svona er þetta búið að ganga á annan áratug. Út á þennan lögverndaða þjófnað er hinn almenni launþegi sem búinn er að draga fram lífið á smánar- launum, meðan öll þjónusta hins opinbera hækkar, ekki aðeins búinn að glata lífinu margur hver, án þess einu sinni að hafa efni á þvi, heldur líka líkamlegri og andlegri heilsu. Ef ekki hefðu komið til stór- markaðir á borð við Hagkaup og Bónus hér í Reykjavík, væri sá hópur erfiðisvinnufólks með þenn- an lögverndaða skuldabagga á herðunum hordauða! Hér með skora ég á starfs- mannafélagið Sókn og póstmanna- félagið að hafa samflot með verka- konunni í Framsókn og Dagsbrún- armanninum um það, að skuld lækki en hækki ekki þegar greitt er af henni, að lágmarksmánaðar- laun verði ekki undir 70 þúsundum skattfrítt - sleppum Hvalfjarðar- göngunum - að verkamanninum eða leigubílstjóranum, sem aldrei hefur fallið verk úr hendi, verði ekki sparkað úr vinnu við sjötugs- aldur, meðan stjórnmálamenn, sem gegna ábyrgðarmeira starfí, eða ættu að gera það, fá að halda sinni vinnu þar til farið er að skijáfa í þeim. Reyndar ætti að skikka alla þá, sem skammta öðrum sultar- laun, til að vinna, þó ekki væri nema einn mánuð, í einhvetju af lítilsvirtustu störfum þjóðfélagsins - án þess að fá tækifæri til að grípa til innstæðunnar, eða hlaupa til pabba og mömmu eftir láni fyr- ir íjallalambinu, „þetta vil ég á teininn minn“. Til dæmis í umönn- un aldraðra eða hið vanþakkláta póstburðarstarf, sem einhver hrokagikkurinn hefur gefið hið smekklausa heiti bréfberar, og kanna um ieið hvort þeir misfari sig ekki stöku sinnum í bréfalúgum við að troða innum þær í kulda og trekki hnausþykkum alþingisdoð- röntum, bleiusýnishornum eða þræ- laugiýstum dömubindum með ör- yggistilfínningu. Svo geta þeir velt vöngum yfir kaupinu sinu eftir vinnumánuðinn. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.