Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 48
MTT*
alltaf á
Miövikudögmn
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Kristinn
Alger risasveppur
„Þ ARNA er hátt gras og ég tók
ekki eftir því fyrr en í morgun
að kominn væri stærðar svepp-
ur,“ sagði Áslaug Árnadóttir, hús-
freyja í Smárahlíð í Hrunamanna-
hreppi, eftir að hún hafði fundið
svepp sem var 105 cm í þvermál
við útihús hjá sér í gærmorgun.
Áslaug sagðist ekki vita af
hvaða tegund sveppurinn væri.
Hins vegar líktist hann sveppi sem
var 90 cm í þvermál sem komið
hefði upp á svipuðum stað fyrir
nokkrum árum. Hefði henni verið
sagt að sá sveppur væri ætisvepp-
ur.
Rúnar Geir Björnsson í Smára-
hlíð viktaði sveppinn og reyndist
hann vega 3,76 kg. Áslaug segist
ætla að geyma sveppinn svolítið
ef einhver vilji sjá hann en henda
honum síðan.
Sérstakt félag stofnað um innanlandsflug Flugleiða
Markmið að mæta tap-
rekstri og samkeppni
STJÓRN Flugleiða hf. ákvað í gær að stofna sérstakt fyrirtæki til að sjá
um rekstur innanlandsflugs félagsins á næsta ári, en innanlandsflugið
hefur verið rekið með verulegu tapi undanfarin. ár. Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, segir að markmiðið með breytingunum sé að reka
innanlandsflugið með hagnaði, jafnframt því að mæta aukinni samkeppni
sem fyrirsjáanleg sé vegna breytinga á flugmálareglum Evrópska efna-
hagssvæðisins sem verði að fullu gengnar í gildi árið 1997.
Breytingarnar voru kynntar á
starfsmannafundi Flugleiða í gær
og fyrirhugað er að hef|a viðræður
við starfsfólk og stéttarfélög á
næstunni um breytingarnar og þær
breytingar sem gera þarf á kjara-
samningum vegna þeirra.
Nýja félagið verður alfarið í eigu
Flugleiða, en gert er ráð fyrir að
tapið á innanlandsfluginu í ár verði
um 90 milljónir króna. Sigurður sagði
að mögulegt væri að gera ýmsar
breytingar sem auðvelduðu rekstur-
inn með stofnun sjálfstæðs félags.
Þetta væri leið sem ýmis flugfélög
hefðu farið erlendis, svo sem SAS
og Aer Lingus. Ekki væri gert ráð
fyrir að draga úr þjónustunni eða
fækka viðkomustöðum að svo
komnu, en miðað er við að þijár
Fokker 50 skrúfuþotur sjái um inn-
anlandsflugið. Fjórða vélin sem Flug-
leiðir hafa umráð yfir er nú leigð út
til Noregs. Hún kemur aftur til lands-
ins í haust og verður þá tekin ákvörð-
un um hvort áætlun verði aukin eða
aukið við millilandaflugið. Sigurður
sagði að þetta væri hagkvæmasta
og öruggasta flugvélategundin að
þeirra mati fyrir innanlandsflugið og
engar breytingar væru því fyrirhug-
aðar í þeim efnum.
Sigurður sagði að rekstur inn-
aniandsflugsins næmi um 10% af
veltu Flugleiða, þannig að gera
mætti ráð fyrir að velta nýja félags-
ins yrði um 1.300 milljónir króna.
Ekki væri gert ráð fyrir að starfs-
fólki fækkaði við þessar breytingar.
Aðspurður hvort þetta hefði einhveij-
ar breytingar í för með sér fyrir
starfsfólkið sagði hann að gert væri
ráð fyrir að það héldi öllum þeim
réttindum sem það hefði, en nýtt
félag þyrfti að gera nýja kjarasamn-
inga við viðkomandi stéttarfélög.
732 milljóna tap
Heildartap Flugleiða jókst á fyrri-
hluta þessa árs samanborið við síð-
asta ár og nam 732 milljónum króna
samanborið við 572 milljónir. Hins
vegar batnar rekstrarafkoman frá
síðasta ári en óhagstæð gengisþróun
og lækkuð tekjuskattsskuldbinding
gera það að verkum að það skilar
sér ekki í bættri heildarafkomu.
■ Tapið fyrri hluta/14
. Morgunblaðið/Sverrir
Hrefna í fiskborðið
Bótakröfur á hendur Landsvirkjun
vegna Blönduvirkjunar
Krafist er 192
millj. fyrir land
og vatnsréttindi
KRÖFUR á hendur Landsvirkjun vegna vatnsréttinda og bóta fyrir það
land á heiðunum beggja vegna Blöndu sem farið hefur undir vatn vegna
virkjunar árinnar hljóða samtals upp á tæplega 192 milljónir króna.
Þar af er krafist tæplega 51 milljónar í bætur vegna vatnsréttinda og
141 milljónar vegna þess lands sem farið hefur undir vatn.
Hlj ómlistarmenn
Verkfall
en áfram
fundað
SAMNINGANEFNDIR ríkisins og
Félags íslenskra tónlistarmanna
sátu á samningafundi þegar verk-
fall tónlistarmanna í Þjóðleikhús-
inu hófst á miðnætti.
Heldur þokaðist í samkomu-
lagsátt á samningafundum í gær-
dag. Þorsteinn Geirsson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði
rétt eftir miðnætti að erfitt væri
að meta stöðuna, það gæti brugð-
ið til beggja vona en halda átti
samningaviðræðum áfram fram
eftir nóttu.
Skák
Margeir í
2.-5. sæti
MARGEIR Pétursson er í
2.-5. sæti á stórmeistaramóti
í Sviss þegar 9 umferðum er
lokið af 11. Hann hefur ð'A
vinning en enski stórmeistar-
inn Hodgson er efstur með V/2
vinning.
Jafnir Margeiri að vinning-
um eru Svisslendingarnir
Magem og Hug.
Erfitt í Tilburg
Jóhann Hjartarson og
Hannes Hlífar Stefánsson töp-
uðu báðir með svörtu í fyrri
skákum sínum í annarri um-
ferð útsláttarmóts í Tilburg í
Hollandi í gær. Þeir verða að
vinna í dag til að jafna og fá
framlengingu. Fyrri skák
Helga Olafssonar úr annarri
umferð var ekki lokið í gær-
kvöldi.
ÞEIR sem finnst gott hrefnukjöt
ættu að geta fengið eitthvað við
sitt hæfi á næstunni því Fiskbúð
Hafliða í Reykjavík áskotnaðist
í gær nærri fimm tonna hrefna.
Helgi Helgason hjá Fiskbúð Haf-
liða sagði að hrefnan hefði flækst
í veiðarfæri báta fyrir utan
Reykjanes. Helgi sagði að
hrefnukjöt væri vinsæll matur
og líklega yrði kílóverðið til
kaupenda nálægt verðinu á ýsu-
kílói. Hrefnukjöt og kjöt af höfr-
ungum og hnísum hefur stundum
fengist í matvörubúðum hérlend-
is þótt allar hvalveiðar séu bann-
aðar, en sjómenn hafa komið með
dýr á land sem hafa flækst í
netum og drepist. Á síðasta ári
var kaupmaður á Akureyri kærð-
ur fyrir að hafa hrefnukjöt á
boðstólum en kærunni var vísað
frá þar sem ekki var talið sannað
að kaupmaðurinn hefði brotið
lög eða reglugerð um bann við
hvalveiðum.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
er málshöfðun vegna þessa nú fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur, en mál-
flutningur hefur enn ekki farið
fram.
Að sögn Þorsteins eru kröfurnar
sem gerðar hafa verið á hendur
Landsvirkjun ekki sundurgreindar,
en vísað er til samnings sem upphaf-
lega var gerður við Rafmagnsveitur
ríkisins og Landsvirkjun tók við. Á
grundvelli þess að úrskurðað yrði
um eignarrétt er samkvæmt honum
auk vatnsréttindanna um að ræða
bætur vegna þess lands sem færi
undir vatn, og’einnig vegna þess
lands sem færi undir uppgræðslu í
stað þess gróðurlendis sem lenti
undir vatni.
Vatnsréttindi 92
milljónavirði
Landeigendur gerðu á sínum tíma
kröfur um að heildarbætur fyrir
vatnsréttindi í þágu Blönduvirkjun-
ar yrðu 165 milljónir króna, en
haustið 1992 kvað matsnefnd upp
þann úrskurð að vatnsréttindin í
heild skyldu metin á 92 milljónir
króna. Þar sem eignarréttur að
vatnsréttindum heiðanna var um-
deildur var greiðslu bóta vegna
þeirra frestað þar til almennir dóm-
stólar hefðu úrskurðað um eignar-
rétt á þeim. Landsvirkjun greiddi
vegna þeirra jarða sem óumdeildir
eigendur voru að rúmlega 41,2
milljónir króna.
Loðnulýsi
hrapar stöð-
ugt í verði
VERÐ á loðnulýsi hefur hrunið frá
í fyrra. Nú fást tæpar 17 þúsund
krónur fyrir tonn af loðnulýsi en á
sama tíma í fyrra fengust um 30
þúsund krónur fyrir sama magn.
Lækkunin stafar af mikilli fram-
leiðsluaukningu á fiskilýsi í Perú sið-
ustu misseri en Perúmenn flytja
mikið af lýsi til Evrópu. Haldist verð
svona lágt út loðnuvertíðina verður
verðmæti útflutts fiskilýsis hundruð-
um milljóna króna lægra en á síð-
asta ári miðað við sömu framleiðslu,
að sögn Sólveigar Samúelsdóttur hjá
SR-mjöli hf.
Hún segir að búast megi við að
lýsisverð lækki enn meir síðar í haust
þegar fiskveiðar hefjast aftur í Perú,
en þar er nú veiðibann.
Gera má ráð fyrir því að verð á
hráefni og afurðum fylgist að og því
megi fastlega gera ráð fyrir að lækk-
andi verð á lýsi hafi áhrif á verð á
loðnu upp úr sjó. Verðlækkunin á
lýsi hefur þó ekki haft áhrif á loðnu-
mjölsverð í sumar. Þar hafa fengist
um 34 þúsund krónur fyrir tonnið
um hríð.
■ Verð á fiskiIýsi/Bl