Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 1
 MENNING USTIR c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1994 BLAÐ' KRAFTAVERK BÓKMENNTANNA Siguróur Nordal Skáldskapurinn, ljóðagerðin, er sú grein íslenskra bókmennta sem að mati Sigurðar Nordals hefur reynst lífseigust. En þótt ljóðagerðin fyrr og síðar sé „mikið afrek og undur“ og vandinn að þýða komi að nokkru leyti í veg fyrir að hún sé ekki kunn- ari erlendis, „þá eru fornsögurnar samt enn- þá meira og frumlegra átak og kraftaverk“. Það er eins og þjóðin finni sjálfa sig þegar fornsögurnar rísa upp „af grunni erlendra mennta og íslenzkra fræða“ á 12. öld. Framhald íslenskrar menningar EFTIR sex ára hlé á útgáfu Ritverka Sigurðar Nordals hefur Almenna bókafélagið sent frá sér Jjriðja flokk verkanna, Fornar menntir. Fyrsta bindi .flokksins er íslensk menning sem Sigurð- ur samdi á sínum tíma og skyldi vera hluti stórvirkis sem héti Arfur íslendinga. Þessi bókaflokkur varð aldrei nema þetta eina bindi. Framhaldið hefur legið óprentað þar til það birtist nú í öðru bindi Fornra mennta undir heitinu Fragmenta ultima. Drög að íslenskri menningu II. Annað bindi Fornra mennta ber heitið Kraftaverkið. Þar er að finna, auk Frag- menta ultima, Hrafnkötlu-ritgerð Sigurðar þar sem hann leitast við að sýna að Hrafnkels saga Freys- goða muni vera skáldsaga. í öðru bindi er einnig ritgerð Sigurðar um íslenskar fornbókmenntir þar sem hann flokkar sögurnai- eftir stílein- kennum og aldri. Þriðja bindi Fornra mennta heitir Sögur og kvæði. Þar er að fínna ritgerð Sig- urðar um Völuspá auk margra rit- gerða um fornsögur. Fragmenta ultima Beðið var lengi eftir framhaldi íslenskrar menningar, en smám saman varð mönnum ljóst að það myndi ekki koma fyrr en að höf- undinum látnum eins og raunin hefur nú orðið. Fragmenta ultima grípa menn því fegins hendi og fullir eftirvæntingar. Eins og ljóst má vera af undir- titli er hér um drög að ræða. Oft er vísað til íslenskrar menningar. Efnismeðferðin verður með þessu móti fijálsleg og mun óbundnari en í íslenskri menningu. Minnisatr- iðin eru krydd sem lesandinn vildi ekki missa. í inngangi Fornra mennta II gerir Jóhannes Nordal grein fyrir Fragmenta ultima og eru þar ýms- ir fyrirvarar sem taka verður tillit til, m.a. þeir „að Sigurður hafi litið á þessa þætti fyrst og fremst sem efnisdrög, en ekki sem fyrsta upp- kast að nýjum texta, ætluðum til útgáfu. Þar að auki eru flestir þess- ara þátta ófullgerðir, sem bezt sést af því, að mörgum þeirra lýkur með minnisgreinum til frekari úr- vinnslu síðar“. Þessar ástæður valda því að þættirnir eni ekki prentaðir eftir handriti án úrfell- inga og þrír eru felldir niður. Lyfgrös og fleurs du mal Jóhannes Nordal víkur að langri og strangri glímu Sigurðar við að gera grein fyrir fornsögunum og birtir minnisblað hans frá 1946 sem gæti verið splunkunýtt og í anda dagsins í dag: „Hvers vegna tek eg fornsögur svo rækilega og á þann hátt, sem eg geri? Af því að í þeim þætti er lykill að öllu, skilningi fortíðar (ante 1100) og síðari alda (post 1600). í þeim er bæði sjúkleiki og heilbrigði íslenzkrar menningar, þær eru bæði klassískar og róman- tískar, gamlar og moderne, lyfgrös og fleurs du mal etc. Annars hefðu þær ekki verið þjóðinni né þjóðin orðið það, sem raun hefur á orðið.“ Hér er orðuð skýring á því hvers vegna fornsögurnar orka sífellt á okkur lesendur og eru brunnur sem mii .i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.