Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 C 3 Þrír danskir rithöfundar riddarar hringborðsins Ræða sín á milli og við aðra Dönsku rithöfundarnir Sven Holm, Christina Hesselholdt og Bo Green Jensen koma hingað til lands í næstu viku og taka ásamt íslenskum starfssystkinum þátt í hringborðsumræðum í Norræna húsinu 15. október. HINGAÐ koma á næstu dög- um flórir danskir rithöfund- ar í tilefni menningar- vikunnar Danskra haustdaga í Reykjavík. Þeir heimsækja mennta- skóla í borginni og þrír þeirra munu í lok dvalarinnar taka þátt í hring- borðsumræðum í Norræna húsinu. Þær verða á laugardaginn eftir viku, klukkan fjögur síðdegis. Hér verður sagt frá dönsku gestunum þar, þeim Sven Holm, Christinu Hesselholdt og Bo Green Jensen. Sven Holm og Bo Green Jensen eru íslendingum vel kunnir en Christina Hesselholdt er ungur rithöfundur sem enn er lít- ið þekktur hér á landi. Þrír íslenskir höfundar taka auk Dananna þátt í umræðunum. Það eru Nína Björk Árnadóttir, Ólafur Gunnarsson og Einar Már Guð- mundsson. Umræðunum stjórna Dagný Kristjánsdóttir og Erik Sky- um-Nielsen, sem er einn virtasti gagnrýnandi Dana. Erik Skyum- Nielsen kennir þessa haustönn við Háskóla íslands sem annar tveggja sendikennara háskólans í dönsku. Höfundur Livu Sven Holm (fæddur 1940) gaf út sína fyrstu bók árið 1961 og hefur skrifað fjöldann allan af ritverkum eins og skáldsögur, smásögur, leik- rit og eitt kvæðasafn. íslendingum er í fersku minni sjónvarpsleikritið „Eg er kölluð Liva“ (Kald mig Liva) seyn sýnt var í Ríkissjónvarpinu í ágúst á þessu ári. Eina kvæðasafn Sven Holm - „Luftens temperament og 33 andre digte fra Gronland" (1978) - er skrifað á Grænlandi. Sagan á bak við þetta kvæðasafn er sú að bóka- útgefandinn Jorgen Fisker bauð þeim hjónum í ferðalag til Græn- lands í þijá mánuði með þeim skil- yrðum að Holm skrifaði bók fyrir forlagið. Útgefandinn setti þau aukaskilyrði að þetta mætti ekki vera ljóðabók. Á ferðalaginu urðu hjónin strandaglópar í þijár vikur í Angmagsalik vegna bilunar í raf- magnskerfi flugvallarins og þar orti Sven Holm sitt eina kvæðasafn. Útgefandinn gaf bókina út og var henni mjög vel tekið af lesendum. Síðastliðin fimm ár hefur Sven Holm einkum haldi sig við leikritaskriftir og fékk hann Norrænu leikritaverð- launin (Nordisk dramatikerpris) síðastliðið sumar. Leikritið „Schum- anns nat“ um tónskáldið Robert Schumann var sett á svið á Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn árið 1992 og sama ár var leikritið Blue West One sett á svið á stóra sviði Folketeatret í Kaupmannahöfn. Þetta leikrit fjallar um herstöðina og hinn dularfulla bandaríska spítala Blue West One á Grænlandi. í undir- búningsstarfi sínu gerði Holm rann- sóknir á grænlenskum heimildum og einnig í Washington og komst að þeirri niðurstöðu að hinn mikli spítali, sem nú er í rúst hefur aldrei verið notaður. Sven Holm telur að spítalinn hafi verið reistur í því skyni að hýsa fórnarlömb kjarnorkustyij- aldar langt frá vígvöllum. Leikritið er absúrd og fjallar um sært fólk sem menntað er á spítalanum til að snúa aftur til Bandaríkjanna sem hetjur. Árið 1990 var sett á svið í Bádteatret í Kaupmannahöfn leikrit- ið með hinum skondna titli „Kaktus og Kaniner" og fjallar það um nú- tímaíjölskyldu sem í eru 4 fullorðnir (35-39 ára) og tveir táningar, drengur og stúlka. Tvö hinna full- orðnu voru fyrrum hjón en eru nú gift hinum tveimur. Börnin eru færð saman úr þessum hópi fullorðinna. Fjölskyldan hefur tekið á leigu stóra íbúð þar sem hver og einn af meðlim- um hennar getur verið einn og notið einsemdarinnar eða stundað fram- hjáhald. Hjónin fyrrverandi haga sér áfram eins og einhvers konar hjón Suzanne Brögger Per Kirkeby að tala um norrænan menningararf. Þar myndi hún tala um Völuspá og nota enska þýðingu skáldsins W.H. Auden. í eftirmála sínum segir Vigdís Finnboga- dóttir að kvæðið flytji bæði boðskap um fall- valtleika heimsins og um að alltaf sé ljós framundan, sama hve myrkri virðist mikið. Án þess hún ætli að hætta sér út á svið fræðimanna geti hún ekki varist þeirra hugsun að kvæðið sé eftir konu og margt bendi einnig í þá átt. Kraftur og ákefð landslagsins Myndlistarmaðurinn Per Kirkeby býr ýmist í Danmörku eða Suður- Evrópu og myndir hans eiga víða dygga kaupendur, ekki aðeins í heimalandinu heldur einnig til dæm- is í Þýskalandi. Hann lærði upphaf- lega jarðfræði og fór þá í ferðir til Grænlands, með viðkomu á íslandi. Þó hann hafi lagt jarðfræði á hill- una heldur hann áfram ferðum á Norðurslóðir og Kjarval er í miklu uppáhaldi hans. Myndir hans eru stórar, sterkar og tilfinninga- þrungnar og sama er með myndir hans við Völuspá. „Mér fannst ég ekki geta myndskreytt kvæðið þannig að ég færi að teikna lands- lag og fígúrur, svo eiginlega hef ég gert myndir, sem ég hefði gert hvor sem væri. En það sem veitti mér innblástur í kvæðinu er and- rúmsloft ragnaraka. Fyrir mér snýst listin einmitt um ragnarök listamannsins. Svo er það íslenskt og reyndar einnig grænlenskt landslag, sem er mér efst í hug. Þessi kraftur og ákefð, sem mér finnst felast í því.“ Myndirnar í bókinni eru allar í svart-hvítu, nema hvað lit bregður fyrir á bókarkápunni. Og það val er engin tilviljun. „Litir gefa tilfinn- ingu af skrauti, sem mér fannst ekki við hæfi hér. Fyrir mér er hrynj- andi í íslensku og grænlensku lands- lag og ég vildi ná henni. Kannski er það aðeins ég sem sé landslag í myndunum, en list mín kemur frá því sem ég hef séð. Hún er ekki óhlutbundin, en það myndi samt aldrei hvarfla að mér að reyna að teikna Þingvelli, heldur nota égtákn, sem hafa ákveðna þýðingu fyrir mér, þó þau geti komið öðrum óhlut- bundið fyrir sjónir. Ég er sjálfur ánægður með myndirnar og fínnst þær hafa heppnast vel. Það er ákveð- in birta í þeim, sem aðeins næst með réttu þiykki steinsins, þar sem kornin úr steininum lýsa.“ Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem Kirkeby fæst við Völuspá. Hann myndskreytti kvæðið fyrir dagblaðið „Land og Folk“, sem éinu sinni var til. „Þá teiknaði ég fígúrur og lands- lag, því það hæfði mér þá til að túlka hið dulúðga og goðsögulega. Nú get ég það ekki Iengur. Þetta er eitthvað, sem lífíð hefur gert mér ...“ Danir vilja líka muna Völuspá Jafnframt því sem bókin kom út er sýning í .húsakynnum Bröndums forlagsins í Nansengade, skammt frá brautarstöðinni við Norðurport í Kaupmannahöfn á steinþrykki Kirkebys. Sýningin stendur fram til 8. október. Viðhafnarútgáfan kostar tæpar fjörutíu þúsund kr. íslenskar og er þegar nokkurn veginn uppseld. Völuspárútgáfunni hefur verið gerð góð skil í dönskum fjölmiðlum. Bjöm Bredal gagnrýnandi „Politik- en“ hrósar útgáfunni mjög, bæði textanum og myndunum. Honum fínnst Brögger koma vel til skila sterkum einfaldleika hans og mynd- ir Kirkebys þykja honum áhrifamik- il túlkun textans. I gagnrýni í danska útvarpinu var Vagn Steen ekki á sama máli. Brögger væri ekki vel fær um að snúa textanum á nú- tímadönsku, þar sem hún kynni ekki frummálið og texti hennar væri ekki eins góður og í ýmsum eldri dönskum þýðingum. Umijöllunin um útgáfu Völuspár sýnir að ýmsir Danir eru sér meðvit- aðir um að þar er á ferðinni verð- mætur hluti heimsbókmenntanna, sem þeir vilja ekki missa sjónar á. og skipta sér sífellt af lífí hvors annars. Börnin eiga í erjum og eins börn og foreldrar. Sven Holm segir um þetta leikrit að það sýni líf ákveð- inna hópa í danska þjóðfélaginu. Síðasta skáldsaga Svens Holms „En ufrivillig emhed“ kom út árið 1989. Árið á undan var gefin út smásagnasafnið „Under blodet". Aðspurður hvort hann væri hættur að skrifa sögur svaraði Sven Holm: „Nei, alls ekki og síðan í mars er ég reyndar búinn að vera að vinna að smásagnasafni upp á 200 blaðsíð- ur sem á að koma út á næsta ári. Heitið á bókinni verður „Bryllups- festen og andre fortællinger" og er þetta í fyrsta sinn sem ég nefni heitið á bókinni opinberlega." Fegiirð og grimmd Christina Hesselholdt (fædd 1962) er ný á stofni danskra rithöf- unda. Hún gaf út sína fyrstu skáld- sögu - „Kokkenet, gravkammeret og landskabet" - árið 1991 og önn- ur skáldsaga hennar kom út 1993 og ber nafnið „Det skjulte". Bæk- umar eru ekki umfangsmiklar en þó veigamiklar. Þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út skrifaði Poul Erik Tejner i Weekendavisen: „Lítil skáldsaga sem ekki er öðrum lík, hvorki stórum né smáum.“ Þessi saga einkennist af tilraunum í tungumálinu. Ekkert aukaatriði er tekið með í sögunni og má segja að hún sé tilraun með þeim tilgangi að sjá hve mikið þarf til þangað til heimur verður til. Og niðurstaðan verður sú að það þarf í raun ekki mikið til. Söguþráðurinn er sá að kona deyr. Eiginmaður hennar lætur ljósmyndara mynda líkið, en tapar svo myndinni. Ný kona flytur til mannsins og reynir hún að fjarlægja öll spor af fyrri konunni, en eitt spor er ekki hægt að fjarlægja og það er sonur úr fyrra hjónabandi, Marlon að nafni. Sagan magnast og stækkar í huga lesand- ans eftir lesturinn. „Det skjulte“ fjallar um Marlon fullorðinn sem hefur áhuga á líf- færafræði eða leyndardóma manns- líkamans. Til að byija með útvegar hann sér veggmynd sem sýnir líf- færi mannslíkamans og svo kaupir hann dýrt plastlíkan þar sem hægt er að hengja upp lifur, nýru og hjarta á litla króka. Svo tælir hann á fölsk- um forsendum ekta lifandi konu heim til sín, unga konu, sem nýlega tók til starfa í fatahengi á diskó- teki. Marlon myrðir stúlkuna á hroðalegan hátt. Stóra spumingin er: Hvað leynist undir húðinni? Hvað geymir maðurinn? Hvaða leyndar- dómar eru í mannslíkamanum? Hvaða reynslur? Hvaða vitneskja? Og hvaða ónotaðir möguleikar? Bandarískí arfurinn Bo Green Jensen (fæddur 1955) hefur síðan 1981 samhliða rithöf- undaferli sínum starfað við hið virta helgarblað Weekendavisen sem kvik- mynda-, bókmennta- og tónlista- gagmýnandi. Tvö fyrstu kvæðasöfn hans voru gefín út sama ár. Bo Gre- en Jensen er einnig kvikmyndagagn- rýnandi á menningartímaritinu 0je- blikket, kvikmyndatímaritinu Le- vende Billeder og fastur greinahöf- undur um bækur sem hann mælir með á tímaritinu Euroman - tímarit fyrir karlmenn eftir erlendri fyrir- mynd eins og Arena, Esquire og GC (Gentlemens’ Quarter). Bo Green Jensen er barn rokktíma- bilsins og í verkum hans má glöggt sjá þessi áhrif rokktónlistarinnar og rokkmenningarinnar. Hann segir sjálfur að vegna þess að hann óx upp á þeim tíma sem þessi menningar- grein var í mótun hefur hún haft öðruvísi og ef til vill meiri áhrif á hann en hin bókmenntalega hefð sem var ekki í mótun á sama hátt og hin nýja menning unglingsáranna. Bo Green Jensen er menntaður'í engilsaxneskum bókmenntum og hefur dvalið langdvölum í Bandaríkj- unum. Hann er undir miklum áhrif- um bandarískrar menningar og blandast þessi áhrif dönskum bak- grunni höfundar. Fyrir utan það að bandarísku áhrifin koma fram í skáldskap hans hefur hann í gegnum árin gefið út verk um bandaríska bókmennta-, kvikmynda- og tónlist- armenningu eins og í greinasafninu „Ind i det amerikanske" (1992) þar sem hann skrifar um öll þijú svið á 560 blaðsíðum. Einnig hefur Bo Green Jensen m.a. þýtt kvæði Jima Morrisona og T.S. Eliota á dönsku. Bo Green Jensen er þó fyrst og fremst ljóðskáld og sagnahöfundur. Hann hefur hlotið mörg verðlaun, meðal annars tvenn af fernum verð- launum sem nefnd eru eftir dönskum rithöfundum og skáldum: Johannes Ewald legatet árið 1991 og Herman Bangs mindelegat 1994 Af ótal kvæðasöfnum eftir Bo Green Jensen má nefna „En krans til de faldne“ sem kom út árið 1992 og sem í er að fínna texta af nýrri plötu Eriks Grips. Af skáldsögum má nefna „Dansen gennem sommer- en“ og „Pigen med de grenne ejne“ sem eru mörgum íslenskum mennta- skólanemum kunnar. Draumur rit- höfundar sem hefur sýnt kvikmynd- um jafn mikinn áhuga og Bo Green Jensen hlýtur að vera að sjá skáld- sögur sínar á hvíta tjaldinu. Skáld- saga hans „En afgrund af frihed" (1989) hefur verið kvikmynduð og gefin út á myndbandi. Þar sem sömu leikarar leika í þessari mynd og léku í „Alle elsker Debbie“ halda margir að sú fyrrnefnda sé framhald hennar en svo er ekki. Sem stendur er verið að kvik- mynda skáldsöguna „Pigen med de grenne ojne“ (1989). Þetta er fyrsta kvikmynd nýju samsteypunnar Metr- onome og Dansk novelle-fílmfond sem stofnaður var í samvinnu við Danska ríkissjónvarpið, TV2, mynd- bandaútgáfuna og kvikmyndahúsin. Kvikmyndir sem byggja á skáld- sögum verða aldrei og geta aldrei orðið nákvæmlega eins og skáldsög- urnar og hér verða einnig miklar breytingar á söguþræði bókarinnar þar sem aðalpersónan, Daniel, er ekki aðeins barn eins og í skáldsög- unni, heldur einnig fullorðinn fétta- maður sem í byijun kvikmyndarinn- ar fær það verkefni að skrifa um Apollo-geimflaugina sem send var út í geiminn árið 1969. Hann var þá 13 ára gamall og söguþráður skáldsögunnar „Pigen med de gronne ojne“ um ástarsamband hans við nágrannastelpuna í sumarfríinu í sumarbústaðnum er eðlilega með í myndinni. Til að hressa upp á minnið athugar hinn fullorðni Daniél innihald skókassa sem hefur að geyma hluti frá árinu 1969. Han’n man sífellt meir því betur sem hann skoðar þá. Hlutir kassans reynast þó túlka fleira en hann vissi um þegar hann var 13 ára og hann upplifir árið 1969 upp á nýtt og fær skilning á mörgu sem áður var tor- skilið. Daniel er gegnumgangandi fígúfa í mörgum verkum rithöfundarins og má túlka hann sem hálfpartinn uppspunna fígúru og hálfpartinn sjálfsævisögulega. Daniel munum við sjá aftur í smásagnasafni sem kemur út 1995 þar sem allar sögurn- ar fjalla um hann. Megnið af þessum smásögum hefur verið birt í ýmsum tímaritum en einnig verða nokkrar nýjar. Einnig mun Bo Green Jensen gefa út nýtt kvæðasafn á næsta ári. Nú er Bo Green Jensen að und- irbúa fyrirlestur sem hann nmn vinna við alla nóttina. Titill fyrir- lestrarins er „Amerikansk kultur og litteratur i 90-erne“. Aðspurður hvernig hægt sé að komast yfír að skrifa jafn mikið og hann gerir svar- ar hann: „Það er fyrst og fremst áhuginn sem drffur verkið, en til ajð geta lifað af skrifum í Danmörku verður maður að skipta sér af hiriu og þessu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.