Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Framhald íslenskrar menningar við getum sótt í. En þær eru meira en það. Sjálf þjóðin getur ekki án þeirra verið. í Frag- menta ultima, þættin- um Hveiju varða sög- urnar, skrifar Sigurð- ur: „Engin tvímæli geta leikið á því, að Islendingar hafa flest- um, ef ekki öllum þjóð- um fremur lifað fyrir bókmenntir, í bók- menntum og af bók- .menntum." Undur og kraftaverk Skáldskapurinn, ljóðagerðin er sú grein í^lenskra bókmennta sfem að mati Sigurðar Nordals hefur reynst lífseigust. En þótt ijóðagerðin fyrr og síð- ar sé „mikið afrek og undur“ og vandinn að þýða komi að nokkru ieyti í veg fyrir að hún sé ekki kunnari erlend- is, „þá eru fornsögurn- ar samt ennþá meira og frumlegra átak og kraftaverk“. Það er eins og þjóðin finni sjálfa sig þegar forn- sögurnar rísa upp „af grunni er- lendra mennta og íslenzkra fræða“ á 12. öld. Sigurður Nordal ver töluverðu rúmi í að ræða sagnfestu og bók- festu, kenningar sem fræðimenn höfðu um sögurnar, uppruna þeirra og gerð. Sjálfur hallaðist hann sem kunnugt er að bókfestunni sem gerði ráð fyrir því að sögurnar væru skáldskapur, verk rithöfunda, en lytu ekki lögmálum munnlegrar geymdar. Gagnrýni hans á stefnu Andreas Heuslers og fleiri í þessu sambandi er vel grunduð og stund- um meinleg, en alltaf málefnaleg ejns og vera ber. Fyrirlestrar, tímaritsgreinar, formálar og bókarkaflar (sumt þýtt úr erlendum málum) stuðla að því að lesandinn fái gleggri mynd en áður af rannsöknum og hugmynd- um Sigurðar Nordals. I öðru bindi Fornra mennta eru auk Fragmenta ultima og Hrafnkötluritgerðarinnar Auður og Ekla í fornmenntum ís- lendinga, Tími og kálfskinn, Sann- leikskjarni íslendinga sagna, Sturla Þórðarson og Grettis saga og Um íslenzkar fornsögur sem er íslensk þýðing ritgerðarinnar Sagalitterat- uren sem kom 1953 í safnritinu Nordisk Kultur. Skáldið Þriðja bindi Fornra mennta, Sög- ur og kvæði, inniheldur eins og fyrr segir margar ritgerðir um fomsögur og ritgerðina um Völu- spá sem er meðal þess eftirminni- legasta sem Sigurður Nordal skrif- aði. Ekki skortir fræðimannlega sýn í Völuspárritgerðinni (reyndar heil bók), en eins og í mörgu af því besta sem Sigurður ritaði er ná- lægð skáldsins augljós. Skáldið geta menn gengið beint til móts við í Fornum ástum, fyrsta bindi flokksins List og lífsskoðun, en það er hvarvetna að finna, stundum á miili línanna í ritgerðunum. Til að mynda er það áberandi í íslenskri menningu, einkum þar sem íjallað er um önnur skáld, ekki síst Egil HÖGGMYND Sigurjóns Ólafssonar af Sig- urði Nordal. Skalla-Grímsson. Þar eins og víðar hjá Sigurði er unun að lesa, honum var lagið að koma á einkennilegu sambandi fræða og skemmtunar. Þegar lestur er hafinn er ekki auð- velt að hætta. Hann forðast að gera sig sekan um „skarpvitra heimsku skýrandans". Tími Völuspár Völuspá og fleiri forn kvæði eru, minnsta kosti að hluta, einkenni- lega nútímaleg, bæði að efni og formi; „moderne" mætti ef til vill segja og „nota þá fyrr tilvitnuð orð Sigurðar um sögurnar. Tími Völu- spár er á mörkum heiðni og kristni. Höfundurinn varpar ekki heiðninni frá sér. Hann sér sýnir, er sjáandi. Hann er eins og Nietzsche lýsir því þegar hann skýrir innblástur í til- vitnuðum orðum Sigurðar í Ecce homo „gagntekinn þeirri tilfinn- ingu að vera frjáls, engum skilyrð- um bundinn, goðum líkur“. Vegur undir, yfir, á alla vegu Um fornsögurnar segir Sigurður Nordal í Fragmenta ultima að því sé svo farið sem flestar aðrar meiri háttar bókmenntir, „að þær má lesa með ýmsu móti og sér til mis- jafnlegs ávinnings. Þar er vegur undir og vegur yfir og vegur á alla vegu“. Ekki vil ég halda því fram að málflutningur Sigurðar Nordals sé ekki tíðum hreinn og beinn. En honurii er það íþrótt að birta ólík sjónarhorn, fá lesandann til þess að setja sig í fleiri en eina stellingu við mat bókmenntaverka. Ritgerðin var honum fyrst og fremst list, en líka margt annað. Fjórði og síðasti þriggja binda flokkurinn í heildarútgáfu ritverka Sigurðar Nordals er væntanlegur á næsta ári. Bindin tólf munu nálg- ast það að vera sex þúsund blaðsíð- ur, hvert bindi um fimm hundruð síður. Umsjón með útgáfunni hafði Jóhannes Nordal, en með honum í ritnefnd voru Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Kristján Karlsson og Ólafur Pálmason. Hafsteinn Guð- mundsson sá um útlit. Jóhann Hjálmarsson að er þó ekki nóg að eiga efni- lega og snjöll tónskáld ef eng- inn er til að leika tónlist þeirra og því hafa orðið til sveitir eins og Ensemble Nord, sem var stofnað fyr- ir fimm árum beinlínis til að leika nýja kammertónlist. Frá stofnun hef- ur Ensemble Nord frumflutt á fimmta tug kammerverka og gefið mörg þeirra út á geisladiskum, en með sveitinni hafa komið út þrír slíkir. Eins og áður segir eru liðsmenn Ensemble Nord sex. Fyrsta má telja Karen Skriver flautuleikara. Hún lærði í Norðuijóska tóniistarskólanum hjá Esben Steensgaard og í Konung- lega danska tónlistarskólanum hjá Toke Lund Christensen, auk náms í Lundúnum hjá Jonathan Snowdon. Hún lauk prófí frá Konunglega tón- listarskólanum 1993 og hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum Álaborgar og Belgrad. Frá árinu 1992 hefur hún leikið með borgarhljómsveit Randers. Peter Lindegaard klarinettleikari lauk prófi frá Norðurjóska tónlistar- skólanum 1988, undir leiðsögn Lars Borups. Hann hefur numið síðar m.a. hjá Bela Kovacs, Kjell-Inge Stevenson og Alfred Prinz. Hann hefur leikið með sinfóníuhljómsveit Álaborgar. Otto Andersen sellóleikari lauk prófi frá Norðuijóska tónlistarskól- Dönsk nútíma- tónlist Margt gleður augu og eym á Dönskum haust- dögum og þar á meðal er dönsk nútímatónlist. Arni Matthíasson kynnti sér tilurð danska sextettsins Ensemble Nord, sem heldur hér tónleika í næstu viku. anum 1990, undir handleiðslu Lars Geislers og Gerts von Búlows og í Ungveijalandi hjá Lazlo Mezo. Hann hefur leikið með sinfóníuhljómsveit Álaborgar og numið hjá Ralph Kirsc- hbaum, Raulescu og Arto Noras. Curt Kollavik-Jensen gítarleikari lauk prófi frá Norðuijóska tónlistar- skólanum 1987 hjá Erling Moldrup. Han lærði í New York hjá David Starobin 1988-89. Hann hefur haldið tónleika vestan hafs og leikið í Athel- as Ensemble og Dansk Tenor og Guitar. Pianóleikarinn Sven Birch lærði píanóleik í Norðuijóska tónlistarskól- anum hjá Jorgen Thomsen og Aino Gliemann og síðan í Vínarborg hjá Alexander Jenner og Leonid Brum- berg. Hann útskrifaðist 1991 og hef- ur verið leikið með sinfóníuhljómsveit Árósa og lært hjá Peter Feuchtwan- gler, Tatjönu Níkólaevu, Conrad Han- sen og John Lill. Hann kennir við Bruckner tónlistarskólann í Linz í Austurríki. Torsten Folke Petersen slag- verksleikari lauk prófi frá Norður- jóska tónlistarskólanum 1992 og hef- ur lært í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Hann er aðstoðarslagverks- leikari í sinfóníuhljómsveit Álaborgar. Yöluspá í danskri ■ yiðhafnarútgáfu Tveir af þekkt- ustu listamönn- um Dana leggja hönd á plóginn og forseti íslands rit- ar eftirmála Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. NÝLEGA kom út í Kaup- mannahöfn ný útgáfa af Völuspá í sérstakri viðhafn- arútgáfu í takmörkuðu upplagi. Textinn er endursagður af danska rithöfundinum Suzanne Brögger, en myndlistarmaðurinn Per Kirkeby hefur myndskreytt textann og eru myndirnar steinþrykk. Vigdís Finn- bogadóttir forseti ritar eftirmála verksins. Útgefandinn er Bröndum forlag, sem sérhæfir sig í grafískum verkum, bæði bókum og myndverk- um. í samtali við Morgunblaðið sagði Hans Jörgen Bröndum eigandi út- gáfunnar að hver kynslóð ætti að fá sína útgáfu Völuspár og hann teldi þessa nýja útgáfu vera slíka útgáfu. Upplagið er aðeins 200 ein- tök, en bókin verður einnig gefin út á venjulegan hátt. Suzanne Brögger kom fram á rit- völlinn fyrir um tuttugu árum og hefur síðan stundað ýmis ritstörf, auk þess sem hún er eftirsóttur fyrir- lesari og upplesari. Um viðfangsefni sitt að þessu sinni sagði hún að hún hefði séð um útgáfu Völuspár fyrir nokkrum árum að beiðni félags dan- skra móðurmálskennara, sem óskaði þess að kvæðið væri hluti af náms- efni danskra grunnskóla, eins og áður fyrr. Hún hefði síðan haldið áfram að vinna með textann, svo útgáfan nú væri ekki alveg eins og sú fyrri, enda áliti hún sig vera að vinna með efni úr munnlegri geymd og því þætti sér hún hafa ákveðið frelsi í miðlun þess. Aðspurð hveijum augum hún liti Völuspá andvarpaði Brögger og brosti um leið. „Völuspá er ekki kvæði, sem hægt er að hafa klippt- ar og skornar hugmyndir um, held- ur er það kvæði til að lifa með. Ég kem stöðugt auga á eitthvað nýtt í því. Sem stendur finnst mér það vera vitnisburður um þá sérstöku þekkingu, sem kvenfólk getur borið með sér. Jafnvel þó Oðinn sé æðst- ur og vitrastur guðanna neyðist hann að fara til völunnar og biðja hana að tjá_ sér um liðna tíma og framtíðina. í sjálfu kvæðinu eru það konur sem bijóta þann stöðugleika, sem reynt er að koma á. Konur segja hluti sem karlar þora ekki að segja, kannski af því þeir eru skelfi- legir, eða á einhvern hátt óþægileg- ir. í raun eru konur oft þær sem færa þann boðskap, sem karlarnir þora ekki að færa og þannig fara þær oft með hið hefðbundna hlut- verk trúðsins. Karlar eru kannski hræddir við þetta hlutverk, af því þeir eru hræddir um að missa virð- ingu sína. Konur eiga að nota sér þennan styrk sinn og þjóðfélagið hefur líka not fyrir það.“ Að lokum bætti Brögger því við að hún væri á leið á kvennaráðstefnu í Barcelona á vegum ESB, þar sem hún ætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.