Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hátíðartónleikar Tónvakans 1994 verða í Háskólabíói á fimmtudaginn leggur til hljómsveitarverk UNG söngkona og þekkt tón- skáld verða aðalfólk kvölds- ins á hátíðartónleikum Tón- vaka Ríkisútvarpsins í Háskólabíói næsta fimmtudag. Guðrún María Finnbogadóttir og Þorkell Sigur- þjömsson eru verðlaunahafar Tón- vakans í ár. Guðrún sigraði í þriðju Tónvakakeppninni í sumar og ákveð- ið var í haust að veita Þorkatli heið- urslaunin. Keppnin er ætluð tónlist- arfólki innan við þrítugt, en heiðurs- launin eldra og reyndara afreksfólki í tónlist. Fyrri sigurvegarar keppn- innar em Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari, en heiðurslaun- in hafa runnið til Jóns Nordal og Páls Pampichlers Pálssonar. Á hátíð- artónleikunum, sem hefjast klukkan 20, syngur Guðrún óperuaríur og nýtur ekki ómerkara fulltingis en Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hljóm- sveitin leikur síðan þijú verk eftir Þorkel: Forleikinn Hljómsveitartröll, strengjakonsertinn Filigree eða Víra- virki og loks Díafóníu, sem er elst þessara tónsmíða. Stjómandi á tón- leikunum verður Anthony Hose. Baðað, sungið, svæft Guðrún María er lýrískur sópran og lauk áttunda stigi Söngskólans síðasta vor. Hún á nokkurra mán- aða strák og mann sem er að ljúka námi við Háskólann. Hann hefur einnig áhuga á tónlist, spilar á klari- nettu og er að læra á saxófón. Guðrún segist núna bytja daginn á að baða bamið sitt og gefa því að borða og svo taki pabbinn við. Þá æfi hún sig ásamt Ivönu Jagla píanóleikara og aftur seinna um daginn meðan bamið sofi. Auk þess sé hún áfram í Söngskólanum og fái svo mikið af tónlist út úr öllu þessu að lítið sé hlustað á kvöldin. Þá sé talað orð betra eða einfald- lega þögn. Það var einmitt í Söngskólanum, vinnustað Guðrúnar síðustu fímm árin, sem hún sá auglýsingu um Tónvakakeppnina. „Ég sendi inn spólu, meira í gríni en alvöru," segir hún. „Þeg- ar mér var sagt í vor að ég hefði komist í úrslit var ég á báðum áttum um hvort ég héldi áfram. Ég var ný- búin að eignast barnið og líkaminn varla búinn að jafna sig. Samt sló ég til og sé náttúrlega ekki eftir því. Um mitt sumar vissum við sem kepptum hver hefði unnið, en úrslitin vom til- kynnt 21. ágúst. Þá söng ég á útvarpstónleikum í Norræna húsinu og hafði notað vikumar á undan til að æfa mig. Mér finnst þetta eigin- lega ótrúlegt allt saman, sigurvegari keppninnar fær mjög mikla vinnu fyrir utan allan heiðurínn. Það er stór- kostlegt að gefa ungu fólki svona tækifæri. Ég hef auð- vitað aldrei sungið með Sinfóníuhljómsveit áður og vel þess vegna óperuaríur fyrir tónleikana á fimmtu- daginn. Síðan syng ég á jólatónleikum útvarpsins og aftur um páskana, við tök- um upp geisladisk og nokk- ur lög með Sinfóníunni. Næsta haust verð ég í keppni ungra norrænna tónlistar- manna og síðan fæ ég verkefni utan úr bæ vegna þeirrar kynning- ar sem Tónvakaverðlaunin eru.“ Nám, keppni og tækifæri Guðrún María hefur lært hjá El- ísabetu F. Eiríksdóttur í Söngskól- anum og sungið bæði í Langholts- kirkjukómum og Kór íslensku óper- unnar. Því hætti hún um síðustu áramót, tíminn var orðinn of knapp- ur, þótt kórarnir væm skemmtileg- ir. I skólanum tekur hún nú þátt í undirbúningi óperunnar Óþekka GUÐRÚN María og Þorkell, söngkonan Tónvakans í stráksins eftir Ravel. Hún gerir ráð fyrir að fara bráðum utan í fram- haldsnám, kannski eftir jólin eða næsta haust. Það verður góður tími, því norræna tónlistarkeppnin getur skapað ýmis tækifæri. Hingað má vænta fjölda umboðsmanna að fylgjast með keppendunum fimm og Guðrún María þarf að þjálfa röddina og stækka „repertúarið“. I augnablikinu einbeitir hún sér að óperuaríum, óðum styttist í tóri- leikana í Háskólabíói og reynslan að undanförnu er að hennar sögn á við ár í skóla. Á fímmtudaginn og tónskáldið, verðlaunahafar ár. ætlar hún að syngja þijár aríur eftir Puccini; úr La Boheme, Manon Lescaut og Gianni Schichi. Einnig aríu úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og II Baccio eftir Ardite. Upptökur aðaltrompið Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld þarf varla að kynna. Hann er fædd- ur 1938 og hefur á yfír þijátíu ára ferli samið fjölmörg hljómsveitar- verk auk einleiksverka og kammer- tónlistar. Þorkell hefur líka samið stuttar óperur, rafmagns- og tölvu- tónverk og tónlist fyrir leikhús og Hún syngur aríur, hann kirkju. Sumt af þessu ertil á plötum en annað ekki og Þorkell segir upp- tökur einmitt aðaltrompið við Tón- vakaverðlaunin. „Það eru ekki allir sem lesa nótur,“ segir hann, „og óneitanlega er skemmtilegra að fá að heyra músíkina. Útvarpið ætlar að sæta lagi á næstunni þegar verk eftir mig verða flutt á tónleikum. En auk þessa eru verðlaunin ákveð- in uppörvun, eins konar klapp á öxlina og hvatning til dáða.“ Forleikurinn sem Sinfónían flytur á hátíðartónleikum Tónvakans var saminn fyrir Norrænu æskulýðs- hljómsveitina í fyrra. Sveitin starf- aði í fyrsta sinn sumarið 1993 og vildi byija á nýrri tónlist úr heima- högum. Þorkell var beðinn að semja eitthvað fallegt og hann fann eftir umhugsun og athuganir ýmis stef sem ítrekað koma fram í norrænum þjóðlögum. „Þau flakka milli landa líkt og sögur og margt fleira,“ seg- ir hann, „ég byggði á þessum mótív- um og held kannski að forleikurinn hafí verið valinn núna af því hann er dæmi um starf mitt með bömum og unglingum. Víravirki Svo er annað verk sem heitir Víravirki á íslensku og hefur ekki heyrst áður hér á landi frekar en forleikurinn. Víravirki eða Filigree hefur einleik á selló og fiðlu í for- grunni og var samið fyrir Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigrúnu Eð- valdsdóttur fyrir ári. Þær spiluðu þetta í Frakklandi og Þýskalandi ásamt kammersveit frá Grenoble. Heiti verksins á að vísa til einhvers kvenlegs og líklega einhvers sem er fíngert. Eins og gulls sem er vafið í smágert mynstur." Tónleikunum lýkur með Díafón- íu, tíu ára gömlu verki sem Sinfón- ían flutti nýlega á tónleikum norð- anlands. Þorkell segir um nafngift- ina að atburðarás verksins virðist í tvenndum, tveim samhljóma rödd- um. „Þó gat ég ekki kallað það tvísöng, það er annað. Þess vegna valdi ég þetta heiti.“ I upphafi tónleikanna verður fluttur forleikur danska tónskálds- ins Carls Nielsens. Hvort tveggja verða danskir menningardagar i Reykjavík og tónleikarnir framlag Islands til norræns tónlistarútvarps á árinu. Þeim verður á næstu vikum og mánuðum útvarpað á öllum Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkj- unum. Hér verða þeir sendir út beint og frá upphafi til enda þegar Heimir Steinsson útvarpsstjóri af- hendir Guðrúnu Maríu og Þorkatli Tónvakaverðlaunin. Þ.Þ. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Fjölbreytt, frum- leg og fram- andidagskrá Morgunblaðið/Þorkell AÐSTANDENDUR „Central Park North,“ Jóhanna Jónas leik- kona og Ólafur Stephensen tónlistarmaður. LISTAKLÚBBUR Leikhú- skjallarans verður starfrækt- ur af fullum krafti í vetur. Klúbbnum er ætlað að vera vett- vangur óvenjulegrar og nýstárlegr- ar dagskrár sem ekki er daglega á boðstólum. Það er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem hefur veg og vanda af starfsemi klúbbsins, sem settur var á laggirnar í janúar síð- astliðnum. „Klúbburinn er leitandi. Hann vill gefa listamönnum færi á að gera tilraunir og leitar uppi at- riði sem ekki hafa fengið mikla umfjöllun." Kveikjan að stofnun klúbbsins var sú að Sigríður komst á snoðir um Listamannaklúbb sem Jón Leifs starfrækti á sama stað á sjötta áratugnum. Starfsemi Lista- klúbbsins hefur þó beinst í annan farveg en klúbbur Jóns, sem var fyrst og fremst ætlaður listamönn- um. Listaklúbburinn á, að sögn Sig- ríðar, ekki síður að höfða til listunn- enda. Einfaldleikinn við völd Sigríður segir að listamönnum sé fijálst að leita til klúbbsins með hugmyndir. Hann sé fús að fylgjast með hugmyndum þróast og taka á sig heilsteypta mynd. „Þetta er samt bundið við þær aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir hún og bendir á, að í Leikhúskjallaranum sé einfaldleikinn við völd. Að sögn Sigríðar hefur dagskráin þó tekið stakkaskiptum á þessum mánuðum sem liðnir eru frá stofnun hans. „Það er meira lagt í dagskrána nú,“ segir hún og þakkar það sívax- andi áhuga, en klúbbfélagar eru orðnir 130. Félagsgjöldin sem þeir greiði hafi verið þung á metum. Þess má geta að inngöngu í klúbb- inn fylgja ýmiss fríðindi. Þá lýkur Sigríður lofsorði á Landsbanka ís- lands fyrir að leggja hönd á plóg. Hátt á þriðja hundrað listamenn komu fram á vegum Listaklúbbsins síðasta vetur. Sigríður hefur þegar lagt drög að blómlegri starfsemi í vetur og horfir þvi hýr á svip til framtíðarinnar. Það heyrir til und- antekninga ef sýningar eru endur- teknar í Leikhúskjallaranum, en Listaklúbburinn hefur hann til um- ráða á mánudagskvöldum í vetur. Meðal efnis sem verður á boðstólum í október og nóvember eru Ljóða- fundur í umsjón Gylfa Gíslasonar, þar sem hulunni verður svipt af ljóð- um eftir áður óþekkt skáld, dagskrá tileinkuð skáldkonunni Karen Blix- en, einleikur eftir Sjón, umfjöllun Helgu Kress um skáldakonur fyrri alda og dagskrá helguð minningu Jóns á Bægisá. Efnið flutt á útdauðri mállýsku Mánudagskvöldið 10. október verður dagskráin í Listaklúbbnum tileinkuð bandaríska skáldinu Jam- es Langston Hughes og kallast hún „Central Park North.“ Leikaramir Jóhanna Jónas og Helgi .Skúlason munu flytja efni eftir skáldið frá árunum 1945-55 og Tríó Ólafs Stephensens mun leika jazz í anda Harlem-hverfisins í New York. Jó- hanna mun flytja efni sitt á ensku og á mállýsku sem tíðkaðist í Harl- em á þessum árum en er nú út- dauð. Margir kannast við Jóhönnu úr söngleiknum Hárinu, en hún hefur jafnframt komið fram í bandarískum sjónvarpsþáttum. Hún stundaði nám í Boston og kveðst hafa fengið smjörþefinn af mállýskum þar. Ólafur Stephensen bætir við að leik'konunni hafi ekki orðið skotaskuld úr því að ná tökum á hlutverkinu, enda sé hún að margra mati efnilegasta leikkona landsins. Langston Hughes notaði oft mál- lýskur og jazz til þess að gefa sem gleggsta mynd af lífínu í hverfum blökkumanna í Bandaríkjunum. Ólafur hafði kynni af rithöfundinum í New York á sínum tíma og segir að hann hafi verið afar sérstakur forystumaður í baráttu blökku- manna. Hann hafí ekki verið reiður baráttumaður líkt og Malcolm X sem barðist fyrir jafnrétti heldur hafi hann tileinkað boðskap sinn réttlæti. Að sögn Ólafs var Hughes brautryðjandi á þann hátt að hann notaði skáldgyðjuna til að freista þess að opna augu fólks fyrir hinum lokaða heimi blökkumanna í New York. Ólafur segir að kímni og hæðni hafí öðru fremur einkennt þann máta sem Langston Hughes valdi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Meðal sporgöngu- manna hans má nefna Nóbelsskáld- ið Toni Morrison. Orri Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.