Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 C 5 DANSKIRHAUSTDAGAR HÁPUNKTUR Danskra haustdaga verður hátíðarsýning í íslensku óperunni á þriðjudagskvöld. Þar munu danskir og íslenskir listamenn leggja saman krafta sína og koma fram með tónlist, söng og leiklestri. ~W7~ ammersveit Reykjavíkur hefur sett saman dag- skrá eftir danskra tón- skáldið Carl Nielsen. Vinsældir hans hafa farið vaxandi á síðustu árum og í dag má segja að hann sé eitt þekkt- asta tónskáld Dana utan heimalandsins. Danska leikkonan Bodil Udsen mun í Óp- erunfti lesa upp úr verk- um H. C. Andersen og Karen Blixen. Bodil hef- úr verið ein af þekktustu leikkonum Dana um árabil, en við íslending- ar munum sennilega best eftir henni úr sjónvarpsþáttunum Húsið í Kristjánshöfn, þar sem hún var í hlutverki Emmu. Á síðustu árum hefur upplestur hennar vakið veru- lega athygli í Danmörku, þar sem hún kveikir líf með þessum þekktu sögum með lifandi lestri. Þá mun danski sönghópurinn LEIKKONAN Bodil Udsen Jes úr verkum Blixen og H.C. andersen. Pro-Arte koma fram. Félagar í Pro-Arte eru allir mjög ungir að árum og sumir hveijir jafnframt að stíga sín fyrstu spor á einsöngs- ferli. Þeir leggja mikið upp úr dönsku lagavali, þannig að dansk- ur hátíðarandi mun örugglega svífa yfir vötnum í íslensku Oper- unni á þriðjudagskvöld. DANSKI sönghópurinn Pro-Arte er skipaður ungum og efnileg- um söngvurum. Líkaminn talar tungum TILRAUNALEIKHÚSIÐ Boxiganga er meðal þess sem verður á boðstói- um á „Dönskum haustdögum" sem settir verða í Reykjavík í dag. Leikhóp- ur þessi fer ótroðnar slóðir í listinni og sköpunargleðin ræður ríkjum, en hópurinn hefur einmitt vakið mikla athygli fyrir frumlegar sýningar. Boxiganga þreifar fyrir sér á mörkum myndlistar og leiklistar með svo- kölluðum „croquis“-sýningum, einhverskonar líkamslist. Sýningarnar eru undir miklum áhrifum frá öðrum listgreinum, s.s. dansi, myndlist og kvik- myndagerð. Áhorfendur eru eindregið hvattir til að draga pappír, blýanta og liti úr fórum sínum á sýningum hópsins. Boxiganga leitar hins raun- verulega tilgangs og hinnar upprunalegu tjáningar. Hópurinn beitir danslist sem lætur lítið yfir sér en kemur sér beint að efninu. Félagarnir í hópnum leitast við að skapa gæði, gera til- raunir og prófa eitthvað nýtt. Gild- ir þá einu hvort horft er til listsköp- unarinnar sjálfrar eða samskipta við áhorfendur. Boxiganga-hópurinn kveðst sí- fellt hafa þörf fýrir að staldra við og spyija sig spurninga. Bæði varðandi sköpunarferlið sem hann gengur í gegnum í listinni og einkamál sín. Spurningar þessar þarfnist ekki svars heldur skil- greiningar, því á þann hátt sé unnt að víkka skilninginn á andlegum og líkamlegum samskiptum svo og raunveruleikanum yfir höfuð. Líkamstjáning er tungumál Hluti þjálfunar leikhópsins felst í því að leysa ákveðinn kraft úr þeim fjötrum sem líkami og lund hafa hneppt hann í. Tilgangurinn er að minna líkamann á náttúru mannsins og þann kraft sem í henni er fólginn. Að mati hópsins er þetta forsenda einlægari og dýpri nærveru sem þjónar þeim tilgangi að fylla upp í tómarúm tímans. Þetta þarfnast einbeiting- ar. Sakir þessa er Boxiganga-hóp- urinn þess sinnis að líkamstjáning sé í raun tungumál, blæbrigðaríkt og auðskilið. Tjáskiptin gefi fýrst og fremst í skyn fyrirætlanir, ástand og geðshræringu. Þetta tjáningarform kallar, að mati hóps- ins, á fulla athygli af hálfu áhorf- andans, enda vekji það upp sterkar tilfinningar, því ósjálfrátt standi honum skyndilega lifandi myndir fyrir hugskotssjónum. Það eru þessar myndir sem hópurinn óskar eftir að áhorfendur festi á blað meðan á sýningunum stendur. í huga leikhópsins er hugmyndin sjálf orðin svo samofin tjáningunni að hún er nánast áþreifanleg. Dansinn er stökkbretti sem dregur fram ólýsanlegar líkamlegar minn- ingar. Eitthvað sem ekki verður skilið og lifir aðeins sem endur- minning. Nokkurskonar andleg sía sem fyllir rýmið með því að teygja á tímanum. Nokkuð sem Boxi- ganga kallar að skapa rými fyrir upplifunina. Sýningar Boxiganga-hópsins verða þijár í dönsku menningarvik- unni. Á þriðjudag verður hann með lokaða sýningu í Myndlista- og handíðarskólanum, á miðvikudags- kvöld kemur hann fram á Solon Islandus og í Norræna húsinu á föstudagskvöld. Orri Páll HASKOLABIO Dönsk kvikmynda- vika hefst í dag DAGANA 8. til 16. október verður dönsk kvikmyndahátíð í Háskóla- bíói, hluti af Dönskum haustdögum. Danir hafa vakið athygli fyrir vel- gengni í kvikmyndagerð síðustu ár og er skemmst að minnast Óskars- verðlaunamyndanna Gestaboðs Ba- bettu og Pelle sigurvegara. Sex kvikinyndir verða sýndar á hátíð- inni og er þeim ætlað að endur- spegla fjölbreytnina í danskri kvik- myndagerð. Rússneska söngkonan (Den Russiske). Spennumynd um danskan sendi- ráðsmann í Moskvu. Hann flækist í morðmál og allt stefnir í hneyksli þegar lögreglan lokar málinu án rannsóknar. Yfirvöld telja um slys að ræða en diplomatinn heldur rannsókninni áfram. Evrópa (Europa). Pólitískur þriller sem gerist í Þýskalandi eftir- stríðsáranna, séðu með augum ungs Ameríkana. Þetta er myndljóð í drungalegum stfl, skapað af snilld Lars von Trier, svo oft minnir á gamla meistara á borð við Orson Welles og Fritz Lang. Aðalhlutverk eru í höndum Jean Marc Barr (The Big Blue) og Barböru Sukowa. Sárar ástir (Kærlighedens Smerter). Áköf og bitur mynd Nils Malmros um unga stúlku sem á erfitt með að fóta sig í lífinu. Hún tekur saman við gamlan kennara og sveiflast milli hamingju og innri óróleika. Myndin fjallar um tilvist- arkreppu, hversdagsleika og leitina að sannri hamingju. Sinfónía æsku minnar (Min fynske barndom). Hrífandi saga Erics Clausen um verðandi tónlist- arsnilling. Lítill snáði situr yfir gæsahópi og hlustar á píanóhljóma frá nálægu húsi. Eðlisávísun hans segir að hann geti spilað betur og með ákefð og iðni tekst honum að ná mikilli leikni. Þetta er sönn saga tónskáldsins Carls Nielsen (1865- 1931). Næturvörðurinn (Nattevagt- en).Martin er næturvörður í lík- húsi. Hann tekur þátt í leik „án takmarkana" með Jens, besta vini sínum. Sá sem tapar verður að fóma frelsinu með því að ganga í hjónaband. Vinirnir flækjast að lok- um í morðgátu og smám saman fer Martin að gruna að einhver vilji gera hann að blóraböggli. Þessi mynd Ole Bornedal er ein best sótta danska bíómyndin frá upphafi og hefur keppt á mörgum kvikmynda- hátíðum. Svart haust (Sort Host). Dramatísk fjölskyldusaga frá síð- ustu aldamótum eftir Anders Refn. Hún ijallar um frekan og kvensam- an föður sem heldur íjölskyldu sinni í tilfinningalegri gíslingu. Horft er frá sjónarhóli hinnar 17 ára gömlu Klöru sem hefur ein þor til að mót- mæla yfirgangi föðurins. I henni krauma ástríður sem hún finnur ekki farveg. Dagskrá kvikmyndavikunnar Laugardagur 8. okt. Kl. 16.50 Sinfónía æsku minnar. Kl. 21 Rússneska söngkonan. Sunnudagur 9. október. Kl. 16.50 Rússneska söngkon- an. Kl. 21 Svart haust. Leik- stjórinn Anders Refn verður viðstaddur. Mánudagur 10. okt. Kl. 18.50 Svart haust. Kl. 21 Rússneska söngkonan. Þriðjudagur 11. okt. Kl. 17 Sinfónía æsku minnar. Kl. 21 Svart haust. Miðvikudagur 12. okt. Kl. 17 Rússneska söngkonan. Kl. 21 Sárar ástir. Kl. 23.15 Evr- ópa. Fimmtudagur 13. okt. Kl. 16.50 Sárar ástir. Kl. 19 Evr- ópa. Kl. 17, 19, 21 og 23.15 Næturvörðurinn. Föstudagur 14. olct. Kl. 16.50 Evrópa. Kl. 18.50 Sárar ástir. KI. 17, 19, 21, 23.15 Næturvörðurinn. „Eins gott að láta vera að hug- leiða alla vitleysuna, sem mað- ur hefur gert um dagana“ Rætt við dönsku leikkonuna Bodil Udsen, sem les úr verkum H.C. And- ersens og Karenar Blixen á dönskum dögum í Norræna húsinu og víðar EF EINHVER heldur að gamlar leikkonur eigi erfitt með að taka aldrinum og ellimerkjun- um ættu þeir bara að hitta Bodil Udsen. Hún verður sjötug á næsta ári og er ekkert að fela það. Grá- sprengt hárið er sett upp í snotran og lausan hnút í hnakkanum, hún er óförðuð í litsterkri suður-amerískri skyrtu og getur ekki falið að hún er falleg, eldri kona, með lifandi og tján- ingarrikt andlit og neista í augum. Þó hún sé ein af virðulegu dömunum í dönskum leikhúsheimi, þá er hún ekki af þeirri kventegund, sem kemur fram með dyntum og kenjum, jafnvel þó hún hafi leikið stórsniðnar kven- persónur í Hver er hræddur við Virgi- níu Woolf? og Medeu, svo munað er eftir. Hún er hrein og bein, en er ekki leikkona fyrir ekki neitt, því þeir sem efast um að danska geti verið fallegt mái, ættu bara að heyra þá dönsku, sem kemur úr munni hennar. Og nú gefst íslendingum færi á að heyra hana lesa upp þá tvo danska rithöfunda, sem hún er einna frægust fyrir að túlka, nefnilega H.C. Andersen og Karen Blixen. Þegar aðdráttarafl þessara þriggja er lagt saman, verður það nánast ómótstæði- fegt. Hún býr í gömlu raðhúsi lengst úti á Friðriksbergi. „í hornhúsinu með stóra birkitrénu í garðinum, en engu nafni á hliðinu," segir hún til að vísa gestinum til vegar. Og víst er birkitréð hátt og gnæfir yfir allt nágrennið, svo húsin virðast varla ná upp úr moldinni miðað við það. Hún er fædd í húsinu og hefur búið þar undanfarin 22 ár, ásamt eigin- manni sínum Jens Therkildsen, sem fylgir henni í íslandsferðinni. Áður bjó hún inni í miðbæ, meðan hún lifði „stormasömu lífl“, segir hún hlæjandi. Leikkona ætlaði hún sér að verða, leikkona eins langt aftur og hún man. „Hugurinn stóð svo snemma í þessa átt, að ég man ekki hvenær ég ákvað að verða leikkona. Systir mín segir að ég hafi alltaf viljað láta bera á mér ... Meðan ég gekk í menntaskóla fór ég í upptöku- próf i nemendaskóla Konunglega leikhússins, svo ég vissi víst þá hvað ég vildi. Ég man bara aldrei eftir að hafa tekið þessa ákvörðun, en nú verð ég líka brátt sjötug, svo það er ekki skrýtið þó eitthvað sé gleymt. Kannski hafði það eitthvað að segja að ég varð alltaf ástfangin í einhveijum, sem stóðu á sviði. Nei, aldrei í einhveijum sem ég þekkti, heldur alltaf í einhveijum, sem var fjarlægur. Einu sinni var það leik- ari, sem var sonur prests á Græn- landi og þetta var alveg ómótstæði- leg blanda fyrir mig. Bæði leikari og þar að auki kominn langt að. Eg þurfti einhveija svona spennu. Svo sagði ég skólasystrum mínum að ég hefði verið á Grænlandi og farið á sleða yfir ísinn og þessu stóð ég á fastar en fótunum. Ég var heilluð af ferðalögum og gat spunnið upp heilu ferðasögurnar. Ég þurfti alltaf að vera að segja sögur og þær gátu kviknað af öllu mögulegu. Ég man eftir að hafa séð glæsikonu í opnum sportbíl með rauðbrúnan írskan hund og ég heyrði sagt að hún hefði verið í Afríku. Það var nóg til að koma mér af stað í sagnaspuna, þó ég vissi að öðru leyti ekkert um hana. Það fólst einhver leikur í að koma fram og segja sögur. Ég var heilluð af því að geta fengið fólk til að hlusta á mig og innst inni get ég enn ekki skilið hvernig hægt er að fara í fín- an kjól, setja á sig hatt, koma svo siglandi inn og fá áhorfendur til að trúa að ég sé aðalsfrú í leikriti eftir Oscar Wilde. Það er eitthvað stór- skemmtilegt og skrýtið við þetta. En ég kom svo sem ekki beinustu leiðina inn á leiksviðið, því ég var rekin úr leikskólanum eftir árið, svo þá sneri ég mér að revíum. Pabba fannst nú svoleiðis nokkuð alltof létt- úðarfullt og óhugsandi að ég tæki þátt í slíku og sjáli' hafði ég heldur aldrei séð revíur eða kabaretta. En ég skemmti mér stórvel, jafnvel þó ýmsum þætti þetta fyrir neðan virð- ingu mína. Og maður fær sannarlega sína lexíu við þessar aðstæður og lærir að ná til áhorfenda. Það dugir ekki að vera hræddur við þá. Á gaml- árskvöldi í kabarett komst ég kannski ekki til að syngja neitt, heldur fór bara inn og út af sviðinu án þess að nokkur tæki eftir, því það dugði auðvitað ekki að trufla fólkið, sem var að borða, drekka og skemmta sér. Svo gerði ég mikið af því framan af að koma fram á árshátíðum og öðrum skemmtunum og þar var ég heldur ekkert að fara fram á að skemmta, ef fólk nennti ekki að hlusta. Ég hef aldrei verið flautuð niður, en séð það koma fyrir aðra. Það er sannarlega ekki skemmtilegt og ég tók þann pól í hæðina að koma mér út, ef mér sýndist einhver óánægja liggja í loft- inu, hirða greiðsluna og fara. Gest- irnir voru stundum svo fullir að þeir horfðu út um nasirnar." Og núna kemurðu fram fyrir fólk, sem þú veist að kemur sérstaklega til að sjá þig, ekki satt? „Það má kannski segja það, en í þá daga lágu peningamir í revíunum og næturskemmtunum. Ég lék í leik- húsunum á kvöldin og það fór allt í skattinn, en tók svo þátt í hinu eftir leiksýningamar og lifði á því. Nú hef ég ekki lengur úthald í slíkt. Ekki af því að ég geri eitthvað sérlega miklar kröfur til sjálfrar mín, eins og stundum er sagt um gamalt fólk, heldur einfaldlega af því kraftarnir þverra. Ég elska að standa á sviði og alla leikhúsvinnuna, en það versta er að þurfa að fara að heiman á hveiju kvöldi. Mig langar ekkert út. Og hérna áður fyrr gat ég komið þjótandi niður í leikhús fímm mínút- ur í og verið komin á sviðið sem Medea fimm mínútur yfír, en það er liðin tíð. Nú verð ég að hafa klukkutíma til að undirbúa mig, af því það gengur allt hægar. Það er líka eini kosturinn við að eldast að öldurnar verða lengri, allt gengur notalega hægt, en annars er ekkert spaug að eldast. Mér líður vel innan um ungt fólk, líka það allra galn- asta, þó það sé oft óttalega kjána- legt án þess að óra fyrir því. Ég kenni ekki, þó ég geti einstaka sinnum sagt einhveijum til. Og ég hef ekki hugmyndaflug til að leik- stýra og heldur ekki löngun til þess. Ég er ekki skapandi á þann hátt. Ég hef orð á mér fyrir að vera óög- uð, er engin handverksmanneskja að því leyti, en svo fellur allt í rétt- ar skorður á síðustu stundu. Fyrir þetta hef ég fengið ýmsar glósur frá leikstjórunum. Einn sagði að ég væri ódugleg og að ég væri eins og drukknandi manneskja sem fleygði björgunarhringnum í hausinn á bjargvætti sínum. Ég get lært hlut- ina ef ég þarf þess nauðsynlega. Þó ég sé til dæmis léleg í að dansa, þá get ég kannski lært tangó ef ég þarf þess með, en svo gleymist hann og ég þarf að byija upp á nýtt, ef hann verður fyrir mér síðar meir. Það er heldur ekkert fyrir mig að vera fín og puntuð og mér hefur alltaf þótt þetta með búningana ótta- legt vesen. Það á heldur ekkert við mig að þurfa að klæða mig upp, því ég hef aldrei gengist neitt upp í fín- um fötum og þó ég geti alveg verið sæmilega fín, þá vantar samt alltaf eitthvað á að það takist til fullnustu. En af hveiju ættum við ekki frekar að skemmta okkur hér á jörðinni? Það væri skelfilegt að hverfa héðan án þess að hafa nokkurn tímann haft það reglulega skemmtilegt. Það er allt í lagi að trúa á paradís eftir þetta líf, en það á ekki að eyði- leggja fyrir okkur hér og nú.“ Þú hefur ekki aðeins leikið, heldur einnig lagt fyrir þig upplestur? „Já og það besta er að þannig kemst ég til að lesa heilmikið. Upp- lestrinum fylgir mikil vinna, því eitt er að lesa fyrir sjálfan sig og annað að þurfa að miðla efninu til ann- arra. Ég hef yndi af þessu og ein- hvern veginn hefur það æxlast svo að það er oft leitað til mín. Svo hef ég líka mikið dálæti á að vinna fyr- ir útvarp, sem mér finnst dásamleg- ur miðill. Það eina sem fer orðið í taugarnir á mér með það að nú er ekki lengur hægt að hafa eina ein- ustu dagskrá án þess að hún sé slit- in í sundur í sífellu með tónlist, eða þá nýjum röddum. Það er eins og reiknað sé með því að fólk þoli ekki að heyra neina samfellu. En svona er þetta nú víða.“ Hvað laðar þig sérstaklega að verkum H.C. Andersens og Karenar Blixen? „Þau eru bæði frábærir sögumenn og þó þau séu að mörgu leyti ólík, þá eiga þau það sameiginlegt að skrifa himneskt mál og hafa stór- fenglegan stíl á valdi sínu. Mér fínnst bara dapurlegt að hugsa til þess að nú er farið að gefa út ævintýri H.C. Andersens á einfölduðu máli í stað þess að leggja meiri rækt við lestur verka hans í skólunum. Ég hef það fyrir venju að læra aldrei utan að verk, sem ég les upp. Þetta er upplestur, með áherslu á lestur og þannig á það að vera. Og þá er ekki ónýtt að hafa þau H.C. Andersen og Blixen í takinu, því verk þeirra luma alltaf á einhveiju nýju, þó lesandinn komi mörgum sinnum að þeim. Frásögn Blixens er eins og í mörgum lögum og þó einu lagi sé flett af, leynist annað undir. Og sama er með H.C. Anders- en. Maður heldur að maður skilji hann til fullnustu bara af því maður las hann sem krakki. En svona er þetta með góðar sögur að þær gefa eitthvað af sér í hvert einasta skipti.“ Þú nefndir ellina áðan. Hvernig er að eldast? „Það er svosem ekkert vandamál fyrir mig, því ég var aldrei verið ung og þokkafull um leið. Frekar svolítil skvetta. Auðvitað er maður lengur að komast upp á morgnana og þreyt- ist fyrr en áður, en ef manni finnst þetta ekki skelfilegt, þá er það held- ur ekki svo. Svo er eins gott að láta vera að hugleiða alla vitleysuna sem maður hefur gert um dagana. Ég hef gert svo marga vitleysuna að þar væri af nógu að taka ..." Texti og mynd: Sigrún Davíðsdóttir. r +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.