Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 C 7 Enginn venju- legur inaður KVIKMYNPIR Bí ó h ö 11 i n / Iláskólabíö FORREST GUMP ★ ★ ★ >/2 Leikstjóri: Robert Zemeckis. Hand- rit: Eric Roth uppúr samnefndri bók Winstons Grooms. Kvikmyndataka: Don Burgess. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise, Mykelti Will- iamson, Sally Field. Paramount. 1994. FORREST Gump er aðalpersónan í samnefndri fantasíu Roberts Zemeckis sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og var frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói í gær. Myndinni hefur verið lýst sem nk. samblandi af „Being There“ og „Zelig“ og það er ekki fjarri lagi. Eins og persóna Peters Sellers í fyrrnefndu myndinni er Gump eins og óskrifað blað þegar hann heldur út í heiminn og eins og Zelig hefur hann lag á að komast í návígi við sögufrægar persónur. Gump er einfeldningur og oftast hlutlaus áhorfandi en atvikin haga því svo í mörgum tilvikum að hann verður þátttakandi í þeirri 30 ára sögu sem myndin rekur. Hann dettur í gegn- um söguna í einskonar fijálsu falli með því að upplifa hana eins og barn sem fer út í hejminn og tekur öllu sem það sér sem sjálf- sögðum og eðlilegum hlut laus við byrðar eins og fordóma og kald- hæðni, hvað þá innsæi og siðferðis- vitund (hann sýnir Lyndon B. John- son Bandaríkjaforseta skotsár á rassinum i beinni útsendingu). Og þótt tímarnir breytist í sífellu fær fátt haggað hans jarðbundnu og einföldu lífssýn. „Lífið er eins og konfektkassi," hefur hann eftir mömmu sinni. „Maður veit aldrei hvaða mola maður fær.“ í gegnum tilfinningar hans og barnslega sýn beinir leikstjórinn Zemeckis ásamt handritshöfundin- um Eric Roth sögu Gumps og Bandaríkjanna að hjartanu fremur tjá mig munnlega, kannski af því ég er Vestur-Jóti og við erum þekktir fyrir að tala ekki af okkur. Setningar mínar eru fremur stuttar og meitlað- ar. Skriftirnar gera mér kleift að móta hugsanir, sem ég hefði aldrei getað komið frá mér munnlega." Þú ert annálaður sagnamaður, en upphafið að rithöfundaferlinum lá þó ekki í sagnahefðinni. Af hvetju fórstu í þessa átt? „Fyrstu bækurnar voru andsögur, þar sem bæði persónur og söguþráð- ur var skorið niður eins og hægt var, í anda nútímahefðar og það er < ekki fyrr en síðustu árin sem ég hef farið að leggja rækt við frásögnina. Núna má segja að efni mitt sé sjálf frásögnin, hvaða þýðingu hún hefur og hvernig hægt er að nota hana. Um leið verður sagan nokkurs konar hásaga, metasaga. Þegar ég byrjaði að skrifa fannst mér ég utangátta, fannst ég helst þurfa að horfa til annarra landa og heillaðist af Beckett og Kafka. Ég byrjaði því í útlandinu, án þess að líta í kringum mig heima fyrir og það var ekki fyrr en seint að ég áttaði mig á hve mikið er að byggja á hér heima. Nú er það mikiu frekar dönsk sagnahefð sem hrífur mig. Danir hafa átt frábæra sagnamenn eins og H.C. Andersen, Karen Blixen og Steen Steensen Blicher. Þessi höfnun hins danska í upp- hafi á vísast rætur að rekja til þess að Danir eru lítil þjóð, sem er vön en höfðinu í þessari mjög svo húmanísku mynd. Það er heilmikið af góðum og fallegum tilfínningum í henni því hún gerir Gump að per- sónugervingi einfaldari og sak- lausari fortíðar á þeysireið um hinn róstursama sjöunda og áttunda ára- tug og einhvern veginn sér óskars- verðlaunaleikarinn Tom Hanks, sem leikur Forrest Gump, til þess að til- finningasemin verði ekki að væmni eða smekkleysu. Hann vinnur annan leiksigur sinn í röð í mynd sem er bæði ljúfsár og skemmtileg og fynd- in, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönn- um kvikmyndalegum töfrum. Það er auðvelt að skilja af hverju „Forrest Gump“ hefur orðið svona vinsæl vestra því hún er eitt langt nostalgíuferðalag í gegnum popp- menningu Bandaríkjanna eftir seinna stríð og höfðar auðvitað þannig séð meira til Bandaríkja- manna en nokkurra annarra. Zemeckis notar mikið tónlist hvers tímabils fyrir sig og hún á ekki lít- inn þátt í að skapa andrúm liðins tíma og tilfinningu fyrir því hvernig sagan líður hjá (sumt eru lög úr þekktum kvikmyndum tímabilsins). Gump er fararstjórinn og stendur í stórræðum því síðustu áratugirnir í landi hans hafa bæði verið atkvæða- miklir og spennandi og hann missir ekki af neinu sem máli skiptir. Hann kennir Kónginum mjaðma- hnykkinn, gerist amerísk fótbolta- stjarna, tekur í höndina á þremur forsetum þjóðarinnar (kemur einum þeirra óafvitandi frá völdum í frá- bæru atriði), stundar stríðsbröltið í Víetnam (allir bandarískir leikstjór- ar virðast viija kvikmynda Víetnam- að líta niður á hið innlenda. Það hefur verið það sama um tónlist. Það hvarflaði ekki að mér að hlusta á Carl Nielsen, því hann var bara danskur og ekkert annað. Þessi af- staða er nokkurs konar andsveita- mennska, sem kemur gjarnan upp við aðstæður eins og hér. í Banda- ríkjunum er afstaðan fremur að allt sé bandarískt og ekkert sé til utan þeirra. Vissulega er ég áfram upp- tekinn af erlendum rithöfundum, en ég hef líka snúið mér að því inn- lenda til að hafa það á hreinu." Hvar leitarðu fanga eftir efni, þegar þú spinnur sögur þínar? „Ég nota eigin reynslu. Fyrstu sögurnar mínar voru óhlutbundnar og ekki staðsettar neins staðar. Það var ekki fyrr en seint að ég kom auga á Árósa, en þeir hafa svo orð- ið staðurinn, sem sögur mína eru spunnar út frá. Mér finnst eins og það hafi gefið þeim meiri kraft og hugmyndaauðgi að tengja þær bæn- um og þá fóru þær á meira flug. Það er misjafnt hvernig sögurnar verða til, en oft vex ný bók út frá þeirri síðustu. Ég sé þá eitthvað sem ég get ekki notað í bókinni, sem ég er að vinna að, en held svo áfram með það síðar. Þó hægt sé að lesa bækur mínar hveija fyrir sig, þá hanga þær saman. Ferðaiög eru svo önnur kveikja að sögum mínum. Það sem ég sé á nýjum stöðum leiðir til að ég ^é hvað er sérstakt heima fyrir. Sjónarhorn mitt er oft hvernig stríðið og Zemeckis ferst það vel úr hendi með hefðbundnum þyrlu- skotum og napalmsprengjuregni), sér í sjónvarpinu að maðurinn hefur lent á tunglinu, kynnist hippaskeið- inu og víetnammótmælunum og verður hetja borðtennisíþróttarinnar í Kína þegar Nixon opnar þangað leið — svo eitthvað sé nefnt. Þó skiptir þetta hann ekki svo miklu máli því allan tímann er hann að hugsa um stelpuna sem hann elskar en virðist aldrei ætla að gjalda í sömu mynt. Zemeckis hefur áður sýnt að hann er sérlega uppfinningasamur þegar kemur að kvikmyndatækni (Aftur til framtíðar 1-3, Hver skellti skuld- inni á Kalla kanínu?, Eilífðardrykk- urinn) og hér notar hann tölvugraf- ík til að klippa Hanks saman við m.a. þijá látna Bandaríkjaforseta, Kennedy, Johnson og Nixon, og hann gerir það þannig með sam- blandi af töluvugrafík og gömlum fréttamyndum að þeir „leika“ fyrir hann eftir hans eigin handriti. Einn- ig setur hann Hanks í samtalsþátt Dicks Cavetts þar sem John Lennon er hinn gesturinn. Þetta er ótrúlegt að sjá og vekur upp fjöldann allan af spurningum um hvert tölvu- grafíkin er að fara með kvikmynd- ina. í annan stað notar Zemeckis tölvutæknina til að gera Gary Sin- ise, sem leikur vin Gumps úr Víet- namstríðinu, fótalausan. Möguleik- arnir virðast takmarkalausir. En það eru ekki brellurnar sem ráða ferðinni heldur góð sagan í höndunum á góðum sögumanni. Hanks er nýbakaður óskarsverð- launaleikari og við honum blasir útnefning til annarrar styttu. I höndum hans verður Gump ekki aðeins fararstjóri í gegnum sögu Bandaríkjanna síðustu áratuga heldur persóna af holdi og blóði, sakleysislegur einfeldningur sem lætur áhorfandann upplifa söguna í gegnum sína einföldu barnstrú án þess að láta hana hafa merkjanleg áhrif á sig. Kannski er boðskapurinn einmitt sá að Bandaríkin hafi eftir allt haldið sakleysi sínu og gömlum gildum í gegnum átakatímana. Sag- an verður eins og einn stór leikvöll- ur með augum hans. Hanks hefur áður leikið barn í líkama fullorðins manns (,,Big“) en hér hefur hann úr mun meiru að moða með sinn sérstaka tatanda og suðurríkjahreim og óspilltu sál einfeldningsins. Minna mæðir á öðrum leikurum. Vert er að minnast á Robin Wright í hlutverki eilífðarástarinnar í lífi Gumps, Gary Sinise sem leikur víet- namvininn frábærlega vel og Sally Field í hlutverki móður Gumps. Arnaldur Indriðason hlutirnar taka sig út séðir utan frá. í einni af bókunum mínum, „Tugt og utugt i mellemtiden" nota ég tím- ann til að fá annað sjónarhorn, með því að koma að samtímanum úr framtíðinni. Undir því sjónarhorni lítur samfélagið allí <"ðru vísi út en frá okkar sjónarhorm. Ferðalög skipta mig miklu máli og það að komast burtu. Ég hef búið um skeið á Indlandi og þar ættleiddum ég og konan mín dóttur, auk þess sem við eigum marga vini þar, svo við erum tengd landinu. Svo förum við gjarnan til Frakklands, en annars er gaman að koma á nýja staði. í sambandi við ferðalög finnst mér gaman að spreyta mig á að læra tungumál, svo ég hef lært hrafl í hindí og arabísku og aðeins litið á íslensku, þó málanám liggi ekkert sérlega vei fyrir mér. Það er gaman að læra smávegis í íslensku, því fyr- ir Dana dugir það til að geta sér örlítið til í málinu." Þú segist gjarnan spinna eina bók út frá annarri og ég hef einmitt heyrt ýmsa af lesendum þínum segja að þeir bíði spenntir eftir hverri nýrri bók þinni til að geta haldið áfram ferðinni. „Já, ég kannast við að hafa heyrt þetta. í nýju bókinni, „Syv aldres gaiskab", reyni ég að hnýta lausa þræði úr fyrri bókum og setja þær þar með í nýtt samhengi, svo hún kastar líka ljósi á fyrri bækur. Þessi samtenging er hluti af lífsskilningi Karen Blixen Fyrirlestur um Karen Blixen AUÐUR Leifsdóttir cand. mag. heldur fyrirlestur um dönsku skáldkonuna Karen Blixen í fyrir- lestraröðinni Orkanens oje í Nor- ræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Fyrirlesturinn er einnig liður í dagskránni Danskir haustdagar, sem eru að hefjast í Reykjavík um þessar mundir. Auður Leifsdóttir er cand. mag. í dönsku og hefur kennt danskar bókmenntir við Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands undanfarin ár. Auk þess hefur Auður ijallað um danskar bókmenntir í greina- skrifum fyrir ýmis blöð, tekið viðtöl við höfunda og gert útvarpsþætti. Hún lauk prófi frá HÍ 1987 og fjall- aði lokaritgerð hennar einmitt um Karen Blixen. Karen Blixen er ein af fáum dönskum rithöfundum sem hlotið hafa heimsfrægð og athygli. Að minnsta kosti hafa fáir fengið aðal- hlutverk í -amerískum stórstjörnu- kvikmyndaiðnaði, eins og barónessa Blixen fékk í tilefni 100 ára fæðing- arárs síns, þegar Meryl Streep lék hana í „Out of Africa" árið 1985. í fyrirlestri sínum mun Auður fjalla m.a. um lífssýn skáldkonunnar og heimspeki þá sem svo sterklega opinberast í verkum 'hennar. Fram hjá því verður heldur ekki litið, að líf Karenar Blixen var afar við- burðaríkt. Hún bjó í tveim heimsálf- um og lifði umbreytingar, sem fáir gátu skynjað, skilið og túlkað á þann djúpstæða hátt sem hún gerði með skrifum sínum. mínum þannig að við erum hluti af okkar eigin sögu, en einnig af sögu annarra. Sögur mínar eru nokkurs konar sagnanet, stór bókmennta- grein, klasi af bókum. Auðvitað er mikilvægt að hver bók myndi heild og þurfi ekki að vera studd fyrri sögum, en þetta samhengi er mér samt mikilvægt. Það kemur ekki aðeins fram í efniviðnum, heldur í persónum, sem eru af sömu ættum og eiga eitthvað sameiginlegt, en bregðast mismunandi við sömu að- stæðum." Nú er ný stór skáldsaga að koma út, en hvað ertu að fást við um þess- ar mundir? „Ég er að leggja síðustu hönd á nýtt útvarpsleikrit. Ég hef skrifað nokkur og kann því mjög vel. Form- ið hæfir vel því efni sem ég vinn með. Svo er ég nýkominn frá Pól- landi og mun skrifa blaðagreinar þaðan. Áður en ég fer til Islands liggur leiðin til Englands, þar sem fyrsta bókin mín í enskri þýðingu er að koma út. Seinna í haust fer ég til Lettlands í sömu erindum og svo aftur til Englands til að halda fyrirlestra í nokkrum háskólum. í nóvember verður frumsýnt leikrit eftir mig í Vín, svo sem stendur er ég á farldsfæti. Það hentar mér vel, því það var dágóð törn í kringum skáldsöguna og gott að komast svo- lítið í burtu eftir hana.“ Texti og mynd: Sigrún Davíðsdóttir. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Islands í deiglunni 1930-1944. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Kristins E. Hrafnss. til áramóta. Safn Ásgríms Jónssonar Þingvallamyndir fram í nóvember. Listasafn Siguijóns Ólafssonar úlandsm. og súlur Siguijóns til áramóta. Kringlan Ljósmyndasýn. World Press Photo til 15. okt. Gallerí einn einn Gunnar M. Andrésson sýnir til 13. okt Listasafn ASÍ yalgerður Hafstað sýnir til 16. okt. Ásmundarsalur Ámi Rúnar Sverrisson sýnir til 16. okt. Gallerí Greip Salon 1994 til 19. okt. Listasafn Kóp. - Gerðarsafn Kristín Þorkelsd. sýnir til 16. okt. Gallerí Fold Ásgeir Smári sýnir til 16. okt. Portið „Altari/altaristafla" 25. myndl.menn sýna til 15. okt. Sýningarsalur Hafnarhússins List gegn vímu: Verk eftir 140 lista- menn til 9. okt. Norræna húsið Hafsteinn Austmann sýnir til 9. okt. Stöðlakot Ólöf Einarsdóttir sýnir til 23. okt. Gallerí Sævars Karls Lind Völundardóttir sýnir til 27. okt. Mokka Verk Jennyar Holzer til 17. okt. Sýningarsalurinn Önnur hæð Verk eftir Alan Uglow út okt. Hafnarborg Margrét Þ. Jóelsd. sýnir og sýn. Gler og Grafík í kaffistofu til 10. okt Gerðuberg Yfirlitssýn. Islenska einsöngslagið til 1. des. Ólöf Nordal sýnirtil 6. nóv. Nýlistasafnið Ólafur Lárusson sýnir til 9. okt. SPRON-Álfabakka Rut Rebekka sýnir til 25. nóv. Sparisjóðurinn í Gbæ Alda Ármanna sýnir til 30. nóv. Upplýsingamiðst. Ferðam. Akranesi Pjetur Stefánsson sýnir til 3. nóv. Slunkaríki tsafirði Brynhildur Þorgeirsd. sýnir til 24. okt. Norðurárdalur - Borgarfirði Sunnudagur 9. október Söngtónleikar í Hafnarborg; Maren Finnsdóttir sópran og Lára S. Rafnsdóttir kl. 20.30. Tónleikar Kvennakórs Reykjavíkur í Selja- kirkju kl. 20.30. Söngskemmtun í Listasafni Kóp. um kl. 5; Guðrún Jónsd. og Jónas Ingimundars. Þriðjudagur 10. október Hátíðarsýning í ísl. óperunni kl. 20. Fimmtudagur 13. október Hátíðartónleikar Tónvakans í Há- skólabíói kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsið Óskin (Galdra-Loftur) kl. 20; lau. 8. okt., sun., mið., fim., fös., lau. Leynimelur 13 kl. 20; lau. 8. okt., fim., fös., lau. Þjóðleikhúsið Dóttir Lúsífers kl. 20.30; lau. 8. okt., fös., lau. Vald örlaganna ki. 20; lau. 8. okt., mán., mið. Gauragangur kl. 20; lau. 15. okt. Gaukshreiðrið kl. 20; sun. 9. okt., fös. Sannar sögur af sálarlífi systra kl. 20; iau. 8. okt., fim., fös. Maisbaunastrákurinn; leikarar lesa barnasögur; sun. 9. okt. kl. 14, 15, 16 og 17. Leikfélag Akureyrar Karamellukvörnin kl. 14; lau. 8. okt.Jau. BarPar í Þorpinu kl. 20.30; lau. 8. okt., fös., lau. Frú Emilia Macbeth kl. 20; lau. 8. okt., lau. Islenska óperan Hárið lau. 8. okt. kl. 23.30, sun. kl. 20. Kaffileikhúsið Sápa kl, 21; lau. 8. okt„ fim. KVIKMYNDIR MIR Köllun (Prízvanie) sun. 9. okt. kl. 16. Norræna húsið Kvikm. „Hojda fra Pjort“ sun. kl. ■ R-i/TH'bbHhM Leikhúskjallarinn Central Park North. Efni frá árun- um 1945-55, tengt Langston Hug- hes. Fram koma; Helgi Skúlason, Jóhanna Jónas, Jazztríó Ólafs Steph., mán. 10. okt. ATRIÐI úr „Forrest Gump“ með Tom Hanks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.