Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1994, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Anna Jóhannsdóttir sýnir olíumálverk á Sóloni fslandus Klassísk leikverk í nýjum búningi FÉLAG íslenskra fræða boðar til málfundar um klassísk leikverk í nýjum búningi í Skólabæ við Suður- götu mánudagskvöldið 10. október kl. 20.30. Fundurinn tengist tveimur upp- færslum sem nú eru á fjölunum: Óskinni: Galdra-Lofti hjá Borgar- leikhúsinu og Macbeth, sem leikhús frú Emilíu sýnir í Héðinshúsinu við Seljaveg. Forsvarsmenn þessara sýninga, Páll Baldvin Baldvinsson og Hafliði Amgrímsson, munu flytja stutt framsöguerindi ásamt Jóni Viðari Jónssyni, og leggja út af spuming- unni: Hvað getum við gengið langt í umritun/leikgerðum klassískra verka? Eftir framsöguerindin gefst mönn- um kostur á léttum veitingum áður en almennar umræður hefjast. Fund- urinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Afríku- dansar ogiða LAND og fólk á hreyfingu, hlutar hvort annars, hlutar af iðu. Anna Jóhannsdóttir lýsir svona stórum olíumynd- um sem hún hefur sett upp á efri hæð Sólons Islandusar við Bankastræti. Þar opnar hún sýningu í dag og fer utan til framhaldsnáms á morgun. En málverkin verða á Sóloni til 23. október. Anna er 25 ára Reykvík- ingur, útskrifuð úr málara- deild Myndlista- og handíða- skólans 1992. Hún var eitt misserí við myndlistaraám í Stokkhólmi og er nú á förum til frekara náms í París. Þetta er fyrsta einkasýning Onnu, en hún tók þátt í samsýningu í Hlaðvarpanum sumarið 1993. „Ég legg mikið upp úr hreyfingu í myndunum og hreyfi mig sjálf þegar ég mála. Þessi tjáning án orða er svo heillandi, orkan og flæði hennar í náttúrunni, náttúran umhverfis okkur og í okkur. I málverkinu sem ég sit við á myndinni eru áhrif frá bæði frá Landmannalaug- um og alla leið frá Afríku. Kannski af því að krafturinn þar er svo mikill og hljómfall- ið sterkt. Ég dansa mikið. Sérstaklega afríska dansa.“ DANSKIRHAUSTDAGAR Viðarmögii MYNPLIST Ráðhús Rcykjavíkur REKAVIÐUR OG STOÐIR MAGNÚSTH. MAGNÚSSON Opið á opnunartíma Ráðhússins Til 10 október. Aðgangur ókeypis. EITT af því fallegasta sem ber fyrir augu á boðaslóðum og við sjávarmál er rekaviður og þarf lít- ið til að kominn sé fullgildur skúlptúr, því slík er formræn fjöl- breytnin. Sömuleiðis veðrast strönduð skip á þann hátt að viður- inn úr þeim tekur á sig dulúðug og ófresk form, einneigin eru gamlar stoðir hafnarbakka oft og tíðum gæddar óskilgreindri veðr- un, sem eins og samlagast löngu horfnum tíma og geta vakið upp margvíslegar kenndir og þrár á lognstöfuðum sumarkvöldum. Listamenn hafa tekið eftir þess- um eiginleika viðarins og hér á landi hefur Siguijón Olafsson komist lengst á því sviði að um- forma rekavið í fullgilda skúlp- túra. Aðrir listamenn, eins og t.d. Sæmundur Valdimarsson, hafa formað fígúrur úr rekavið og svo málaði Sólveig Eggerz lengi marg- ræð andlit á rekaviðarbúta í sam- ræmi við form þeirra. Af þessum þremur er það ótví- rætt Siguijón Ólafsson, sem Magnús Th. Magnússon hefur gengið í smiðju til við gerð skúlp- túra sinna úr hinum aðskiljanleg- ustu viðarbolum sem veðrast hafa. Hann er gæddur mikilli athafna- gleði og sést ekki fyrir í ákafa sínum og sköpunargleði, en hins vegar vill rökrétt yfírvegunin oftar en ekki mæta afgangi. Það er mikill fjöldi viðarskúlp- túra í grámóskulegri þró Ráðhúss- ins og hefði hér nokkur grisjun og hnitmiðaðri uppsetning skilað mun sterkari sýningu. Kostimir við þessi verk er að höfundurinn hefur bersýnilega dijúga tilfinn- ingu fyrir formunum viðarins, en hann hefði að ósekju mátt ganga hreinna til verks og láta viðinn njóta sín í allri sinni römmu virkt. Að mínu mati tapast hinn form- ræni kraftur við notkun viðarlitar á þann veg sem hér er gert í mörgum tilvikum, enda njóta tijá- bolirnir sín sýnu best þegar form þeirra fær að njóta sín og einung- is er tálgað í þá til að ná fram meiri formrænum áherslum. Vil ég máli mínu til stuðnings einkum benda á verk eins og „Víðförli" (22) og „Far Horusar“ (25), en í báðum þessum verkum býr mikill formrænn kraftur. Annað sem ég felldi mig ekki við voru undirstöð- umar, sem oftar en ekki eru í hrópandi ósamræmi við viðar- bolina og einkum kemur það fram í verkunum „Kallinn“ (4), „Fjöru- lalli“ (5) og „Risi“ (18) ásamt fyrr- nefndu verki nr. 25. Ástæða er að hrósa Magnúsi fyrir starfsork- una, en hann mætti þjálfa með sér meiri formkennd og flýta sér ögn hægar. Bragi Asgeirsson HVERFIÐ er eins og öll út- hverfi í Danmörku frá sjötta og sjöunda áratugnum. Múrsteinsraðhúsin standa prúðlega í röðum í fallegum görðum, sem enn eru gróskulegir í lok september. Nóg pláss handa öllum, en þó ekki of mikið handa neinum. Hverfið er í Árósum, en það er ekki þar með sagt að íbúarnir séu allir eins. I einu þeirra býr íbúi sem þrífst á því að segja óskaplega óvenjulegar sögur úr þessu óskaplega venjulega um- hverfí. Sagnamaðurinn Svend Áge Madsen spinnur sögur sínar úr mörgum þráðum, sem ganga sumir hverjir í gegnum margar bækur hans. Þannig er hægt að lesa hveija sögu fyrir sig, en það er kannski enn meira spennandi að lesa margar og uppgötva hinar og þessar persónur hingað og þangað um bækur hans. Sumir lesenda hans bíða bóka hans með áfergju, einmitt vegna þess að þeir vilja komast í aðra ferð um sagnaheim rithöfundarins og þeir geta glatt sig við tilhugsunina um langa skáldsógu, sem er væntanleg á næstunni. Hann byijaði þó ekki með hefðbundnum sögum, heldur á Svend Áge Mads- en, rithöfundur, heldur fyrirlestur í Odda á þriöju- daginn kl. 17. Til- efnið eru dönsku dagarnir. framúrstefnulegum bókum undir innblæstri frá Franz Kafka, Samuel Beckett og í anda nýju frönsku skáldsögunnar. Svend Áge Madsen tekur hlýlega á móti gestinum, sem kominn er til að heyra ögn um hvernig hann hugs- ar og skrifar. Og hann er líka alveg tilbúinn til að útskýra hvers vegna lítill tréstóll með setu og baki úr stráfléttingi hangir í digru reipi í miðri stofunni, sem annars er stijál- búin húsgögnum. Heimiliskötturinn er nýbúinn að eignast kettlinga og stóllinn er rólan þeirra. En ef gestir sitja nógu lengi þá vilja kettlingarn- ir þó frekar klifra á aðkomufólki en stólnum, en það er önnur saga. ís- landsferðin og skriftimar eru efst á blaði. Hann er að fara í fjórðu ís- landsferð sína, svo eitthvað dregur hann. ,,Eru ekki allir svolítið heillað- ir af Islandi?“ svarar hann á móti spurningu um íslandsáhuga. „Fyrir mér felst það í stærð landsins, mann- fæð, náttúrunni og fornbókmennt- unum. Það er eitthvað alveg sérstakt við landið. Nú er ég að fara til Eng- lands og enginn hefur neitt um það að segja, en þegar ég segist vera að fara til Islands gefur fólk frá sér löngunarfullt andvarp. Ég kom þangað í fyrsta skiptið fyrir tæpum tuttugu árum og bjó þá í Norræna húsinu og fékk góða leiðsögn um, sem er sérlega nauðsynlegt til að komast í snertingu við landið. Þá fór ég í menntaskóla og háskólann og fann að fólk skildi dönsku, en ég gat líka greint að unga fólkið er betra í ensku en dönsku. Ég met mikils að danska skuli vera fyrsta erlenda málið, sem krakkar læra og fínnst skemmtilegt að hún skuli vera sameiginlegt mál okkar.“ Hvernig bar það að að þú gerðist rithöfundur? „Strax sem barn byijaði ég að hripa niður með blýanti og byijaði reyndar oft á að skrifa. Seinna komu svo tímabil, sem ég sinnti engum skriftum og hafði reyndar hugsað mér að leggja fyrir mig tónlist. Ég spilaði á trompet og ætlaði að slá í gegn í tónlistinni, þó ég læsi líka stærðfræði við háskólann. Miles Davis var stóra fyrirmyndin þá eins og nú. En það er erfítt að sinna heilshugar mörgum greinum sam- tímis og þó ég hefði gaman af stærð- fræðinni, þá fann ég fyrir einhveij- um söknuði. Hluti af mér blómstraði ekki í henni, svo ég skrifaði skáld- sögu í laumi. Hana sendi ég til Gyld- endal-bókaútgáfunnar og fékk hana til baka með smá klappi á öxlina, þó þeir vildu ekki gefa bókina út. Fyrsta bókin mín kom út þegar ég var 24 ára, svo það tók mig ekki sérlega langan tíma að komast inn á þessa braut. Ég er enn heillaður af stærðfræði, en hafði um leið sterka löngun til að skapa eitthvað. Það sést víst í bókum mínum að mér fell- ur best við rökrétta byggingu og hefur kannski eitthvað með stærð- fræðiáhugann að gera. Ég hef þörf fyrir að skilja umheiminn á þann hátt, sem stærðfræðin ein nær ekki yfír. Ég er ekki sérlega góður í að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.