Morgunblaðið - 28.10.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 C 27
íslciizkur bygg-
in^artónaðiir
átunamótum
ÍSLENZKUR bygging-
ariðnaður stendur í dag
á ákveðnum tímamót-
um. Með samningunum
um Evrópska efnahags-
svæðið má búast við
aukinni samkeppni er-
lendis frá, sérstaklega í
framleiðslu á ýmsum
húshlutum. Jafnframt
eru aðstæður þannig á
evrópska markaðnum
vegna gifurlegrar hús-
næðiseklu í nýfrjálsum
ríkjum Austur-Evrópu
að íslensk byggingafyr-
irtæki ættu að eiga
nokkur sóknarfæri til
útflutnings sé rétt á
Orn
Kjærnested
málum haldið. Ég mun í þessu erindi
fyrst og fremst fjalla um íbúðamark-
aðinn og lítilega um útboðsmarkað-
inn.
Staða íslensks byggingariðnaðar í
dag er mjög erfið eftir mikinn sam-
drátt í framkvæmdum undanfarin
ár. Það er því nauðsynlegt að styrkja
undirstöðurnar og vil ég nefna nokk-
ur atriði sem stefna í þá átt.
1. Styrkja þarf samkeppnisað-
stöðu byggingariðnaðarins á íslensk-
um markaði. Tryggja þarf að íslensk
fyrirtæki í byggingariðnaði sitji alltaf
við sama borð og erlend í útboðum.
Koma þarf í veg fyrir að íslenskum
framleiðendum sé gert að uppfylla
strangari kröfur en erlendum sam-
keppnisaðilum eins og stundum hefur
viljað brenna við.
2. Auka þarf möguleika kaupenda
á að eignast sína eigin íbúð og stöðva
útþenslu félagslega íbúðarkerfísins.
Lengja þarf lánstímann í t.d. 40 ár
og hækka lánshlutfall. Það mætti
t.d. hugsa sér að lánshlutfall hjá fólki
sem er að kaupa sína fyrstu íbúð
yrði allt að 80%.
3. Hvetja þarf kaupendur til að
fjárfesta sem næst þörfum sínum.
Ljóst er að kröfur fólks um stærð
og frágang íbúða hafa leitt til þess
að fjöldi kaupenda hefur lent í
greiðsluerfíðleikum.
4. Finna þarf nýjar leiðir til auk-
innar framleiðni og lækkunar á
byggingakostnaði. Islenskir hús-
hlutaframleiðendur verða að fínna
leiðir til að mæta aukinni samkeppni
erlendis frá t.d. með sameiningu fyr-
irtækja og eða samstarfí við erlenda
aðila og bættum gæðum.
5. Síðast en ekki slst þarf að
stöðva svarta atvinnustarfsemi í
greininni. Sennilega þarf enginn iðn-
grein í landinu að þola jafn mikla
samkeppni af þessu tagi og bygging-
ariðnaðurinn. Það er óþolandi að
verulegur hluti vinnu á byggingar-
markaði sé unninn af aðilum sem
ekki skila lögbundnum gjöldum.
íbúðarmarkaðurinn
íslenskur íbúðarmarkaður er eðli-
Iega mjög háður því opinbera hús-
næðislánakerfí sem er við lýði á
hveijum tíma. Iðnaðurinn hefurþurft
að búa við hveija kollsteypuna á
fætur annari í lánamálum og alltaf
hafa þeir sem þessum málum stjóma
talið sig vera að fínna bestu lausn-
ina. Ég tel að húsnæðislánakerfið
eigi að færast frá ríkinu yfir til lífeyr-
issjóða og banka. Ég tel hreinlega
að stjómmálamönnum sé ekki treyst-
andi fyrir þessum veigamikla mála-
flokki. Ef lífeyrissjóðir tækju þessi
mál í sínar hendur tel ég að meiri
ró kæmist á á þessum markaði.
Við skulum átta okkur á því að í
dag eru lífeyrissjóðir kaupendur að
70-80% af öllum húsbréfum sem
gefín em út og þeir sem selja era
allir aðilar að lífeyrissjóðum. Þama
er því um gagnkvæma hagsmuni að
ræða. Jafnframt þessari breytingu
þarf að lengja lánstímann og hækka
íánshlutfall eins og áður hefur verið
bent á. Stjómvöld þurfa að hugsa
upp á nýtt hvernig þau
geti lækkað kostnað
sinn af félagslega kerf-
inu. í dag er ríkið að
niðurgreiða vexti í fé-
lagslega kerfínu. Að
mínu mati er í mörgum
tilfellum verið að niður-
greiða vexti til aðila
sem ekki þurfa á því
að halda.
Opinber aðstoð í hús-
næðiskerfinu ætti að
einskorðast við þá sem
ekki eiga neina mögu-
leika á að eignast íbúð
sem leigja á fijálsa
markaðnum. í þessu
sambandi mætti hugsa
sér að fjárfesting einstaklinga, fyrir-
tækja og samtaka í íbúðarhúsnæði
til útleigu yrði frádráttarbær frá
skatti. Jafnframt yrðu leigutekjur
skattfijálsar og hluti leigugjaída
kæmi til lækkunar á tekjuskatts-
stofni hjá leigjendum. Þetta mundi
minnka þrýstinginn á félagslega
framt era aðstæður þannig í Evrópu
að gífurleg húsnæðisekla er í þeim
löndum Austur-Evrópu sem áður
voru undir járnhæl kommúnismans.
Ég hef á þessu ári reynt að kynna
mér þennan markað og þá sérstak-
lega í austurhluta Þýskalands. Sé
horft til næstu 15-20 ára lýst mér
þannig á að þama sé fýsilegur mark-
aður fyrir íslenskan byggingariðnað.
Þegar múrinn milli austurs og
vesturs féll upphófst mikið kapp-
hlaup milli byggingarfyrirtækja sér-
staklega þýskra’og danskra um að
verða fyrst inn á markaðinn. Verð á
húsnæði var mjög hátt vegna ónógs
undirbúnings og vanmats á mark-
aðnum. Markaðurinn var ekki tilbú-
inn fyrir þessi háu verð og gullæðið
brást. I dag er krafan ódýr hús sem
kaupendur ráða við. Þama tel ég að
íslensk byggingarfyrirtæki eigi mikla
möguleika á að hasla sér völl. Með
stuðningi lífeyrissjóða, verkalýðsfé-
laga og opinberra aðila væri hægt
að fara af stað í smáum stíl.
Ég tel að rétt væri fyrir íslenska
FRÁ MANNVIRKJAÞINGI, sem fram fór í síðustu viku. Þingið var vel
sótt, en það var haldið á vegum Byggingaþjónustunnar.
kerfið og örva flárfestingu í íbúðar-
húsnæði.
Þróun í náinni framtíð
Ég sé fyrir mér að í framtíðinni
muni verða veruleg fækkun á fyrir-
tækjum í íslenskum byggingariðnaði
og þau stækka. Margir þeirra sem í
dag era að byggja eitt og eitt hús
munu ekki standast samkeppnina og
hætta. Þá sé ég fyrir mér að hús-
hlutaframleiðendur muni í auknu
mæli sameinast til að standa af sér
erlenda samkeppni og sækja á nýja
markaði.
Ég tel að nauðsynlegt sé að vera-
leg breyting verði á stefnu sveitarfé-
laga í úthlutun lóða. Sveitarfélög
ættu að mestu að hætta úthlutun
lóða en úthluta þess í stað stærri
svæðum sem byggingaraðilar geti
skipulagt sjálfír og byggt upp. Bygg-
ingaraðilar myndu þá sjálfír sjá um
að leggja götur og lagnakerfí og
býggja upp þjónustu í liverfunum.
Þetta mundi leiða til lækkunar á
heildarkostnaði við uppbyggingu
nýrra íbúðarhverfa.
Þá höfum við allt of mörg dæmi
um það að lóðir seljist ekki og sveita-
félög sitji uppi með Ióðir sem ekki er
markaður fyrir. Ég tel augpst að
byggingaraðili sem á allt sitt undir
þvi að lóðir seljist og er í nánu dag-
legu sambandi við markaðinn hafi mun
meiri möguleika á að skipuleggja ný
íbúðarhverfí með þarfír markaðarins
í huga. Þá er einnig nauðsynlegt að
endurskoða lög og reglugerðir um
byggingar og skipulagsmál með þarfír
markaðarins í huga.
Útflutningur á
byggingariðnaði
Með samningum um Evrópska
efnahagssvæðið hefur opnast leið
fyrir fslenskan byggingariðnað til að
margfalda markaðssvæði sitt. Jafn-
Auka þarf möguleika
kaupenda á að eignast
sína eigin íbúð og stöðva
útþenslu félagslega
íbúðarkerfisins. Lengja
þarf lánstímann í t.d.
40 ár og hækka láns-
hlutfall. Það mætti t.d.
hugsa sér að lánshlut-
fall hjá fólki sem er að
kaupa sína fyrstu íbúð
yrði allt að 80%.
lífeyrissjóði að veita frumkvöðlum í
íslenskum byggingariðnaði sem
treysta sér til að ríða á vaðið ákveð-
inn bakstuðning til þessar verkefna.
Þegar farið er inn á nýjan markað
í öðra landi er nauðsynlegt að það
sé gert þannig að sem mest sátt sé
um framkvæmdir á því svæði sem
byggt er á. Ég tel því að bestur
árangur náist með því að ná sem
bestu sambandi við heimamenn og
virkja þá til jákvæðs samstarfs.
Þjóðveijar þekkja merkilega mikið
til Islendinga og við eram þekktir
fyrir að hafa byggt upp háþróað
nútímaþjóðfélag við erfiðar aðstæð-
ur. Það virðist því virka vel á Þjóð-
veija að kynna ný hús sem byggja
á sem íslensk. Og hvað ættum við
svo að bjöða Þjóðveijum. Ég tel að
við getum auðveldlega hannað hús
sem hægt er að framleiða að mestu
leyti á Islandi.
Þó að atvinnuleysi í austurhluta
ÍSLENZK mannvirkjagerð er á háu stigi. Ef rétt er að málum
staðið, ættu íslenzkir byggingaverktakar að eiga sóknarfæri er-
lendis. Þessi mynd er af Árbæjarsundlaug, sem Álftárós byggði.
sinni og starfsmönnum.
Það er framskilyrði fyrir því að
hægt sé að hyggja að framtíðar upp-
byggingu íslensks byggingariðnaðar
að þetta ástand sé Iagað strax. Þarna
er ábyrgð opinberra innkaupaaðila
mikil enda eru ríkið og sveitafélögin
langstærstu verkkauparnir. Ég legg
því ríka áherslu á að þessir aðilar ^ .
gangi fram fyrir skjöldu í því að
bæta ástandið, enda hafa þessir aðil-
ar hagsmuna að gæta hvað varðar
skatta og laun starfsmanna þeirra
fyrirtækja sem verða gjaldþrota. Nú
er svo komð að íslensk byggingafyr-
irtæki sem hafa bolmagn til að taka
þátt í stærri útboðum era teljandi á
fíngrum annarar handar.
Skírar leikreglur
nauðsynlegar
Til að draga úr þeim undirboðum
sem nú viðgangast á markaðnum
þarf að móta framtíðar útboðs-
stefnu, setja skírar leikreglur og
framfylgja þeim. Ég tel ekki sjálf-
sagðan hlut að opinberir verkkaupar
taki alltaf lægsta tilboði sérstaklega 'c-
ekki þegar einsýnt er að um undir-
boð er að ræða. Opinberir aðilar
ættu að gera þá kröfu til þeirra
aðila sem þeir versla við að þeir
sýni fram á að þeir standi í skilum
með lögbundin gjöld af starfsemi
sinni og starfsmanna. Til langs tíma
litið þjónar það engan veginn hags-
munum opinberra verkkaupa að
byggingarfyrirtæki á útboðsmark-
aðinum þurfi að bjóða langt undir
kostnaðarverði til að eiga möguleika
í útboðum.
Þegar horft er til framtíðar í ís-
lenskum byggingariðnaði þá er það
ljóst að okkur eru ákveðin takmörk
sett vegna stærðar innanlandsmark-
aðarins. Þess vegna tel ég nauðsyn- '
legt að við föram að hugsa af alvöru
um útflutning á ísienskum bygging-
ariðnaði sem fyrst. Við eigum að
gera það á framsækinn hátt og fara
, fram með fullri ró en festu og
ákveðni.
Að lokum þetta, á siðastliðnum
30 árum hefur íslenski hesturinn
verið fluttur út í þúsunda tali og nú
er svo komið að það era um það bil
80.000 hestar á erlendri grund. Það
er sama tala og er á íslandi. Við
skulum setja okkur það takmark að
gera íslensk hús jafn góð og vinsæl
og íslenski hesturinn er, þá er fram-
tíðin okkar.
Þýskalands sé víða um og yfir 20%
er skortur á faglærðu vinnuafli auk
þess sem vinnusiðferði er ekki á háu
stigi eftir 50 ár undir sósíalista
stjórn. Ég tel því að leggja ætti
áherslu á að fara inn á markaðinn
með byggingaraðferðir sem kalla á
sem minnsta vinnu á byggingastað.
Ég tel að til að byija með sé nauðsyn-
legt að flytja megnið af vinnuaflinu
út þannig að ljóst er að auk þess að
vera samkeppnishæfír þurfum við
að nota sem mest af forframleiddum
húshlutum.
Það er mín skoðun að aukinn út-
flutningur eða samvinna við erlenda
framleiðendur sé eina leiðin sem fær
er fyrir íslenska húshlutaframleiðend-
ur til að standast þá auknu sam-
keppni sem þeir standa nú frammi
fyrir. Það þarf að snúa við því hlut-
falli að af hveijum 100 íslendingum
sem sælga vörusýningar erlendis séu
99 að kaupa inn vörur en aðeins einn
að selja. Oft stendur skortur á áhættu-
flármagni fyrirtækjum fyrir þrifum,
sem sækja vilja á erlenda markaði.
Ég tel að nauðsynlegt sé að koma á
áhættusjóði til eflingar útflutningi í
greininni t.d. með þátttöku Iðnlána- '
sjóðs og opinberra lánasjóða.
Útboðsmarkaðurinn:
Ekki er hægt að ræða stöðu og
framtíð íslensks byggingaiðnaðar án
r;ss að minnast á útboðsmarkaðinn.
dag er staðan á útboðsmarkaðnum
þannig að segja má að algjör glund-
roði ríki á markaðinum. Fyrirtæki
hefja starfsemi að vori og hætta að
hausti. Oftar en ekki sér maður sömu
aðila aftur með hækkandi sól búna
að koma sér upp nýju nafni og kenni-
tölu. Þessar einæru plöntur í fyrir-
tækjaflórunni eru íslenskum bygg-
ingariðnaði til mikils vansa. Þessir
aðilar skila hvorki sköttum né öðrum
lögbundnum gjöldum af starfsemi
Grein þessi er kjami erindis, sem
flutt var á Mannvirkjnþingi fyrir
skömmu. Höfundur er
framkvæmdastjóri
byggingafyrirtækisins Álftáróss
ogá sæti ístjórn Samtaka
iðnaðarins.