Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 B 3 DAGLEGT LÍF MÁLMAR, tré, leir og blóm eru helsti efniviður í verkum Sveins. ULMUS parve flora. Sveinn ræktar ýmis afbrigði dvergtrjáa. sér falleg heimili og sumum finnst mikil heimilisprýði að ýmsum sér- ‘kennilegum munum. Eg vona að 'þeir finni eitthvað við sitt hæfi hjá mér. Þótt ég geri ekki miklar kröf- ur til veraldlegra gæða, þarf ég að byggja afkomu mína á versluninni ’og sérverkefnum eins og blóma- skreytingum fyrir giftingar, jarð- arfarir, veislur o.fl. Ef verslunin stendur ekki undir sér stendur mér til boða starf við útstillingar og skreytingar í Jedda í Saudi-Arab- íu.“ Við kertaljós, innan um blóm og handverksmuni segist Sveinn vinna best. Helst vildi hann færa innkomu v verslunarinnar inn í gamaldags sjóðsbók, slíkt segir hann að myndi hæfa andrúmsloftinu einkar vel. ■ vþj T ólf ára og sér um baksturinn fyrir afmælið sitt Morgunblaðið/Sverrir FRÁ afmælisveislu Brynhildar i fyrra. í FYRRA var hún með náttfata- partý á afmælinu sínu og sá sjálf um veitingarnar. Brynhildur Sig- urðardóttir var þá tólf ára og þótti ekkert sjálfsagðara en að undirbúa veisluna án aðstoðar, baka súkku- laðiköku, búa til konfekt, rúllutertu og annað góðgæti sem hún bauð vinkonum sínum uppá. „Yngri bróðir minn á afmæli um svipað leyti þannig að mamma hef- ur nóg að gera við að sjá um hans afmæli og undirbúa jólin. Mér fannst sjálfsagt að sjá um mitt afmæli því ég hafði tíma bæði í fyrra og núna í ár,“ segir Brynhild- ur, sem átti afmæli 17. desember. Hún er reyndar vön í eldhúsinu, foreldrar hennar hafa komið upp þeim sið að hver á sinn dag í eldhús- inu. Það þýðir að einu sinni í viku sér Brynhildur um matseldina. „Það gengur ágætlega að elda og meira að segja pabbi borðar matinn þó hann laumist nú oft inn í eldhús eftir mat líka.“ - Hvað hafðirðu síðast í matinn? „Ýsu, grænmeti og kartöflur.“ Brynhildur segir að stundum hjálpi hún til í eldhúsinu við upp- vaskið og annað sem þarf en bætir við að undanfarið hafi hún samt verið löt við það, mikill tími hafi farið í að vera með vinunum. Bismarkterta og nýárskaramellur Þegar ég kíkti til Brynhildar daginn fyrir afmælið var hún að undirbúa veisluna sína, baka Bis- marktertu, búa til nýárskaramellur, piparkökur, myntustangir og síðan ætlaði hún að vera með vöfflur, ís og sérstaka piparmyntusósu. Pizz- urnar ætlaði hún að kaupa tilbún- ar. „Það koma tuttugu og sex stelp- ur hingað og ég ætla að hafa hlað- borð fyrir okkur,“ segir hún. „Ég ákvað að taka ekki strákana með því þá hefðum við orðið svo rosa- lega mörg.“ En hvað gera þær svo í afmælinu? „Borðum og tölum saman um stráka og svoleiðis," segir hún og brosir. Verður skírð á Þorláksmessu Brynhildur er í áttunda bekk í Hagaskóla og á að fermast í vor. Hún verður skírð í Neskirkju á Þorláksmessu og hefur reyndar ákveðnar skoðanir á því hvernig hún vill hafa athöfnina. „Ég vil hafa í kirkjunni mína nánustu, mig langar til að flutt verði sígilt verk sem ég held mikið uppá og fá að hafa lifandi kertaljós út um alla kirkju," segir hún og leyfir mér í lokin að heyra Pavarotti syngja lagið sem hún vili láta leika fyrir sig á Þorláksmessu. ■ grg Liðlega fimmtíu ár síðan jólabjallan var sett upp í miðbænum ÞEGAR jól nálguðust fyrir liðlega fimmtíu árum var sett upp fyrsta raflýsta útijólaskreytingin í Reykja- vík. Það var jólabjalla á mótum Vesturgötu og Hafnarstrætis. Hinir framtakssömu voru eigendur raf- tækjaverslunarinnar Rafals sem ákváðu að gleðja borgarbúa með þessum hætti, þeir Holger P. Gísla- son, Gísli J. Sigurðsson og Elías Valgeirsson. „Við settum upp bjölluna næstu árin þegar jólin nálguðust og það leið ekki á löngu þar til bæjarbúar litu á jólabjölluna sem fyrsta jóla- boðann," segir Gísli. Bjallan minnti á sig með silfurtónum á fimmán mínútna fresti og foreldrar lögðu leið sína í bæinn til að sýna börnum sínum ljósadýrðina. Árið 1951 var versluninni breytt í Raforku og Gísli hélt áfram að setja bjölluna upp fyrir hver jól. Árið 1956 fauk bjallan niður og þá ákvað hann að setja hana ekki upp það árið. * JÓLABJALLAN sem Rafveita Reykjavíkur hefur séð um að setja upp fyrir jólin frá árinu 1990. BJALLAN var Morgunblaðið/Ol. K.Magnússon Austurstræti frá árinu 1968-1978. GÍSLI J. Sigurðsson sem var lengst af með fyrirtækið Raforku. Þegar hann setti fyrst upp jóiabjölluna árið 1943 hét fyrirtækið hins vegar Rafall. Saknaði jólabjöllunnar Fólki fannst mikill missir að jóla- bjöllunni og Höskuldur Ólafsson sparisjóðsstjóri sem síðar var bankastjóri Verslunarbankans kom að máli við Gísla og sagði ýmsa vilja taka þátt í að setja hana upp. Það varð úr og auk Sparisjóðs versl- unarmanna voru það Geysir, Nat- han og Olsen, Chic og Hljóðfæra- húsið sem kostuðu uppsetningu á bjöllunni. Árið 1967 flytur Raforka í Grandagarð og þá flytur Gísli klukkuna með sér þangað. Hann sagðist þó hafa þurft að taka bjöll- una niður þar vegna veðurs. Ári seinna flutti Gísli verslun sína i Austurstræti 8 og bjallan fylgdi honum þangað. Þar var hún sett upp fyrir jólin til ársins 1978 þegar Gísli hætti með verslun sína. Þá flutti hann fyrirtækið í kjallar- ann heim til sín. Enn í dag rekur hann fyrirtækið þar þó kominn sé á níræðisaldur, flytur inn rafmagns- hitapoka og hitateppi, siglingaljósa- perur og fleira. Lét smíða þrjár bjöllur um árln Gísli segir að eftir að hann fór að setja greni á bjölluna hafi hún fyrr eyðilagst og hann segist hafa látið smíða einar þijár bjöllur um árin. Auk þess sem fyrirtækið Rafall setti upp fyrstu raflýstu útiljósa- skreytinguna var það líka fyrst til að flóðlýsa byggingar og var Há- skóli íslands fyrsta byggingin sem Rafall flóðlýsti á sínum tíma. Rafveitan lætur smíða nákvæma eftirlíkingu Þó að bjallan væri í geymslu í ein tólf ár voru viðbrögðin hlýleg þegar Rafveita Reykjavíkur setti upp eftirlíkingu árið 1990. Davíð Oddsson kveikti á bjöllunni og mik- ill fjöldi fylgdist með. Gísli átti að vera þar með Davíð að kveikja á henni en dvaldi þá á sjúkrahúsi. „Árið 1990 höfðu forsvarsmenn Rafveitu Reykjavíkur samband við mig og vildu gera nákvæma eftirlík- ingu af bjöllunni. Það er því fjórða bjallan sem smíðuð er síðan árið 1943.“ Sér nú Rafveita Reykjavíkur um uppsetningu hennar en bjallan er árlega sett upp þar sem hún var lengst af á mótum Hafnarstrætis og Vesturgötu. ■ grg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.